Þjóðviljinn - 03.06.1953, Page 6

Þjóðviljinn - 03.06.1953, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 3. júní 1953 þlÓiVIUINN Ótgefandi: Saraeinlngarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 iínur). Áokrlftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. Verk Afþýðuflokksins Það er greinilegt af skrifum Alþýðublaðsins og annarra mál- gagna Alþýðuflokksins að forráðamenn flokksins gera sér sjálfir ljóst að enn muni halla undan fæti fyrir honum hvað kjörfylgi snertir í komandi Alþingiskosningum. En til þess að dylja þennan nagandi ótta um stórfellt fylgishrun eru búnar ti| hinar skringi- legustu sögur. Sumar þeirra eru hreinar og beinar lygasögur um andstæðingana, eins og skáldskapurinn um Egil rauða sem skreytt hefur síður Alþýðublaðsins að undanförnu með þeim árangri einum að Hannibal Valdimarsson hefur hlotið almenna fyrirlitningu allra sæmilegra manna. En skriffinnar Alþýðublaðsins og fylgihnatta Þess láta sér ekki nægja slíkar lygasögur sem enginn minnsti fótur er fyrir og eiga að hitta þá andstæðinga sem þeir óttast mest. Til viðbótar reyna þeir að skýla nekt sinni með tilbúnum frægðarsögum um sjálfa sig og sitt margselda flokksfyrirtæki. Þannig hefur Alþýðublaðið og fylgihnettir þess út um land sagt þá sögu mar^sinnis að undan- fömu ,að það sem kosningaumræður allra blaða snúist nú um sé eitt og aðeins eitt: Hve mikil atkvæðaaukning verði hjá Alþýðuflokkn- um í komandi kosningum!! Þjóðviljinn minnist þess ekki að hafa séð nokkurt íslenzkt blað gera ráð fyrir þeim möguleika að flokksnefna Stefáns Jóhanns og Hannibals Valdimarssonar auki fylgi sitt í Alþingiskosningunum 28. júní. Þvert á móti er það alveg samróma álit, ekki aðeins blað- anna heldur og alls almennings sem hugsar og ræðir kosningahorf- ur, að aldrei hafi horft jafn óvær.lega fyrir kratabroddunum og nú. Og ekki nóg með það. Það er rökstudd skoðun allra sem kunnug- astir eru viðhorfum almennings bæði hér í Reykjavík og út um land að svo miklar hrakfarir sem bíði hinna hernámsflokkanna þá muni þó Alþýðuflokkurinn fá alvarlegasta og eftirminnilegasta skellinn. Það er líka í fullu samræmi við verðleika Aiþýðuflokksins að svo fari í kosningunum. Það er flokkur Stefáns Jóhanns og Hanni- bals sem gert hefur núverandi stjórnarflokkum fært að framkvæma þá stefnu sem birzt hefur íslenzkri alþýðu í vaxandi dýrtíð og ■síversnandi lífskjörum. Það var Alþýðuflokkurinn sem hóf árás' irnar á þau lífskjör sem alþýðusamtökunum og Sósíalistaflokknum tókst að skapa alþýðunni á árunum 1942—1947. Það var „fyrsta stjórn Alþýðuflokksins“ sem hækkaði tolla á nauðsynjum almenn ings svo geipilega 1947 að nam 50 millj. króna viðbótarbragga á ári. Og það var íslenzkur verkalýður undir forustu Dagsbrúnar sem varð að heyja mánaðar verkfall til að hrinda þeirri árás. Verka- menn hafa ékki enn gleymt þeim ummælum eins helzta leiðtoga Alþýðuflokksins, Emils Jónssonar, er hann viðhafði 9. apríl 1947, að sú sjálfsvörn verkalýðsins væri ekki „verkalýðsbarátta, ekki einu sinni pólitisk barátta, eins og bún tíðkast hjá okkur, lieldur becnlinis glæpur. Ég kalla það glæpsamlegt að ætla sér nú aö knýja fram kauphækkanir.“ Og þessa framkomu sína kórónaði Alþýðuflokkurinn með því, ásamt Framsókn og íhaldinu, að lögbinda vísitöluna við 300 stig i de£. 