Þjóðviljinn - 12.07.1953, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 12.07.1953, Qupperneq 8
;£) MÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. júlí 1953 Sænskir listamenn í Ráð- \ stj ómarríkj unum ii Nokkrum dögum eftir heim- komu Bernhards Sönnerstedts kom píanóleikarinn Greta Er- dkson og hljómsveitarstjórinn Sten Frykberg aftur heim úr íör sinni til Ráðstjórnarríkj- anna og voru engu síður hrif- in af ferðalaginu en Sönner- stedt hafði verið, en frá hon- um var sagt i gaer. Eftirfarandi samtal er tekið úr Svenska Dagbladet, en við- taiið átti sér stað þegar eftir heimkomu sænsku tónlistar- mannanna 2. dag júnímánaðar. — Furðulegt, . ótrúlegt... Píanóleikarinn Greta Erikson og hljómsveitarsfjórinn Sten Frykberg eru sannarlega óspör á stóry.rði þegar þau segja frá tför sinni til Ráðstjórnarríkj- lanna. í Leningrad, Moskva og Riga héldu þessir tveir Svíar hljómleika og alls staðar var iþeim tekið með einstökum á- huga og hlýju, að því þau sjáf telja. Förin var kórónuð með miklu gestaboði sem haldið var þeim til heiðurs í sænska sendiráð- ánu í Moskva mánudagskvöld, en á þriðjudag komu þau til Bromma, utan við sig, ekki sérstaklega eftir flugferðina heldur eftir allt sem þau höfðu lifað í fe.rðinni austur. Þau voru meðhöndluð eins og tfurstar, bjuggu á lúxushótelum og formaður rússneskra sin- íóníuhijómsveita var fylgdar- imaður þeirra á öllu ferðalag- inu. Þau fengu að skoða sig um í Kreml og sjá ýmislegt af því helzta sem var að sjá í Rússlandi. Hljómsveitirnar voru framúrskarandi, segir Sten Frykberg, sem (hélt fimm opinbera tónleika og einn í út- varp. Mjög auðvelt var að s‘arfa með hinum frábæru og vel aefðu hljómsveitarmönnum, og hljómleikasalirnLr voru all- ír fyrsta flokks. Midsommar- vaka eftir Alfén vakti alls staðar mikínn tfögnuð og fólk vildi heyra það aftur og í Moskva varð hljómsveitin einnig að endurtaka „Vallflick- ans dans“ eftir hann áður en áheyrendur vþru ánægðir. Hin- ír Svíarnir sem fram komu, Lars-Erik Larsson, Stenhamm- ar, Berwald og Dag Wirén, fengu einriig ágætar viðtökur hjá Rússunum, sem flestir fengu þarna fyrstu kynni sín af sænskri tónlist. Aheyrendur, já. Greta Erik- son er enn hálf „ringluð" eftir viðtökurnar sem hún og starfs- bróði.r hennar fengu. Þeir klöppuðu eins og þeir væru orðnir galnir svo að tón- leikamir stóðu miklu lengur en ætlazt var til. Og hr.ifningin var ósvikin og ósjálfráð, það leyndi sér ekki. Það var hróp- 'að og stappað fótum þangað til maður var alveg yfirkom- inn. í Leningrad stóð fjöldi fóiks og beið okkar fyrir utan hljómleikahúsið og fylgdist með okkur alla leið að hótel- inu, án þess þó að biðja um rithandarsýnishorn. Sú íþrótt blómstrar ekki í Ráðstjó.mar- TÍkjunum. Það sem við sáum var und- ursamlegt og það sem við sá- um ekki vitum við ekkert um, segir Sten Frykberg. En víst er það skaði að við Svíar skul- um vegna pólitískra hindrana fá svo lítið að vita um Rússa — og þeir um okkur. í listum getum víð margt gefið hvor öðrum. f viðtali við Expressen segir Greta Erikson: Ótrúlegt ævintýr. Hvílíkir hljómleikasalir, allir skinandi hvítir og gullnir. Fullskipað var á hverjum hljómleikum, og fólk stóð jafnvel í göngunum. Og Rússar létu sannarlega ekki ánægju sína í ljós með dauðu lófaklappi, heldur var eins og þakið œtlaði að rifna af. Sten Frykberg á ekki nógu sterk orð um samstarfsvilja og vinnugleði rússnesku tónlistar- mannanna. En tónlistarmaður- inn er ekki heldur á flæðiskeri staddur í Ráðstjórnarríkjunum, segir Greta Erikson. Ríkið læt- ur þeim í té hljóðheldar íbúðir, þar sem þeir geta unnið án þess að trufla nágrannana. Námsskuldir eru óþekkt hug- •tak. Ríkið tekur efnilega tón- iistarmenn undir verndarvæng sinn frá því þeir eru á barns- aldri. Einnig í viðtali við Ny Dag lætur Sten Frykberg í ljós