Þjóðviljinn - 12.07.1953, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.07.1953, Blaðsíða 11
Sunnudagur 12. júlí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (l£ BÖRN ©G GHMHLT FÓLK Á hverju kvöldi, áður en börnin fóru að hátta, voru þau vön að masa saman. Þau sátu 'á bríkinni á breiða ofninum og sögðu allt, sem þeim datt í hug. Gegnum litla gluggann gægðist rökkur kvöldsins draumhlöðnum augum. Upp úr hverju horni svifu þöglir skuggar, fullir af ævintýrum. Þau töluðu um allt, sem þeim datt í hug, og þeim duttu aðeins í hug skemmtilegar sögur, sólskin og ylur sam- ofin ást og von. Framtíðin var öll langir fagrir frídagar, eng- in fasta milii jóla og páska. tír fjarska, handan yið blóm- umskrýtt fortjald framtíðar- innar barst leiftur af ólgandi iífi með birtu og yl. Orðum var hvíslað og aðeins skilin til hálfs. Engin saga hafði upphaf né ákveð:ð form. Eng- in saga hafði endi. Stundum töluðu börnin öll fjögur í einu, samt trufluðu þau ekki hvort annað. Öll horfðu þau heill- uð inn í hina fögru himnesku birtu framtíðarinnar, þar sem hvert orð var auðskilið og satt, þar sem hver saga hafði greinilegt lifandi andlit og giæsilegan endi. Börain líktust hvert öðru svo mjög í rökkrinu, aö and- lit þess yngsta, hins fjögurra ára Tonchek, var ekki hægt að greina frá andliti þess eizta, hinnar tíu ára gömlu Loizka. Öll voru mögur og toginleit, með stór galopin spyrjandi augu. Þetta kvöld hafði eitthvað óþekkt frá óþekktum stað bor izt inn í hina himnesku b;rtu, þrengt sér inn í frídagana, sögurnar og ævintýrin og sleg- ið miskunnarlaust með harðri hendi. Pósturinn hafði flutt þau tíðindi, að faðir þeirra ,,hefði fallið“ á ítalskri grund. Eitthvað óþekkt, nýtt, undar- legt, algjörlega óskiljanlegt reis upp fyrir frama.n þau. Það stóð þarna hátt og digurt, hafði hvorki andlit, augu né munn. Það átti hvergi heima, ekki innan um ysinn og þys- inn fyrir framan kirkjuna og á götunni, ekki í notalegu rökkrinu í kringum ofnimn né í sögunum. Það var ekki gleðilegt, en þáð var ekki heldur sérstak- > lega sorglegt, því dð það var dautt. og einnig vegna þess að það hafði engin augu. sem | gætu með svip sínum opinber- að hversvegna og hvaðan, o.g engan munn, sem gæti útskýrt með oröum. Hugsun barnanna stóð auðmjúk og feimin frammi fvrir þessum risa- vaxna fyrirburðd, eins og frammi fyrir háum svörtum vegg, hreyfingarlaus. Hugsun þeirra nálgaðist vegginn og sta.rði á hann orðlaus og undr- andi. ,,En hvenær kemur hann aftur?“ spurði Tonchek, hugsi. Lo:zka gaut til hans aug- unum gremjulega: „Hvernig getur hann komið aftur, ef hánn er fallinn?“ Síðan varð þögn. Þau stóðu fyrir framan stóra svarta vegginn, og handan við hann gátu þau ekkert séð. ,,Ég ætla líka í strið!“ til- kynnti Matiche öllum að ó- vörum, eins og honum hefði Sag a allt í einu dottið hið cna rétta í hug. Þetta var aug- sýnilega allt, sem nauðsynlegt var að segja. Hann var sjö ára. ,,Þú ert of lítill“, áminnti Ton- chek, sem var fjögra ára, djúpri röddu. Tonchek var ennþá í kjól. Milka, sem var grennst og veiklulegust af þeim öllum, vafin inn í stóra sjaíið henn- ar mömmu sinnar og líktist förumanns pinkli, spiu’ði mjúkri lágri röddu einlivers- staðar inna.11 úr skugganum: ..Hvernig er stríðið? Segðu okkur það, Matiche, segðu okkur þá sögu“. Matiche útskýrði: ,, Ja, stríðið er þnnnig. Menn stinga- hver annan méð hnífum, höggva hver annan niður með sverðum og skjóta hver ann- an með byssum. Þvi meir sém"maður stingur og hegg- ur, þvi betra. Enginn segir neitt við mann, því þannig1 á það að vera. Þetta er stríðið“. ,,En af liverju stinga þeir og höggva hver anna.n niður ?“ spurði Milka. ,,Fyrir keisarann!" sagði Matiche, og þögn sló á alla. I fjarska sáu þau augljóst fyrir sér eittlivað stórfeng- legt, einhvern frægðaríjóma. Þau sátu lireyf’ngarlaus og þorðu varla að draga and- ann, eins og í kirkju undir blessunaroi'ðunum. Þá tók Matiche allt í einu aftur á sig rögg, máski aðeins í þeim tilgangi að rjúfa þögn- ina, sem lá svo þungt á þeim: „Ég ætla líka í stríðiö, gegn óvininum". „Hvernig er óvinurinn ? Hefur hann horn?