Þjóðviljinn - 22.07.1953, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 22. júlí 1953
Ýmislegt.
Eitt ið fyrsta afreksverk mitt
í Bárðardal var iað viðbeins-
brjóta pilt á ííku reki og ég
var. Sá drengur var hann samt
að afsaka miig um slysið, en
segja sem var, að sér væri um
að kenna. Hann vildi g'.íma við
mig; ég fann, að ég gat auð-
veldlega lagt hann, var þá van-
ari við tusk, stakk höndunum í
vasana, hann sótti ákaft og datt
á sínu bragði og meiddi sig.
Svo illa féll mér þetta, að ég
■man Það enn, þó ekki hefði ég
orð á því þá. f Mjóadal kvað
ég mestar vitleysur. Hafði samt
reynt það löngu áður. Ef til vill
var það vegna þess, að þá las
ég minna, færri bækur að fá
og margt lesið áður, en klúðra
mátti saman hendingum, hvar
sem stóð. Eitt hefi ég rekið mig
nokkrum sinnum á, sem ég get
hvergi heimfært. í>að hefir vilj-
að til, að upp úr mér hefir dott-
ið eitthvað, sem ég aðeiins sagði
sem alvörulausa öfga, til að of-
bjóða öðrum og hafa Þá af mér.
Síðar hefir þetta orðið sannfær-
ing mín að mér óafvitandi, og
án þess ég hafi verið að reyna
,að réttlæta tilsvar mitt. Vinnu-
kona var mér samtíða í Mjóa-
dal, kappdeilin mjög, réðst oft
að mér, án þess þó að vera illa
til mín. Stundum vildi ég
sneiða hjá þvi. Eitt sinn riðum
við til kirkju nokkur saman.
Ég þagði, sokkinn ofan í á-
nægjuna, dalurinn var svo
sumarfagur, veðrið svo blítt.
Hún tekur þá til að lofa og veg-
sama biblíuna og sneri sér að
mér. Ég nærri reiddist, að hún
raskaði unun minni, og um
biblíuna var ég ekkert að
hugsa. Hún þrámælgdi svo ég
varð að svara einhverju, og Það
var: O jæja, viðlíka og aðrar
.,biblíur“, t. d. Edda. Sjálfur
hafði ég þá ekkert slíkt álit, og
hafði ekkert heyrt né lesið í þá
átt. Þetta var mitt græsku-
glens. En þá tók hún fyrst til
fyrir alvöru svo ég varð að
verja mína öfga. Ég var þá vel
kunnugur báðum bókunum.
Móti hverju hennar sönnunar-
igildí úr biblíunni faerði ég líkt
til úr Eddu einhvers staðar, svo
henni varð örðug eftirreiðin á
/biblíunni, og varði þó deilan
langa kirkjuleið. Nú hefi ég þá
trú, að í aðalstefnunni hafi ég
í rælni byggt betur þá en ég
hafði sjálfur ávænu af. Þann-
ig hefur mér oftar farið.
f Viðimýrarseli langaði mig
mjög að ganga á skóla. T. d.
eitt haust var ég úti staddur
í rosaveðri. Sá 3 menn ríða upp
\-7 atnsskarð f rá Arnarstapa.
Vissi, að vöru skólapiltar á
suðurleið, þar á meðal Indriði
Einarsson, kunningi minn og
sveitungi, sitt fyrsta ár til
skóla. Mig greip raun, ekki öf-
und. Fór að kjökra. Þaut út
í þúfur, lagðist niður í laut.
Mamma hafði saknað mín. Kom
úf og kallaði, ég svaraði ekki.
Vildi ekki láta hana sjá mig
svo á mig kominn, en hún gekk
fram á mig. Spurði mig, hvað
að gengi, ég vildi verjast frétta,
en varð um síðir iað segja sem
var. Eftir þessu sá ég seinna.
Mörgum árum á eftir heyrði ég
mömmu segja frá þessu, en ég
hélt hún hefði löngu gleymt því.
Hún bætti því við, að' í það
sinn hefði sér fallið þyngst fá-
tæktin. Tvisvar síðar, einu sinni
heima, öðru sinni hér, hefir
mér fooðizt ávæningur þess, sem
gat verið byrjun til skólagöngu,
en ég hefi hafnað. í öðru sinni
vorum við öll ráðin til vestur-
farar, svo ekki varð við snúið. í
hitt skiptið, hér, hefði ég orðið
að láta foreldra mína, aldur-
hnigna og útslitna, sjá fyrir sér
sjálf, hefði ég reynt að reyna
á. Nú veit ég ekki, nema lær-
dómsleysið með öllum sínum
igöllum hafi verið lán mitt, svo
ég uni vel því, sem varð.
Á Akureyri biðum við vestur-
farar 1873 hrossaflutningsskips-
ferðar til Skotlands, með gömlu
„Queen“, mesta sædreili, sem
sökk við strendur Skotlands ár;
síðar eð.a svo, eins og sagt hef-
ir verið um „Camoens‘“ sem
síðar flutti íslendinga. Meðan
við dvöldum á „Eyrinni", tók-
um við nokkrir Bárðdælir það
upp að leigja okkur róðrarbát
til fiskifangs og skemtunar. Eitt
sinn, snemma á „vertíð“ þeirri,
mætti okkur maður, aldraður
og höfðinglegur, við bryggju-
sporðinn, þar sem við lentum.