á- nægju sína, segir að hljóm- sveitirnar séu á hæsta stigi og að þær viðtökur sem sænsku tónlistarmennirnir fengu í för sinni til Ráðstjómarríkjanna hefðu farið fram úr öllum von- um. Um ferðina til Riga segir Frykberg ennfremur að sænsku gestirnir hafi fengið tækifæri til að skoða sig rækilega um og aka í bíl fimm mílur út fyrir borgina. Riga er mjög falleg sem og umhverfí hennar, og þótti honum hún ákaflega viðkunnanleg. G.reta Erikson segir í viðtali við sama blað: Ég er sérstaklega ánægð, ekki aðeins með tónlistarlífið, held- ur allt sem við fengum að sjá. Við - komum í Vetrarhöll- ina í Leningrad, til Kreml í Moskva og auk þess vorum við viðstödd leik- og ballett- sýningar. Vonir mínar hafa ræzt og þetta hefur allt verið ógleymanlegt, hélt hún áfram, en hún heldur því einnig fram að sú mynd sem sænsku blöð- in dragg upp af Ráðstjórnar- ríkjunum sé ekk; í samræmi við raunveruleikann. Fólkið er indælt og vingjamlegt, engin mistök hafa orðið í skipulagn- ingunn; og það er ekkert sem ég gæti fundið að. f Moskva bjuggum við í nýtízkulegasta hóteli stórborgar.innar og voru þar öll hugsanleg þægindi. Um áframhaldandi menning- ai’samband veit Greta Erikson ekkert ákveðið, en hún lítur á það sem sjálfsagðan hlut að sænska heimsóknin sé einung- is upphafið á frekari og víð- tækari mennmgartengslum. Eins og þegar hefur verið tek- ið fram er menning á mjög háu stlgi í Ráðstjórnarríkjun- um og stafar það af því, segir <JáíiiIiigsir Olympíia- nefndar fslands Tveim fyrirspurnum mínum síðasta sumar, varðandi glímu- för á Olympíuleikina svaraði Olympíunefnd á þá leið að för- in væri sér óviðkomandi. Eftir að sannar fregnir bár- ust heim frá Olympíuleikunum, bæði fyrir tilverknað fréttarit- ara fjöllesinna blaða og með fjölda sjónarvotta, þá var mér sem alþjóð Ijóst, að svar 01- ympíunefndar átti litla stoð í heimi staðreyndanna. 1 grein í Iþróttablaðinu 9. ’sept. 1952 benti ég Olympíu- nefnd á að ef hún ekki sjálf skýrði frá gangi þessar mála undanbragðalaust, þá yrðu staðreyndirnar tíndar fram í dagsljósið afdráttarlaust og hún skyldi aldrei frið fá til þess að láta gleymskuna skýla gerðum sínum í þessu máli. í 21 tölublaði Iþróttablaðsins 1952 upplýsir Olympíunefnd méð hverjum hætti hún afgreið- ir málið. Þar segir: „Á nefndarfundi 2. ágúst 1951 er lagt fram bréf frá Gunnlaugi Breim v/ stjórnar Olympíusjóðs Glímufélagsins Ármanns, þar sem óskað er eftir að nefndin greiði fyrir því í Finnlandi að glímuflokk- ur frá Ármanni geti sýnt glímu í Helsinki meðan Olympíuleik- amir standa yfir“. Menn taki vel eftir að það er Olympíusjóð- ur Ármanns sem óskar áð fara för þessa og það er ekki venju- leg utanför sýningarflokks. Það er skýrt tekið fram að sýningarnar eiga að fara fram á sama stað og tima og Olymp- íuleikimir enda Olympíusjóður félagsins sem að föi'inni stend- ur. Þá er og upplýst í fyrr- nefndri grein „að á fundi nefnd- arinnar 19. marz 1952 er svo lagt fram bréf frá S. Juranto, þar sem hann m.a. segir að framkvæmdanefnd sumarleik- anna í Helsinki hafi ákveðið að sýndar verði ýinsar þjóð- legar íþróttir á meðan snmar- leikirnir standa yfir og á þeim grundvelli býst hann við að hægt verði að sýna glímuna tvisvar sinnum. Einnig gerir hann ráð fyrir að glímuflokk- um verði látin í té einhver fyr- irgreiðsla í Helsinki, en engu ákveðnu lofað. Nefndin sam- þykkti að senda Glímufélaginu Ármanni afrit af þessu bréfi og lauk þar með afskiptum hénnar af margnefndri glímu- för. Telur hún þau vera á þaiiu veg að svipaða fyrirgreiðslu og hún veitti nefndu félagi hefði hún verið fús að láta öðr- um íþróttafélögum í té ef þess hefði verið óskað. Olymp- íunefnd íslands." Þetta veit Ol- ympíunefndin þegar hún svarar fyrirspurnum mínum með því að förin sé sér óviðkomandi. Það er fulltrúi Olympíunefndar í Finnlandi sem