“ spurði Milka mjáróma. „Auðvitað er hann með« hom, hvernig gæti hann ann- ars verið óvinur?“ svaraði Tonchek alvarlega, næstum reiðilega og lagði áherzlu á orðm. Og jafnvel Matiche vissi nú ekki hið rétta svar. , Ég lield hann hafi — ekki horn“, sagði hann hægt og 'hikandi. „Hvemig getur hann haft horn? Hann er maður eins og við“, sagði Loizka, áður en hún V’ssi af. Svo tólc hún sig á og bætti við: „Hann hefur bara ekki ;sái“. Eftir langa þögn spurði Tonchek: „Hvernig fellur maður i stríði? Svona, aftur á bak?“ Hann geröi sig lík- legan til að detta aftur á bak. „Þeir drepa hann til da.uða!“ sagði Matiche, eins og ekkert hefði í skorizt. „Pabbi lofaði að koma aftur með byssu hatida mér“. „Hvernig getur hann komið • með bý^su handa þér, ef hann er fallinn?“ sagði Loizka gremjulega. „Og þsir drápu liann — til dauð«a?“ „Til dauða“. Bömin horfðu þegjandi inn í myrkrið með sorg í galopn- um augum. Þar var eitthvað, sem þau þckktu ekki, eitthvað sem hugur þeirra og hjartá fékk ekki skil:ð. Um sama leyti sátu afi og amma á bekk fyrir framan kofann. Síðustu geislar sígandi sólar glóðu í dökku laufinu í garðinum. Kvöldið var þög- ult að öðru leyti en því, að úr gripahúsinu barst niður- bældur, langdreginn ekki, sem var orðin.n hás. Að öllum lík- indum var það liarmur ungu konunnar, sem hafði farið þangað til að gegna skepn- unum. Gömlu hjónin sátu mjög á- lút, mjög nálægt hvort öðm og héldust í hendur, eins og þau höfðu ekki gert í langan tíma. Þau þrástörðu í aftan- bjarma himinsins tárlausum augum — og sögðu ekki orð. Ivan Gankar, slóvenskur rit- höfundur, dáinn 1919. Sagan birtist fyrst 1917. Helgi J. Halldórsson þýddi. Mossadegh hátað Framh. af 5. síðu að Mossadegh hefur fengið yfir- höndina á þingi getur hann snú- ið sér að þvi að fá samþykkt frumvarp sitt um að taka yfir- stjórn hersins úr höndum kei§- arans. Pöntunarverðið er lágt Eftirfarandi listi sýnir pöntunarverö nokkurra vörutegunda þ. 1. júlí sl. Til samanburðar er sett meðalverð sömu vara í verzlunum í Reykjavík sam- kvæmt skýrslu verðgæzlustjóra: Meðalverð Pöntunarverð verðgæzlustj. Sófasett og einstakir stólar, margar gerðir. Húsgagnabólstrnn Erlings Jónssonar Sölubúð Baldursg. 30, opin kl. 2—6. Vinnustofa Hofteig 30, sími 4166. I f jarveru okkar næstu vikur gegnir Gísli Ól- afsson, læknir, sjúkrasam- lagsstörfum okkar. Viðtals- tími hans er kl. 3-4 í Austur- stræti 3. Sími 3113. Störf okkar á sjúkrahúsi Hvítabandsins annast próf. Guðmundur Thoroddsen. Kristinn Björnsson Gunnar J. Cortes 1 Rúgmjöl 1 kg 2,60 2,98 Hveiti 1 kg 2,75 3,14 Haframjöl 1 kg 2,90 V ví 3,29 Hrísgrjón 1 kg . 5,45 - - 6,25 6,33 Hrísmjöl 1 kg 5,85 6,14 Kartöflumjöl 1 kg 4,15 4,89 Kaffi óbr. 1 kg. V. 24,90 26,99 Kaffi br. og m. 1 pk 9,90 10,15 Kaffibætir 1 pk 2,70 2,95 Kakoó Vá lbs. ds 7,55 8,51 Molasykur 1 kg 3,95 4,53 Strásykur 1 kg 2,90 — 3,10 3,36 Púðursykur 1 kg 3,00 4,52 Rúsínur 1 kg 9,80 11,44 Sveskjur 1 kg 15,45 17,39 Suðusúkkulaði 14 kg. pk. . . 11,20 13,25 Þvottaefni útl. 1 pk 3,80 — 4,15 4,86 Þvottaefni innl. 1 pk. .' 2,50 — 2,80 3,10 Samtals 121,35 (123,00) 137,82 Verðmunur 12 til 13,6% Pöntunardeild Hverfisgötu 52 — sími 1727 iídO Auglýsið í Þjóðviljanum -"---"-----“-----“-"-----------"---------------------------------------“-----------•■-"----------C i>- Þjóðviljinn er eina -dagbl&ð bæjarins, sem .: birtir daglega sérstakan þátt sem helgaður er konunni og hennar störfum. hefur þegar unnið sér miklar vinsæidir meðal kvenna (og karla?). Ef þér eruð ekki fastur kaupandi blaðsins, þá ætt- uð þér að hringja strax í dag til aí- greiðslu þess og tilkynna áskriít yðar. «■} ■t sími 7500 1 H

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.