Þjóðviljinn - 12.07.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.07.1953, Blaðsíða 4
4) ÞJÓÐVILJINN — Suraiudagur 12. júlí 1953 Át og áta — Sígaretta eða sígretta? — Lofkvæði til heimskunnar A. X. skrifar: — „Hvarvetna rekst maður á vitleysur í mál- fari, ekki aðeins í daglegu tali, héldur einnig á prenti. I gær keypti ég pakka af „Sirius“ súkkulaði. Og utan á pakkan- um er langhundur undir fyrir- sögninni „Merkið tryggir gæ'ð- in“. I langhundi þessum stend- ur m. a.: „Konsum súkkulaði er framleitt til þess að verða við óskum og fullnægja kröf- um almennings um að fá 1. flokks suðusúkkulaði, sem eitrnig væri mjög gott til átu“. — Finnst ykkur nú ekki eitt- hvað fbogið við þetta orðalag og beygingar? Síðasta setn- ingin ætti vitanlega að vera þánnig: „sem einnig sé mjög gott til áts“. Át og áta er tvennt ólíkt, og veit ég, að allir kannast við merkingamun þeirra orða. Læt ég svo útrætt um þetta að sinní, en ýmis fleiri dæmi mætti nefna um rangt málfar, sem haft er fyrir almenn- ingi.“ — A. X. ★ í TILEFNI af málvöndunar- skrifunum hér að ofan vil ég geta þess, að nýlega hef ég heyrt nýtt íslenzkt heiti yfir það, sem hingað til hefur al- mennt verið nefnt „sígaretta“. Maður einn kom að máli við mig og segist hafa fundið upp nafnið „sí-gretta“. Skýrir hann það með því, að þegar menn reyki, gretti þeir sig í sífellu. Bravó fyrir því! ★ ALD AMÓTAM AÐUR‘ ‘ sendir mér línu og biður mig um a'ð birta hér kvæði eitt, en hann nefnir ekki ástæðuna fyrir því. Vil ég þó verða við bón hans, en kvæðið er „Lofkvæði til heimskunnar“ og er eftir Hannes Hafstein. Það er á þessa leið: Lútandi sit ég hér. Lofkvæ'ði flyt ég þér, alheims drottnandi, aldrei þrotnandi, þéttgjörva, þrekbyggða, þrautgóða, eldtryggða, margreynda, háttvirta heimska! Eg spyr: Er það ei guðlaus gleymska, að gjört ei var það fyr? því oss m:nnir á þig hvert augnablik, drottning, og sama’ er að sjá þig og sýna þér lotning. I flestu, er menn yrkja, þú yfirgnæfir, feit og rík. Þér lýtur land og kirkja. og lofsverð pólitík. I fundarhöldum fossar þú, í frelsisgiamri blossar þú, í hjörtunum þér hossar þú. sem hoppi páskasól. I blaðadjásnin dumpar þú, til dýrstu hluta slumpar þú, og pattaraleg prumpar þú á préd’kunarstól. I æskulý'ðnum ískrar þú, í öldungunum pískrar þú, og kunnuglega hvískrar þú í kreddu-reaktíón. Til góðrar stöðu gagnar þú og grósséra.na magnar þú. I félögunum fagnar þú, er faðmast Jón og Jón. Þú ert hið eina, sem aldrei getur hrapað, allt hefur verið þitt skuld- bundið hjú. Með systur þinni, hræðsl- unni, hefur þú skapað hundanna spágól og margs- konar trú. Þú starir úr allmörgu auga og æxlar þig samtölum i. I þinni lind verða’ að lauga sig dærdómsverk forn og ný. Og æðstitemplari ertu. Um alheim þitt „musteri" skín. í ljóði lofuð nú vertu. Lífið er „stórstúka" þín! SKAK Ritstj.: Guðmundur Arnlaugsson Á ýmsan hátt ber skákin þess imerki, hvar hún er upprunnin og hvar hún hefur þróazt. OrSið skák er runnið úr persneska orð- inu shah eins og margir munu kannast við, og: er senniioga sama orðið og zar í rússnesku, hvort- tveggja merkir þjóðhöfðing-ja. Ara- biskan hefur lagt til orðið mát, sem sagt er að þýði dauði á því máli. Úr frönsku er ýmis orðtök runnin. „J’adotibe“ segir skák- niaður sem kann sig, ef honum verður það á að snerta mann sem hann ætlar ekki að leika, og en passant er gjaldgengt um skák- heim allan. Það hefur verið þýtt á íslenzku og heldur klaufalega með „í framhjáhlaupi". — Þegar enskumælandi skákmenn lýsa leikþröng nota þeir þýzka orðið zugzwang án þess að hika. Pyrir fáum árum efndi enskur kollega til samkeppni um beztu þýðirigu á orðinu og varð movebound hlút- skarpast. Það er sæmilegasta órð, en ég hef \enga trú á að það útrými zugzwang úr enskunni. — Hins vegar fyigdu sögunni svo skemmtileg tafllok að ég get ekki stillt mig um að sýna þau hér. Þaði var enski skákmaðurinn Ger- ald Abrahams sem tillöguna átti og staðan er úr skák er harin tefldi á ensku skákmóti 1948. Abrahams hefur hvítt. Stöðumynd. ABCDEFGH Abrahams á leik. — Leikar féllu þannig: 1 g5—g6t Kf7—f6 Til þess að koma í veg fyrir Kg5. 