Þjóðviljinn - 21.06.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 21. júní 1953
A.J.C, RONIN:
Á annarlegri strönd
Smáfelpur i pilsi og blússu
Litlum telpum
finnst gaman
að vera í pilsi
og blússu, en
oft er erfitt að
láta það fara
vel á litlum
barnskroppi. —
Á myndunum
sjást tvær stáss
meyjar í falleg-
um fötum. Á
annarri mynd-
inni er telpa í
röndóttri blússu
og einlitu pilsi.
Á pilsinu er mjó
legging úr rönd
ótta efninu og
blússuna er til-
valið að sauma
úr efnisbút eða
gamalli flík. —
Blússan fer
bezt ef hún er
saumuð föst i
mittið. Hin telp
an er ef til vill
enn fínni í felldu pilsi og hlýrri angórapeysu, sem höfð er utanyfir
pilsinu. Þetta er góður búningur, sem fer vel, þótt teipan sé á eilífu
iði. Lagið á peysunni er ágætt og duglegar prjónakonur eru fljótar
að koma upp svona flík. Hún þarf að vera vel síð í mittið, að öðru
leyti skiptir sniðið ekki miklu máli.
Adam móðgast!
Enslca klæðskeratímaritið
„Tailor and Cutter“ beinir
skeytum sínum að þeim konum,
sem „halda a'ð þær geti búið
til karlmannsföt". Tilefnið er
auglýsing um, að nolckrar kon-
ur hafi í hyggju að taka að
gér að sauma herraföt.
„Konur geta ekki einu sinni
^amnað sin eigin föt. Alla
kjóla sem eru einhvers virði,
hafa karlmenn gert“, stendur
5 blaðinu. „Það er tími til kom
inn að konurnar skilji, aö þær
eru aðeins líkamir, sem karl-
mennimir fegra. Karlmaðurinn
er myndhöggvarima og konan
aðeins steinninn. Karlmaðurinn
er tónlistarmaðurinn og konan
fiðlan."
Rafmagnstakmörkun
Kl. 10.45-12.30
Sunnudagur 21. júní
Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár-
holtið, Túnin, Teigarnir. íbúðar-
bverfi við Laugarnesv. og Klepps-
’egi og svæðið þar norðaustur af.
Mánudagur 22. júní
Austurbærinn og miðbærinn milli
3norrabr. og Aðalstrætís, Tjarnar-
?ötu, Bjarkargötu að vestan og
Hringbraut að sunnan.
K;'. '
Þessi mynd er
tekin á hátíð er
haldin var á
veguni kvenna-
þingsins í
Kaupmanna-
höfn í stærsta
samkomúhúsl *
borgarinnar. —
Einn af fulltrú-
unum frá Indó-
nesíu sýnir
klassískan dans
frá Java.
ekki. En ég veit að líf mitt hefur verið tómt
fram að þessu“.
Þótt hún hefði beðið þessarar stundar óra-
lengi, þá leit hún nú feimnislega á hann af
blórrikvistinum. Æðasiátturinn sem hafði angr-
að hana allan daginn byrjaði nú aftur í höfði
hennar. Hún hugsaði: Ef til vill er það ham-
ingjan sem hefur svona álirif á mig.
Ólgan í blóði hans fór vaxandi og svipur
hans var ekki lengur dapurlegur heldur fagn-
andi. Hann minntist þess að hann hafði aldrei
snert hana. Nei, hugsaði hann, ég hef ekki einu
sinni snert þessa grönnu og fíngerðu fingur.
Það fór ti^ringur um líkama hans. Hann rétti
liöndina í áttina til hennar.
Líkami heríliar virtist léttari en aftanblærinn.
En æðin í höfði hennar sló, sló og sló og hún
var svo ringluð. Eirig og í leiðslu lagði hún
blómkvistinn í hönd hans. Klunnalega stakk
hann honum í hár hennar. Hún reyndi að brosa.
En varir hennar voru allt í einu orðnar svo
stirðar og þurrar. Hún gat ekki látið tilfinn-
ingar sínar birtast í brosi.
Hann stóð rétt hjá henni, svo nærri að hann
fann ilminn af líkama hennar. Hann hélt niðri i
sér andanum. Þau voru tvö ein á þessum af-
skekkta stað á hlýrri, ilmandi hitabeltismóttu.
Allt virtist fyrirframákveðið. Það glitti í blóm-
in í hári hennar. Ekkert á himni né jörð gat
staðið í vegi fyrir ást þeirra: þessari ást, sem
hann hafði alrdei kynnzt fyrri, en var nú orðinn
hluti af lífi hans.
„Ertu hamingjusöm ?“
„Eg er hamingjusöm", svaraði hún. „Meira
veit ég ekki. Eg er svo létt og frjáls. Allt annað
er órafjarri“.
Hjarta hennar svall í brjósti hennar.. Hún
fann til nálægðar líkama hans; en líkami henn-
ar sjálfrar var orðinn eins og búr sem hélt
tilfinningum hennar ramlega inhilokuðum.
Hún þráði hann af öllu hjarta. Húa byði
heim dauðanum ef hún bældi niður þá þrá. Eg
elska hann, hugsaði hún. Loks hef ég fundið
þá ást, sem ég hef beðið eftir alla ævi. Og svo
sagði hún veikum rómi:
„Eg kom hingað af því að ég elska þig. Astin
mín, skilurðu það ekki? Líf mitt er ekkert án
þín“. Svo bar hún höndina upp að enminu.
