Þjóðviljinn - 12.04.1953, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.04.1953, Síða 6
B) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. apríl 1953 þlÓÐyiUINN Ötgefandi: Samelningarfiokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Biaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 j annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. SíleSveiðisi sunnanlands Hæringur liggur enn við Ægisgarð, þetta tákn marsjallhjálp- arinnar og minnismerki um vinarhug Bandaríkjanna til íslend- inga, eins og Stefán Jóhann Stefánsson komst að orði þegar to-rngripurinn kom til laaidsins. Skammt frá Hæringi, úti í Effers- ey, er risin upp heljarmikil verksmiðja, byggð af Kveldúlfi og Reykjavíkurbæ í sameiningu. Rokið var i kaupin á Hæringi og byggingu verksmiðjunnar eft- ir að Hvalfjarðarsíldin kom hér um veturinn, til þess að hægt væri að hagnýta suðuriandssíldina farmvegis. Esi síðan hafa þessar verksmiðjur báðar staðið óhagnýttar að mestu; og það er svo að sjá að ráðamcunimir hafi beðið þess að síldin villtist á ný inn í Hvalfjörð og lenti þar í sjálfheldu. En þó mjög liætt við að liðið geti áratugir — og ef til vill aldir — þar til það kynlega fyrirbæri endurtekur sig. En þótt suðurlandssíldn villist ekki inn í Hvalf jörð er hún engu að síður i návist verksmiðjanna. Á hverju ári síðan 1949 hefur orðið vart við miklar síldartorfur á miðunum sunnan og suðvest- anlands, nægilegt hráefni til mikilla starfa í Faxaverksmiðjunni og Hæritigi. Og eins og rakið var í mjög athyglisverðri grein sem ór. Hermann Einarsson skrifaði í Þjóðviljann fyrir skömmu eru r.ú að koma í gagnið nýir sterkir árgangar sem gefa til kynna að síldarmagnið muni aukast enn á næstimni og síldin verða stærri. En hvers vegna er þá síldin ekki veidd ? Ástæðan er sú að við ráðum ekki yfir þeirri ^ækni sem til þarf að veiða mikið magn. Reknetin hrökkva skammt til þess, en þó liefur reknetaveiðin verið mjög mikilvægt búsílag fyrir Islendinga, enda þótt stjórn- arvöldin taikmarki árlega þá veiði með furðulega skammsýnum ráðstöfunum. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að veiða síid í flotvörpu en þær hafa sáralítinn árangur borið til þessa. En að sjálfsögðu getur það ekki verið neitt óleysanlegt vanda- mál að finna upp veiðitækni sem að gagni mætti koma, og það v; ndamál væri eflaust ieyst fyrir löngu ef stjórnarvöldin hefðu iagt á það áherzlu og lagt fram nægilegt fé til tilrauna og rann- sókna. En stjórnarvöldiu þurftu að horfa lengi á hitiar iðjulausu verksmiðjur bíða eftir að síld villtist í Hvalfjörð áður en þau öóluðust skiling á vandamálinu og meðan voru tillögur sósíalista um framkvæmdir fellda; . Nú virðist skilningur loks hafa glæðzt nokkuð eftir að tugmilljóna króna veiði hefur farið fram lijá okk- ur ár eftir ár, en þó skortir mjög mikið á að unnið sé að þessu mikilvæga verkefni af nægilegu kappi af hálfu ríkisstjórnarinnar. Úr því verður að bæta liið bráðasta. StelvaSar byggingar Síðasta Alþingi samþykkti sem kunnugt er heimild fyrir rík- iestjómina til að taka 16 millj. kr. lán, er varið skyldi til lán- veitinga þeim til handa : em ráðist hafa í það af litlum efnum en mikilli þörf að byggja hinar svonefndu smáíbúðir. Þetta átti að vrra einskonar framhald af 4 millj. kr. framlagi ríkissjóðs á sl. ári í sama skyni. Þau lán hrukku skammt fyrir þörfinni og urðu td. aðeins um 70 Reykvíkingar þeirra aðnjótandi af um 500 manns scm ráðist hafa í smáíbúðabyggingarnar. Þess var því mikil þörf bæði hér og í öðrum kaupstöðum og kauptúnum landsins að lánsfjár væri aflað í þessu skyni. Það hafa því orðið smáíbúðabyggjendum mikil og sár von- brigði hver dráttur hefur orðið á því að lánsheimildin yrði fram- kvæmd og lán vgitt til bygginganna svo sem gert var ráð fyrir. Margir smáíbúðabyggjendur sitja nú uppi með hús sín fokheld eða hálfinnréttuð og komasc ekki lengra vegna algjörs fjárskorts. Geri ríkisstjórnin ekld áti tafar ráðstafanir til að útvega hina tilskyldu upphæð og kona lánveitingunum í gang er fyrrsjáan- legt hvert hlutskipti oiður þeirra sem að byggingum þessum standa. Þeir neyðast til að selja húsin í því ástandi