Þjóðviljinn - 22.07.1953, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.07.1953, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. júlí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Siglulförður iær xtýjcin svip Síid oy s ó i s h I n Það birti yfir öllu á Siglufirði þegar síldin kom. Og nú kom hún ílestum eða öllum að óvörum. Undanfarin sMarleysisár höfðu gert menn vantrúaða á að síldin kæmi affcur. Spádómur eða rann- sóknarniðurstöður hafrannsókn- . arskipanna voru heldur ekki á þann veg, að bjartsýni ykist né von vaknaði um mikla síld. Útgerðarmenn o.g síidarsaltend- ur hugsuðu ekki til hreyfings almennt. Aðeins fáeinir saltendur höfðu iráðið stúlkur og karlmenn á plön sín og þeir voru ekki margir útgerðarmennirnir, sem ákveðnir voru lí útgerð á síld- veiðar. 'En það var ekki lengi að lifna yfir eftir að fyrsta síldin veiddist og var söltuð. Eins og í gamla daga. Og svo 9. júlí kom síldin, eins 'og sagt er. Fréttir af miðunum voru góðar, allt var sett í gang í landí til að undirbúa móttöku hennar og svo fóru fyrstu skipin að koma. Sendlarnir þutu um bæinn, ibörðu á dyr og glu.gga og kölluðu hið langþráða: „Síld“! Og það varð ærinn pilsaþytur á götunum þegar hinar dugmiklu siglfirsku síldarstúlkur, ungar sem aldnar, skunduðu klæddar hinum igulu síldarpilsum sínum á leið til söltunarstöðvanna. Skipin komu og fóru, losuðu síldina í síldarkassana og lögðu . svo strax taf stað aftur til að sækj,a. meira. f landi varð strax skortur á vinnuafli. Ekkert aðkomufólk hafði nú leitað sér atvinnu á Siglufirði og 'fjöldi Siglfirðinga var við atvinnu suður í landi, einkum á Keflavíkurflugvelli. Því var svo að segja hver vinnu- fær hönd leidd ,að verki við verkun síldarinnar og unnið eins og þol hvers leyfði. „Þetta er eins og í gamla daga“, var viðkvæði hinna eldri, sem mundu tvennia tímana. Þannig liðu þrír—fjórir fyrstu sólarhringarnir eftir að síldin kom. Lítið var um hvíld, a. m. k. hjá karlmönnunum, sem áttu mikið verk eftir óunnið, þegar stúlkurnar höfðu lokið söltun hverju sinni. Og svo rak hvert ’skipið annað hjá mörgum salt- endum. En svo jafnaðist þetta. Bæði varð veiðin tregari og fólki fjölg- aði. Dreif það f'iótt iað frá nær- liggjandi stöðum og þegar ekki var saltað á öllum stöðvum, öimur hringferð rasonar gengur vel ÍPerðin hófst 15. júlí. Flogið v,ar íil Fagurhólsmýrar, isíðan ferðast á hestum um Oræfin m. a. komið í Bæjarstaðaskóg. Gengið var á Öræfajökul. Veður hefur verið mjög gott, og ferðin gengið að óskum. Páll var stadd- ur í Breiðdalsvík í gær og mun hafa haldið áfram ferðinni til Hallormsstaðar í gærkvöldi. Næsta ferð með Páli Arasyni er um Fjallabaksveg. Sjá an.n- ars ferð nr.'