Þjóðviljinn - 12.06.1953, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.06.1953, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. juní 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Sundhöll Hafnarfjarðar vígð raeS Sveggfa daga sundmóti þar sem Reyk- víkmga&' keppa við aðra landsbúa. Hafnfirðingar hafa nú lokið við að breyta sundlaug sfnni í sundhöll og verður liún vígð á morgun. í tilefni af því verður sundmót mikið, tvo daga í röð, þar sem Reykvíkingar keppa við landsmenn úr öðrum byggðarlögum landsins. Keppendur eru 67 og í þehn hópi allir beztu sundmenn landsins. Það var árið 1935, að nokkur félagssamtök í Hafnarfirði, á- samt bœjarstjóm Hafnarfjarð- ar, skipuðu nefnd, til þess að gera tillögur um staðsetningu og byggitigu sundlaugar í Hafnarfirði. Þau félagssamtök, sem hér áttu lilut að máli, voru íþróttafclögin í bænum, Kenn- arafélag Hafnarfjarðar, Sjó- mannafélag Hafnarfjarðar, Skipstjóra- og stýrimannaíé- lagið Kári og Verkamannafé- lagið Hlíf. Var nefndin skipuð þeim: Guðmundi Gissurarsyni, sem var formaður, Guðjóni Guð- jónssyni, Hallsteini Hinriks- syni, Lofti Bjarnasyni, Magn- úsi Þórðarsyni, Hermanni Guð- mundssyni og Grími Andrés- syni. Þegar í upphafi voi'u mjög skiptar skoðanir innan nefndar- innar, hvar suodlaugin skyldi reist, og tafði það málið í nokkur ár. Upphaflega var gert ráð fvr- ir, að þetta mannvirki yrði reist með samskotum frá bæj- arbúum. En þar sem árfenði var þá lélegt, og afkoma Inanna yfirleitt heldur bágbor- in, safnaðist ’lítið til sundlaug- arbyggingarinnar. Eftir að framkvæmdir voru hafnar og byggingin komin aokkuð á veg, þótti sýnt, að bærinn yrði að hlaupa undir bagga og leggja fram fjár- magn til þess að koma þessu fyrirtæki á fót. Bæjarstjórn Haínarfjarðar ákvað þá að kjósa sundlaugarráð, sem skipáð var þremur bæjarfull- trúum, til þess að annast um framkvæmdir fyrir liönd bæj- arins. Sundlaugarráðið var skipað þeim Guðmundi Giss- urarsyni, sem var formaður, Ásgeiri G. Stefánssyni og Lofti Bjarnasyni. Þaan 29. ágúst 1943 var laug- in svo vígð, og stendur liún hér í hrauninu vestan til við bæinn. Hún var sjólaug, opin, en hituð fyrst með kolum en síðar með olíu. Sundiaugin sjáif var steypt svo og skjólveggir. Gufubaðstofu, búningsklefum og böíum var komið fyrir í sundlaugaihúsinu. Daglega verkstjóra í sambandi við.sund- laugarbygginguna annaðist Grímur Kr. Andrésson, en byggingarmeistarar vom þeir Tryggvi Stefánsson og Ingólfur Stefánsson. Eftir að sundlaugin hafði verið rekin um skeið, fóru að heyrast raddir um það, að æski legt væri, að sundlaugin yrði Utankiðistc&ðaathvæSAgreiðsia er halln: K jósendur, sem farið úr bænum eða dveljið í bænum fjarvístum frá lögheimilum ykkar, at- hugið að utankjörstaðarat- kvæðagreiðslan er hafin og fer daglega fram í skrifstofu borgarfógeta í Arnarlivoli (nýja húsinu kjallara) við Líndargöíu frá klukkan 10- 12 f. h„ 2-6 e. h. og 8-10 e.li. — Kjósið í ííma. Listi SósíaHstaflokksins í Beyjavík og tvímennings- kjördæmunum er C listi. Framhjóðendur ílokksius í einmenningskjördæmunum cru: GuIIbringu og Kjósarsýsla: Finnbogi Rútur Vaklimars- sou. Hafnarf jörður: Magnús Kjartansson. Borgarf jarðarsýsla: Har- aldur Jclianmsson. Mýrasýsla: Guðnumdur Hjartarson. Snæfcllsnes- og Hnappa- clalssýsla: Guðmundur J. Guðmundsson. Ðalasýsla: Ragnar Þor- steinsson. Barðastrandarsýsla: Ingi- mar Júliusson. V. ísaf jarðarsýsla: Sigur- jón Einarsson. N.-ísafjarðarsýsla: Jó- hann Kfvd. ísafjörður Haukur Ilélga- son. Starandasýsla: Gunna r Benediktsson. V.-Húiiavatjissýsla: Björn Þorsteinsson. A.