Þjóðviljinn - 26.06.1953, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 26. júní 1953
Bréf frá Pf
flokks
Ég hefi ákveðið, að biðja
Þjóðviljann fyrir þessar fáu
línur, þar sem* mér þykir ör-
vænt um að blað mitt Frjáls
þjóð fáist til að birta þær, þar
sem fáeinir ofstækismenn hafa
illu heilli of mikil ráð yfir
biaðinu. Ég vona að Þjóðvilj-
inn treysti sér til að birta
þetta þótt hann kunni að vera
mér ósammála mn sitthvað af
því, sem liér er sagt.
Það eru tvö höfuðatriði, sem
öllum þjóðhollum mönnum
verða að vera ljós þegar þeir
ga«aga að kjörborðinu 28. júní
nk.:
1. að r.auðsynlegt er að Þjóð-
varnarflokknum takist að
vinna mikið fylgi frá her-
námsflokkunum, Sjálfstæðis-
flokknum, Framsóknarfl. og
Alþýðuflokknum.
2. að það má ekki ske í þess-
um kosningum, að Sósíalista-
flokkurinn tapi fylgi, hann
þarf að minnsta kosti að
halda fy'ginu og helzt að
vinna á.
Ég mun rökstyðja þetta nán-
ar. Ég álít að heill og ham-
ingja Islands sé undir því kom-
in að hernámsflokkarnir bíði
afhroð í þessum kosningum.
Þjóðvarnarflokkurinn var fyrst
og fremst stofnaður til þess að
gera kjósendum hernámsflokk-
anna léttara um val og sérstak-
lega að gefa þeim kjósendum,
sem undir engum kringumstæð-
um fást til að kjósa Sósíalista-
flokkinn, kost á að velja annan
flokk, sem er á móti hernám-
inu. Þessi barátta hefur geng-
ið vel og er sýnilegt að flokkn-
um muni takast að vinna
nokkurt fylgi frá hernáms-
flokkunum, hinsvegar er flokkn
um ekki kunnugt um nema ör-
fá atkvæði frá Sósíalistaflokkn-
um. Þetta er allt á réttri braut
og sýnir eiakum ágætan þroska
kjósenda Sósíalistaflokksins.
Það er öllum hugsandi mönn-
um Ijóst, að það verður talinn
stórsrgur fyrir bandaríska her-
námið og hernámsflokkana ís-
lenzku ef Sósíalistaflokkurinn
tapar fyjgi í þessum kosning-
um; auk þess, sem það verður
hörmuiegur ósigur fyrir í.s-
Ienzkan verkaJýð og a’Ia Iaun-
þega.
Þessi atriði eru öllum Ijós
og þurfa engra skýringa við:
Það vita allir að Sósíalista-
flokkurinn hefur barizt af ein-
lægni og aðdáanlegum krafti
gegn hernáminu og að flokkur-
inn hefur verið og er svefð
og skjöldur alþýðunnar í land-
inu.
Ég var áður óflokksbundinn
en gekk í Þjóðvarnarflokkinn
til þess eins að vinna að riðl-
un hernámsflokkanna og ég
vinn á þennan hátt:
Hvern þann kjósanda, sem
áður hefur kosið einhvern her-
námsflokkanna þriggja, en nú
eru óánægðir með þá, hvet ég
til að kjósa Sósíalistaflokkinn,
en ef það tekst ekki fæ ég þá
til að kjósa Þjóðvarnarflokk-
inn. Hvem þann kjósanda, sem
hefur kosið Sósíalistaflokkinn,
hvet ég til að kjósa flokkinn
áfram. Þetta tel ég þau einu
vinnubrögð, sem sæma góðum
þjóðvamarmanni.
Eins og í. öðrum flokkum eru
ES'aí ■
Þjóðareining gegn her í landi
Aldrci hefur verið meiri
þörf á því en nú að íslenzk-
ar konur þekktu sinn vitjun-
artíma, risu upp til mótmæla
og legðu "hönd við hönd til
að velta burtu óvelkomnu
bjargi, sem komið er í blóma
beð þjóðarianar, — einmitt
nú, þegar hio viðurstyggilega
skrímsli, herguðinn, sem ét-
ur menn, brennir borgir og
eyðir öllu, sem guð og hin
haga mannshönd skapar, er
að læsa klónum inn yfir land
ið og það, sem verra er,
inn í huga og hjörtu fólks-
ins, ofurvarlega að vísu, svo
að þjóðarsálin vakni ekki, en
hún er áð vakna.
