Þjóðviljinn - 31.05.1953, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 31.05.1953, Qupperneq 7
Sunnudagur 31. maí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Hanri hefur leikið um allan heim nema í San Fransiskó og Ivigtút Og á íslandi kveðsl liann Iiafa fnndiS staSinn Það liggur kort af heiminum á borðinu fyrir framan mig. Það eru á því fleiri strik en flestum öðrum landabréfum sem ég hef séð, enda sýndar á því flestar alþjóðlegar siglinga- leiðir þeirra tíma er það var gert. Þetta eru mjög fín strik, blá og rauð, ýmist bein eða bogin, en alltaf regluleg og skipuleg. Kortið er prentað hjá Carl Flemming, Buch- und Kunstdruckerei, A.-G., Glogau. En auk þessara strika eru dreg- in á kortið önnur strik, einnig rauð eða blá, en þau eru ekki fínleg enda dregin fríhendis með litblýanti, þau eru alls ekki skipuleg, og sama stl’ikið er bæði beint og bogið, jafnvel hlykkjótt. Þessi strik eiga á kortinu upptök sin í Þýzka- landi; og þaðan liggur til dæm- 'is eitt blátt strik, sem við stendur 1909 Juli, norður með allri Noregsströnd unz það endar á Bjamarey miðja vegu milli Norðurhöfða og Sval- barða. Annað blátt strik, merkt 1910 August, liggur suður eftir öllu Atlanzhafi, kemur við í höfuðborg Úrúgvæ Montevideo, á íslenzku Ég-.sé-fjall; heldur ■síðan áfram suður og vestur gegnum Magellansund, norður til Valparísó og þaðan þvert vestur yfir Kyrrahaf í stóran hring um nokkrar eyjar í Pólí- nesíu. Þar endar kortið til vinstri, en sama lína upphefst að nýju hægra megin á kort- ■inu, liggur til Sidney í Ástra- IXu, þaðan norður um alla Melanesíu, um Nýju Meklen- 'burg og Bismark-e .vfár norður til Japans og Kína. Þar er svo viða komið við og viðkomu- hringirnir svo þéttir að þetta digra strik verður dálítið ó- greinilegt, en það stendur Oct. 1910 inni í Kína. á einum stað. Svo kémur 1911 og strikið ligg- ur norður í Ókotskahaf fyrir noi'ðan Japan, og það er blátt strik um Jövu, Padang á Sú- mötru, Bangkok í Síam, Kal- kúttu í Indlandi, og yrði seint að telja alla þessa staði. Svo koma rauð strik hringinn í kringum Afríku, um Suðurhafs- eyjar, Miðameriku, að ógleymd- um ströndum þess litla skaga, Evrópu, er af Asíu gengur. £n þannig eru tvö kort á þessu eina korti, eitt heims- kort og eitt tónlistarkort. Því þessi gildvöxnu rauðu og bíáu blýantsstrik hefur Albert Klaha dregið inn á kort Carls Flemm- ings, og þau sýna leiðir hans um heiminn sem hljómsveitar- stjóra og hljóðíæraleikara árin 1909 til 1912, 1922 til 1924 og 1930 til 1934. Það er orð:n mikil reisa, og birtir þó aðeins kafla úr tónlistarsögu bessa manns. Fyrir skömmu siðan voru liðin 60 áj- síðan hann íór að leika í hl.iómsve’t opin- berlega, og ég kom heím til hans í vikrnmi og spurði hann tónUstarfrétta. Eg hef nú eiginlega vcrið alls staðar, segir har.n brcs- andi — nema ég hef aldrei komið til San Frans'slró og ekki heldur til Grænlands. Ég byrjaði snemma á pessu, tók að læra á fiðlu þegar ég v-.r sex ára og kom fyrst fram i hljómsveitinni hans pabba þeg- ar ég var 8 ára. Það var 1893. Síðan. hef ég fengizt við þetta óslitið. Pabbj var bæjarhljóm- sveitarstjóri í Neustadt. og ég ólst upp í músíkumhverfi. Þeg- ar ég var 18 ára hafði ég leik- ið á flest hljóðfæri sveitarinn- ar. Ég skal geta Þess til gam- ans að einu Sinni spiluðum við fjórir ættliðir heima hjá pabba: AI.BEBT KLAHN afi og