Þjóðviljinn - 31.05.1953, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 31.05.1953, Qupperneq 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 31. maí 1953 lUÓflViyiNEÍ Otgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 linur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 - snnars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. Sósíalisfar, samherjar um allt land! Sameinnm alla krafta til baráttu fyrir sigri Sésíalistaflokksins Sósíalistaflokkurinn hefur boöið fram 1 öllum kjör- tíæmum landsins viö Alþingiskosningarnar 28. júní. Um sex tugir beztu manna flokksins og samherja hans verða sækjendur íslenzka málstaðarins, sækjendur verka- lýðsins og hinnar heíllaríku sósíalistísku stefnu i þessum afdrifaríku kosningum. Þaö er ánægjuleg skylda allra sósíalista, yngri sem eldri, og hvar sem þeir eru staddir, að vinna ötullega aö kosningasigri þessarar vösku sveitar og þess málstaöar, sem hún er fulltrúi fyrir, En þessi skylda kallar nú alla til samstilltra starfa, hvort sem þeir eru flokksbundnir eða ekki. Við síðustu Alþingiskosningar hélt Sósíalistaflokkurinn velli, og vann meö því mikinn varnarsigur. Á því kjör- tímabili, sem nú er að líða, átti að einangra Sósíalista- flokkinn og gera hann áhrífalausan. Sú fyrirætlun mis- tókst. Hernámsflokkarnir hafa sjálfir hlotið áföllin, sem ætluö voru Sósíalistaflokknum. Þeir og þeirra hernáms- brölt og niðurrifsstefna í atvinnumálum þjóðarinnax er að einangrast. Straumur óánægöra kjósenda liggur frá þeim, og þess vegna haía nú tveir nýir flokkar risiö upp til þess að villa um fyrir mönnum, til þess aö vera. eins- konar þmmuleiöarar hernámsflokkanna. En einnig þessi ráð munu skammt dugá. Og nú nægir ekki varnarsigur. Nú er brýn nauðsyn á því, að fylking Sósíalistaílokksins og samstarfsmanna hans vinní; eftirminnilegan sigur í kosningunum — og skilyröin fyrir slíkum sigri eru fyrir hendi, ef við gerum skyldu okkar hvert og eitt og sameiginlega. í hverju ein- stöku kjördæmi þurfa sósíalistar að vinna kappsamlega að verulegri atkvæðaaukning-u. *Og Reykvíkinga bíður það veglega hlutverk að koma forystumanni andspyrnu- hreyfingarinnar, Gunnari M. Magnúss, á þing! Félagar! Kosningasignr byggist ekki á starfi fáeinna foringja. Hann verður aö vera verk fjöldans, þar sem hin minnstu störf eru jafn óhjákvæmileg skilyrði til sigursins sem hin stærri. Þann mánuð, sem eftir er til kosninga, þarf einmitt að inna ótal mörg störf af höndum, störf sem kalla á sjálfooðaliða hvern einasta dag. Það þarf að stórauka útbreiðslu Þjóðviljans. Það þarf aö koma upplýsingaritum flokksins til kjós- endanna. Það þarf að safna af miklum krafti í kosningasjóðinn Það þarf að tala viö tugþúsundir kjósenda. Þaö þarf að fjölmenna á alla fundi Sósíalistaftokksins og samherja hans. Það þarf að sinna ótal smærrí og stærri störfum í sambandi viö kosningaskrifstofur flokksins. Félagar, samherjar um land allt! Gerimi kosningamánuðinn að sigurmánuði í samstilltu starfi! Takið frumkvæöi að öllu því, er verða má þessu starfi til framdráttar! Geíiö ykkur fram til starfa án tafar! Sltyldan við þjóðina, við verkalýðinn, viö Sósíalista- flokkmn kallar okkur öll til starfs og baráttu fyrir sigri íslenzka málstaðarins. Stöndum ekki í skuld viö þann málstaö, er kjördagur remiur upp! Pólitísk kjamorkusprengmg Það hefur nú um alllangt skeið