Þjóðviljinn - 26.06.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.06.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 26. júní 1953 JMÓOWIUINN Otjfoíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjaruason. Biaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraidsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðuatíg. 19. — Simi 7500 (3 línur). Áakriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakiö. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. Samsekir um gtæpinn Senmlega hefur aldrei komið fram í útvarpsumræðum um stjórnmál aumari flokkur en Alþýðuflokkúrinn að þessu sinni. Fortíð flokksins er slík, að það er ekki neinn hægðar- leikur að skírskota til stéttvísi verkamanna eða sjálfstæðis- vilja þjóðarinnar í sama orðinu og kjósendur eru beðnir að kjósa rrenn eins og Emil Jónsson, manninn, sem stimpiaði hetjubarátlu alþýðunnar gegn launakúgun auðvaldsins glœp og úrekaði í þessum umræðum- að hann stæði við það álit sitt, — eða hernámsstjórann Guðmund í Hafnar- firði, — eða foringjana Gylfa og Hannibal, sem báðu um að bandarískt herlið yrði sent til landsins vorið 1951. Það er ekki sannfærandi, að heyra Gylfa Þ. Gíslason segja að nú þurfi breytta utanríkismálastefnu og Bjarni bingó megi ekiki korna nálægt því að móta hana. Einmitt leiðtogar Alþýðuflokksins hafa rr.argtekið það fram að 1 utanríkismalum fylgi þeir einhuga þeirri bandarísku stefnu sem Bjarni bingó hefur manna mest mótað. Og sjálfur bað Gylfi, ásamt öllum þingmönnum Alþýðuflokksins, um bandarískt hernám fyrir tveimur árurn og ber því ábyrgð á bandarísku hernámi hér á landi, öllum afleiðingum her- námsins, ásarnt þingmönnum hinna hernámsflokkanna. Hins vegar var auðheyrt á útvarpsumræðunum að her- námsflokikarnir allir óttast nú dóm fólksins. Þeir óttast að hin nýja sjálfstæðisbarátta, sem háð hefur verið og er háð undir forystu Sósíalistaflokksins og bandamanna hans, sé þegar orðin nógu öflug til að vekja þjóðina til vitundar um glæp hernámsflokkanna. Þeir vita að á sunnudaginn getur ,fólkið dæír.i þá sem glæpmn frömdu, og þeir vita um sam- sektina, samsekt allra hernámsflokkanna þriggja. Þess vegna skjálfa þeir nú af otta við dóm fólksins, jafnt Ólafur Hhórs, Iiermann Jónasson og Hannibal. Og það EINA serr, þeir óttast, þessir Bandaríkjaleppar, eins og líka húsbænd- ur þeirra í Washington, cr KOSNINGASIGUR SÓSÍAL- ISTAFLOKKSINS. Haíur f ramsóknarforingjanna, Skuggasundsrr/anna eins og alþýðan í Reykjavík er farin að kalla þá, til nýsköpunar- innar, er þjóðinni kunnugt. Ef Framsóknarfldkkurinn hefði fengið að ráða, hefði engin nýsköpun orðið árin eftir stríð, þá hefði verið kallað yfir þjóina það „hrun“ sem leiðtogar Framsóknarflokksins og bandamaður þeirra, Kókaikólabjörn, töldu að írarrundan væri, — nokkrum mánuðum áður en sósíalistar knúðu fram myndun nýsköpunarstjórnarinnar. Og þess mun lengi minnzt, að Eysteinn Jónsson kallaði ný- sköpunartogarana því smekklega orði „gums“. Svo koma stundir, þegar meira að segja afturhald Frarrr sóknar hefur svignað undan þunga almenningsálitsins, ekki þorað að ganga í berhögg við vinsældir nýsköpunarinnar. Þá hefur verið grafin upp gömul yfirborðstillaga sem sett var inn 1 bingið eftir að Framsókn hafði af alefli reynt að hindra myndun nýsköpunarstjórnar. Og meira að segja Eysteinn Jónsson hyggst nú liía á því í þessum kosningum að láta að emhverju leyti þakka sér að þrír sfaðir á Austur- landi hafa slegið saman í einn togara, og hefur Eysteinn vandlega gætt þess að kalla þann togara aldrei hinu srr.ekk- lega heiti sem hann áður valdi nýsköpunartogurunum. í útvarpsumræðunum í fyrrakvöld sauð þó upp úr hin grímulausa afstaða Framsóknarflokksins til nýsköpunar- innar. Og það var einmitt Eysteinn, sem fann nýtt orð til að svala