Þjóðviljinn - 03.06.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 3., júní 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Yrði Bretland hlutlaust ef Bandaríkin
réðust á Kína og Sovétríkin?
VíStcal við Harald Jóhannsson hagfrœðing
um ésfand og horfur í alþióðamólum
Talið berst fyrst að raeðum
brezku stjórnmálamannanna
um alþjóðamálin, undanfara
þríveldafundarins í Bermuda.
:— Ræður þeirra Churhills og
Attlees í brezka þinginu á dög-
unum benda til þess, að hern-
aðarbandalag iBandaríkjanna
annars vegar og Bret-
lands og Frakklands hins
vegar sé í þann veginn að
komast á leiðarenda. Bretar
og Frakkar vilja nú bera klæði
á vopn kalda stríðsins. Það
verður ráðið af kröfum Chur-
chills og Attlees um stórvelda-
fund. En það leikur ekki á
tveim tungum, að Bandaríkj-
unum væri stórveldafundur
þvert um geð. Með Bermuda-
fundinum með (Bretum og
Frökkum ætla þeir ekki ó-
sennilega að gera tilraun til
þess að fá Breta og Frakka
til að falla frá þessum kröf-
um sínum eða — tak:nt það
ekki. — að reyma að samræma
stefnu vesturveldanna allra,
áður en stórveldafundur kæmi
saman.
— Þér finnst þannig ræður
Churchills og Attlees bera vott
um vaxandi misklíð með stjórn-
um Bretlands og Bandaríkj-
anna ?
— Já, tvímælalaust. Og
raddir líkar því sem fram kom
í þessum ræðum 'hafa oft
heyrzt síðastliðið ár, þó ekki
eins eindregnar. Andstæður
Bretlaads og Bandaríkjanna
hafa mjög komið upp á yfir-
borðið frá Ameríkuför Chur-
chills í desember 1951.
— Og hverjar eru aðaland-
stæðumar ?
— Aðalágreiningsefnið virð-
ist vera afstaðan til Kína. Bret-
ar viðurkenndu stjórn komm-
únista í Kina þegar haustið
1949, en 'Bandaríkin hafa þver-
tekið fyrir það til þessa dags.
Viðurkenning Breta virðist
tákn þess að þeir sætti sig
við orðinn hlut, en Bandaríkja-
stjórn lætur sig hafa að neita
staðreyndum, virðist ekki von-
laus um að gagnbylting heppn-
ist.
— Túlka ekki þessar ræður
Churchills «og Attlees almenn-
ingsálitið í Bretlandi?
— Jú, það er óhætt að full-
yrða. Afstaða Attlees var
snarpari en hingað til, því Att-
lee hefur sízt verið harðari en
Churchill gegn stefnu Banda-
ríkjatma í Austur-Asíu. Það
kom til dæmis mjög á óvart,
er Churchill ljóstraði upp í
apríl 1952 að brezka verka-
mannaflokksetjórnin hefði gef-
ið heimild til að Bandaríkja-
menn beittu kjarnorkusprengju
í Kóreu undir vissum kringum-
stæðum án þess að ræða við
Breta.
— Hvað finnst þór einkenna
stefnu iBandaríkjaona í heims-
málimum almennt ?
Mér virðist sem Banda-
ríkin hafi stefnt að styrjöld
síðan í "árslok 1945. Bak við
liggur sú hugmynd, að sósíal-
istísk ríki nái nú ‘þegar til
svo mikils liluta mannkyns-
ieis, að þau yrðu ekki sigruð
með vcpnum, ef þau fengju
tíma til að byggja upp lönd
sín og iðnvæða þau.
-— Hvað telurðu helzt sanna
iþessa ætlun?
