Þjóðviljinn - 23.05.1953, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 23.05.1953, Qupperneq 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 23. maí 1953 ^^^imilisjþáttíar Föf allf áriS Föt sem nota má árið um kring eru sífellt að ná meiri útbreiðslu. Fólk er farið að forðast þau föt sem gerð eru fyrir sérstaka árstíð og leitar fremur áð fötum sem nota má við fleira en eitt tækifærí. Sem sígilt dæmi um þess háttar föt má nefna göngubúninginn sem nota má allt árið, ýmist með þunnum blússum eða þykk um peysum eftir veðurfarinu. Hið sama er að verða uppi á teningnum með skó og hatta. Flókahattur á veturna og stráhattur á sumrin er að verða úrelt fyrirbrigði, og lítill flóka- hattur er jafnheppilegur jafnt Bumar sem vetur. Hvað skó- fatnað snertir, þá voru gull og silfurskór einu nothæfu sam- kvæmisskórnir fyrir nokkrum BOLLINN sem ekki veltur Bandaríkjamenn hafa búið til nýjan bolla sem ætlaður er smá- börnum. Bollinn er óvenjulegur að því leyti, að hann getur ekki Framhald a. 9. síöu Raímagnslakmöikun Kl. 10.453« 2.30 XÆiugardagur 23. maí Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjárnar- götu, 'Bjarkargötu að vestan og Hringbrautar að sunnan. Sunnudagur 24. niaí Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- argötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallar- svæðinu, Vesturhöfnin með Örfir- ísey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Mánudagur 25. maí Hafnarfj. og nágrenni, Reykjanes. Þrlðjudagur 26. maí Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi EÉiðaánna vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- eund, vestur að Hlíðayfæti og það- an til sjávar vlð Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- fernes, Áxnes- og Rangárvallasýslur. 1 Photoplay fundum við þessa út- gáfu af kjólkápunni. Hún er falleg sem kápa á seinni niyndinni og ástæðan til þess að hún lítur ekki betur út á hinni myndinni sem kjóll er skrautið sem notað er. Það er of mikið af því góða að nota bæði belti, háisfes.ti og handskjól. Keynið að ímynda ykk- ur kjólinn án liandskjólsins og það gefur strax betri raun. árum, og þeir voru ónothæfir til annars. Nú er hægt að nota hælaháa bandaskó úr svörtu rúskinni við hátíðlegustu tæki- færi og þá skó má einnig nota sem götuskó á sumrin. Hvítt er mjög mikill tízkulitur og 'því má nota stutta samkvæmiskjól- inn sem sjaldhafnarsumarkjól. Og alla ermalausu kjólana má nota bæði sumar og vetur. Séu þeir saumaðir úr þvottekta 'bómullarefnum má nota þá eina á sumrin en yfir peysur eða blússur á vetumar. Eitt hið nýjasta af þessu tagi er kjólkápan. Þær eru saumað- ar úr léttu ullarefni og eru mjög einfaldar í sniðinu. Þær eru hnepptar upp í háls og á sumrin má nota þær yfir sum- arkjól sem sumarkápu og á veturna má nota þær fyrir vetrarkjóla. Er gullliiiiiguriim Jbiöierar? Ef barnshafandi kona tekur eftir því, að gullhringurinn hennar er orðinn óþægilega þröngur allt ' einu, stafar það af því að fiagur hennar bólgna og hún á að minnast á það við lækninn, þegar hún fer hæst í rannsókn. Það getur nefnilega stafað af fóstureitrun, sem hef- ur hinn hræðilega fæðingar- krampa í för með sér. En þú skalt ekki verða hrædd. í fyrsta lagi getur þetta verið slíkt einke&mi, en þó er það ekki víst, og í