Þjóðviljinn - 20.06.1953, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 20.06.1953, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 20. júní 1953 --------------------- Henfugur gresSslusloppur Hælasíði slopp- urinn virðist vera að víkja fyrir styttri sloppum eins og við höfum minnzt á áður. Á myndinni sést vinsælasta snið- ið. Það er víð- ur, beltislaus sloppur. Hann er saumaður úr bómullarefni. sem virðist kvilt að. Það fæst í metratali og það virðist miklu þykkara en það er. Efn- ið þolir vel þvott. Á mynd- inni er efnið með smágerðu mynstri og sloppurinn er bryddaður með dökkum brydd- ingum. Ermarn- ar eru mjög viðar og hægt að brjóta þær upp, svo að þær verði hálfsíðar. Það er mikill kostur að geta stytt ermarnar í skyndi, þvi að oft þarf maður að suila í vatni, þeg- ar maður gengur um í greiðsluslopp. Það er gott a? þurfa ekki að væta ermarnar þótt maður reki handlegginn niður í þvottafatið. Geymsluborð Eg þekki húsmóður, sem hef- ur þráð í 25 ár að eignast geymsluborð; hún hefur ekki eignazt það enn og ennþá dreymir hasia og hún féll næst- um 1 stafi þegar hún sá þetta borð. Henni fgnnst það vera ímynd hins fullkomna, hentugt, létt og fallegt. Við birtum þessa mynd, ef ske kynni að fleiri konur dreymi um hið sama, og þá geta þær að mintista kosti virt borðið fyrir sér. Það er dálítið óvenjulegt; bæði er það hærra en venjulegt er, hillurnar fleiri og sjálf borð platan er svo ofarlega að það er óþarfi að standa í keng þeg- ar maður leggur hlutina frá sér á hana. Stelli'ð er krómað og hillumar þrjár eru úr plasti. Auk þess er efsta hillan laus, svo að hægt er að taka hana af og nota hana sem bakka. Hafmagistakmözkun Kl. 10.45-12.30 Laugardagur 20. júni Nágrenni Reykjavíkur, umhverfj Elliðaánna vestur að markalínu frá Flugskáiavegi við Viðeyjar- eund, vestur að Hlíðarfæti og það- an til sjávar vlð Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- wnes, Árnes- og Rangárvallasýslur. Italskar konur í miklum meirihluta 1 ítalíu eru næstum milljón fleiri konur en karlar. Sam- kværnt nýjum opinberum skýrsl um eru nú 47.138.235 íbúar í Italíu. Þar af eru 24.052.459 konur og 23.085.776 lcarlar. Meirihlutinn stafar af því með- al annars að ítalskar konur lifa miklu lengur en karlamir og ná meðalaldri sem liggur á milli 67 og 96 ára, en flestir karlar deyja milli 64. og 73. aldursárs. íbúum Italíu hefur fjölga'ð um 14 milljónir síðan 1901, en fæðingartalan hefur Iækkað úr 23,6 prómill árið 1936 og niðúr í 18,1 prómill nú. Hornin á skúffunum Kannizt þ:ð ekki við það, þegar hrúga af ryki og óþverra hefur safnazt saman í skúffu- hornin, undir pappírinn sem maður hefur lagt í botninn? Allt ryk leitar út í hvössu horn in og það er erfitt að halda þeim hreinum. Á myndinni sjást hentug plasthorn, sem á að festa í skúffuhomin, svo að þau verði ávol og þægileg að hirða þau. Víða erlendis hafa þessi horn náð vinsældum og trúlega verð- ur þess ekki langt að bíða að þau verði á boðstólum hér. A.J.CRONIN Á amaarlegFÍ sfrönd ,,Þú ert þreytt," sagði hann hálfkæfðri röddu. ,,Þú verður að fá eitthvað — eitthvað að borða“.