— Tvö atriði úr stjórn-
málalífi ársins 1945 staðfesta
þetta. Það fyrra er notkun
kjarnorkusprengjunnar gegn
Japan. Það virtist gert til
þess eins að úr því væri
slcorið, hvert hei’veldið væri
sterkast. Það álit er rækilega
rökstutt af prófessor Black-
ett, kjarnorkufræðingnum og
höíðu' viðurkennt stjórn
kommúnista í Kína, og
ekki var annað sýnna
en Pekingstjórnin hlyti
sæti Kína í öryggisráði
sameinuðu þjóðanna.
Fleira kom til. 1948-1949
varð verulegur afturkippur í
atvinnulífi Bandaríkjanna, iðn
aðarframleiðslan minakaði
um 8%, hættan á kreppu var
bersýnilega að stinga upp
kollinum. Þctta var þó áður
en Þýzkaland og Japan endur-
lieimtu fyrri markaði sina, en
og leiguliða um jarðaæði, en
sú krafa er grundvöllur þeirra
byltinga sem eru að verða í
Austur-Asíu. Aðstaða Syng-
mans Rhee í Suður-Kóreu var
þeim mun erfiðari sem þessar
sjálfsögðu ráðstafan:r voru
gerðar í Norður-Kóreu
skömmu eftir stríðslok, þegar
1946.
Skæruhernaður hófst í Suð-
ur-Kóreu ekki síðar en 1948.
í þingkosningunum vorið ’50
tapaði Syngman Rhee alger-
lega meirihluta sínum, en hið
nýkjörna þing kom aldrei
saman.
Islenzk verkalýðshreyfing liefur aldrei átt hmeira
jmanuval en nú. Margir æskumenn, hver öðrum efnl-
legri, eru að færast í fang trúnaðarstörf í verka-
lýðsfélögununi og Sósíalistafiokknum. Einn í peirra
hópi er Haraldur Jóhannsson hagfræðingur. t sam-
tökum íslenzkra sósíalista hefur Haraldur starfaið frá
unglingsárum, og starfað vel. Að lolsnu stúdent^prófi
fór hann til hagfi-æðináms í l.ondonliáskóiann. Það-
an voru Pjóðviijagreinar hans um alpjóðamál, brezk'
stjórnmál og svargreinarnar við s.ki'ifuin Benjámíns
Eiríks.sonar um Sovétríkin, og vöktu þær aljijóðarathygii.
Fáir íslendingar munu hafa fylgzt betur með á sviði
alþjóðamála undanfarin ár en Haraldur Jóhannsson,
og hefur hann óspart neytt þeirrar aðstöðu að eiga
háskólaár sín í I.ondon.
Hann kqm heipi fyrir nqjckrum yikum til þátttöku
í kosningabaráttu Sósíalistafloklisins. Ég bað hami um
vlötal um brezk stjórnmál og alþjóðamál, eins og, lion-
um virtust j>au horfa við, eftir enn eina vetrardvöl í
London. Samtalið varð lengra en fyrirhugað var. Kemur liér fyrri hluti þess um alþjóðamál-
in. I síðari liiuta ræðir Ilaraldur brezk stjórnmál og minnist meðal annars á landhelgismálið.
nóbelsverðlaunamanni, í bók
hans The Military and Eco-
nomic Consequences of Atom-
ic Energy. Hitt atriðið er
yfirlýsing Trumans á blaða-
mannafundi í fyrravor, að
stjórn hans hafi í desember
1945 sett sovétstjórninni úr-
slitakosti varðandi brottför
sovéthers úr fran. Frétt þessi
var að vísu borin til baka af
utanríkisráðuneytum Sovét-
ríkjanna og Bandarikjanna.
En hún bendir ótvírætt á af-
stöðu Trumans til stríðs og
friðar í árslok 1945. Eftir það
— fvrstu þrjú árin eftir stríð
— voru aðalágreiningsefnin
afstaðan til uýju alþýðuríkj-
anna í Austur-Evrópu, er
Bandaríkin neituðu að viður-
kenna stjórnir þeirra, en
!Bretar sættu sig þegar við
orðinn hlut.