2 Hd3—dl! d4—d3 Eini leikurinn, hann verður að geta svarað Hdel með Hd4. 3 Hdlxd.3! b7—b6 4 Hd3—d5! Hd8—d7 5 He4—e8 leikþröng! Á bókmenntum skákarinnar er til sægur af dæmum um leik- þröng, en þau eru flest úr tafl- lokum eins og eðlilegt er. Miklu sjaldgæfara er að sjá stóran her í heljargreipum þannig að enginn maður megi sig hræra. Ógleyman- legt dæmi um það er slcák sem Nimzowitsch tefldi gegn Samisch í Kaupmannahöfn og stundum hefur verið nefnd „die unster- bliche Zugzwangpartie". Sámisch — Nimzowitsch 1 d2—d4 Rg8—f6 2 c2—d4 e7—e6 3 Rgl—f3 b7—b6 4 g:2—g3 Bc8—b7 5 Bfl—g2 Bf8—e7 6 Rbl—c3 0—0 7 0—0 d7—d5 8 Rf3—e5 c7—c6 Tryggir stöðuna. Annars kom Dc8 tíl grema. 9 c4xd5 — Lætur frumkvæðið að ástæðulausu, Rétti leikurinn var e2—e4 9 — — c6xd5 10 Bcl—f4 a7—a6! Æltlunin er að koma framverði á c4 (sjá næsta leik). 11 Hal—cl b6—b5 12 Ddl—b3 Rb8—c6 Riddarinn stefnir til c4, hvítur tekur því kaupin. 13 Re5xc6 Db7xc6 Svartur hefur grætt leik á kaup- unum, því að hann hafði aðeins leikið sínum ridara einu sinni. 14 h2—h3 Síðasta færi til að jafna leikinn var að leika 14 Re4! 14 ----- Dd8—d7 15 Kgl—h2 Rf6—h5 Svartur gat haldið sig við drottn- ingsrvænginn einvörðungu og leik- ið Db7 og síðan Rf6—d7—b6—c4, en hann kýs að spanna allt borð- ið. 16 Bf4—d2 f7—f5 17 Db3—dl b5—b4! 18 Rc3—bl Bc6—b5 Nú er kóngspeðið leppur, það smá- þrengist að hvít. 19 Hfl—gl Be7—d6! Býður upp í dansinn! 20 e2—e4 f5xe4! 21 Ddlxhð Hf8xf2 Hvað hefur svartur fengið fyrir manninn? Tvö peð og von í fleir- um, yfirráð á annarri reitaröð og það sem ekki er sízt um vert: honum hefur tekizt að lama her- sveitir hvíts að verulegu leyti. Sú lömun breiðist út i næstu , leikjum. 22 Dh5—g5 Ha8—f8 23 Kh2—hl Hf8—f5 24 Dg5—e3 Bb5—d3 Býr sig undir að veiða drottning- una með He2. 25 Hcl—el h7—h6!! og hvítur er í algerri leikþröng. Bd2—cl kostar riddarann, Kn2 eða g3—g4 kostar drottninguna vegna Hf5—f3. Taflstaðan er for- kostuleg og Sámisch sá eigi ann- að vænna en gefast upp þegar í stað. ★ 2. dæmi Sveins Halldórssonar. Hvítur á að máta í 3. leik. —. Lausn á 2. síðu. Samkomulag um visenutiíliögun Framhald af 1. siðu. Ósa.mið um kjör á plönum. Þrátt fyrir ítrekaða.r tilraunir Verlcakvennafélagsins til þess að fá tekna upp samninga um kjör- in á söltunarplönunum hafa at- vinnurekendur ekki enn fengizt til að ganga frá þeim. Er komin upp deiia millj verkakvenna' og atvinnurekenda um hvenær tryggingartíminn skuli hefjast. Vilja atvinnurekendur að trygg- ingartíminn sé frá upph-afi veið- anna en verkakonur halda íast við það -að try-ggingin gangi í gildi um leið og söltun er leyfð eins og verið hefur. Ýmislegt ■ fleira ber í milli. Taldj Gunnar Jóhannsson, for- maður Þróttar mjög hæpið fyrir aðkomufólk að ráða sig til vinnu á söltunarplönum meðan þessi deila er óleyst, þegar blaðið átti viðtal við hann í gær. Góðar horfur. í gær voru taldar góðar síld- veiðihorfur á veiðisvæðinu. Veð- ur var kyrrt og milt. Síldin er að því er virðist á öllu svæðinu út af Siglufirði og norður á Grímseyjarsund. Einnig hefur síldar orðið vart vestur á Skaga- grunni. Átumagnið er sex sinnum meira en talið er nauðsynlegt til að síldin vaði. Sú síld sem .borizt hefur á land er feit og falleg. Hefur mælt Æifumagn .hennar nálg-ast 18%.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.