Þjóðviljinn - 12.06.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.06.1953, Blaðsíða 6
'6) _ ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 12. júní 1953 þJÓflVlUINN Dtgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósía’.istaflokkurinn. EUtstjórar: Magnús Kjartansson (áb.). Sigurður GuSmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áakriftarverð kr. 20 á mánuði 5 Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.í. Utanríkismáíastefna Aiþý&uflokksins Því verður ekki. neitað, að Alþýðuflokkurinn hefur undanfarið kjörtímabil verið með tilburði til sljórnarandstöðu í einstökum inn- anlandsmálum. Ekki hefur það þó verið talinn eindregnari og hættuj legri stjórnarandstaða en svo, að stjórnarflokkarnir hafa lagt sig íi framkróka til að tryggja kosningu Alþýðuflokksmanna í nefndir og^ ráð, sem litli flokkurinn átti ekki þingstyrk til að komast í af eigin' rammleik. Enda hefur stjórnarandstaða Aiþýðufíokksins verið að- eins til að sýnast, og sést það ekki hvað sízt á því að í kosningun- um í sumar hikar þessi flokkur ekki við innilegt kosningabandalag við flokk Ilermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar, og reynt er að laða kjósendur að því bandalag; með því að útmála hve yndis- ]ega frjálslyndur Framsóknarflokkurinn sé. Verkamenn ættu að þekkja ástríki hans til verkalýðshreyfingarinnar af stefnuyfirlýs- ángu formannsins um nauðsyn innlends hers til að beria á verk- fallsmönnum, skrifum Tímans um verkfallið mikla í desember, og margvíslegt ástríki að fornu og nýju. Vesaldómur Alþýðuflokksins í máiamyndaandstöðu sinni við ríkisstiórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur verið svo augliós, að brúkendyr hans i stjórnarflokkunum hafa ekki getað stillt sig um iað skopast að aum- ingja litla bandalagsflokknum sem fór í fýlu eftir kosningamar 1949, en hefur eftir sem áður þakksamlega þegið hvern bita og bitling sem fallið hefur af borðj samherjanna. En hvað sem líður tilburðum til stjórnarandstöðu Alþýðuflokks- ins ' stöku innanlandsmáli, þá hefur flokkurinn ekkj einu sinni haft tilburði til andstöðu við hina bandarísku stefnu sem Bjarni Benediktsson og Framsókn hafa mótað. Hvað eftir annað, allt það kjörtímabil sem liðiS er, hafa leiðtogar Alþýðuflokksins risið upp á Aþmgi og utan þess, barið sér á brióst segj.andi: Stjórnarandstaða A.þýðuflokksins nær ekki til utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar, þar stendur Alþýðuflokkurinn með h num „lýðræðisflokkunum“. Og trúlega hefur Alþýðuflokkurinn fylgt þeirri stefnu. Banda- ríska utanríkisstefnan hefur ekkj annars staðar átt heitari formæl- endur en í Alþýðuflokknum. Hver sem dirfzt hefur að mótmæla undíriægjuhætti Bjarna Benediktssonar, Eysteins Jónssonar og Stefáns Jóhanns Stefánssonar við Bandaríkin, hefur í Alþýðubiað- inu verið stimplaður óvinur lýðræðisins og útsendari Rússa. Ekki einungis hefur Alþýðuflokkurnn fylgt marsjailstefnu Bjarna Bene- diktssonar og Framsóknar með heittrúartilbeiðslu, heldur lét allt þingmannalið flokksins Bjarna Benediktsson og Framsókn hafa sig til landráðanna í maí 1951, allt þingmannalið Alþýðuflokksins tók þá örlagaþungu ábyrgð að kalla bandarískan her inn í landið, tók á sig fulla og ótakmarkaða ábyrgð á öllum afleiðingum hernámsins. Og þingmannalið Alþýðuflokksins ber ekki eitt ábyrgðna á þeirri afstöðu. Flokksþing Alþýðuflokksins lagði imOega blessun sína yfir fylgið við bandarísku stefnuna og hemámið. Allt eru þetta staðreyndir. Svo vakn.a veslings lesendur Álþýðu- blaðsins, þeir fáu sem eftir eru, í igærmorgun og fá þetta yfir sig í leiðara Alþýðublaðsins: „Bandaríkin eru meginvirki kapitalismans' i heiminum“ (æ, hvað sögðu hinir hestbaksríðandi?) „Nú stara leiðtogar ihaldsins öllum stundum í vestur“. (Hanníbal ætlast Þó varla til þess af samherjum sínum í utanríkismálum að þeir snúi sér í -aðrar áttir) „Aflejðing þessa ei* sú, að Ieiítogar Sjálfstæðis- flokksins vanrækja skyldur sínar við land og þjóð. Stærst er sök Isiarna Benediktssonar í því efni. Hann er utanríkismálaráðherra lstendinga, og á að koma fram sem fulltrúi Islands gagnvart ame- rísk.a herliðinu, sem hér dvelst ilu heilli. (Er ritstjóri Alþýðubliaðs- Jns og formaður Alþýðuflokksins farinn að iðrast þess að hann kallaðj erlendan her inn í landið 1951?). Og Hanníbal klykkir út með því að vegna þess að Biami Benediktsson skríði flatur fyrir Bandaríkj*amönnum, „er fullveldi íslands aðeins nafnið