— Svo færist athyglin til
Asíu ?
— Já. Valdahlutföllin í heim-
inum gerbreytast við sigur
kommúnista í kínversku borg-
arastyrjöldinni sumarið 1949.
Bandaríkjastjórn verður þá
ljóst, að með öllu yroi von-
laust að vinna sósíalistísku
ríkin með vopnum, ef þau
fengju frið til efnahagslegrar
nýsköpunar.
Um áramótin 1949-
'50 er steína Bandaríkj-
anna í heimsmálunum
komin með þau 1 ógöng-
ur. Flest Evrópuríkin
einmitt um þettá1'leyti voru
þau að hefja að ffýju útflutn-
ing. Og nú virðist Vestur-
Þýzkaland a. m. M ltafa tap-
að fyrir fullt og; allt hinum
miklu mörkuðumi sínum í A-
Evrópu, en viðskiþtin byggð-
ust á því, að ríki Austur-
Evrópu væru landbúnaðarlönd
er flyttu út matvæli ,en Þýzka-
land frantleiddi handa þeim
iðnaðarvörur. Með iðnvæðingu
þessara landa voru þeir mögu-
leikar úr sögunni. Þjóðverj-
ar hafa auk þess látið af
liöndum við Pólverja akur-
yrkjuhéruð. íbúatala Þýzka-
lands er samt um 67 milljón-
ir, og því lífsnauðsya á meiri
matvælainnflutningi en fyrir
stríð og þá jafnframt me'ri
útflutnir.gi. En það þýðir að
Þjóðverjar verða að leita enn
meir en fyrr á markaði Bret-
lands, Bandaríkjanna, Fra'-.k-
lands. Og þegar kemur að
þeirri keppni er ástæða til að
minaa á, að hvorki fyrri né
síðari heimsstyrjöldin voru
tilviljun. Svipaða sögu var
að segja um Japan. Efna-
hagsaðstæðurnar í auðvalds-
heiminum voru því vægast
sagt ískyggilegar árið 1949.
— Og þá förum við að
nálgast Kóreu.
— Ástandið í Kóreu var
orðið viðsjárvert fyr'r Banda-
ríkin, en þar var síðasta fót-
festa þeirra á meginlandi A-
Asíu. Leppstjórn Bandarí&j-
anna í Suður Kóreu neitaði
að verða við kröfu smáþænda
— Og úrræðið varð stríð ?
—■ Það mun orðin allút-
breidd skoðtin að fjórar or-
sakir liggi einkurn til Kóreu-
stríðsins.
I fyrsta lagi viðleitni til
allsherjar gagnbyltingar, sú
viðleitni heimsatiðvaldsiits að
berja niður sósíalismann í
heiminum, snúa við rás þró-
unarinnar.
í öðru lagi ao hindra þurfti
efnahagslega, kreppu í auð-
valdsheiminum, er kyani að
hafa riðið að fullu auðvalds-
stjórnum á meginlandi Ev-
rópu.
I þriðja lagi: Eadurheimt
fyrri markaða og hráefna-
linda, fyrst. í Kóreu, síðan í
Mandsjúríu. (Bandarískir
þingmenn hafa hvað eftir
annað krafizt þess, að jap-
önskum her verði beitt í Kó-
reu).
I fjórða lagi: Því yrði af-
stýrt að Bandaríkin misstu
síðustu fótfestur.a á megin-
laadi Austur-Asíu.
— Og áf þessum sökttm
var þjócabandalaginu nýja
att út í stríð.
Öryggisráð semeinuðu
þjóðanna tók aístöðu til
stríðsins í Kórett innan sólar-
hrings frá því það. bófst, án
þess að fyrir lægju nokkur
gögn eða skýrslur, nema
símskeyti frá sendiherra
Bandaríkjanna í Seúl. Og um
leið auglýsir Truman . að 1.
flota Baadaríkjanna hafi ver-
ið fvrirskipað að verja eyna
Formósu eða Taivan, kín-
verskt land, gegn árásum kín-
verska alþýðuhersins.