langafi og við feðgarmr. Við pabbi lékum á fiðlur, afi á ílautu en langafi á kontra- bassa. Það er ekki ófmælt að það hafi verið músíkumhverf; Árið 1903 fór ég i íónlistar- sltóla í Turingen og var jafn- framt náminu ráðinn til starfs í hljómsveit er starfaði þar i sambandi við skólann. Var þar í 4 ár, eða til 1906. Á þeim ár- um lagði ég stund á fiðluleik, einnig á kammermúsík . og partítúrleik. Þegar ég fór í þennan skóla setti pabbi það upp við mig sem skilyrði að ég byggi mig undir að stjórna herhljómsveit og kæmi ekki heim með krakká í efíirdragi. Það' kom heim að þvi leyti að árin 1906 til 1908 lék ég d herhljómsveit í Lu- beck, enda urðu allir að þjóna hernum á einhvern hátt ákveð- ið lágmarkstimabil. Næstu þrjú ár lék ég í Kiel á vegum sjó- liðsins, Die keiserliche Marine. Á þeim árum spilaði ég fyrir keisarann á ferð til Noregs og norður í höf. Ég spilaði líka tvisvar fyrir zarinn í Rúss- landi, þó síðar væri. Upp úr þessu hófstu ferðalög fyrir alvöru? Þú sérð nú hérna kortið — ®g er þegar sagt frá helztu strikunum: það má lýsa tón- listarlífi á margan hátt. — Þetta var herskip sem við sigld- um á vítt um heiminn. Ég stjómaði hljómsveitirthti á skip- inu, en hún var 20—30 manns. ■ í fyrra stríðinu var ég hljóm- sveitarstjóri í Hamborg. Það voru allt frá 10 manna og upp i 60 manna sveitir. Nokkrum sinnum tókum við okkur sam- an og lékum kannski í 250— 300 manna hljómsveit fýrir verkfallsfólk. Það var vel þegið. Árin 1924 til 1930 stárfaði ég i Hamborg hjá kvikmyndafé- laginu UFA og setti saman hljómlist við kvikmyndir. Þá voru myndir enn þöglar, en með þeim var flutt hljómlist sem átti að túlka í tónum það sem gerðist á sviðinu hverju sinni, undirstrika og vera á- herzluauki. Það var mikið verk að setja saman slíka „tónleika" og vann ég þá iðulega 16 til 18 stundir á dag, — eða sólar- hring ef þú vilt það heldur. Siðan lá leiðin til íslands? Já, ég sigldj aftur um heim- inn árin 1930—1934, í það sinn með farþegaskipum, og stjórn- aði hljómsveitum um borð. Er maður steig á land eftir þær ferðir var komin önnur öld í Þýzkalandi. Sumir nánustu vandamenn mínir voru Gyðing- ar, sjálfum féllu mér ekki sljórnmálaviðhorfin svo vægt sé að orði lcveðið. Ég hlaut að hverfa á braut. Fyrir atbeina Þórhalls Árnasonar fiðluleikara gafst mér kostur á að koma til íslands. Mér stóð Argentína líka til boða. En ég valdi ís’- land. Tónlistin hélt áfram að vera örlög mín. Fyrst lék ég í hljómsveit Hótel Borgar. í ágúst 1936 tók ég við stjórn Lúðra- sveitar Reykjavíkur og hafði hana með höndum í 11 ár. Einn- ig lék ég í Hljómsveit Reykja- víkur, og á ýms hljóðfæri. Við fluttum til dæmis tónlist á leik- sýningum, einnig i óperettum z'-----------------------—-------— Albert Klalm í fyi-stu liljömsveitinni sinni, 1893. Það má þekkja. bann á stóru myndinni eftir inn felldu hórnínyndinni til vinstri. og við mörg önnur tækifæri. Árið 1948 bað Þórarinn Guð- mundsson mig að taka við skálabumbu (páku) í Útvarps- hljómsveitinni, og nú spila ég á hana í Sinfóníuhljómsveitinni, sit fastur við hana. Nú nú, ég vil óg.iarnan gleyma því að 1944 aðstoðaði ég oíurlítið lúðra- sveitina í Stykkishólmi, og síðan 1950 hef ég verið með Lúðrasveit Hafnarfjarðar. Þar er að vaxa upp ungur maður sem væntanlega tekur hana að sér innan tíðar. Hvað viltu segja um ísland? Albert Klahn tottar pipu sína