sem þau em, eða þá að leita á náðir þeirrar manntegundur sem lánar peninga gegn okurvöxtum og með miklum afföllinn, og er ekki örgrant um uð einhverjir slíkir séu þegar að verða eigendur allmargra húsa í smáíbúðahverfinu við Sogaveg. — Slika ránsherferð á hendur þeim mönnum sem varið hafa frístundum sínum og takmörkuð- um. fjármunum til að byggja yfir sig verður að stöðva. En það verður ekki gert nema útvega þegar lánsfé til bygginganna í sam- ræmi við hejmild Alþingis. Samkvæmt kínversku fordæmi Hið ágæta fréttablað Tím- inn birti 27. marz s. 1. stóra frétt á forsíðu, prýdda þriggja d’álka fyrirsögn með digru letri: „Gnmsamleg ferðalög útlendinga inni í Hvalfirði". Vöktu jæssi ugg- vænlegu tíðindi mikla at- hygli, því eins og allir vita ° er Hvalfjörður alveg sér- " staklega íslenzkur staður og '' ríkisstjórn Framsóknar- " flokksins hefur á því mjög " nákvæma gát að þar traðki •• aldrei erlendir fætur inn- " lenda grund. I sjálfri frétt- " inni var svo tjáð að erlend- " um manni hefði þó tekizt að smokra sér inn á þennan •• helga og þjóðlega reit „á • • síðastliðnu sumri, snemma“ <> og er ekki greint hvers .. vegna fréttablaðið mikla <• gejnndi sér í heilt ár að • • segja þjóðinm: frá þessum .. ömurlegu fyrirbærum. Út- lendingurinn sem rauf frið- .. helgi Hvalfjarðar talaði " „norskublending og sagðist • ■ \<:ra norskur maður í sigl- •• ingum“ en erindi hans á •• þessum stað var „að koma •• fyrir sig afstöðunni til geym • • aima og rafstöðvarinnar, sem • • byggð er í gljúfrum Blá- • skeggsár þarna rétt hjá“; .. einnig hafði hann mikinn .. hug á að vita „hvar vatns- geymirinn var á stríðsárun- um.“ Er þetta sannarlega mjög grunsamlegt, eins og ,, blaðið segir, og er þó sagan ,, ekki öll. „Nokkrum vikum ,, tíiðar“ mátti sjá í Hvalfirði ,, „stórau svartan fólksbil. . . , og í bílnum voru fjórir menn, tveir í framsæti og tveir í aftursæti og sátu þeir í kringum útbreitt landa- kort“ og mátti „þeltkja þar ... sjómanninn norska, í þessum félagsskap.“ Þarf nú ekki frekar vitnanna við eft- ir að í ljós er komið að út- lendur sjómaður hefur sézt í stórum, svörtum fólksbíl með landabréf i Hvalfirði, " enda spyr Tíminn af miklum " alvöruþunga: „Eru hér " njósnír gegn öryggi lands- " ins?“ Er ]>ess að vænta að " ríkisstjórnin hefji þegar gagngerar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að út- lendir menn vanhelgi oftar Hvalfjörð með návist sinni; því annars kynni svo að " fara að þeir vendu komur " sínar á aðra staði landsins, " t. d. Reykjavík og Suður- " nes, í stórum, svörtum bíl- " um með landakort. t • En það var ekki aðeins ,á síöastliðnu sumri, snenuna* sem grunsamlegir atburðir gerðust á Islandi, heldur einnig „seint á liðnu sumrí“. Áð þessu sinni gerast tíð- " indin ekki í Hvalfirði, held- " ur „í sveit einui sunnan- " lands, þar sem einn af þýð- " ingarmeiri þjóðvegum lands- " ins Iiggnr“, og á veginum er " „brú, sem er þýðingarmikill " liður í umferðakerfi lands- •■ manna.“ Beinir hið trausta •• fréttablað ríkisstjórnarinn- ■■ ar athygli lesenda sinna að • • þessum nýja vettvangi í • • mikilli forsíðufrétt í fyrra- . • dag og er hún öll prentuð 1 með svörtu letri. til frekari áherzlu, en frásögnin er þessi: „Það var síðla kvölds í röltkurbjTjun, að fólk sem ók um veginn í jeppabíl, veitti athygli undarlegu til- tæki manns nokkurs, sem var að pukrast nieð mál- stokk og langa snúru \4ð vejginn. Var maðurinn að mæla stóra brú á þjóðveg- inum og vissi ekki af ferða- fólkiiju fyrr en um seinan, því hann sýndi þess öll merki, að honum var ekki greiði gerður með aukiuni athygli á þessum dularfullu störfum. Ferðafólkið nam staðar við brúna og veitti aðförum nianusins athygli um stund, áður en það gerði sig líklegt til að tala við hann. Brá þá svo við að maðurinn vlldi ekkert við vegfarendur tala, enda þótt hér væri um að ræða háll- gildings sveitunga og vatt upp málbandið og héit gang- andi af stað heimleiðis. Má ugglaust telja, að þarna hafi verið um að ræða mæl- ingar á brú.