-Húnavatnssýsla: Sigvírð- ur Guðgeirsson. Siglufjörður: Gunnar Jó- hansson. Akureyri: Steiugrímur Að- alsieinsson. S.-Þingeyjarsýsla: Jónas Árnason. N.-Þingeyjarsýsla: Sigurð- ur Eóbertsson. Seyðisf jörður: Steinn Sef- ánsson. A.-Skaftafellssýsla: As- mundur Sigúrðssori. V.-Skaftafellssýsia: Run- ólfur Björnsson. Vestmannaeyjar: Karl Guð- jónsson. Að öðru leyti geta kjós- endur sem dvelja fjarri lög- heimilum sínum kosið hjá næsta hreppsstjóra, sýslu- manni, bæjarfógeta, ef þeir dvelja úti á landi, en aðal- ræðismanni, ræðismanni eða' vararæðismánui, ef þeir dvelja utan Uuids. Allar nánari upplýsingar um utanJfjörstaðaatkvæða- greiðsluna eða. annað er varðar Alþingiskosningarnar eru gefnar í kosningaskrif- stofu Sósíaiistaflokksins Þórsgötu 1 sími 7510 (þrjár línUr) opin daglega frá kl. 10 f.h. til 10 e.h. Itjó-sið C lista í Reykjarik og tvímenningskjördæmun- nm og frambjóðendur Sós- íalistaflokksins í einmenn- ingskjördæmunum. yfirbyggð. Um þetta voru þó Árið 1947 var svo ákveðið að láta til slcarar skríða í yfir- byggingarmálinu, og sótt um fjárfestingarleyfi til fram- kvæmdanna. Leyfið fékkst ekki það árið. Árin 1949 og 1950 voru enn sendar umsóknir um fjárfestingarleyfi, en fékkst ekki. Á mioju árinu 1951 var fjárfestingarleyfið svo veitt. Var þá þegar hafizt handa um byggingarframkvæmdirnar. Byggingarfélagið „Þór“ tók að gera byggiaguna fokhelda og var því verki lokið í byrjun ársins 1952. Yfirsmiður var Sigurbjartur Vilhjálmsson. Um sumarið var sundhöllin síðan múrhúðuð að innan og sá Sig- urjón Jcasson, múrarameistari, rnn það verk. Allt tréverk í sambandi við bygginguna ann- aðist Gestur Gamalíelsson, tré- smíðameistari og Byggingar- félagið ,,Þór“. Yfirumsjón með byggingar- framkvæmdum öllum liafði sundhallarforstjórinn, Yngvi R. Baldvinsson. Stærð laugarsalarins er að inaanmáli 12,60 m x 30 m. Grunnmál allrar byggingarinn- ar er 655 fermetrar. Stærð sjálfrar sundlaugarinnar er 25 m x 8,40 m og rúmra þrlggja metra djúp, þar sem hún er dýpst. Hæð laugarsalarins er 6,50 m. Búningsklefar eru fyrir 85 baðgesti, þar af eru 20 ein- menningsklefar. í fordyri er miðasála, sem gengið er úr i búningsklefa, þaðaa í böðin og úr þeim inn í laugarsalinn. Byggingarkostnað'urinn mun nema um 850 þús. kr. Núver. íþróttanefnd skipa: Stefán Gunnlaugsson, formaður — Guðmundur Árnason og Helgi S. Guðmundsson. Vígsla sundhallarinnar hefst með hátíðlegri athöfn kl. 2 e.h, á morgun. Að henni lokinni verður heimilt að skoða húsið, en kl. 3.30 hefst sundmótið, 1 r ANDNEhlNN 300 BLAÐ ÆSKULÝÐSFYLKINGARINNAR Ritstjóri: JÓNAS ÁRNASON NÚ er hægt að birta endanleg úrslit í á- skriftasöfnun Land- nemans, en undan- farna daga hafa á- skriftir stöðugt ver- ið a.ð berast utan af landi. Árangur söfn- unarinnar varð á gætur og var farið fram úr markinu með því að aflaðist 304 nýrra áskrif- enda. Þessi glæsilega frammistaða er ó- myrkt vitni um vin- sældir blaðsins og hinn nfikla sóknar- hug ungra sósíalista nú fyrir kosningarn- ar. — Nokkrir félag- ar hafa skarað sér- staklega framúr við ásk rifendasöf n)un i na og þrír þeir fremstu söfnuðu samtals 55 áskriftum. Þeir eru: Jón Ingólfsson, Öldu götu 27, sem safnaði 24, Ólafur Jens Pét- urss., Grettisg. 