Þó að við íslendingar sé-
' um seinir að 'atta okkur,
1 ferst okkur ekki ver en valn-
■ um, sem sagt er að kenni,
• þegar a& lijartanu kemur.
Þegar skrímslið ætlar, eða
er jafnvel byrjað á að læða
■ klónum í drengina okkar, þá
• rísum við konur upp til að
mótmæla.
• Ég á að visu engan son,
. en ég hef síðan ég var korn-
, ung, mcira eða minna borið
: annarra kvenna börn á örm-
, um mér og elskað þau eins
og þau væru mín eigin og
þeirra á meíal var ,,Lilli“,
réttu nafni Þorva'dur Frið-
riksson, sem barðist í Kóreu.
Nú segja þeir, sem þegar
eru smitaðir af hernáðar-
anda stórþjóðanna eða af
þeim draug, sem vakinn hef-
ur verið upp hér í gegnum
fornsögurnar: Góða mann-
eskja, það verður þó að
verja ykkur konur og börn
’ og fósturjörðina, ef á okkur
’ verður ráðizt. — Ég svara
’ fyrir mig: Nei, takk! Hvar.
■ er þá hin rómaða fónifýsi
’ konunnar, ef henni er það
1 eðlilegt að synir. unnustar
’ og eiginmenn eða nokkrir
• aðrir menn séu sendir út í
■ það, sem Iþúsund sinnum
EFTIR GUÐRÚNU
BRYNJÖLFSDÓTTUR
verra er ea dauðinn, til að
verja hana.
Nei, konur hafa ekki verið
spurðar, þegar körlum hefur
þóknazt að hafa stríð, en
þær hafa verið sviknar,
blekktar og þeirra raddir
þaggaðar niður eins og mögu
legt hefur verið.
Við munum kannski eftir
fréttinni um það áð konur
röðuðu sér á járnbrautar-
teinana í mótmælaskyni, þeg-
ar ítölsku fasistarnir voru
að senda hermenn til Abess-
iníu. Konurnar töpuðu, her-
mennirnir voru sendir til
Abessiníu til ævarandi smán-
ar fyrir Italíu, því að hver
stöðvar heraaðarófreskjuna,
þegar hún, er komin í al-
gleyming fyrr en hún hefur
glatt sig við það mannát og
eyðileggingu sem hún lifir
á? Itölsku konurnar hefðu
þurft að 'mótmæla fJ’rr og
raða sér á brautarteinana,
þegar fasisminn var í upp-
siglingu á Italíu.
Þetta, og fjölmörg dæmi
úr mannkynssögunni, æpir
til okkar ís’enzkra kvenna
að mótmæla á meðan tími er
til! — Mótmæla allar í takt
á meðan herguðinn hefur
ekki náð bólfestu í þjó'ð-
félaginu.
Öruggasti mótmælavett-
vangur okkar, og það eina
sem tekið er til greina er
atkvæðagreiðslan, sem fer
fram á sunnudaginn kem-
ur. Engin íslenzk kona. ef
hún gerði sér fullkumlega
ljóst hvað vio liggur, myndi
kjósa neinn flokk, sem ekki
hefði ákveöið lýst yfir and-
stöðu við hernað. Við verðum
að kjósa að þessu sinni þá er
sterkast hafa andmælt hern-
um og unnið gegn honum,
og þó a'ð þeir brygðust okk-
ur í einhverjum málum. þá
standa þó mótmæli okkar
gegn hernaði „svart á hvítu“
til ókomins tíma um alda-
raðir.
Ég fylgi andspyrnuhreyf-
ingunni gegn her í landi sök-
um þess að ég vil að við
sameinumst nú meðan tími
er til, ég hef trú á því
að andspyrnuhreyfingin sé
sterkasta, eða geti orðið
sterkasta vopn okkar í bar-
áttunni fyrir frelsi Islands
og til þess að vinna bug á
hernaðarstefnunni hér á
landi. Þessvegna fylgi ég
henni og formanni hennar
í þessum kosningum, en
hann er nú í baráttusæti hjá
Sósíalistaflokknum í Reykja-
vík. — (Framhald í næsta
blaði).
★
Islaisd fyFir
Tileinkað andspyrnuhreyfingu
gegn her í landi.
