Þjóðviljinn - 12.07.1953, Page 6

Þjóðviljinn - 12.07.1953, Page 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Surmudagur 12. júlí 1953 JilÓÐVIUINN Ötgafandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.). Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jön Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 1T annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakió. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. Blessuu vesirænnar samvinnu Blaðalesendur munu hafa veitt því eftirtekt, að nú koma sjaldnar og sjaldnar greinar í blöðum hernámsflokkanna um folessun þeirrar „efnahagslegu samvinnu", sem svo mikið hefur verið rætt um og ritað. á undanförnum árum. Það var ekki ein- ungis að fjárhagsráð, sú óþokkasæla stofnun, væri hálffalin fyrir kosningar. f ræðum forystumanna hernámsflokkanna fór undar- lega lítið fyrir lofsöng um marsjallstefmuna í íslenzku atvinnu- lífi, það var áberandi sjaldan gumað af afrekum Sjálfstæðisflokks ins og Framsóknar á vegum hinnar margrómuðu „efnahagssam- vinnu vestrænna, frjálsra þjóða“. Það felst ekki svo lítil viðurkenning í þessu „yfirlætisleysi" Eina von hernámsflokkanna er sú, að fólkið I landinu sjái ekki samhengið milli hinnar bandarísku betlistefnu Sjálfstæðisflokks- ins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins og þeirra mein- semda sem allir sjá. Þó fer mörgum svo nú. er þeir sjá árangurinn af hinni banda- rísku stefnu hernámsflokkanna í atvinnulífi íslendinga, að þeir minnast aðvarana Sósíalistaflokksins, þegar lagt var inn á þessa hraut. Það er hægt að birta ótal tilvitnanir í ræður og greinar ieiðtoga Sósíalistaflokksins, þar sem sagt er fyrir hverjar af- ieiðingar hljóti að verða af undirlægjuhætti Bjarna, Eysteins & Co. við hina bandarísku stefnu, — og sýna, að einmitt sú hefur orðið raunin á. Qg jafnframt er hægt að birta ummæli bandarísku leppanna, þar sem lofsungin er „göfugmennska" Bandaríkjastjórnar og „efnahagssamvinna frjálsra ríkja“, er öllu eigi að bjarga i atvinnulífi íslands og tryggja farsæla þróun at- vinnulífs og efnahags. Árangurina blasir nú við. „Efnahagshjálpin“ átti að sætta Is- lendinga við afhendingu landsins á vald erlends hers. Bandaríkja- menn hafa nú komið því fram að fá Island lagt undir hernaðar- vél sína. Og ekki nægir að „hjálpina“ taki þeir margfalt aftur á nokkrum árum, heldur hefur hin bandaríska stefna Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar komið öllu atvinnulifi landsins í öng- þveiti, skapað ástand þar sem raunverulegt atvinnuleysf þúsunda verkfærra íslendinga er falið með hinni ömurlegu hernaðarvinnu ' Eitt aðalatriði hinnar bandarísku stefnu var það, að slíta þau mikilvægu viðskiptatengsl, sem náðust við Sovétríkin í tíð ný- sköpunarstjórnarinnar. Bjarmi Benediktsson vann trúlega eftir þeim fyrirmælum, þrátt fyrir marggefnar aðvaranir Sósíalista- flokksins. Bjarni ætlaði svo sem ekki að vera í vandræðum með markaði fyrir íslenzkar útflutningsvörur, mitt í efnahagssam- vinnu hinna vestrajíiu frjálsu þjóða! Sú stefna hefur nú beðið iþað herfilega skipbrot, sem sósíalistar sáu og sögðu fyrir, enda alger fásinna að halda að hægt væri að leysa markaðsmál ís- lenzkra sjávarafurða með vinsamlegri hjálp harðvítugustu keppi- nauta Islendinga á sviði fiskframleiðslunnar. íslendingar hafa fengið mjög áþreifanlega að finna hvemig t.d. Englendingar „frjáls, vestræn lýðræðisþjóð“ hugsar sér „vestræna efnahags- eamvinnu" við íslendinga. Hjálpina frá því „vinaríki" Bjarna Benediktssonar, Eysteins og Alþýðuflokksforkólfanna er auð- velt að rifja upp með tveim orðum: Landhelgismál — löndunar- bann. Og þá gumið með markaðina í Batidaríkjunum, óþrot- lega, hagstæða markaði fyrir íslenzkar afuröir, bæði landafurðir og sjávarafurðir! Hvað stendur eftir af því þrugli, sem forvíg- ísmenn hemámsflokkanna