- ll í frétt frá Ferða- skrifstofunni á öðrum stað á síðunni. gengu stúlkurnar í millj og sölt- uðu þar sem þörf krafði. Nýjar söltunarstöðvar tóku til starfa, þ. e. a. s. nýi«r menn tóku að salta á þeim stöðvum, sem ekki hafði verið fyrirhugað að starfrækja. Hefur framtak þeirra bjargað miklum verðmætum, því að. vafi er á, ,að sú síld hefði farið ,annað en í bræðslu, en mikill verðmunur er á bræðslu- síld og söltunarsíld. Það mun ekki áætlað um of þótt sagt sé, að vinnulaun við söltun fyrstu þrjá — fjóra sól- arhringana hafi numið um millj. króna. Það kom líka í 1 jós næsta föstudag, þegar útborgað var. Langt er síðan jafn mikil ös hefur verið í verzlunum á Siglu- firði eins og var þann dag. Og sagt er, ,að peningastofnanirnar hafi ekki getað innleyst allar þær ávísanir, sem á þær voru gefnar. Peningar voru raunveru- lega ekki til þá stundina. Annar svipur. Það má með sanni segja, að annar svipur, bjartur og fagn- ■andi, hafi færst yfir Siglufjörð þessa daga. Síldarsöltun á flest- um stöðvum, fjörðurinn spegil- sléttur, aðeins gáraður af umferð skipanna, sól á heiðskírum himni baðaði fjörðinn geislum sínum. Og á landlitum fólksins, sem vinnur af kappj nótt og dag með litlum hvíldum, er svipur vonar- innar um að síldin baldi áfram að koma, iað vinnan verði varan- leg, að betri og bjartari tímar fari í hönd. E. Fer«laskrlfst©faii efiiir til íélf ferða á iiæsÉiiiisti Páls Ar, Ferðaskrifstofan efnir til eftir' talinna ferða á næstunni: Næstkomandi laugardag: 1) Þórsmörk (2ja daga ferð). Lagt -af stað kl. 13:30. Komið aftur á sunnudagskvöld. Þátt- takendur bafi með sér nesti og viðleguútbúnað. 2) Kirkjufoæjarklaustur (3ja daga ferð). Lagt -af stað kl. 14:00. Komið aftur á mánudagskvöid. 3) Landmannalaugar (3ja daga ferð). Lagt af stað kl. 14:00. 'Gengið á Brennisteinsöldu og í Jökulgil. Á mánudag gengið á Loðmund og komið heim um kvöldið. Gist vérður í tjöldum, og þurfa þátttakendur að hafa með sér nesti og viðleguútbúnað. Næstkomandi sunnudag: 4) Geysir - Gullfoss - Brúar- hlöð - Hreppar - Selfoss - Hellis- heiði - Reykjavík. Lagt af stað kl. 9:00. Sápa verður sett í Geysi um kl. 13:00. 5) Hringferð: Krísuvík Strandarkirkja Sogsfossar - Þingvellir. Lagt af stað kl. 13:30. 6) Þjórsárdalur. Farið inn að Stön.g. Gjáin, Hjálparfoss og aðrii' merkir staðir skoðaðir. Lagt af stað kl. 9:00. 7) Hringferð: Þingvellir Uxahryggir - Reykholt - Hreða- vatn - Hvanneyri. Lagt af stað kl. 9:00 á sunnudag. Komið .aft- ur um kvöldið. Ef veður leyfir verðnr auk þessa efnt tv: 8) Handfæraveiða með m/b Geysi. Skipstjóri er Bjarni Andrésson. 9) Miðnætursólarflugs. Flogið verður norður yfir heimskauts- baug. Lengri ferðir: 10) 10 daga hringferð. Lagt af stað 28. júlí með m/s Esju til Reyðarfjarðar. Síðan ekið í bif- reiðum um Austur- og Norður- land til Reykjavíkur. 