* „Ég er ekki svöng. En ég er þyrst. Já, ég er mjög þyrst“. Honum tókst að líta undan. Ilann sagði: „Komdu þá og ég skal sækja handa þér rnjólk". Þegar hann gekk inn í húsið var æðaslátt- urinn í gagnaugum hans svo ákafur og hávær að hann rak allar hugsanir á flótta. Hann fór inn í borðstofuna. Þar var enginn; það var komið fram yfir kvöldverðartíma; hann þótt- ist sjá að nuirkgreifafrúin væri búin að borða. Óstyrkum höndum hellti hann mjólk í glas. Þeg- ar hann kom fram aftur, stóð Mary í ganginum. „Þakka þér fyrir“. Hún drakk og horfði á hann yfir barminn á glasinu. Svo andvarpaði hún. ,,-En hvað þetta var gott. Ég var með höfuðverk. En nú held ég að hann sé farinm“. „Þú verður að hvíla þig. Þú mátt til að hvíla þig. Þú virðist vera dauðþreytt“. Hún hristi höfuðið — varlega — eins og hún óttaðist að verkurinm kærni aftur. „Nei. Ég er ekki þreytt núna. Mér líður bet- ur. Eg er svo hamingjusöm og létt á mér. Eins og ég væri úr lofti. Og mig langar til að fara aftur út í garðinn". Hann reyndi að brosa em þurrar varir hans gátu ekki myndað bros. „Er ekki orðið of áliðið til þess?“ Og aftur nefndi hann nafn hennar næstum gegn vilja sínum. Og hún endurtók það með ókunnuglegri 'rödd og bætti við: „Það er dásamlegt að heyra þig kalla mig þetta. Það hefur einhver djúp og sterk áhrif á mig“. Húa neri saman höndunum og sagði: „Við skulum koma út. Þar eru ilmfjólurnar í hundraðata-Ii — svalar og yndislegar. Og svo eru appelsínutrén — mig langar til að finna að ég sé komin hingað í raun og veru. Æ, sérðu ekki hvað ég er sæl og fagnandi. Það er sVo dásamlegt að finna að þetta er löks orðjð veru- leiki, að við erum hérna saman og ég þarf ekki að vakna af draumi döpur og einmana". Orð heunar, einlæg og dreymandi, komu hon- um úr jafnvægi; hann langaði bæði til að fara eftir þeim og mótmæla þeim. Þegar hann horfði inn í dimm og brosandi augu hennar var eins og eitthvað í huga hans varaði hann við. Hann fann til ótta. En fcmileiki hennar og ástúð rak burt ótta hans og mótbárur. Hann gat ekki lengur hugsað skýrt. Hann þráði aðeins að vera í návist hennar. Hann gekk á eftir henni út úr kyrrlátu anddyrinu. Um stund stóð hún hreyfingarlaus á lágum þrepunum, sem vaxin voru blóðrauðum stein- brjóti. Hún stóð við hlið hans, horfði til vest- urs og gaf frá sér djúpt amdvarp, sem virtist bæði búa yfir angurværð og fögnuði. í vestri, yfir hrauntindunum, var sólin, rauð og gló- andi og varpaði samlitum bjarma á vesturloft- ið. Og þessar logatungur sigu neðar og neðar og grænleit litbrigði fóru að myndast og teygðu - sig upp á móti nóttimii sem var að nálgast. Dá- lítil stund leið, og svo andvarpaði hún. „Þegar þú stendur svona hjá mér, er eins og þessi bjarmi skíni í hjarta mínu“. Hann svaraði ekki og þau þögðu saman. Eng- in orð hans hefðu getað komizt í hálfkvisti við ' þessa yndislegu þögn. Fyrir augum þeirra dvín- aði dagurinn ekis 'og hann væri yfirkominn af ást og féllist í faðma við rökkrið! Svo hreyfði hún sig. Hún leit á hann björtum, brosandi augum og gékk af stað til appelsínu- trjánna. Ilmfjólurnar strukust mjúklega við pilsið hennar, hún laut niður og snart breiðurn- ar með gómunum —• gældi yið þær. „Eg hef alltaf farið á mis við þetta fram að þessu“, tautaði hún. „Þegar ég ætlaði að snerta jlmfjólumar, greip ég i tórnt, Allt var autt og tómt“. Allt í einu brutust undarlegar hugsanir fram í huga hans. Þær urðu áleitnari og áleitnári. Hann fékk kynlega hugmynd. Hún braut í bága við skynsemi hans. En það skipti engu. Hann réð ekki við sig — tími og rúm voru ekki leng- ur til. Lágri röddu sagði hann: „Er þetta staðurinn sem þú minntist á við mig? Ertu viss um það?