hafa um þá markaði sagt? Eru ekki bændaforingjamir stoltir af glæsilegum mörkuðum fyrir úrvals- kjöt íslenzkt uimum þar vestra, meðan íslendingum er sagt að þeim só fullgott hvalkjöt og úrgangskjöt? Blasa ekki við cþrotlegir markaðir fyrir íslenzkar fiskafurðir í Bandaríkjunum? Ekki alveg. Bjarni Benediktsson hefur neyðst til að taka upp að nýju viðskipti við Sovétríkin vegna þess að hin bandaríska stefna hefur beðið algert skipbrot. Ríkisstjórn bandarísku leppanna, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknar ber á því fulla ábyrgð að togaraflota íslend- inga er nú lagt og hraðfrystihúsunum flestum lokað. Það er ekki nóg með að þessi stjórn hafi með hinni bandarísku stefnu sinni komið markaðsmálum landsins í öngþveiti, heldur hefur hún bannað ölliun öðrum en einokunarklíkum stjórnarflokkanna að selja íslenzkar sjávarafurðir erlendis. Kröfumar um afnám hafta- stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, sem Sósíalistaflokk- urinn hefur aldrei þreytzt á að flytja undanfarandi ár, eru að verða krafa þjóðarinnar allrar. En stjóm Bandaríkjaleppanna á íslandi er ekki. ein þeirra ríkisstjórna, sem gengur til móts við réttmætar kröfur fólksins. Þess vegna hlýtur krafa fólksins að vera: Burt með rikisstjórn einokunar, öngþveitis og hemáms! Stærsia menmngar- og er haldm hefur venð í h I næstu viku ieggur af stað tii Búkarest f jölmennasti ferða- mannediópur er nokkru sinni hefur farið af fslandi. Sú var tíðin ,að allar leiðir lágu til Rómar. Þá var Rúm- enía .aðeins óþekkt skattland borgar þessarar, svo vanmegn- ugt að það glataði fyrra nafni sínu og hlaut nýtt er enn í dag aninnir á þessi vfirráð. Að öðru leyti er sköpum skipt. Róma- borg er hljóðlátur staður í ör- lögum heimsins í ár. í staðinn bggja allar leiðir til Búkarest. Þau eru lögð af stað fyrir noklíru frá Nýjasjálandi, Ástra- líu og Viet Mín, Þau eru um það bil >að leggja upp frá Ekva- dor, Perú, Madagaskar. Kína. Við erum að hamast í undir- búningnum á íslandi, og förum í næstu viku. Og sem sagt: all- ,ar leiðir liggja til Búkarest. Því heimsmót æskunnar stendur þar fyrir dyrum. Mótið er haldið á vegum Al- þjóðasamb. lýðræðissinnaðrar aesku og Alþjóðasamb. stúdenta. Bæði þessi sambönd voru stofn- uð skömmu eftir lok síðara heimsstríðsins, vaxin af hinúm alþjóðlega samhug er ríkti í heiminum stutta stund eftir styrjöldina, sprottin af nauðsyn þess að standa vökuian vörð um friðinn svo hann glataðist ekki. Árið 1947 efndu þessi samtök til fyrsta alþjóðamóts síns, í Prag, í vitund þess að kynni þjóðanna væri ein örugg- ust vörn friðar í heimi. Síðan hafa tvö mót verið haldin, í Búdapest 1949 og í Berlín 1951; hvort öðru glæsilegra og fjöl- mennara. Heimsmót æskunnar i Búkarest 2.—16. ágúst næst- komandi er þannig hið fjórða í röðinni, og verður að minnsta kosti eitt sagt um það fyrir- fram með nokkurri vissu: Það mun taka öllum hinum fram um fjölmenni og glæsibrag. Það mun verða stærsta menningar- og friðarmót er nokkru sinni hefur verið haldið í heiminum. Sumir halda að þessi heims- mót æskunnar séu pólitískir áróðursfundir. Það er misskiln- ingur. Einkunnarorð Búkarest- mótsins eru FRIÐUR OG VIN- ÁTTA. Að vísu verður sam- vfzka hvers og eins að segja til um það hvort honum finnist slíku kjörorði endilega beint gegn sér, en hitt er víst að þessi orð eru ekki fyrirsláttur annarlegra markmiða. í þeim felst engin undirmerking, þar er enginn bakþanki. Þau lýsa aðeins ósk æskunnar um frið, nauðsyn þjóðanna fy.rir vin- áttu. Hvað verður gert á Búkarest- mótinu? Það verða settar upp sýningar í skálum. Það verða sungnir söngvar. Það verða sýndir dansar. Þar verða kvik- myndir. Þar verða íþróttamót. Þar fara þjóðir í heimsókn hver til annarr.a. Þar verður sagt frá lífi. Þar verður unað hálfan mánuð' í fjölmenni og sólskini og vináttu og