öðru lagi er hægt að gera mikið til að koma í veg fyrir fóstureitrun. En það er svo auðvelt að gefa gullhringn-. um sínum auga, og það er á- stæðulaust fyrir konu að eiga nokkuð á hættu, þegar þannig stendur á fyrir henni. A.J.CHONIN: Á aisisfflflegri strönd leg sýn þrungin heillandi litum og dýriegum ómi: þytur af englavængjum, fagnandi lúður- hljómur, hvítir Iijúpar, hreinar, mjúkar varir, gulliti hlið sem opnuðust og ihár barmur til að hvíla höfuð á. Nei, þetta var maimlegu hjarta ofraun. Hann sat einn í klefanum, nasavængir hans titruðu, roðinn í kinnum hans varð dýpri og allt í einu leit hann upp og sagði titrandi röddu: „Ekkert er mér ómögulegt ef Kristur styrkir mig.“ Um stund sat hann og horfði til himins eins og í bæn; svo reis hann á fætur, iþvoði andlit sitt og hendur, setti upp hreinan flibha og gekk út úr klefanum. Hann hélt rakleiðis uþp á cfra þilfarið. Hann hafði vcnað svo ákaflega að finna El- issu, að hjarta hans hætti næstum að slá, þegar hann sá hana sitja aleitia í einu horninu. Skammt frá henni undir bátaskýlinu sat Mamma Hemmingway athugul og illgirnisleg, eins og kaðalhönk eða varahlutahrúga í ein- um stólnum. Hún hafði verið um kyrrt á skipmu allan daginn. Tranter sá hana ekki; hann gekk beint til Elissu með glampandi augu Hún leit npp. „Seint koma sumir og koma þó,“ sagði hún með hægð. Hann var svo auðsveipur og undir- gefinn á svipinn að hún var næstum vingjam- leg. „Eg varð að fara í heimsókn — ég get ekki sannara sagt — ég mátti til að fara. „En — hugur minn — hefur snúizt um j'ður í allan dag.“ Hún geispaði, sýndi ófeimin sterklegar hvít- ar tennur milli rauðra varanna. „Þér eruð þreytt, flýtti hann sér að segja. „Þér hafið gert of mikið í dag.“ Umhyggja hans var bróðurleg; þó hefði hann að skað- lausu getað beint broti af henni að Súsönnu og höfuðverk hennar. „Mér hefur leiðzt ósköpin öll í dag. Þettá hefur verið hryllilegur leiðindadagur.“ „Eiginlega gæti ég sagt hið sama,“ svaraði hann, hallaði sér fram á grindumar skammt frá henni og brosti inn í augu hennar. „Þó veigra ég mér við að taka þannig til orða. Og það fylgir því ævinlega ánægja að gera skyldu sína. Heimsókn okkar til Arucas ber ef til vill ávöxt hvað trúboðsstarfið snertir. Þetta fólk hefur lofað að veita okkur fjár- hagslegan stuðning. Við höfum fengið með- mælabréf til auðugs plantekrueiganda í Laguna. Nú getum við liafizt haeida fyrir alvöru." Hann þagnaði og varð liugsi. „Þetta er ann- ars einkennilegt. Allan daginn hef ég verið á- hugalaus um starf mitt, en nú þegar ég tala við yður er ég að springa af áhuga. Ég ræð ekki við mig. Og mér er þetta svo mikið hjart- kenndur?" „Aldrei.“ Hann hristi höfuðið og horfði á hana rök- um, stórum augum, eins og hundur sem horfir á húsmóður sína. ,,Að hugsa hér,“ tautaði hún. „Það er þá ratt. Og alla leið frá Connectieut.“ „Hvað voruð þér að segja?“ „Ég sngði,“ svaraði hún, „að ég ætlaði að kalla yður Jósef.“ Hann eldroðnaði; hann skildi hana ekki. „Jósef ?“ stamaði hann. „En ég heiti Róbert“. „Ég mun alltaf hugsa um yður sem Jósef. í augum mítium eruð þér endurborinn með því nafni. Og þó veit ég ekki. Ég er ekki búinn að ákveða það.