— Bandaríkin höfðu fengið
sitt stríð!
— Athyglisverð í þessu
sambandi er upplýsing sem
Chuter Ede, fyrrverandi inn-
anríkisráðherra Breta, gaf á
þingi brezka kennarasam-
bandsias, í apríl í fyrravor.
Hann sagði fullum fetum, í
skrifaðri ræðu, að þritja
heimsstyrjöldiin hefði brotizt
út í árslok 1950, ef verka-
mannaflokksstjórnar Bret-
lands liefði ekki notið við. —
Áður hafði hann í sömu ræðu
skýrt frá örlagaríkum skyndi-
fundi í brezka ráðuneytinu í
árslok 1950, eftir að kín-
versku sjálfboðaliðarnir skár-
ust í leikina í Kóréu og und-
anhald Mac Arthurs bófst.
Attlee fór vestur um haf.
Bandaríkjastjórn heimtaði
heimild til að beita kjarnorku-
sprengju í Kóreu. Attlee neit-
aði. Síðar á árinu gaf hrezka
stjórnin sig, vegna þrábeiðni
Bandaríkjastjómar, eins og
Churchill ljóstraði upp í apríl
1952.
— Samt hefur ágreiningur-
inn 'haldið áfram?
— Þessi átök bera vitni
grundvallarstefnumismun
Bandaríkjanna og Bretlands í
Austur-Asíumálum. Ástæðan
er augljós. Hefði Bandaríkja-
stjórn fyrirskipað kjarnorku-
árás á Kína og Kóreustyrjöld-
in þannig breiðzt út, hefðu
Sovétríkin sennilega ekki get-
að verið hlutlaus til lengdar.
Þriðja heimstyrjöldin hefði
brotizt út.
— Og til þess hugsa Ev-
rópumenn öðruvísi en Banda-
ríkjastjórn?
— Á meginlandi Evrópu
réðu Vesturveldin ekki yfir
neinum þeim herafla, sem gat
haldið þessum löndum nema
nokkrar vikur gegn sovét-
hernum og her alþýðuríkj-
anna nýju. Og enda þótt auð-
valdið sé vant því að setja al-
þjóðlega hagsmuni sína ofar
þjóðarhagsmunum, eins og
saga borgarastyrjaldarinnar
á Spáni er sígilt vitni um, er
ekki auðvelt að taka þá á-
kvörðun að fórna tilveru rík-
is síns.
Bretland getur ekki háð
kjarncrkusty.rjöld. Frá flug-
stöðvum á megiiílandinu má
gereyða iðnaðaihorgum Suð-
ur-Englands. Það skyldi haft
í huga að England sjálft er
litlu stærra en Island, 150
þús knv, en íbúarnir 38 mill-
jónir.
Grein sem hirtist í fyrra í
brezku tímariti eftir foringja
úr brezka sjchernum, Comm-
ander Yorag, seg'r frá ráð-
stefnu sjóliðsforingja brezöa
flotans, er kvcdd var saraan
til að ræða á hvern hátt bezt
yrði haldift upp flutningum
til Bretlands, ef styrjöld bryt-
ist út. Það var þar viðurkennt
af t''lsv>->un\ fluti>:ngamá"a-
ráðuneytisins, að yrði hafnar-
borgum Bre IaT -ls eytt með
’ijarnorkusp’-engjum og hafn-
arsvæðsn hél.Iusi ge'slavrk
elnhvern tíma, yrð, n*r ó-
gern' igur að halda nppi s'gl-
ingum til Bretlands.
— Er fólki almennt kunn-
ugt um þessar staðrevndir?
— Almenningi í Bretlandi
er að verða meir og meir
ljóst, hve illa Bretar eru sett-
FramhaJd á 11. síðu.