undirbýr sýn- ingarnar þar í samráði við stjórn sumarleikana. Þefta starf hún, að yfirvöldin veita menn- ingarstörfum vernd og að- hlynningu. á að heita Olympíunefnd ís- lands óviðkomandi. Hversvegna lagði Olympíunefnd n ekki þess- ar upplýsingar fram eftir fyrri fyrirspum mína 9. júní s.l. ? Skyldi þessi Olympíunefnd ekki hafa vitað sem var að hún hafði brugðist skyldum sín- um sem hlutlaus nefnd og látið persónuleg sjónarmið og félags- lega togstreitu ráða óþœgilega miklu í gerðum símun. Eg er ekki skyldugur til að trúá því að Olympíunefnd Islands hafi * verið skipuð þvílíkum einfeldn- ingum að þeir hafi trúað því að þessa fyrirgreiðslu gætu þeir veitt hverju því félagi sem þess óskaði. Eins og þeir þó ætlast til eftir niðurlagi grein- ar sinnar. Kannski það gefi betri skýr- ingu á .vmnubrögðum nefndar- innar en þessi upþgerði frómi einfaldleiki sem hún vill bregða yfir verk sín að það er sami maðurinn sem er' valicin fulltrúi glímumála f:h. Iþróttasambands Islands í Olympíunefnd og er glímukennari Glímufélagsins Ár manns sem svo gerist fararstj. flokksins 'á Olympíuleikana og tók þátt í skrúðgöngu við opn- un þeirra, hr. Þorgils Guð- mundsson. Þá hef ég meðtekið bréf frá stjórn íþróttasambands Islands d. s. 17. desember s. 1. sem svar við bréflegum fyi’irspum- um mínum til I.S.Í. varðandi afskipti þess af Olympíuför Ármanns, þar segir m. a.: „Áform framkvæmdastjórnar Í.S.f. um áð vinna að því að lcoma íslenzku glímunni að sem sýningaríþrótt á Olympíuieikun- um í Helsinki fór útum þúfur, þegar framkvæmdastjóm XV. Olympíuleikanna hafnaði öllum tilmælum um það, með bréfi til Olympíunefndar Islands d s. 25. júní 1951, og fram- kvæmdastjórn Í.S.Í. var ekki kunnugt um að framkvæmda- stjórn Olympíuleikanna liafi breytt þe:rri ákvörðun sinni." Þetta ber stjórn l.S.f. fyrir mig án þéss að blikna. Að vísu hef ég reynt stjórn I.S.l. að lítilli háttvísi um velferðarmál glím- unnar. En að fullyrða að áform framkvæmdastjórnar Í.S.Í. hafi farið útum þúfur 25. júní 1951 með bréfi frá framkvæmdastj. XV. Olj'mpíuleikanna — það er of langt gengið, vitandi það að í bréfi frá E. Jur- antó sem lagt er fram á Oí- ympínnefndarfundi 19. marz 1952 segir: „að framkvæmda- nefnd sumarleikanna hafi ákveð ið áð sýndar verði ýmsar þjóð- legar íþróttir í Helsinki á með- an sumarleikirnir standa yf’i’ og á þeim grundvelli býst hann við að hægt verði að sýna glímu tvisvar sinnum, einnig gerir hann ráð fyrir að glímuflokkn- um verið látin í té einhver fyr- irgreiðsla í Helsinki en eigi á- kveðnu lofað“. Þetta er ekki hægt. Það er ekki hægt fvrir framkvæmdastjórn Í.S.Í. að láta eiiis og hún vissi ekki um þá von og vilyrði sem fólust í bréfi E. Jurantó sem lagt var fram 19. marz 1952. Forseti Í.S.Í. og formaður Olympiunefndar Islands er þó einn og sami maður hr. Bene- dikt G. Waage. Af þessu öllu er ljóst að strax í marz mán- uði 1952 bar Olympíunefnd a'ð kunngjöra þjóðinni hvemig mál in stóðu. Eggja glímumenn lög- eggjan að búa sig sem bezt undir úrtökumót, velja síðan menn til fararinnar, að undan- genginni drengilegri keppni, samæfa svo flokkinn og fága. Ekkert af þessu var gert. En allt liggur þetta nú Ijósara fyr- ir, en þegar Olympíunefnd var að básúna að glímuförin í sam- bandi við Olympíuleikana hafi veri'ð sér „óviðkomandi.“ Það er ’komið á daginn að boði þjóðar til þjóðar var stung ið að einu félagi á laim, þrætt fyrir mánuðum saman, en þó neyðst til að lokuin að játa. Grímur S. Norðdahl. „Heimsmet"- í hmdrun- arhkupi Nýtt heimsmet í 3.000 metra hindrunarhlaupi var nýlega s'ett í Helsingfors. Gerði það Olávi Rinteenpaa, sem hljóp vega- lengdina á 8:44,4. Metið er ó- staðfest, þar sem það var sett á æfinigu. Sænskur skriðsundsmaður, Per-Olaf östrand, tekur sprettinn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.