heift sinni og Pramsóknarflokksins yfir því þjóð- félagsfyrirbæri. Það var ,.nýsköpunarsamsærið“. Þetta orð lýsir hug Frarrsóknar til nýsköpunarinnar betur en flest það, sem frá henni hefur komið áður. Er einkar fróðlegt að fá þannig staðfest það sem Þjóð viljinn hefur jafnan haldið fram um hiug og afstöðu Frarr,- sóknar tii þessa máls, og þar sem svo vel hittist á að sú staðfesting fæst í áheyrn alþjóðar fáum dögum fyrir kosn- ingar, má telja víst að þeir íslendingar sem skilja hvers virði nýsköpunin hefur verið þjóðinni, muni að þakka frambjóðendum; Framsóknar á þann hátt sem hún skilur, með því að efla flokk nýsköpunarinnar, kjósa Sósíalista- flokkinn. Elias Mar: Nofum vald ©kkar réffilega Ungu vinir minir! Ég vil ekki láta hjá líða síð- ustu daga kosningaibaráttunn- ar, án þess að vekja alveg sér- stakia athygli yktoar á þýðingu einmitt þessara kosninga; sögu- ■legu mikilvægi þeirra varðandi alla framtíð okkar fámennu en sérstæðu þ.jóðar. Þess vegna skrifa ég hér öllum ykkiur, •ungum mönnum og konum, og þá ekki hvað sízt þeim yktoar, sem einhvemtíma bafið, eins og ég, sótt styrk og metnað í listræna tign íslendinigasagna, lært vers Halugríms Pétursson- ar, notið unaðar við lestur ljóða Jónasar, Gxíms og' Ein- ars, og fundið viðnámsþrek og menningarlegan vaxtarmátt ís- lenzku þióðarinnar staðfestast í verkum beztu samtíðanhöf- •undanna. Ykkur öll, og kann- ski einkum þau ykkar, sem ■sjálf hafið, eins og ég, einhvem tima gert tilraun til að tjá gleði ykkar oig sorgir, lífs- reynslu og framtíðardrauma með formum og reglum tung- unnar; einmitt ykkur vil ég biðja iað hugleiða með mér þettia á örlagastund: Gerum okkur fulla grein fyrir mikilvægi -þessiara daga. Minnumst þess nú, að okkar er valdið — og að ekkert er eins vandasamt í Ufj noikkurs manns og einmitt það að fara mcð vald. Einn einasta dag er oktour gefin óskastund, í hend- iur okkar lagður sá isproti, sem stjórnar ríkinu um ókominn tírnia — að vísu ekki annað en ómerkilegt ritblý — og við setjum kross á blað. Maður skyldi kannske ætila, að mikil- vægasta athöfn ihvers einstaks þjóðféliagsþegns, — í rauninni hin eina athöfn í lífi hans þar -sem hann kemur fram með valdi til ákvörðunar o-g úrslita um framtíð alinna og óborinn-a, — hún værj öliu stórfenglegri oig margbrotnari. En það er nú iekki svo. Hún er yfirlætislaus ■eins og svo mörg önnur Wjóð- lát en ábyrgðarmi.kiil störf. Við igöngum inn í klefa á kjör- degi o-g setjum kross á lítinn seðil, og erum þó að neyta þess heligasta réttar sem við höfum. En ábyrgðinni, sem á okkur hvílir, skyldum við líka gera okkur grein fyrir. O-g hvers óstoum við? Hvern- ig viljum við fara með valdið? Ég veit, að lallmörgum okkar — og vonandi flestum — er f.uillvel lióst, hvers /biðja ber íslenzkri þjóð og menningu til handa. Við viljum ísland sjálf- stætt. Við vilium fá að vinna að friðpamlegum og m.annsæm- andi störfum. Við viljum varð- veitia íslenzka menningu. Og við viljum búa við lýðræði. Allt þetta vitum við, að eru rétt- indj okkar, hvemig sem á kann að ver‘a íitið af öðrum þjóðum. Söm-uJeiðis má okkur vera það ljóst; að virð>ngti annarra þjóða höfum við því aðeins, að við islökum ekki á, gefum ekki eftir þegar þær koma með kröfur sinar á hendur oktour, hvortt heldur krafan er um jörð -undir vígvöll, menn í fall- byssufóður, eða fiskimiðin um- hverfis landið okkar. Við viljum ísland sjálfstætt. Það er ekki sjálfstætt nú. Það vitum við fullvel. En ef við berum efckj gæfu til að styðja þá þjóðareiningu, sem í sam- ræmi við stefnu og gerðir allra friðelskandi þjóða heims berst fyi’ir því, að smánarblettur uiicr hersetunnar verði þveginn af oktour, og gegn því, að landið o-kkar verði vlgvöllur; ef við leggjum ekkj þeirri samfylk- ingu lið, þá er úti um okkur. Við viljum