verið eitt helzta verk- efni náttúruvísindamanna að kljúfa efnið niður í sem smæstar einingar. Sameind- um er skipt í frumeindir; í frumeindunum er fundinn kjarni; siðati er honum splundrað, og hver veit hvað þá tekur við. Og eftir því sem smærra er klofið heyr- ast hærri hvellir, og auk þess fylgir sú ákjósanlega náttúra að hægt er að myrða mikið af fólki í einu vet- fangi með þessu móti og af- má heöar borgir. Enda eyða ráðamenn Bandaríkjanna verulegum hluta þjóðar- teknanna í að kljúfa og kljúfa, og kann eyðimörk nokkur í Nevada að segja ófagi'ar sögur af þeim fyr- irgangi, auk þeirpa sem enn syrgja hundruð þúsunda með- borgara sinna í Hírósíma og Nagasakí. En siunir óttast að hiiötturinn leysist upp í einum allsherjar klofningi, þannig að úr verði þær agn- ir einar sem neita að lata ldjúfa sig. Við íslendingar þekkjum þessar athafnir aðeins af af- spurn sem betur fer, þótt raunar sé ekki að vita nema Bandaríkin hafi þegar kom- ið fyrir kjarnorkusprengjum sínum á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar höfum við nær- tæka reynslu af öðru hlið- stæðu fyrirbæri. Það er al- kunna að ósjaldan má heim- færa riáttúrulögmálin upp á atburði þjóðfélagsins, og stundum verður rás við- burðanna furðulega keimlik á 'þessum tveimur sviðum. Hér á Islandj hefur t.d. far- i'ð fram iDÓlitískur klofning- ur á einum stjómmálaflokki um langt árabil, og hefur nú síðast orðið pólitisk kjarn- orkusprenging í þeim flokki af þeim tegund, sem kennd er við keðjusprengingar 4 sviði náttúruvísinda. Alþýðuflokkurinn var um skeið ekki óálitlegt þjó'ðfé- lagsfyrirbæri. Að honum stóðu margir góðir menn, sem áttu hugsjónir í fórum sínum, og vaxandi verklýðs- hreyfing. Virtust allar !íkur á um sinn að flokkurinn myndi vaxa og eflast og ná hliðstæðum áhrifum og sósí- aldemókrataflokkax á Norð- urlöndum meðan þeir voru upp á sitt bezta. En árið 1930 hófst sá lögbundni klofningur sem síðan hefur mótað örlög flokksins. Þá sagði hópur manna skilið við hanci, og þótt ýmsum þættu það !ítil tíðiridi þá, reyndust þau þó næsía stór; þeir sem brott fóru höfðu sem sé með sér álitlegan hluta af liug- sjónunum. Ef til vill má segja áð þá hafi sameindir flokksins verið sltildar að, svo að haldið sé samanburð- inum við efnisheiminn. fl Leið tiú fram um sinn, og virtist um tíma allt rólegt í Alþýðuflokknum eftir að- skilnaðinn; sumir ímyndu'ðu sér jafnvel að hinir fyrri draumar um vöxt hans og viðgang myndu rætast. En brátt tók að bera á ólgu og fyrirgangi sem gaf til kynna að framundan væri enn af- drifaríkari klofningur en sá fyrri. Og þar kom að hann varð ekki umflúinn. Árið 1937 sögðu ýrrisir helztu for- ustumenn flokksins, þeir sem mest samband höfðu haft við verkl ýðshreyfing- una, skilið við hann og með þeim hvarf verulegur hluti óbreyttra fylgismanna. Voru þetta mun harlcalegri fyrir- bæri en i fyrra skiptið, enda um að ræða klofning í smærri eindir. Má segja að í þetta sinn hafi frumeind- ir flokksins veri'ð skildar að, en það er næsta margbrot- ið náttúrufyrirbæri. 