friði. Samtals munu um þrjátíu þúsundir æskufólks af hundrað þjóðum isækja þetta mót. Að því er sérstaklega stefnt að þar verði borið til torgs .allt það sem einkennir hverja þessa þjóð um 'sig frá öllum öðrum þjóðum heimsins. Kínverjar koma með postulínið sitt. Níg- eríumenn syngja hina harm- fullu þjóðsöngva sína. Hallfreð- ur kveður rímur. Vináttuna og bróðurþelið munu allir flytja með sér, en þar fyrir utan er allt það gott er einkennir og sérkennir hvert land og hverja þjóð. Við komum saman til að Búkaresiþæítir sýna hvað við eigum og sjá hvað við erum. Ég sagði að það mundu um þrjátíu þúsund gestir sækja þetta mot, auk þeirra tug- þúsunda Rúmena er með okkur verða. Af þessum hópi verða um tvö hundruð ís'.endingar, og mun það stærsti ferðamanna hópur er af íslandi hefur farið til sameiginlegs ákvörðunar- staðar. Það verður einnig hlut- fallslega fjölmennasti hópurinn frá einni þjóð. Er auðvelt að reikna út að til samanburðar þyrftu Kínverjar að senda um sex hundruð þúsund manna lið til að ná sama .h’utfalli af þjóðai'tölunni; yrði þá fljótt heldiir lítið úr þriátíu þús- undunum. Sennilegt er að fyrir þetta munum við geta okkur mesta frægð á mótinu. Þó ætlum við ekk; að vera ein- göngu áhorfendur og áheyrend- ur. Eg minntist á rímnakveð- skap, en annars verður það höfuðatriðið hjá okkur að sýna nokkra þióödansa og syngja fáein þjóðlög. Eru æfingar hafnar fyrir alllöngu og komn- a.r vel á veg. Hafa nokkrir ein- staklingar lagt á sig mikla vinnu í sambandi við æfingarn- ar, og eru allar horfur á að vel muni takast. En það verður hörð samkeppni, því hér mun æskufólk hundrað þjóða sýna sitt bezta; og eins og við vitum eru margar þjóðir auðugri að ýmiskonar erfðum en við. Bók- menntimar. eru okkar sterka hlið. Þær verða hvorki sungnar né dansaðar, en hinsvegar mun- um við taka með okkur Heims- kringlu, Njálu og íslandsklukku og reyna að segja eitthvað af þeim. Það ætti líka áð geta orðið mikið gaman. Þá fáum við einnig góðan sýningai'vegg, og er nú unnið að því að setja saman þá sýningu. Veigamikill þát'tur í Búkarest mótinu verða kyningarsam- komur æskufólks af ýmsum þjóðernum. íslenzka undirbún- ingsnefndin hefur skrifað for- stöðunefndinni í Búkarest og farið þess á, leit að standa fyrir tveimur slíkum samkomum. Ætlum við .annarsvegar að bjóða til okkar eitt kvöld öll- um fulllrúum Nígeríumanna og stofna til sérstaks vináttusam- bands við æsku þess lands. Verða bar ekkj aðrir viðstaddir en heimbjóðendur og gestir. Hinsvegar höfum við hugsað okkur að bjóða til okkar ein- hvern annan dag nokkrum full- trúum frá eftirtöldum löndum: Venesúela, Sjíle, Madagaskar, Kenía, Filippseyjum, Víet Min, Ástralíu, Nýjasjálandi, Dan- mörku, Þýzkalandi, Póllandi, Rússlandi og Rúmeníu. Miklum hluta mótsins mun einmitt verða varið til slíkra heimboða, og vitum við ekkj enn hverjir kunna að hafa áhuga á kynnum við okkur landana. En sannið til: þeir verða nógu margir. Mogginn er nú byrjaður að ala áhyggjur um líf og heil- brigðj rúmensku þjóðarinnar út af 'þessu móti. Svo er mál með vexti að þjóð þessi situr nú í svelti vegna þess að mat- urinn er allur ætlaður gestum mótsins. Og eru makalausar allar þær hungursneyðir sem Mogginn hefur þolað í austur- vegi um þrjátíu ára skeið. En við sem erum að fara til Búka- rest fyllumst því meiri eftir- væntingu sem nær dregur há- tíðinni. Hún mun verða okkur mikið ævintýri í fögnuði og vináttu. En hún mun einnig örva okkur til meira starfs en okkur væri ella fyrirhugað — baráttu fyrir friði á jörð og vináttu rriilli þjóða. Allar leiðir lioSÍa til Búkax'est. Þar munu mikil örlög skipast. B.B. Nýja útileikhúsið í Grivita Rosie, en svo nefnist íbúðahvcrfi járnbrautarstarfsnianna í Búkarest. Hér munu þjóðir heims- ins sýna listir sinar í næsta mánuði.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.