Hann hrökk við og starði á hana og fögnuð-
ur og ótti börðust um í honum. Hún var sv’o
föl að haml fékk ofbirtu í augun; og augu
hennar virtust kynlega djúp og glóandi. Ósjálf-
rátt tók hann um hccid hennar. Hún var eld-
heit, brennandi eins og heitur æðaslátturinn
í höfði hennar. Hann náfölnaði og jafnvel varir
hans urðu hvítar. Hann fylltist skelfingu.
„Mary, ástin mín“, hrópaði hann. „Þú ert
eldheit á höndunum".
„Mér er aftur svo einkennilega innanbrjósts",
svaraði hún loðmælt. „En það líður hjá eins og
áðan. Hvaða máli skiptir það, fyrst ég elska
þig?“ Hún reyndi aftur að brosa til hans, en
nú var andlit hans ejtns og gríma sem glotti að
henni úr fjarska. Ekki 'ein, heldur margar
grímur milli skugga appelsínutrjánna. Og í
angist sinni þráði hún það eitt að talca við
kossi lians.
En allt í einu var eins og hún hefði beðið
ósigur. Hún reyndi að segja aftur „ég elska
þig“, en hún gat ekki myndað nein orð. Þess
í stað sóttu þessar glottandi grímur að henni,
nær, nær, hringsnerust með feiknahraða, og
svo kom jörðin upp á rnóti hemii og allt varð
dimmt. Hún riðaði og féll út af í fang hans.
Hann gaf frá sér hálfkæft óp og skelfileg hugs-
un gei'ði vart við sig. Hann hélt uppi máttlaus-
nm líkama hecinar og tók aftur um hönd henn-
ar. Slagæðin i idnlið hennar dansaði ofboðslega.
Og brennheit kinn hennar hvildi við kinn hans.
Hún yar öll eldheit.
„Guð minn góður“, sagði hann upphátt.
„Hvers vegna datt mér þetta ekki í hug fyrr?
Hún er með hita“.
Hún lyfti hvítum augnalokunum og andar-
tak sá hann í augu hennar, dimm og sorgmædd
eins og í særðum fugli.
„Loksins“, hvíslaði hún veikróma. „Eg er
eitthvað svo undarleg“. Og svo datt höfuð henn-
ar útaf á öxl hans.
Andartak horfði hann á þessi lokuðu augu,
svo tók hann.fastar um hana og liraðaði sér
gegnum garðinn í áttina að hiisinu. Hann ýtti
með öxlinni á hurðina og hún lét undan. Hann
stanzaði ekki í anddyrinu, heldur kallaði há-
stöfum, „Manúela, Manúela" og flýtti sér upp
stigann og fór inn í herbergi sitt.
Hann lagði hana ofan á gamla, gullofna rúm-
teppið og kraup við hlið hennar sveittur og
móður. Þegar hann sá hana liggja þarna mátt-
lausa og lijálparvan, sóttu hræðilegar hugsanir
á hann.. Það komu tár fram í augu hans sem
blinduðu hann. Hann þrýsti máttlausa hönd
hennar.
Allt í einu heyrði hann eitthvert hljóð og
sneri sér við i skyndi. Manúela stóð fyrir aftan
hann og starði á hann dimmum undrunaraug-
um. Án þess að rísa upp sagði hann:
„Enska senjóran er veik, hún er í yfirliði.
Náðu í vatn. Tafarlaust.
Hún hreyfði sig ekki en eftir þögn, sem hon-
um fannst óþolandi löng, sagði hún hljóm-
lausri röddu:
„Og hvaða erindi á þessi enska senjóra hing-
að?“
„Ekkert erindi“, hrópaði hann. „En hún er
veik. Komdu fljótt með vatn í könnu“.
Það varð þögn. Þjónustustúlkan horfði á
hann og margskonar liugsanir virtust brjót-
ast um í huga hennar. Og allt í einu beygði hún
sig áfram, leit yfir öxl hans og það var skelf-
ingarsvipur í dökkum' augunum.
„Sea por Dios“, hrópaði hún skrækróma.
„Hún er veik. Dios mío, ég þekki þennan svip“.
Hún hækkaði röddina. „Dios mío, það má lesa
það úr andliti hennar. Hún er með pestina".
„Þegiðu“, hrópaði Harvey hranalega. „Náðu
í vatn, heyrirðu það. Þú verður að hjálpa mér.
Skilurðu það?“ Manuela hörfaði undan eins og
hún ætlaði að andmæla. En hún gerði það ekki.
Hún stóð með krosslagða handleggi og hreyfði
hvorki legg né lið, svo lokaði hún munninum
snögglega. Án þess að mæla orð frá vörum sneri
hún sér við. Hún leit um öxl að skilnaði og
læddist síðan hljóðlega út úr herberginu.
Um leið reis Harvey upp og kveikti á öðru
kerti. Hönd hams skalf, svo að vaxið rann í
heitum dropum niður á hönd hans, en hann
bar kertið að rúminu svo að hann sæi framan
í Mary. Andlit hennar var rjótt augnalokin
) Skáldið: Enn blunda þúsund ltvæði í brjósti
) mér.
) Út^efandi: 1 guðs bænuni, ekki að vekja þau.
( Maðurinn: Kona stórkauþmannsins gengur í
I svefni.
( Konan: Hvað er að heyra, getur liún eltki not-
/ að annan bílinn þeirra?
) Dómarinn: Hversvegna stáluð þér einmitt
/ Schiller úr bókabúðinnl?
) Sakborningurlnn: Af því hann er mitt uppá-
) haldsskáld, og gkrddi áhuga miiut fyrir öllu
( föjfru og ífóðu.
( A: Án peninga er ekki hægt að gera neitt.
( B: Jú, safna skuldum.
) María: Mér sýnist prófessorinn vera að gefa
r mér auga.
I Hanna: Hann er nú elnusinnl iörnleifagrúskarl.