“ ,,Já“, svaraði hún blátt áfram. „Eg er viss um það. Þess vegna finnst mér ég vera komin 'heim. Allt eins. Húsið, grasflötin, skrýtna, kræklótta tréð ,appelsínutrén. Allt er eins. Og ilmfjólurnar mínar, yndislegu ilmfjólurnar". Hún þagnaði og bætti síðan við: ,,Og svo þú. Nú veit ég það líka. Draumurinn er einskis virði, garðurinn tómur án þín. Því að við höfum verið hér áður. Tengd saman af öðru og meira en draumum. Eg veit það með vissu“. Það var eins og húti reyndi mikið á sig við að segja þessi orð, eins og hún legði sig alla fram til þess að hann gæti skilið hana. Og það var eins og orð hetinar fyndu hljómgrunn í sál hans og eitthvað vaknaði: óljós minning, þjóðsögn —•. Og á þessari eldbrunnu eyju, sem risið hafði úr sæ í örófi alda, var lífið eins og þjóðsögn og þjóðsögnin líf. Og eins og þegar stjarna tindrar yfir myrkum heimi, varð honum ljós tilgangurinn með fundi þeirra og það var eins og lífið sjálft væri að byrja. Hann gat ekki skýrt þetta og hann skildi það ekki heldur. Hann trúði aðeins. Hann gekk nær henni. Fegurð himins og jarðar ljómaði í augum hennar og streymdi til hans eins og logaflóð. Hann elskaði hana. Á því var enginn vafi. Nú stóðu þau í skugga app- elsínutrjánna. Rökkrið varð þéttara og eins og geislandi silfurskjöldur leið tunglið um him- ininn og snart trén töfrasprota sínum. Hún nam staðar undir einu trénu og snerti viðkvæm- ar greinarnar. „Sjáðu“, hvíslaði hún. „Er þetta ekki ein- kennilegt og yndislegt?" Tréð var hlaðið þungum, fullþroska ávöxt- um og ennfremur blómum, sem ■ tunglið lýsti upp á kynlegan hátt. Blóm og ávextir; sakleysi og þekldng; hin tvíþætta tign hennar. Hann rétti höndina upp í laufskrúðið og tók um gljáandi appelsínu. Hún lá milli fingra hans, svöl og mjúk eins og meyjarbrjóst. Hann sleit hana ekki af. Og hún tók engan ávöxt heldur, aðeins dálítinn blómstrandi kvist, sem ilmaði sætlega upp við vanga hennar. Hann horfði á hana gagntekinn blíðu og inni- leik. Það mótaði sakleysislega fyrir nettum brjóstum hennar fyrir neðan uppréttan hand- legginn og hann langaði til að snerta þau á sama hátt og ávöxtinn. „Mary“, sagði hann; og ómurinn af nafni hennar snart hann svo að augu hans urðu tár- vot. „Eg hef aldrei fyrr þekkt neitt þessu líkt og ekkert eins yndislegt og þig. Eg skil þetta CflttilX OC CAMPH Sá drukkni: I»að vildi ég óska að þessi staur væri kominn tll helvítis. Félagiim: Óskaðu lionum heldur á elnhvem , stað þar sem þú ættir ekki á hættu að rekast á hann. Bæn föðursins: Gefðu það, herra, að sonur minn verði mér til lieiðurs og ánægju, svo ekki fari fyrir mér eins og föður mínum. Mamma, bannaðu henni Siggu aö drepa íluff- umar í glugganum. Af hverju, væni minn? Eg ætla sjálfur að gera það. I Kennari í stjörnuíræði: Fjarlægðin tll reilti- stjörnunnar Pýramus er 800757623 kílómetrar. Nemandinn: Með ieyfi að spyrja; er það mælt frá yflrborði jarðar eða héðun af loftinu?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.