Þjóðviljinn - 31.05.1953, Síða 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 31. maí 1953
Wattar í híó
Fyrst stöfuðu vandræðin. af
iherrahöttunum, og 'þegar karl-
mennirnir voru búnir að læra
að taka ofan í bíó, komu háu
kvenhattarnir í tízku og marg-
ir bíógestir voru í stökustu
vandræðum þegar þe r lentu
fyrir aftan konu með fagur-
ekreyttan hatt. En svo lærðu
stúlkurnar líka að taka ofan,
en upp á síckastið virðist aftur
vera farið að sækja í sama
horfið. Stundum hafa karl-
mennirnir hattinn á höfðinu
meðan á sýningu stendur og
konurnar virðast telja sjálf-
sagt að þeim léyfist að hafa
hattinn á höfðinu ef hann er
lítiíl. En lítill hattur getur líka
veri'ð vandræíagripur ef hann
er skreyttur stórri fjöður eða
Flatbotna skór og skór
með spennum
Flatbotnuðu skómir eru nú
mjög í tízku og nú hafa þeir
náð útbreiðslu sem spariskór
og samkvæmisskór, öllum þeim
konum til ánægju, sem hingað
til hefur liðið illa í háliæluð-
um spariskóm. Það er ekki
beinlínis þægilegt að neyðaSt
til að fara í hælaháa skó, þeg-
ar maður er or'ðinn vanur flat-
■botna skóm, og stundum er erf-
itt að halda jafnvæginu. Svörtu
rúskinngskórnir eru mest í
tízku. Algengastir eru sléttir,
opnir skór með öriitlum hæl.
Að framan eru þeir nasbitnir.
Skóna má nota sem létta
gönguskó á sumrin og spariskó
á veturna. Til skrauts eru oft
notaðar stórar, flatar slaufur
eða stórar gullspennur. Eink-
um eru gyl’tu speimurnar al-
gengar, en oft eru rúskinns-
skór skreyttir á látl'ausari hátt
rneð sléttum skinnröndum —
það er snoturt en erfitt að
halda því hreinu ef skórnir eru
notaðir utanhúss.
Framh. af 12. síðu.
11.7 sek. 3. Grétar Hinriksson Á
12.0 sek.
Spjótkast: 1. Jóel Sigui-ðsson
ÍR. 53.72 m. 2. Adolf Óskarsson
Tý 50.32 rn. 3. Pétur Rögnvalds-
son KR. 44:84 m.
1500 m hlaup: 1. Svavar Mark
ússon KR. 4:11.2 (nýtt drengja-
mejt). 2. Sigurður Guðnason ÍR.
4:14.8. 3. Guðjón Jónsson U.Í.A.
4:21.2.
100 m hlaup kvenna: 1. Mar-
grét Haligrímsdóttir U. M. F.
R. 14.0 sek. 2. Erla Sigurðardótt-
ir U.M.F.R. 15.5 sek. 3. Anna
Friðriksdóttir U.M.F.R. 16.5 sek.
Mótinu heldur áfram kl. 2.30
£dag.
fyrirferðarmiklu slöri. Hatt-
prjónar sem standa upp úr
alpahúfu geta tka feyðilagt
mikið fyrir manninum fyrir
aftan, að ekki sé minnzt á
hattböndin sem standa út í
loftið og blakta í hvert skipti
sem stúlkan hreyfir sig. Og
kona sem er í nýtízku kápu
með stórum kraga, sem hægt
er að bretta upp, á að hafa
það hugfast að svona kragi er
fyrirferðarmikill og það er
ekki annað en sjálfsögð kurt-
eisi að bretta hann niður.
Köflótt efni eru nú miki'ö
notuð sem skraut á einlita
kjó’a og á myndunum má sjá
hve klæðilegt það er, auk þess
sem það er ódýr tízka. Hægt er
að notfæra sér þessa hugmynd
á kraga, sem er slitinn og brún-
irnar fainar að trosna. Á
jakkanum er mynstrið stórgerð-
ara, en það er fallegt og það
má nota bæði á jakka og
venjulegan kjól. Á myndinni
eru það aðeins hornin sem
eru köflótt en það er ekki
síður fallegt að hafa' allan
kragann köflóttan. — Báðar
myndirnar eru úr Screen Stori-
es og eru dæmi um kvikmynda-
tízku, sem almenningur getur
notfært sér með litlum tilkostn-
aði.
FtafmácjKStakmörkun
Kl. 10.45-12.30
Summdajjur 31. maí
Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi
Elliðaánna vestur að markalínu
frá Flugskálavegi við Viðeyjár-
sund, véstur að Hlíðarfæti og það-
an til sjávar við Nauthólsvík í
Fossvogi. Laugarnes, meðfram
Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal-
irnes. Árnes-og Rangárvallasýslur.