fast; og brosir við. En meðan hann er að brosa gripur kona hans fram í og segir: Þessári spurningu skal ég svara: Við fórum til Þýzkalands sumarið 1950. Er við vorum búin að vera þar mánuð eða svo hugsaðj maðurinn rninn ekki um annað en nú yrðum við að fara að komast heim, bara að komast heim til íslands aftur hið allra fyrsta. — Og Albert Klahn bætir við: Mér finnst ég hafi fundið réttan stað hér. Þetta var fullgilt svar. — Slíkir eru örfáir stiklasteinar á ævifeAi þessa manns sem gerði það að lifsstarfi sinu að fiytja tónlistina um veröldina. En þó er þetta ófullkomin mynd að þvi leyti að Albert Klahn hefur lika verið lifandi maður í óskáldlegri málefnum samtíð- ar sinnar. Þó hann sigldi með Vilhjálmi keisara norður í Is- haf á sjálfum veimaktardögum kei'saraveldisins þýzka, þó liann spilaði tvisvar fyrir zarinn — þó var hann að öðru leyti ekki’ þeirra maður. Og stærstri hljómsveit stjórnaði hann fyrir verkfallsfólki. Það gefur bend- ingu um mál sem annars skal ekki rætt að sinni. í dag stjórnar Albert Klahn Sinfóníuhljómsveitinni á tón- leikum sem .helgaðir eru 60 ára tónlistarstarfi hans. Hann flytur af því tilefni félögum sinum í hljómsveitinn'i bezlu þakkir fyrir sig, einnig stjóm Sinfóniu- sveitarinnar og þjóðleikhús- stjóra sem allir eiga þátt í því að þessir tónleikar komust í kring. Það er táknrænt fyrir þennan mikla ferðamann hljóm- listarinnar að í sveitinnj leika nú menn af ýmsum þjóðernum, og undirleikari við eitt verkið er rússnesk kona — og sagðist afmælisbamið aldrei á ævf sinni hafa heyrt annan eins píanóleik og undan fingrum hennar í Austurbæjarbíói ura daginn. Má vera að verðskuld- un Alberts Klahn éigi eftir ókunnum leiðum sinn þátt í komu hennar hingað til lands. B.B. Eðli sínu satnkvæmt eigcs vís- indin að þjóna þjóðfélaginu Ræða jurtafræðings- ins, prófessors Núsh- díns, á kynningar- fundi MÍR Háttvirti formaðpr, kæru vinir! Sem fulltrúi sovétvísindanna vil ég bera ykkur beztu kveðj- ur hinna mörgu þúsunda vis- indamanna i Sovétríkjunum. Stuhdum er sem menn haldi, og ekki ósjaldan er jafnvel leit- azt við að útbreiða þá skoðun, að visindamenn séu einhver alveg sérstök manntegund. Að þeir séu öllum stundum á kafi í bókastöf’um vinnustofa sinna og viti ekkert af lífsbaráttu fólksins. Að áhyggjur og vahda- mál meðbræðra þeirra víaldi þeim ehgum óróa, heldur lifi þeir algjörlega í sínum eigin heimi og skeyti, engu því.^sem PRÓFESSOR NÚSHDIN fram fer utan hans. Og jafn- framt er svo visindunum sjálf- unv líkt við musteri, þangað sem ys og þys daglegs lifs berst aldrei. Slík vísindastarfsemi og slík- ir vísindamenn eru auðvitað ekki til. Og sérstaklega á vor- um dögum, þegar vísindin eru voldugasta afl þjóðfélagsins, þýðingarmesta starfssvið mann- anna, þá er blátt áfram óhugs- andi að svo gæti verið. Mátt vísindanna má nota i þágu fólksins, og þá verða þau þjóðunum til farnaðar. En þau má einnig nota í þágu hins illa. Eðli sínu samkvæmt eiga vísindin að þjóna þjóðfélaginu, og sívaxandi þekking vísinda- mannanna á lögmálum náttúr- unnar gerir þeim kleift að hjálpa mönnunum í fc.aráttu þeirra fyrir betra. lííi. Visindastarfsemi, sem þann- ig hefur lieill alþjóðar að mark- miði, er í fyllsta máta þjóðleg og framfárasinnuð og nýtur trausts og virðingar fólksins. Þvi miður er til önnur teg- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.