40B safnaði 20 og Sturla Tryggvason Njá's- götu 112 safnaði 11 áskriftum. — Kljóta þeir verðlaunin: — Landnemann frá upp ha.fi, Grettissögu i skinni og skrautvas- ann. Að lokum þakk ar Landneminn öll- um þeim sem tekið hafa þátt í söfnun- inni og biður þá að fylgjast með blaðinu í framtíðinni og láta ekki af þeirri um- hyggju, sem þeir hafa nú sýnt þvi. ★ LANDNEMINN kemur út í dag og er fjölbreyttur og skemmtileg- tlr að vanda. Bjarai bingóspilari er að^ reyna að skapa andrúms-i loft ótta á Ísíandi I n rp ÍS E allt hvað þau geta Alþýðublaðið og málgögn klofningsflokkanna hafa skrifað mikið um það síðustu daga að Bjarni Bene- diktsson hefur krafizt þess að fá skrá yfir meðmæl- endur landslista flokkanna og fengið hana. Virðist ráð- herrann ætla að gera sér það til dundurs á milli þess að hann spilar bingó á drykkjuklúbbi bandarískra hermanaa á Keflavíkurflugvelli að rannsaka þessa. lista, og fer það að sjálfsögðu ekki á milli mála að fasisti þessi er með því að gefa í skyn ofsóknir gegn póli- tískum andstæðingum, þeim sem gerzt hafa svo djarf- ír að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eftir endilöngu. Gegn þessum skrifum hefur bingóspilarinn bent á þá staðreynd að meðmælendalistarnir eru opinber plögg sem allir eiga að geta haft aðgang að, m.a. fulltrúar allra stjóramálaflokka. Enda gefur það auga leið að slíkir listar geta aldrei verið leynilegir: þeir eiga einmitt að vera skrá yfir nægilega marga menn sem opinberlega og fyrir opnum tjöldum lýsa yfir því að þeir fylli flokka sína. Þetta er þannig hvottveggja ré.tt. Listarnir eru op- inber plögg. Og áhugi dómsmálaráðherrans, sem er algert nýmæli að þessu sinni, stafar af heift lians og persónulegum ofsóknarhug. En það er önnur hlið á þessu máli sem vert er að vekja á alveg sérstaka atliygli. Skrif Alþýðublaðsins og málgagna nýju flokk- anna eru til þess fallin að hjálpa Bjarna Benedikts- syni til þess að skapa það andrúmsloft óttans sem liann þráir. Bingóspilarinn er ekki fyrst og fremst að hugsa um að framkvæma ofsóknir — hann veit að andstaðan gegn ríkisstjórninni er orðin svo víðtæk og sterk að það er liægt að kveða hverja, ofsókn niður með samheldui — markmið hans er að skapa þaim ótta við ofsóknir að sem fæstir þori að láta á sér kræla í landinu. Þess vegna er auðséð á Morgunblaðinu og skrifum Bjarna Benediktssonar þar að það hlakkar í lionum yfir því að Alþýðublaðið og málgögn nýju flokkanna hafa enn einu sinni bitið á krókir.n. Það er sannarlega ekki ástæða til að hjálpa Bjarna Benediktssyni til að skapa andrúmsloft óttaas á Is- landi. Uppreisn gegn stjóraarfarinu er nú þegar svo viðtæk og öflug að bingóspilarinn er varnarlaus ef menn hafa dug til þess að standa við skoðanir sínar. Eiaasta von hans er að reyna að hræða úr mönnum duginn, og þar er Alþýðublaðið öflugasti bandamaður- inn. Islenzldr verkamenn hafa sýnt það á undanfömum árum og alla tíð að Jteir eiga til hugrekki og baráttu- kjark. Þeir liafa þolað brottrekstra, hundeltingar og skort heldur en að hvika frá skoðunum sínum. Ein- rnitt með slíkri fórnfýsl háfa þeir skapað samtök sín og gert þau styrkari ár frá ári. Ef þeir hefðu bognað fyrir ofsóknunum og látið hræða sig væri verkalýðs- lireyfingin ekki til og ekki Sósíalistaf.okk'arnn heldur. Stuðningsmeiir: Lj'ðveldisflokksins ættu að liafa þann manndóm til að bera að fara eklú að titra J*ótt bingó- spilarinn skoði nöfn þeírra; J>eir eru flestir efnaðir menn í forréttindastöðu og hafa aldrei þekkt; snefil af J>e5m fórnum sem alþýðumenn hafa á sig lagt til þess að standa við sltoðanir sínar og hugsjónir. Og stuðningsmenn Þjóðvarnarflokksins þurfa sannarlega ekkert að óttast; Bjarni Benediktsson mun aðeins votta ]>eim Jiakkir fjTÍr framtak sitt til að reyna að sundra andstöðu þjóðarinnar gegn hernáminn og gera sem flest atkvæði ónýt. t . ♦ ♦ ♦ I I l', T

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.