“ • Má nú segja að skörin sé tekin að færast upp í bekk- inn. Saemma sumars láta duíarfullir útlendingar sér nægja að „koma fyrir sig afstöðunni“ og sitja í stór- um, svörtum bíl með landa- kort, en síðla sumars eru bændur landsins farnir að mæla brýr „scm eni þýðing- armikilj liður í umferðakerti landsmanna“ með málstokki og langri snúru. Og eftir því sem hinir dularfullu atburð'r verða djarfari fara böndin að berast að þeim seku; Tíminn heldur áfram: „Ef til vili getur það verið ein- liverjiun skýring, að maður- inn er ákafur líiiu- og bylt- ingarkommúnisti.“ Og þessi mæling haj;is er ekkert eins- dæmi.„Atvik þetta er svipað öðru dænii sem vitað er um á nærliggjandi slóðum. Þar var pólitískur áhugamaður Líka að verki og niældi harni breidd þjóðvegarins.“ Mál- um er þá þannig komið nú þegar að hinir hættulegustu menn hafa í fórum sínum vibneskju um leynilegustu málefni ríkisins, breidd þjóð- vega og stærð brúa. Það er ekki að undra þótt Tíminn fórni sínu svartasta letri og segi giðan í fyrirferðarmik- illi yfirskrift: „Til hvers mæla kommúnistar upp brýr og vegi um sveitir lands- ins ?‘“ • Ritstjóri Tímans varpar ekki fram þessari spurningu af skilningsskorti, heldur til að auka forvdtni lesendanna. Hann veit fullvel livað er að gerast; að þvi þarf engum getum að leiða, segir liann: „Sannleikuriiui er nefnilega sá, að þegar kommúnista- byltbigin hófst í Kína, sem leiddi til þess að óguarstjórn þeirra tók við öllum völdum, höfðu liðsmenn þeirra með niisjai'nlega niikllli leynd mselt alla vegi og brýr liins víðáttumikla ríkis. Hafði byltingarherinn því nákvæm korí yí'ir þjóftveg’na, þar sem merkt var inn á breidd Jsjóðveganna og líklegt burð- arþol, styrktarhlutföll og stærð brúa. Auk þess hafði byltingarherinn nákvæm lieimatilbúin kort af hverri sveit, þar sem sagt var til um stærð akranna og hvað hver bletíur á bænum gæfi mikið af sér af hr.'sgrjóniuu og öðru og hve margir grip- ir voru í eigu hvers bónda.“ Þarna er sem sé fundin sú hliðstæða sem gefur tæm- andi skýringu á grunsamleg- um athöfnum þessara tveggja sunnlenzlcu bænda og sú vitaeskja varpar óneitanlega nýju Ijósi á þær hættur sem framundan eru í íslenzku þjóðlífi. a Til þessa hefur það verið hald manna að byltingar- hættan stafaði aðallega frá malarlýðnum og hefur þeirri kenningu mjög verið hamp- að í Tímanum. Var sérstak- lega á hana bent um s'ð- ustu áramót, en þá rakti < formaður Framsóknarflokks- ins hvernig verkföllin miklu í desember hefðu aðeins ver- ið æfing kommúnista til að nndirbúa byltinguna og væri ekki seinna vænna að stofna her til að halda verkalýðn- um i skefjum. En einmitt um þær mundir kom til landsins fróíur maður sem gekk á guðs vegum og hafði þær fregnir að færa að ekki væru bændur síður hættu- legir en verkamenn; t. d. hefði liínverska byltingin fyrst og fremst verið fram- < kvæmd af þeim. Rakti séra Jóhann Hannesson miklar frásagnir af athöfnum þeirra og þaðan hefur Tíminn hlið- stæðu þá sem hann flutti í fyrradag. Hefur trúbodinn einnig lagt á ):«ð hina mestu áherzlu að forða þurfi slík- ,, um atburðum hérlendis og ,, sagði fyrir skemmstu í við- ,, tali við Morgunblaðið að í því skyni þyrfti einkum að bæta kjör bænda, því auð- vitað duldist það ekki þjóð- félagsþekkingu hans að hag- ur og aðstaða bænda hér er mjög áþekk því sem gerð- ist í Kínaveldi fyrir bylt- inguna. Ilafa ráðamenn landsins að vonum sperrt ,, mjög eyru við þessi tíðindi, ,, því þarna duldust þau véla- brögð sem þeir áttu sízt von á, og öðlaðist þá ritstjóri Tímans loks skilning á fréttagildi þeirra dularfullu tíðinda sem gerðust í Hval- firði á öndverðu siðasta sumri og á þjóðvegum sunn- anlands þegar sama sumri tók að hálla. Er þess að vænta að valdamenn þjóðar- innar grípi nú snariega " til þeirra ráðstafana sem að " haldi mega koma. íslenzkur " her hrekkur ekki til að ha’da ” vorð um hverja brú og " hvern þjóðveg, hvern rækt- " aðan blott og hvern grip, " en þá er sem betur fer jafn- •• an tiltæk vernd þeiri-a vold- •• ugu vina sem aldrei tel jast •• til útlcndinga í Hvalfirði og •• aldrei vekja neina grun- •• semd þótt þsir ferðist um •• allar sveitir sunnanlands í •• svörtum stórum, bílum með .. vegabréf, málstokk langar sn ui„

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.