vinna að friðsam- legum og mannsæmandi störf- um. Að undanförnu hef.ur allt ibent til þess, að etarfskraft.a okkiar eigi að nota vísvitandi í ■þágu stríðsundirbúninigs auð- valdsins; einniig það verður o-kkur með degi hverjum ljós- ara. Ef við látum otokur sæma að starfa að því að gera Is- land að víghreiðri, þá höfum við fyrirgert rétti okkar til að vera álitin siðmenntuð þjcð, höfum vanhelgað sögu okkov forna og nýja, borið sem hve "i ir aðrir óvi-tar eld að þvi sprengiefni sem alþjóðastjórn- málin nú eru. Til þess viijL.:ri við áreiðanlega ekki nota vald okkar. — Og við viljurn áreið- anlega ekki — elckert okkar — þurfa að hlýðnast fyrírvara- lausri herskyldukvaðmingu í ut- lenzkan eða ,,íslenzkan“ her. Þe®skoniar ,,gæzlu“- eða „verntí- iar“-störfum óskum við ekk'. eftir, því að þau sæma okkur ekki o;g eru áreiðaniega ekki að skapi okkar. Við viljum varðveita íslenzka menn'ngu. Á allan hátt. Með því j.afnframt að ávaxta arf hennar og hlýðnast skyldukalli hennar. Saga okk-ar, tunga og framtiðarmöguleikar er það þrennt, sem einvörðungu grundvallast á iislenzkum menn- ingararfi. Allt, sem heggur ■gegn þessu, er andstætt okkur og hlýtur að vekja óttabland- inn óhu-gnanleika í brjósti sér- hvers íslendinigs. Og við viljum búa við Jýð- ræði. Ennþá njótum við nokk- urn veginn þess lýðræðis, sem við höfum skapað okkur. Ég ■segi ennþá. Ek-ki alis fyrir löngu lýsti íhaldsþingmaður því yfir, að her þyrfti að vera á íslandi svo len-gi sem hér væri við lýði Sameiningarí’okl:- ur alþýðu — Sósíalistanokkur- in.n. — Tökum vel cítir þe'm ummælum þingmannsins. Skeð getrr, að við næstu þingko.sn- •ingar íslandi verði a ,m k. einum stjómmáilaflokknum færra ve-gna valdboðs frá USA. — Við, íslenzka þjóðin í heiid, mynöum áreiðanlega aldrei verða tátin greiða þjóðarat- kvæði um það, hvort lergja skyldi niður baráttuflokk ísl. alþýðu, frekar en við vorum spurð að því hvort við vddum láta hersetja. okkur hér um árið. Það myndj nefnilega verða gert í nafni „landvarn- anna“, eins og fleira, ef þeir á annað borð þyvðl það. I" í stei’kari sem .flokkur okkar er, þeim mun minni líkur cru til þess, að þeir þori það. Víða í löndum kapítailsmans er lýðræði mun minma en hér er h já okkur. Og þó er hvorki prentifrelsi né málfrelsi hér á land; í jafn ríkum mæli og vera skyldi. Kannski kannast enginn betur við það en ungt fátækt skáld, sem á e.. t. v. .afkomu sína að mestu undir misjafnlega skilninigsgóðum og menntuðum útgefendum og rit- stjórum með barla ólík siónar- mið og tilgang. Sú sa-ga verður ekki rakin hé.r; má vera það verði gert á öðrum vettvangi áður en langt um líður, ef prentfrel-si verður ekki skert, beint eða óbeint, að afstöðnum kosninigum. En geta má þess þó kannski, cinmitt í sambanH.' við málfrelsi og lýðræði, að okkar ágæta og hlutlausa rík- isútvarp hafnaði fyrir nokkr- um árum smásegu eftir undir- ritaðan á þeim .forsendum, að í henré væri hnjóðað í kjarn- orkusprengjnna. Nú á sunnudaginn. verður kosið íum það, hvort ísland á lað verða skotspónn þessarar sömu sprengju, hvort ’ íslenzk. þjóð á að verða nauðug vilju-g' fórnarlamb þéirrar biindu tæknidýrkunar, sprottinni af ■andlegri fátækt, sem smíðar slíkt vopti í þvi skyni að ógna friðelska.ndi þjóðum; hvort ís-’ 'lcnzk menning, sögur, ljóð og lifandi mál, á að lúta fyrír -slíkri vá. Það vilium við ekki. Til þess eru oktour þeir hlutir of helgir. Okkur er liósari en svo á- byrgðin -gagnvart sjáilfum okk- ur óg niðjum okkar, og hlutur okkar í samskiptum pllra þjóða. Við höfum um aldir verið íslenzk þjóð, við erum það og vi.'jum vera það um alla framtíð. Cg valdið til að tryggja okkur rétt íslendings- ins slculum við nota á þann hátt, sem okkur ber heilög sky.ldia til. Elías Mar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.