Mánudagur 1. júní
Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár-
holtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar-
hverfi við Laugarnesv, að Klepps-
regi og svæðið þar norðaustur af.
•A. J.CRONIN:
Á annarlegri strönd
ii - . i -i .— —== ' ..
„Já, hvort ég skil“, sagði Jimmy þungbúinn.
„Þér stendur rétt á sama um allt; þess vegna
ertu svona déskoti heppin í spilum. Hvenær för-
um við af stað ?“
„Við léttum bráðum akkerum. Þegar búið er
að sækja fínustu farþegana. Já, þcr lízt ekki
á staðinn og skipstj. ekki á innsiglinguna .
Enda er hún afleit, ótal sker, lagsmaður. Þú
getur fleygt kexicöku út í þau án þess að reyna
á þig Ef þú hefðir eins mikið vit á sjómennsku
og ég myndirðu skilja hvað það þýðir. Við för-
um sjálfsagt af stað eftir hálftíma. Við ætt-
um að vera komin til Santa Cruz um fimmleyt-
ið. Blessuð gamla Santa! Þegar þangað kemur
sérðu ekki í Hemmingway gömlu fyrir ryki. Hún
verður ekki lengi að þjóta inn í skönsuna sína.
Með lappirnar á teppinu og olnbogana á iborðinu
og comido fyrir framan sig. Og það táknar ær-
legan matarbita ef þú skilur ekki rnálið. Ég
hef ekki notið fæðunnar almennilega upp á síð-
kastið. Nei, svei mér þá. Þessi gamli skröggur
við borðsendann heldur manni niðri. Það er
rétt eins og að éta fisk fyrir utan Buckingham
höll. Þetta er éins satt og ég stend hérna“.
Allt í einu sneri hún sér við og leit lymsku-
lega á hann út undan sér. ,Og fyrst við erum
að tala um heilagan sannleika, hvað þykistu
þá ætla að gera þegar þú kemur til Santa?“
„Viðskipti", sagði hann og strau'k á sér
kjammann, „Fín sambönd"
Hún flissaði vantrúuð.
„Leystu frá skjóðunni. Þú ga'bbar mig ekki.
Þú með þinn bissness! Þú ert enginn Rocke-
feller. Ég veit hvað þú varst að gera í Las
Palmas. Þú veðsettir silfurnæluna þína. Já,
lagsi, losaðir þig við liana, svo að þú hefðir
eitthvað handbært í rommí. Og nú er Hemming-
way gamla búin að vinna það allt af iþér“. Hún
sló ánægjulega á töskuna sem hún hafði um
hálsinn. „Þarna er það allt saman. I einkafjár-
hirzlunni minni. Og þú ert slyppur og snauður
eins og áður“.
Hann gapti þegar hann iheyrði iþessar að-
dróttanir; hefði hann ekki verið svo annars
hugar hefði hann sjálfsagt roðnað.
„Hvaða endemis þvættingur er í þér, mann-
.eskja. Ég veit ekki betur en það bíði eftir mér
vinna um leio og ég stíg á land. Það er allt
klappað og klárt. Ég veit ekki -betur en vinur
minn Prófessor Sinnott bíði eftir mér með út-
breiddan faðminn — til þess að taka mig sem
meðeiganda".
Hún starði agndofa á hann andartak. Svo
fór liún að hlæja. Fyrst hló hún liljóðlega og
naut fyndninnar með sjálfri sér. Svo héldu,
henni engin bönd: hún hristist og skókst af
hlátri og hélt báðum höndum í grindurnar til
stuðnings.
„Sinnott", veinaði hún. ,.Bog gamli Sinnott
sem á litlu búluna hjá nautatorginu. Hamingjan
hjálpi mér. Sér er nú hver bissnessinn. Þetta
er alveg dásamlegt. Láttu mig þekkja Sinnott
gamla. Hann er ekki prófessor fyrir fimm aura.
Plann er búimi að vera. Bob er aumingjaræfill,
trúðu mér. Hann er að fara á hausinn. Búlan
hans er að fara til fjandans og hann fer sjálfur
á eftir. Og hann ætlar — hann ætlar að taka
þig í félag með sér . . “
Hún fékk aðra hlátursroku.
Hann starði á hana undrandi og hneykslaður.
„Bannsett bull er þetta“, stamaði hann. „Ein-
tómur þvættingur. Við Bob vorum félagar í
Colorodo; hatnn skrifaði mér og bauð mér að
koma hingað“.
Hún þurrkaði sér um augun og tottaði vind-
linginn slnn.