Manstu vetur, áþján, ís.a?
Aliskyns nauðir sóttu þjóð.
Samt hán átti afi sem dugði
eld í hjarta, - sögur, Ijóð.
Funann geymir eins og áður
eidlieit frelsis draumaglóð.
Islendingur. - Ættjörð bíður, — ”
ættjörð bíður mín og þín.
Eldi magnað sólskin sindrar,
sumardýrð á fjöllum skín.
Hérna börðust ár og aldir
afi, íaðir, móðir þín.
Islendingur! - Ennþá syngur
æskan lífsins þekka brag. -
Varmur andi vorsins. býður
vængi þanda, - ómþýtt lag.
Islanci fyrir Islendinga
einum rórni hljómi í dag.
S. S. Borgarfirði.
— :
1 ;'j. aayat - [osíiiPinn
Sterkur ílokkur betri en verkfall — Mælirinn er
ekki fullur — Hvítliðaherinn verður lögfestur, eí. .
óð^ciraŒ,«
mwcml
til í okkar flokki nokkrir ein-
sýnir cfstækismenn, sem hvorki
vilja skilja né geta skilið þessa
afstöðu og gera allt sem í
þeirra valdi stendur til að
rægja og ófrægja Sósíalista-
flokkinn og vilja beina höfuð-
sókninni gegn honum. Þessum
mönnum hefur því miður orðio
nokkuð ágengt í því að koma
þessum óþverra í blað okkar,
öllum góðum flokksmönnum til
leiðinda. Verst þykir mér að
minn góði vinur Gils Guðmunds
son skuli hafa leiðzt út í oð
gefa þessum mönnum byr undir
vængi með rógi og dylgjum um
Sósíalistaflokkinn, eins og að
Sósíalistaflokk.urinn vilji aðeins
lúta Rússum. Þetta veit Gils að
er rógur og dylgjur, þótt hann
hafi í greinargerð sinni um
framboð sitt heitið því að nota
ekki dylgjur og ósannindi að
vopni.
Dylgjur um það að Sósíalista-
flokkurinn vilji rússneskt her-
nám eru alveg óþolandi af
hálfu þeii'ra sem vilja heita
drengir góðir og þjóðvarnar-
menn. Þetta er ósannindavað-
all, sem engin þörf er að ala
á. Það verður engum til góðs
öðrum en hernámsflokkunum.
Einnig mislikar mér hvernig
blaðið okkar hefur rej’nt að
nota fréttirnar frá Austur-
Berlín til að ófrægja Sósíalista-
flokkinn. Allir skynibornir
menn, sem fylgzt hafa með því
sem gerist utan landsteinanna,
vita að Þýzkaland var fasista-
ríki í 13 ár og býr að því enn-
þá. Allir vita að fasi.starnir
réðust á Sovétríkia og brenndu
og eyddu þar byggðir og drápu
milljónir saklauss íkólks. Fasist-
arnir voru reknir burt að lokum
og gersigraðir. Þessara ófara
hafa þeir auðvitað reynt að
hefna og reyna daglega eíns
og birtist í óeirðunum i Berlín.
Auk þess gera Banaaríkin auð-
vitað allt sem þau mega til
þess að spilla fyrir austur-
þýzku stjórninni og senda auo-
vitað flugumenn í stórum stil
ina í AusturBerlín. Þangað geta
allir farið óhindrað frá Vestur-
Berlín. Auk þess fæ ég heldur
ekki séð, að Sósíalistaflokkur-
inn verði sakaður um ágalla
stjórnarfarsins í Austur-Þýzka-
landi.
Að síðustu þetta:
Þjóðvarnarflokkurinn ber
vonandi gæfu til að verða vopn
í hendi alþýðunnar gegn á-
gangi Bandaríkjanna, þrátt fyr-
ir nokkra ofstækismenn innan
flokksins, sem reyna að eyði-
leggja þessa von.
Sósialistaflokkinn vantaði fá
atkvæði til að fá 3 menn kosna
hér í Reykjavík við síðustu
kosningar. Það er skylda allra
þjóðhollra manna að stuðla að
því, að flokkurinn nái þessu
marki nú.
Þjóðvarnarflokkurinn verður
að vinna sigur í þessum lcosn-
ingum, en því aðeins verour það
sigur að hann vinnist á kostn-
að hernámsflokkanna.