“ Hún var alvarleg á svip, en hann ihafði skelfi- legt hagboð um að hún væri að gera gys að honum, og hann sagði með hrífandi einlægni: „Þai hefur verið mér dýrmæt reynsla að hitta yður. Svo dýrmæt, að ég get ekki hugsað rn.er ai þér hverfið úr lífi mínu, eins og þegar —“ hann sló út handleggnum um leið og hann mælti hið mikla gullkom — „skip mætast á nóttu. Það virðist svo tilgangslaust. Einhvern ávöxt hlýtur kynning okkar að bera. Já, vissu- lega. Oll samtöl ókkar geta ekki verið til einsk- ís. Já, ég vildi gefa af mér hægri höndina til þ’ess að mega stuðla að frelsun yðar.“ Rödd hans brast og hann þagnaði. í megnustu geðs- Iiræringu Jagði hann höndina biðjandi á hand- legg hennar og sagði með miklum innileik: „Mig iangar til að gefa yður dálítið. Þannig (ilfinningar ber ég til yðar. Og ef þér viljið taka á móti því, þá vil ég, að það sé hlutur sem er mér dýrmætur. Ég á bókarkorn sem móðir mín átti. Hún er ekki merkileg — það eru í henni íagrar setningar. En ég hef borið hana á mér utidanfarin tuttugu ár. Viljið þér —- viljið þér taka við henni ?“ Hún leit upp og leit síðan snögglega undan. „Þessi andstyggðar keriing er að glápa úr sér ?.ugun,“ sagði hún rólega. ,,Mér stendur alveg á sama, en ég veit ekki um yður.“ Hann leit við og mætti stingandi augnaráði mömmu Hemmingway. „Nei, nei,“ sagði hann. „Mér stendur alveg á sama.“ En það fór hrollur um hann og hann dró að sér höndina. „Fáið mér hana eftir kvöldverð,“ sagði Elissa i?llt í einu. „Þegar við leggjum úr höfn í rökkr- inu. Þá er allt svo skemmtilega dularfullt. Það bætir upp daginn." Hann horfði á hama hrifningaraugum. Fyrir aftan þau reis mamma Hemmingway með erf- iðismunum upp úr stólnum og mjakaði sér að- itiganum. Hún hafði séð allt sem hún vildi sjá; og nú var hún illgirnislega kát. Það lilakkaði í henni meðan hún paufaðist niður stigann. ans mál.“ „Hvers vegna?“ , Alla ævi hef ég starfað að þessum málum. Ég' hlaut snemma velþóknun. Já, cg var korn- ungur drengur iþegar ég frelsaðist. Og ég var fátækur drengur. Ég varð að berjast í bökk- um þegar ég var við guðfræðinám; berjast harðri baráttu til að gera mig þess verðan að vinna í vángarði drottins.“ Hún horfði á hanh vantrúaraugum. Honum er ekki aalvara, hugsaði hún, honum er ekki alvara. Upphátt sagði hún: „Eruð þér að segja mér ævisögu yðar?“ „Nei, nei,“ hrópaði hann og ibandaði frá sér með hendinni. „En mig langar aðeins til að segja yður allt — allt um sjátfan mig — allt sem. skiptir mig máli. Ég get ekki á mér setið.“ Það varð þögn. Elissa var forvitin. Hún spurði og lyfti brúnum á einkennilegan liátt: >,Og hafið þér aldrei verið við kvenmann r GL1MJ Oc í>aS er sagt aXS konur hafi sérstakt dálæti á aðeins einu orði — og það kvað vera síðasta orðið. Jú jú, ég er hamingjusamur og alit það, bara ef konan mín hœtti að tala svona mikið um fyrri manninn sinn. Ó, biddu fyrir . þér, hvað er það hjá minni konu: hún talar varla tm annað nú orðið en næsta manninn sinn. Hí*nn: Við verðum að reyna að spara ofur- iítið meira en við gerum. Ef ég dæi nú til dæmis snögglega, hvað heldurðu að yrði þá um þig? Hún: Eg mundi ekki bjarga mér verr fyrir það. Spurningin er heldur hitt hvað ' verða mundi um þig. Hún: Skýrslur sýna að hjónabönd eru vörn gegn sjálfsmorðum. Hann: Skýrslur sýna líka að sjálfsmorð • ém vörn gegn hjónaböhdum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.