11) Ferð frá Páli Arasyni um Fjallabaksveg hefst 8. ágúst. Við- komustaðir: Landmannalaugar Jökuldalir - Eldgjá og Kirkju- bæjarklaustur. Skotlandsferð. Næsta orlofsferð til útlanda hefst '1. ágúst og tekur 13 daga. Siglt með m/s Gullfossi til Leith Dvalið í Edinborg og ferðast um fegurstu héruð Skotlands, vatna- héruðin og hálendið. Komið aftur með m/s Gullfossi 8. ágúst. Framh. af 12. síðu. völdum bandaríska hersins og hafi þeir búið við „ótrygga símaþjónustu“ um langt skeið. Þykir Suðurnesjamönnum þetta benda til að snepill þessi þykist hafa eitthvað halloka farið í samkeppninni við Moggaun og Alþýðublaðið um að vera mesta uppáhaldsblað bandarísku her- stjórnarinnar. „Allar þessar málaleitanir hafa l>ó engan árangur borið“. Tíminn lýsir samstarfsflokk- um sínum þannig: „Hafnabúar hafa líka oftar en einu sinni snúið sér til varnarmálanefndar, sýslu- mannsins og alþinglsmanns- ins til að biðja þessa aðila að sjá svo um, að síminn sé ekki slitimi. Allar þess- ar málaleitanlr hafa þó eng- an árangur borið íil þessa. Telja þeir að varnarmála- nefnd geti hlutazt til að um úrbætur í þessu máii,. en eru orðnir langþreyttir eftir á- rangri“. Allir vita að þó Tíminn laumist þannig til að bíta í hæl inn á samstarfsflokkum sínum, ber ekki að taka þessi orð Tím ans alvarlegar ea skammir hans um Bjarna Ben. — á sama tíma og Framsókn geng- ur eftir honum að gerast for- sætisráðherra!!! Hversvegna þegir Tíminn um það ? Það er almennt spurt um það, fyrst Tíminn mannaði sig uppí að tala um slitoa síma- þræði í Höfnum; hversvegna hann þagði um nýju „liættu“- merkin hjá Höfnunum. Og jafnframt er spurt um annað, og það af enn meiri alvöru- þunga: Hversvegna þegir Tíminn nm þá kröfu bandarísku herstjórn- arinnar að leggja byggðina í Höfnum algerlega niður og flytja bændurna brott? Sú krafa var ein hin fyrsta landakrafa sem bandarískir gerðu, og strandaði einungis á andstöðu Hafnabúa sjálfra. I sínum eigin herbúðum fara landsölufiokkarnir ekki dult með það, að þessi krafa Bandaríkjamanna sé ó- breytt. Þeir krefjast enu að Hafnamenn víki, Hafnaveg- inum verði iokað fyrir ís- lendingum og allt svæðið lagt undir yfirráð banda- ríska hersins. Hversvegna Jægir Tíminn um þetta?, fyrst hanu hnnzkast tjl að nefna banda- rískan yfirgang í Höfnum? Ford viimisr 9,®psariieytiiis ** 6f 5 an, n* dDi «a es /II ]| Frá umboðsmanni Fordbílanna hér á landi liefur Þjóðviljinn fengið eftirfarandi upplýsingar. Hin heimsfræga „sparneytis-keppni“ — Mobilgas Economy Kun — vannst að þessu sinni af Ford Mainline með 6 sylindra Þetta er fjórða árið í röð, sem [bílsins og hinn keyrða kílómetra- fjölda og deila síðan d þá tölu Ford Motor Company vinnur fyrstu verðlaun í keppni þessari, þar sem allar stærstu bílaverk- smiðjur Bandaríkjanna keppa um titilinn: „Sparneytnasti bíll Ameríku". Keppnin fer fram frá Los Angeles í Kalifomíu og endar í Sun Valley í Idaho, og er vega- lengdin 130 km, sem keyra verð- ur á skemmri. fíma en þrem sólarhringum. Þeir bílar, sem þátt taka í keppni þessari, verða að vera út- búnir „standard", þ. e. a. s- án nokkurs þess taukaútbúnaðar, sem áhrif gætu haft á benzín- og olíueyðslu bílanna. Auk hinna tveggia bílstjóra, sem keyra hvern bíl, eru með í förinni tveir eftirlitsmenn frá American Automobil Association. Bílum þeim, sem þátt taka í keppni þessari, er skipt niður í flokk eftir Þyngd og öðru slíku og