Bíddu hægur“, sagði hún. „Bíddu hægur og
sjáðu til. Bob gamli Sinnott skuldar öllum pen-
inga. Hann grípur hvaða hálmstrá sem er. Hann
á ekki grænan eyri sjálfur. Hann er staurblank-
ur og meira en það“.
Dauðaþögn.
„Nei“, tautaði hann loks. „Þér skjátlast“.
Hún kinkaði kolli með ákefð.
„Trúðu mér, lagsi. Þú hefur veðjað á vitlaus-
an hest. Þú átt eftir að koma til mín, svei mér
— og segja méir fréttirnar í von um brauðmola.
En vertu óhræddur. Ég skal ekki láta þig svelta
Hemmingway hefur hjartað á réttum stað. Hún
er ekki frýnileg en hefur hjarta úr gu:Ji‘•
Hún skotraði til hans augunum. Calle de la
Tuna númer hundrað og sextán — þar er það.
Allir vita hvar ég er. Þar er öllum gert jafnt
undir höfði. Bara spyrja hvar mamma Hemm-
ingway sé til húsa. Þú getur spurt lögguna ef
þér sýnist“. Hún tottaði vindilinn. ,,Láttu þetta
ekki á þig fá, lagsi. Hertu upp hugann. Þú
ættir að vera eins og frú Baynham. Ekkert get-
ur komið henni úr jafnvægi". Hún virtist gera
einlæga tilrauú til þess að reyna að fjörga
hann. „Hefurðu ekki séð hana í morgun? Kúh
gengur um eins og köttur sem hefur fengið
rjóma. Og langar þig ekki til að vita hvers
vegna?“ Hún lyfti brúnum íbyggilega og það
tísti í henni af kátímu. „Hefurðu ekki tekið éftir
því ? Tranti litli hefur ekki sézt í morgun. Hann
lá í næturvinnu greyið. Sofðu vært, sweet char-
iot. Harmoníumleikarinn hallar sér á eyrað þeg-
ar hann þorir ekki að horfast í augu við iil-
veruna".
Cororan starði á hana með ygglibrún.
„Að þú skulir láta svona“, sagði hamn loks —
og hann var ?nn afundinn. „Þú ætlar öllum allt-
af hið versta“.
,,Hið versta“, sagði hún áköf. „Sá ég hann
ekki með eigin augum þar sem hann stóð eins
og jarmandi, heilagur hrútur við klefadyrnar
hennar og foeið eftir því að honum yrði hleypt
inn? Plorfði ég ekki á —“ Hún þagnaði um
leiðc og Súsanna Tranter kom í ljós og gekk
í áttina til þeirra.
„Hafið þið séð Leith lækni?“ spurði Súsanna.
„Nei“, svaraði mamma Hemmingway óvenju
ástúðlega. „Við höfum ekld séð hann, elskan.
Við stóðum hérna og vorum að rabba um veðrið
og blómin og þvíumlíkt, rósimar ilmandi sem
blómstra á vorin, tra, la, la. Svei mér þá,
spurðu hann Rockefeller hérna hvort það sé
ekki satt. En við höfum ekkert séð t>l læknis-
ins okkar. Ætli hann sé ekki inni í ldefanum
sínum. Hvað þurftirðu að finna hann, elskan?“
„Það var svo sém ekkert,“ svaraði Súsanna
næstum glaðlega. „Ekkert sérstakt.”
„Ég vona að bróðir þinn sé ekki lasinn?“
spurði mamma Hemmingway blíðlega. „Ég
vona að har.n hafi ekki orðið fyrir neinu
skakkafalli."
„Hann er dálítið fölur,“ sagði Súsanna. „En
það er ekkert alvarlegt að honum.“
„Jæja,“ sagði Hemmingway lágt. „Kannski
hann liafi fengið í magann, elskan. Ef til vill
hefur hann átt erfiða nótt.“
6ttm oc cftMMn i
Skoti skrlfaði vini sínum: Þvi ert alveg lvættur
að skrifa mér. Hversvegna? — I>ú getur fyllt
pennann í bankanuni.
Móðirin við mann sem bjarj£aði syni liennar frá
drukknvm: Ert þú maðurinn sem bjargaðir
lionum Nonna lltla — hvar er húfan lians?
Heyrðu, ln'ernig mundi þér líka að láta breima
þlg?
Ja, sjáifsagt ágætlega, en ég vildl gjarnan
deyja fyrst.
Segðu honum Villa, ef haim kemur meðan
ég er burtu, að. ég komi aftur um ld. 2.
Já, en hvaö á ég að segja homun ef hanu
kemur ekkl?