1947 og eyðileggja þannig samninga verkalýðsfélaganna og ávöxtinn af baráttu þeirra. Þessar aðgerðir Alþýðuflokksins voru upphafið að þeirri rýmun á kaupmætti launanna, sem síðan hefur Kaldið áfram fyrir atbeina hemámsflokkanna allra. Þær árásir á lífskjör alþýðunnar sem síðan hafa verið skipu- lagðar af samstjórn Framsóknar og íhalds hafa verið framkvæm- anlegar af því einu að broddar Alþýðuflokksins afhentu flokkum atvinnurekenda og afturhalds lyklavöldin að heildarsamtökum verkalýðsins, sameiginlega hafa hernámsflokkarnir stjómað Al- þýðusambandinu síðan 1948 og gert það óvirkt sem baráttutæki alþýðunnar. Og ekki nóg með það. Þeir hafa séð svo um að hægt væri að beita Alþýðusambandinu gegn hagsmunum verkalýðsins þegar mest hefur legið við fyrir ríkisstjórnina og . afturhaldsöflin. Fyrir þessa hjálparstarfsemi við auðstéttina og flokka hennar fær Alþýðuflokkurinn sinn þunga dóm í kosningunum 28. júní. Hann er veginn og léttvægur fundinn á íslenzkum alþýðuheimilum. Hans bíða því sömu örlög og hinna hemámsflokkanna. Stórfellt fylgishrun verður hlutskipti hemámsflokkanna allra í þessum kosn'- ingum. Alþýðan fylkir sér nú af vaxandi þunga og einhug um hags- muni sína og eflir þann eina flokk sem aldrei hefur bmgðist mál- stað.hennar. Hún veit að sigur Sósíalistaflokksins er einnig hennar eigin sigur og hann einn boðar henni þá nýju og batnandi tíma sem þrár hennar og þarfir standa til, storhugur og raunsær jðSina & Nýskopunarstefnan gegn beflistefnu og ves- aldómi hernámsflokkanna þriggja (Forvígismenn hernámsflokk- anna á íslandi, Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknar og Al- þýðuflokksins, höfðu um það nána samvinnu að stöðva þá nýsköpun, sem miðaðist við að þjóðin byggði upp atvinnulíf sitt óháð og af eigin ramleik. Þeir afhenfu erlendu valdi yf- irráð atvinnuvega og fjármála landsins. Þeir hafa nú rekið margar þúsundir manna frá igagnlegum framleiðslustörfum til þess að umbreyta byggðum íslands í herstöðvar fyrir Bandaríkin. Það er meginatriði í stjórnmálaátökunum sem fram fara við kosningarnar í sumar, hvort tekinn skuii upp að nýju þráður hinnar glæsilegu ný- sköpuinar, sem hafinn var fyrir forgöngu sósíalista 1944, eða haldíð lengra á þeirri braut, sem núverandi stjórnarflokkar og AJþýðuflokkurinn bera sam- eigin&ega ábyi-gð á. í kosningastefnuskrá Sósíal- istaflokksins, eins og í öllu starf; flokksins, á Alþingi, í 'bæjarstjórnum og á öðrum vett- vangi, er lögð þung áherzla á .atvinnumálin. Þar segir m. a.: @ Sósíalistaflokkurinn telur, að á næsta kjörtímabili (1953— 57) eigi þjóðin að vinna að stórframkvæmdum í atvirúiu- málum sínum eftir nákvæmri áætlun og undirbúa aðrar meírh • Slikar " stórframkvæmdir, sem úniðaðar yrðu við stórefl- ingu ;,i»inna gömlu atvinnuvega og sköpun nýrra atvinnugieina myndu kalla á fulla liagnýtingu alls íslenzks vinmiafls og á mikiði fjármagn. • Það fjármagn leggur Sósíal- istafloklmrinn til að tekið sé að láni erlendis fyrir andvirAi véla og efnis, að svo iniklu leyti sem þörf gerist, en hitt leggi þjóðin fram jöfnum liörjd- um. Séu erlendu lánin tekin án pólitískra skilyrða og þess vandlega gætt að stofna eigi efnahagslegu sjálfstæðí lands- ins í hættu. • Skal ef unnt er samið lun lánin til largs tíma og þannig að greiða megi þau með fisk- afurðiun og afurðum islenzkrar stóriðju, sem fjármagninu yrði varið til. í Vísi hefur Björn Ólafsson „reiknað út“ ,að framkvæmdir þeirra nýsköpunarmála sem minnzt er á í kosningastefnu- skrá Sósíalistaflokksins, kosti 1900 milljónir. Að sjálfsögðu eru þetta ágizkanir einar, tal- an sett í því skyni einungis að hræða lesendur með hárri tölu, talan ein á að sannfæra menn um að allt sem sósíalistar leggi til sé óframkvæmanlegt. í grein sinni 28. maí benti Einar Ol- geirsson á að rildsstjórnir her- námsflokkanna hafa sýnt ó- hemju dugnað í því að eyða verðmætum þjóðarínnar, að sú sóun verðmæta er ekkí lengi ,að komast upp í háar tölur. Að vísu er ekki mikil hætta á að menn taki tölur Björns Ólafssonar alvarlega, þær tölur sem hann á í fói-um sínum og almenningi þættu fróðlegar, t. d. gróði hans á kókakólabrugg inu og öðrum „umboðum“, lætur hann ekki liggja á glám- bekk. (Uppspretta þeirra talna er eins og kunnugt er það þegnskaparbragð Björns þessa, að þegar ríkisstjórnin bað hann að fara í erindum þjóðarinnar i senaiför á stríðstimum, setti hinn þjóðholl; maður það