Þjóðvarnarflokksmaður
Afhugasemd
Þjóðviljinn þakkar þetta etnlæffa
bréf frá samherja. en hann getur
þess réttilesra til að blaðið sé hon-
um ósammála um sum atriði þess.
Bréfrltari telur að eitthvað sé
unnið insð þvl, að fá andstæðlnga
hernámsins til að kjósa l’jóð-
varnarilokkinn. Hér er alið á tál-
vonum, sem geta haft þær afleið-
ingar, sem bréfritari vildi sízt
Etninitt þær bardasaaðferðir I»jóð-
varnarmanna, sem bréfritari for-
dæmlr, sýna, að þeir leika i þess-
um kosningum sama hlutverk og
Kaimvels og Gylíi í kosningunum
1949, og að þelm er ekki fremur
treystandi. Þjóðareining gegn her-
náminu næst ekki með því að
ltjósa þann flokk, sem vinnur að
því að sundra þeirri einingu sem
áunnizt hefur í þessari baráttu.
Þvi er það, að livert atkvæði s?m
Þjóðvarnarflokkurinn fær frá and-
stæðingum hcmámsins getur orðið
til að FÆKKA andstæðingum her-
námsins á þingi, en FJÖLGA þing
mönnum hernámstlokkanna.
Niðurstaðan er því þessi:
Það er undir öllum. kringum-
stæðum rangt að hvetja nokkurn
iíjósanda til að greiða Þjiáðh
varnarfj.pkknum atkvæði af eftir-
töidum ástæðum:
1. Það er með öllu útilolcað að
þessi flokkur komi manni að í
nokkru lcjördæmi. Þessvegna falla
öll atlwæði sem honum eru greidd
dauð og ógiid og værx þá cins
gott að sitja heima,
2. Hvert íitkvæði, sem kastað
er til ónýtis á Þjóövarnarflokkinn,
af kjósanda, sem í fullri einlægni
viU greiða atkva-ði gegn hernám-
inu, stuðlar að því að fækka þing-
mönnum andstæðinga liernámslns
og fjölga þingmönnum liernáms-
flokkanna.
3. X»jóðvarnarflokkuri;m er
stofnaður til að sundra andstæð-
ingum hernámsins, og koma í
veg fyrir þjóðareiningu gegn her
í landi, án tlUits til skoðana-
VIÐ munum eftir verkfallinu
í desember í vetur. Tuttugu
þúsund verkamenn og verka-
konur knúðu fram kjarabætur
í harðvitugu þriggja vikna
verkfalli. Þetta fórnfreka verk
fall hefðj ekki þurft að verða,
ef Sósíalistaflokkurinn hefði
ágreinings að öðru leytl. Ilvert
atkvæði, greitt IJjóðvarnarfloklui-
um, verður litið á sem traustsylir-
lýsjngu við þetta sundrungnrstarf.
Þeir sem eru með þjóðareiningu
gegn hernáminu, mundu því
stuðia að því að torvelda hana,
ef þeir hvettu nokkurn niann til
þess að greiða ldofningsfiokknuni
atlcvæði.
4. Framboð Sósíalistailokksins að
þessu r.iiini eru ekki flokksfram-
boð — heldur sameiglnlegt fram-
boð allra þeirra, sem vilja þjóðar-
einingu gegn hemáminu. — I»ess-
vegna geta allir andstæðlngar her-
setunnar kosið C-listann, hversu
mjög, sem þá grolnlr á við Sósíal-
istaflokkinn í ýmsum öðrum. mál-
i um.
verið sterkari á þingi yfir-
standandi kjörtímabii. Mætt-
um við öll læra mikið af þeirri
staðrejrnd og minnast hennar
nú.
ic
HVÍTLIÐAHER gegn alþýð-
unni verður lögfestur, ef her-
námsflokkarnir sigra í þess-
um kosningum. Hver verka-
maður, kona eða launþegi, sem
greiðir atkvæði með þeim,
kallar því yfirstéttarher yfir
alþýðuna. Þann her, sem auð-
valdið heimtar nú, hefur það
alltaf heimtað og reyndar
stundum beitt í baháttunni
gegn íslenzkri alþýðu. Auð-
valdið kallaði út hvítliðaher
gegn Ólafi Friðrikssyni árið
1921. Það kom á ríkislög-
reglu á atvinnuleysisárunum
Framhald á 11. síðu.