jiafnframt því að Ford vann í A-flokki (léttir bílar). þá vann Lincoln Capri í þungavikt, eða C-flokki. Þetta er í fyrsta skipti í sögu keppni þessarar, sem bíll úr lægsta verðflokki vinnur fyrstu verðlaun. Hinn 6 cylindra Ford, sem sigraði, fór með sinn lítra af benzíni á hverja 11,4 km eða eins og okkar er veniia að reikna eyðslu bíla 8.772 lítra á 100 km. Þessi eyðsla, samsvarar 23,97 tonn-km, en við þá eyðslu mið- ast keppnin, en sú tala fæst með því að margfalda saman þunga benzínlítrafjöldanum, sem brennt var í leiðinni. Með þessum sigri hafa Ford- verksmiðjurnar viðhaldið venju undanfarandi ára, þar sem árin 1950 og 1952 var það Mercury- bíllinn, sem vann keppnina, en árið 1951 var Það Lincoln. Þarf að ráða opiii- r 1 störf sjómanna? Þegar einn af Fossum Eim- skipafélagsins fór héðan nýlega var einn af lögregluþjcnum bæjarins ráðinn þar um borð sem sjómaður. Mig langar tit þess að stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur bregði nú fljótt við og upplýsi okkur hvort raunverulega er orðið svo lítiðl til af sjómönnum að rláða þurfi’ opinbera starfsmenn til sjó. mennsku, eða hvort það er eitt hvað annað (og þá hvað) sem veldur. Sjómaður. Orðsending til Varnaratálanelndar Verndið nss isgrir rykínu Sólríkir dagar vekja fögnuð i brjóstum flestra manna. En fljót- lega breytist sá fögnuður í ó- fögnuð þegar ekki sér til sólar í heiðskíru veðri fyrir ryk- mekki, sem mörg hundruð bílar framleiða á þjóðbrautum Suð- urnesja. Þegar „vamar“framkvæmdiir hófust á Keflavíkurflugvelli jókst bílaumferðin gífurlega og á þurrviðrisdögum stendur ryk- framleiðslan í réttu hlutfalli við bílakostinn. Þar sem þjóðvegir liggja fjarri mannabyggðum veldur vegarykið tiltölulega litl- um skaða. En þar sem eins hag- ar fil og í Njarðvík og Keflávík, að iþjóðvegurinn liggur meðfram og í gegnum þéttbýli, er það al- veg óþolandi. •Síðastliðinn sunnudag dró ský frá sólu seinni hluta dagsins. Sólskinið flóði yfir og veður var bið fegursta, en skömmu síðar gaus upp slíkur veggur af ryki, að fljótlega dró fyrir sólu af þess völdum. Á mánudiag hófst uppskipun á sementi til „varnar- liðsins". Nær óslitin röð af bíl- um fór um veginn, enda stóð rykveggurinn marga metra í loff upp og sveif eins og' þoka yfir byggðina. Nýmáluð hús urðu eins og rykfallnar fornleifar. Flesta daga vikunnar hljómar í eyrum íbúanna ómur hinnia bandarísku „verndara", þegar þrýstiloftsvélarnar kljúfa loftið með skerandj útburðarvæli sinu og e.r Þá flest sem minnir á vor og sumar með annarlegum svip. Þegar það einnig helzt í hendur að íbúarnir eru orðniir vissarr um sitt daglega ryk en sitt dag- lega brauð, fækkar þeim sól- skinsblettum sem veita unað í daglegu lífi. Það eru tilmæli mín til varn- armálanefndar, og stjómar heil- brigðismála í Gullbringusýslu, að íbúarnir verði tafarlaust verndaðir fyrir þessum ófögnuði, með því að rykbindandi efni verði borið í iþjóðveginn. B.E.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.