eitt, meðan Bjami Benediktsson og samherjar hans fara með æðstu völd á í>iandi“. Þá vita lesendur Alþýðublaðsins það. En eftir er að draga á- iyktanir af þessum sannindum, fella dóminn emnig um þann flokk, sem boðað hefur bandarísku stefnuna í utanríkismálum og innan- ríkismálum af jafnmikilli heittrúartilbeiðslu og Býarni Benedikts- son, .flokk Hannibíils Valdimarssonar. *7* V* Á* Gljufurleitarfoss, einn hinna orkumiklu fossa Þjórsár í óbyggðum. Hernómsilokkarnir ætla að Undanfarna mánuði hefur verið rekinn skefialaus áróður fyrir því í Tímanum að ís- lendingar gætu ekki lifað góðu lífi nema hleypt yrði inn í landið erlendu fjármagni í stórum stíl. Það sem í þessnm áröðri felst, er sú fyrirætlun her- námsflokkanna, að .afhenda auðlindir landsins, og þá fyrst og fremst þau stórkostlegu auðæfi, sem þjóðin á í vatns- orku fljóta sinna og fossa, bandaríska auðvaldinu til af- nota. Þessi skuggalega fyrir- ætlun er eirrn aðalliðurinn í fyrirætlun Bandaríkjaauð- valdsins að iger.a ísland að bandarískri hjálendu, og að framkvæmd hennar er unnið í náinn; samvinnu við þær klíkur í Framsókniarflokknum og Sjálfstæðísflokknum, sem lagt hafa landið undir banda- rískan her, ásamt hjálpar- mönnum sínum í Alþýðuflokkn- um. Það sem bíður þjóðarinnar ef þessi skuggalegu áforrn heppnast, er gegndarlausara arðrán en nokkru sinni hefur þekkzt á íslandi, arðrán banda- rískra auðhringa og fáeinna innlendra leppa þeirra. Og það er auðsætt, að Banda ríkjaauðvaldinu liggur á. Það er auðsætt að innlendu lepp- unum liggur líka á. Framsókn- arflokkurinn og aðrar þær hagsmunaklíkur sem að þessu vinna hefðu sjálfsagt kosið að ,.ge.vma“ málið fram yfir þing- kosningar, og Timinn hefur „gleymt“ að skrifa um nauð- syn þess að hleypa gegndar- lausu erlendu auðmagni inn í landið nú í kosningiabaráttunni. En þettá aðalmálgagn Fram- sóknarflokksins var búið að sýna lit, búið að auglýsa það áform bras k ar.aklik unnar sem nú hefur öll r.aunveruleg vöid í Framsókharflokknum, ,að of- urselja auðlindir íslendinsa gerspilltasta og harðdrægasta. auðvaldi heimsins, Bandaríkja- auðvaldinu. '•k I raforkumálunum hefur stefna hernámsflokkann.a kom- ið fram í ® Vanrækslu á framkvæmd- um í heilum landsh'utum. • Felldar hafa verið á Al- þingi allar tillögur sósíal- ista um aukin fjárfranilög til raforkuframkvæmda, svo sem nú (1953) tillögur um að hækka framlög til raforkusjóðs úr 2 millj. kr. upp í 5 millj. og til nýrra raforkuframkvæmda úr 1.8 millj. í 31/2 millj. kr. ★ Þessi stefna hernámsflokk- antia er í algerri andstöðu við stefnu sósíalista í þéssum má!- um. . Sósíalistaflokkurinn hefur frá upphafi beitt sér fyrir al- hliða raforkuframleiðslu og stóriðju á grundvellj hennar, en hemámsflokkarnir hafa ávallt talið bær fýrirætlanir hans skýi.aborgir og hindrað fi-amgang þeirra stórmerku til- lagna, sem þingmenn flokksins hafa flutt um þessi mál. 'Þessi mál eru einnig stórmál við kosningarnar sem að fara. Það sem Sósialistaflokkurinn leggur til er þetta: Stóraukið framlag til raforkusjóðs og til mæl- ipi?a og annarra starfa að undirbúningi raf- virkjana. Bætt sé úr skorti á rafmagni í beim lands- hlutum, sem skortir til- finnanleeast rafmafifn. Ðreifilínur frá orku- verum til kauptúna og sveita séu lagðar og verulega hraðað frá því sem nú er. Fjármálastefnu lands ins sé breytt til að gera betta kleift. í nýsköpunaráætlun Sósíal- istaflokksins um nýbygging at- vinnulífsins í hinum ýmsu landshlutum er nánar gerð gre.in fyrir stórfelldri áætlun um aukningu raforkuvinnslu i öllum landshlutum, og um fjöl- breytta stóriðju á grundvelli hennar. Hernámsflokkarriir hafa h.ald- ið því fram, að ekki væri hægt að leggia í stórvirkjianir og stóriðju á íslandi nema þiggja erlendar marsjallmútur og af- henda fyrir þær dýrmætustu landsréttindi. Sósíalistafl.okkurinn hefur sýnt fram á að með samstilltú átaki þjóðarinnar eru þessar stórframkvæmdir mögulegar. í kosnmgunum 28. iúní geta kiósendur hindrað bær fvrirætl- anir hernámsflokkanna að ofurselia auðlindir lanHci-ns erlendu auð- valdi. bað er hæör.t með Lví að snúa baki við hernámsflokkunum. En bað er ekki nóg. Kiósendur verða líká að tryggja að hafizt verði handa um stór- felldar framkvæmdir, sem byggðar séu á framtaki og starfi þjóð- arinnar sjálfrar en ekki á betlisteínu og afsali landsréttinda. Og eina leiðin til að konia á þeirri stefnubréytingu er að kjósa Sósíalist§- flókkinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.