1 Það reyndist náttúruvís- indamönnum erfitt verk og margbrotið að kljúfa frum- eindir, og svo mátti virð- ast sem Alþýðuflokkurinn væri orðinn næsta samstæð heild þegar frumeindir þær sem eftir vortt höfðu að samnefnara Stefán Jóhann Stefánsson. Enda reyndist hann íflokki sínum mjög þarfur og traustur leiðtogi; hann var þéttur á velli og þéttur í lund og honum var einkar sýnt um að klófesta áþreifanlegar eigindir handa félögum sdnum í stað hug- sjóna þeirra sem nú voru alveg horfnar; auk þess var líkamsþungi hans slíkur að hann bifaðist hvergi við smærri hræringar. En það tjóar ekki að spyma á móti náttúrulögmálum til Iengdar. Þegar visindamenn tóku til við a'ð hagnýta frumefnið úr- aníum varð lcjarnorkuspreng- ing ekki umflúin, og þar kom að Alþýðuflokkurinn fann sitt úi'aníum. Það var Hanníbal Valdimarsson. Eina nótt síðla hausts í fyrra varð fyrsta pólitíska kjarnorkusprengingin • á ís- landi. Ur kjallara Alþýðu- hússins við Hverfisgötu heyrðist feiknarlegur hávaði og gnýr, og menn horfðu agadofa á hvernig Stefán Jóh. Stefánsson, Emil Jóns- son, Haraldur Guðmundsson, Guðmuodur í. Guðmundsson, (Eilendur Þorsteinsson og aðrir helztu leiötogar flokks- ins þeyttust úr va'dastó’um sínum eins og fis. Þegar sið- an griilti í flokkinn eftir moldviðrið mattí sjá liyiiik- an usla sþrengingin liafði gert. frumeindimar voru sundurtættar, en hér og þar mátti þó sjá hvar ýmsar flykksur, misjafnlega stórar, ioddu enn saman og reyndu að harka af sér. Áhrif sprengingarinnar náðu senn frá Alþýðuhúsinu til allra staða á landinu og léku flokkinn hvarvetna á sömu lund. Og brátt kom í ijós að þama var um keöju- sprengingu að ræða, þótt fyrsti gnýrinn væri stórfeng- legastur. Hvellur bættist við hvell; einn kunnasti forustu- maður flokksins tók sæti á lista Lýðveldismanna i Reykjavík, aðrir gengu und- ir merki svonefnds Þjóð- vamarflokks, og nú síðast laust saman tveimur neindum á Seyðisfirði með þeim af- leiðingum að Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Alþýðu- sambands íslands, sprakk í loft upp á eftir fyrri vinum sinum. Eftir situr hinn mikii sprengingarhvati, Hanníbal Valdimarsson, á skrifstofu sinni í Alþýðuhús- inu og semur lygisögur um pólitíska andstæðinga. eða setur saman ámóta frumleg- ar fyrirsagnir og þessa; ,,A1- þýðuflokkurinn er eini fiokk- urinn sem gengur óklofinn til kosninga". Kjarnorkusprengingar þær sem hlíta lögmálum náttúru- vísindanna og mestur hávaði liefur hlotizt af til þessa hafa veriö neikvæSar mann- kyninu. Þeim er ætlað að eyða og myrða og tortíma. En hitt dylzt ekki að þá hina miklu orku má ekki síður hagnýta til góðs, og getur hún þá fært mann- kyninu takmarkalausa mögu- leika og opnað þróunarbraut- ir sem áður virtust luktar. Kjarnorkusprengingin í Al- þýíuflokknum er að þvá leyti frábrugðin í eðli, að hún er jákvæð og til hinna mestu þjóðþrifa; liún mætti raunar verða bandarískum stjórnarvöldum mikil fyrir- mynd um það hvemig hægt er að hagnýta þessa mikil- fenglegu tækni til góðs. Um langt skeið hefur Alþýðu- flokkurinn tafið og komið í veg fyrir eðlilega þróun í íslenzkum þjóðmá’um, Meg- inverkefni hans hefur verið að spilla fvrir því að íslenzk aiþýða sameinaðist í einum sósíalistískum lýðræðisflolcki og berðist þar fyrir hags- niunum sínum og freisi og framtíð fósturjarðar sinnar. Kjarnorkusprengingin kom eimitt á réttum tíma, þegar á ö'lu ve'tur að sem víðtæk- ust eining takist. Því mun Hanníbals Va'dimarssonar veröa minnzt með þakklæti um ókominn aldur, löngu eftir að síðustu eindir hins splundraöa flokks eru hætt- ar að svífa * undir himai . £4* íslenzkra ■ * stjórnmála. 'rxyjLó

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.