Þjóðviljinn - 23.05.1953, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.05.1953, Blaðsíða 1
íiakkunrmf Félagar! Komið í skrifstofu Sósíalistafélagsins og greið- ið gjöld ykkar. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10-12 f.h. og 1-7 e.h. - ' Álþyðwkikhsins: Sui»í*r 5020 4í«~t «t 11 - J* ?, K w s *>■ Aiöaj'íð hvwl t»í«5 eri»Á 1 iU-SVt ; r&xiÍ'XtobxR'-.l appiyvin^sr »m k>é'..»ui«r. yíiti rkiií r rW» > , l»im« ii ijórdti.'i. ••' fS.vry. fr< *•!>«■ «•. w {«»«::>«« S, X.XXIV. órgangtir. FnstiuUgimi 22. mai 1053 109. tfel. Rifsfjórar Þjóðyiljans lélu lögregluna hirða sjó-j mann, sem kvarlaði yfir aðhúðínni á Sgli rauðai " Alþýðublaðið býr til rakalausa lygasögu • Alþýðublaðið birti í gær heljarstóra fyrirsögn á forsiðu, eins og sjá má á mynd hér fyrir ofan. í frásögninni er efni fyrirsagnarinnar nánar rakið, og segir þar svo rr, a.: „Rit- stjórar Þjóðviljans köliuðu lögregluna á vettvang í fyrra- kvöld til að fjarlægja skipverja af Agli rauða, sem gerði sér ferð í skrifstofu kommúnistablaðsins til að kvarta yfir aðbúð þeirri er hann og félagar hans verða að sæta af hálfu Lúðvíks Jósepssonar og samherj’a háns á Norðfirði... í fyrrakvöld gerði svo einn af skipverjunum sér ferð upp á ritstjórnarskrifstofur Þjóðviljans til að kvarta yfir þessu. Mun hann hafa verið þungorður í igarð Lúðvíks Jósepsson- ar og samherja hans á Norðfirði. Korr.u ritstjórar kommún- istablaðsins litlum vörnum við og völdu það ráð að kveðja lögregluna á vettvang og biðja hana að fjarlægja manninn þar eð hann væri drukkinn. Hafði lögreglan skipverjann á brott með sér.. • Það er skemmst af að segja að allt er þetta til- hæfulaus uppspuni frá rótum. Enginn skipverji af Agli rauða kom á ritstjómarskrifstofur Þjóðviijans þetta kvöld, og engin lögregla var til kvödd að fást við slíkan mann hvorki það kvöld né í annan tíma. Þjóðviljinn sneri sér í gær til Erlings Páls- sonar yfirlögregluþjóns og Sigurjóns Sigurðssonar lögreglustjóra og bað þá að staðfesta þetta. Þeir framkvænidu rannsókn á málinu, fóru yfir gögn lögreglunnar og spurðu lögregluþjóna og lýstu síðan yfir því í gærkvöld að enginn kannaðist við atburð þann sem Alþýðublaðið birtir sem aðalfrétt á forsíðu með sínu stærsta letri og hans sæjust engin merki í gögnum lögreglunnar. • Tilefni þessarar algeru lygafréttar á að sögn Alþýðu- blaðsins að vera það að skipverjar á Agli rauða væru svelt- ir, þeir fengju engan mat «m borð meðan skipið dveldist í Reykjavfk og aðeins 80 kr. hver til að lifa af í viiku. Þjóðviljinn hafði í gær tal af Lúðvík Jósepssyni og sagði hann þessa frásögn marklausan þvætting. Sagðist honum svo frá að þegar Egill rauði var tekinn til viðgerðar hafi eldavélin einnig verið flutt í land til viðgerðar, þannig að ekki var hægt að elda u.m borð. Var búizt við að viðgerðin á eldavélinni tæki aðeins örstuttan tíma og fengu skip- verjar 80 kr. til að kaupa sér mat í landi á n'.eðan. Hins vegar tók viðgerðin lengri tíma en ætlað var, og hrukku þá peningarnir að sjálfsögðu ekki til. Var þá skipverjum útvegaður allur matur á Hótel Vík, og auk þess fékk hver skipverji 200 kr. í viðbót. Sagði Lúðvík að •skipverjar hefðu áður verið búnir að fá allar samningsbundnar kaup- greiðslur. ® Þannig er málflutningur Alþýðublaðsins. „Hug- sjónamaðurifan“ mikli, Hanníbal Valdimarsson, situr á ritstjórnarskrifstofum sínuni við Hverfis- götu og semur upp úr sér tilhæfulausar lygafregnir um andstæðinga sína og prentar þær síðan með