skil- yrði að hann mætti nota ferð- ina til að fá sér nokkur „um- boð“, en leiðimar til útlands- ins voru þá lokaðar flestum keppinautunum!). En ef vera kynni að einhver léti skelfast aí tölu Björns, 1900 'milljónir, væri rétt' að minna á, að láta mun nærri að, fé það, sem nýsköpunarstjórn- in ráðstafaði til nýsköpunax- framkvæmda hafi verið um 725 milljónir kr. í núverandi gengi. Þetta var á tveimur ár- um. Helmingi hærri upphæð, miðað við fjögur ár, yrðj þá 1450 milljónir. Og þetta er ein- ungis sá hluti kostnaðarins, sem erlendan gjaldeyri þarf til. Jafnvel þó gert væri ráð fyrir að innlendur hluti kostnaðarins næmi ekki nema þriðjungi af kostnaði mannvirkjanna, sem er allt of lítið, er komið yfir töluna sem Björn reyndi að nota sem Grýiu, 1900 milljónir. —o— 'Og auðvitað stendur það hvergi í stefnuskrá Sósíalista- flokksins, að þeim risavöxnu framkvæmdum, sem þar er lagt til að ráðizt v-erði í, skuli ljúka á einum fjórum áru'm. Þar segir: • Sósíalistaflokkurinii minn- ir á þær miklu franikvæmdir, sem ráðizt var í beinlínis vegna þess mikla fylgis," sem þjóðin veitti honum árið 1942. Til þess a3 skapa skilyrði fyr- ir því, að nýtt framkvæmda- tímabil hefjist, þarf þjóðin enn á ný að efla Sósíalista- flokkinní jafmösklega og þá. Til þpss að framkvæma þessar miklu fyrirætlanir þarf: 1. ísland að vera frjálst af efnahags- og her- f.iötrum bandaríska auðvaldsins. 2. Allt vinnuafl þióðar- innar að vera í fram- leiðsiu og uppbygg- ingu fyrir þjóðina sjálfa. 3. Allir bankar og fjár- • magn þjóðarinnar að aðstoða eftir föngum við framkvæmd þessa. 4. Ríkisstjórn landsins að sjá um, að kröftum þjóðarinnar verði ein- beitt að þessu marki og að hagnýta utan- ríkisverzlunina til hins ýtrasta í sama augnamiði. . Það verður ekki auðvelt fyrir KókakólaBjörn og aðra hernáms- foringja Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Alþýðuflokksins að kveða niður hina nýju ný- sköpunaráætlun Sósialistafloklís- ins. Enn á »iý hefur stórhugur og raunsæi Sósíalistaflokksins snort- ið þjóðina. Hún er orðin sár- þreytt á betlistefnu og undir- lægj uhætti bandarísku flokk- anna. Þess vegna er óhugur í hernámsflokkunum öllum þrem- ur er þeir hugsa til kjördagsins. Óhugur vegna óttans við dóm fólksins. Og sá ótti Sjálfstæðis- flokksins, IFramsóknar og Al- þýðuflokksins er ekki ástæðu- laus. Sextíu ára sfarf I þógu ténlisfarinnar Sunnudaginn 31. maí voru fluttir í Þjóðleikhúsinu sinfóníu- tónleikar undir stjórn Alberts Klahn, sem átti 60 ára starfs- afmæli sem tónlistarmaður á þessu ári. Bvrjaði að leika i hijómsveit föður síns árið 1893, þá 8 árá að aldri og hefur alla stund síðan helgað tónlistinni krafta sína. ■Vorkefnin vroru: 1. Forleikur óperunnar ,,Freischutz“- eftir Carl María von Weber (það er einkennileg tilviliun að fornöfn þessa ágæta tónskálds eru for- eldranöfn Alberts Klahn. Faðir hans hét Carl, er María móðir hans). 2. S. R. Ráchmapinov: Píanókonsen nr.' 2 op. 18 í c- moll, einleikari: Tatjana Kravt- senko. 3. R. Wagner: Forleikur að óperunni „Rienzi“. 4. C. M. v. Weber: „Boðið upp I dans“. ,5. Franz Liszt: Rhapsodia ,nr. 2. í Jok tónleikanna ávarpaði Jón Þórarinssou afmælisbarnið og árnaði því heilla og þakkaði ágætt starf í þágu Sinfóníuhljóm- sveitarinnar og margra annarra greina íslenzkra tónlistarmála. Þetta voru ánægjulegir tón- leikar fyrir margra hluta sakir. Það er ekki hversdagsviðburður að eiga 60 ára afmæli óslitins starfs í þágu einnar listgrein- ar. Það leiðir meðal annars, hug- ann að því ,hve ung hin íslenzka tónlistarstarfsemi er, að Albert Klahn, sem kemur hingað síð- ari hluta ævi sinnar, skulj með starfi sinu hér hafa gerzt einn ar brautryðjendum hennar. Hæst risú þessir tónleikar með andríkum ' flutningi ' Tatjönii Kravtsenko á þíahókortsért Rach- Frathhoid á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.