stærsta letri á forsíðu. Enginn þarf að ímynda sér að Hanníbal hafi birt þvætting sinn í góðri trú; hann hefði aðeins þurft að hringja í lögregiuna til að komast að því sanna. Maðurinn er aðeins svona djúpt sokkinn í málefnafátækt sinni, og með þessu móti verður auðvitað ekki hörguil á æsifregnum hjá honum. Hins vegar mun enginn skyni borimi maður festa trúnað á neitt sem í Alþýðublaðinu stendur eftir þetta, nema það fáist staðfest annars staðar frá. Finnlandsþing hefur samþykkt að stefna fyrir ríkisrétt fjórum fyrrverandi ráðherrum Sósíaldemókrataflokksins finnska, vegna mis- notkunar á embættisaðstöðu. Hefur einungis einu sinni áður verið stefnt fyrir þennan dóm- stól frá stofnun hans. Ráðstafanir sem þessir fjórir ráðherrar gerðu árið 1&49 urðu tíl þess að gjaldþrota fyrirtæki, sem að minnsta kosti einn ráð- herranna átti fjárhagslega hlut að, var bjargað frá skyndihruni með ríkisláni. Þegar svo fyrir- Fimmtugiir Ásmundur Sigurðsson alþingismað- ur verður fimmtugur nk. þriðju- dag, 26. þm. Afmælis hans verður minnzt í næsta blaði Þjóðviljan' sem út kemur á miðvikudaginr kemur. viiiuupalli í ■ fyrramorgun varð það slys hér í bænum, að Eiríkur Schev- ing Hrísateig 17, féll ofan aí vinnupalli, er hann var við vinni sína, og hlaut allmikil meiðsi í baki. Maðurinn var fluttur í Landsspítalann og við læknis- rannsókn þar kom í liós að einn hryggjaliður var brotinn. Þar sem sjúkrarúm var ekki fyrir hendi var Eiríkur fluttur í sjúkra bifreið heim að læknisrannsókn og aðgerð lokinni. Fjögurra manna nefntl mun væntanlega fara héöan til Moskva n. k. laugardag til við- skiptasamninga við Sovétríkin. I nefndinni eru: Pétur Thor- steinsson deildarstjóri í utanrik- Lsráðuneytinú, Bergur G. Gísla- son stórkaupmaður, Helgi Pétuij- son forstjóri SÍS og Ólafur Jóns- son útgerðarmaður Sandgerði. tækið varð samt sem áður gjald- þrota, fékk ríkið ekkert úr gjald- þrotaskiptunum. Þegar lagaeftirlitsmaður þings- ins skýrði frá þessu á þingfundi 28. nóv. s. 1. haust áttu tveir Er lísti flokksins í Rangár- vallasýslu þannig skipaður: 1. Magnús Magnússon, kenn- ari, Reykjavík. 2. Ragnar Ólafsson, hæsta- réttarlögmaður, Rej’kjavík. 3. ísak Kristinsson, bifreiðar- stjóri, Miðkoti, V-Landeyjum. 4. Sverrir Kristjánssoei, sagn- fræðingur, Reykjavík. Þeir Ma.gnús, Ragnar og Sverrir eru allir ættaðir úr Magnús Magnússon ísak Kristinsson þessara sósíaldemókratísku ráð- herra sæti í samstjórn Kekkon- ens. Þingflokkur sósíaldemókrata „dró“ þá í flýti úr ráðherrastól- unum. Hr. Váinö Tanner hefur í ræðu látið í Ijós mikla hneykslun á framferði þessara háttsettu flokks- bræðra sinna. Lét Tanner (hinn gamli bandamaður og hollvinur Hitlers!) svo um mælt, að flokk- urinn yrði að vanda betur val manna til trúnaðarstarfa! sýslunni og þaulkunnugir niönn- um og málefnum í héraðinu., Isak Kristinsson er einn þeirra ungu og efnilegu manna í sýsl- unni sem. nú fylkja sér um! Sósíalistaflokkinn. Er það málj manna á Rangárvöllum að skip- un þessa frambocslista hafii tekizt með ágætum og að mögu- leikar séu miklir á að auka verulega kjörfylgi flokksins £ sýslunni. Ragnar Ólafsson Sverrir Kristjánsson Magnús Magnússon og Ragnar ÓSafs- son efstir á framboðsissta Sosíalista- ffokkins s Rangárvaiiasýsiy Sósíalisíar í Rangárvallasýslu og miðstjórn Sósíalistaflolíks- ins hafa gengið frá framboðslista Sósíalisíaflokksins í sýslunnií við Alþingiskosnngarnar í næsta mánuði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.