Það var Pétur Havsteen amt-
maður. Hann tók okkur tali,
sagði hver hann var, byggi í-
nágrenni við bæinn, en riði til
Akureyrar flesta daga sér til
hressingar. Hafði þá látið af
embætti. Þessum sið hélt hann,
meðan við rerum, mætti okkur
á bryggjunni og ræddum margt,
mest um Ameríku, og var
hlynntur veslurferðum. Eitt
sinn sáum við, langt frammi, að
karl stóð og beið okkar lengi á
bryggjunni, svo okkur furðaði.
Þegar við náðum upp, heilsaði
hann okkur glaðlega að venju.
Sagðist nú hafa komið með
fyrra móti, til iað verða fyrstur
til að segja okkur fréttir, sem
myndu gleðja okkur: Sézt hefði
í „kíki“ til „Queen“ úti á firði,
og myndi vera vís til hafnar
fyrir kvöldið. Rétti okkur svo
„mark“ (16 skildinga), bað okk-
ur að ganga- upp á „Bauk“
(gistihús Jensens) og drekka
minni sitt, þvi nú myndum við
aldre; oftar sjást. Þakkaði okk-
ur kynnin og foað, að okkur
farnaðist æ sem bezt. Einn dag
gekk ég út á Oddeyri og við
fleiri. Erindi mitt að sjá Einar
í Nesi, sem Þar var það sinn
kaupstjóri Gránufélags. Mér
leizt á hann likt og Vögg á
Hrólf konung, sat á ’skák og
reri, og þagði löngum. Gunnar
sonur hans gegndi búðarstörf-
um, sem voru lítil. Inn í búð-
ina kom sjómannahópur. Einn
vék sér að Einari, dró fram
pening og sýndi honum, kvaðst
hafa fengið hann fyrir eitt-
hvað hjá .amerískum sjómanni
og bað Einar að segja sér,
hvers virði skildíngurinn væri.
Einar leit á og rétti til baka með
þeim ummælum, að bezt myndi
að sýna þetta vesturförunum
þarna, því að líkindum myndu
þeir þekkja mynt landsins, sem
þeir væru að flytja til. í mig
seig, að þetta væri ertni. Bað
manninn að lofa mér að sjá, ef
ske kynni, að ég þekkti. Hann
gerði það. Þetta voru 25 cent
(Quarter). Það sagði ég hon-
um, og upp á hár, hve marga
skildinga Þau giltu. Einar sagði
aðeins: Það er rétt! En Gunn-
ar sonur hans kallaði til mín
og gaf mér vínstaup! Ekkert
þekkti hann víst til mín. Höfð-
um aldrei sézt né spurzt heita.
Um nótt í þoku, sem náttsól-
in skein gegnum, lögðum við út
af Akureyri. Nokkrir kunn-
ingjar mínir ungir fylgdu mér
á bát, sem þeir réðu. Þeir báðu
mig að koma á land með sér
sér, oftur, unz skipið létti akk-
erum, skyldu róa með mig fram
í tíma. Ég lét tilleiðast, en kom
foreldrum mínum fyrir í skiþi
áður. Ég beið í landi til síðustu
stundar. Þeir efndu heit sitt.
Sungu eitthvað, um leið og þeir
ýttu frá, en einhverjir farþegar
á þiljum svöruðu á sama hátt.
Alla nóttina og næsta dag vakti
ég á þiljum uppi og leit til
lands, en aldrei rauf þokuna,
fyrr en að kveldi þriðja dags
að blámaði fyrir öllu, sem þá
var eftir af íslandi, tveimur
eða þremur þúfum, sem hurfu
hver af annarri.
Það var víst annan vetur minn
í Shawano Country, Wisconsin,
að ég réðst til vetrarvinnu í
skógum úti. Nokkrir landar
voru þar komnir á undan mér,
4 eða 5. Alls voru skálabúar um
60. Þegar ég kom þar, -sagðist
einn landinn, sem var kunningi
minn, verða komu minni feginn.
Ég spurði, hvað til þess bæri.
Hann kvað orðbragð skálabúa
um Islendinga slíkt, að svara
þyrfti til. Eina nafnið, sem
minnsf isærði, væri Lapplending-
ur! Ég tók þessu ólíklega, og
var það full alvara þá .að hlifasij
við þessu. Brátt komst ég að
raun um, að sagan var- sönn, en
komst lengi svo af, .að ég átti
aldrei sjálfs mín í að hefna.
Reyndar var þetta ekki nema
ófagur orðleikur, því að öðru
leyti voru piltar þessi mein-
lausir við landann, jafnvei
greiðviknir, enda átti hann það
skilið, viljugur, trúr og dygg-
ur. Nokkuð spillti það um, að
einn landinn munnhjóst ögn
við þá með siðareglum og
kristni, gekk svo frá þeim orð-
laus og hristi kollinn yfir ó-
sköpunum, en það æsti þá. Einn
bar þar af öðrum með orðbragð-'
ið, svo mjög, að jafnvel hinir,
sem voru þó vel færir/f.étu oftast
undan síga. Eitt skipti byrjaði
sá á mér, við verk úti í skógi.
Ég svaraði í sama anda, var
lítt æfður, en hafði margt heyrt.
Orð óx af orði millum okkar,
unz þeir, sem viðstaddir voru,
létu hendur fallast og hlustuðu.
Einvígið stóð nokkuð [lengi]
yfir, og ég flúði aldrei, því
„enginn verður með orðum veg-
inn“. Það man ég eitt, að Það
sem við sögðum, var, eins og
„enskurin<n“ segir, „ekki eftir
hafandi i siðaðra manna sam-
sæti“. Daginn eftir byrjaði
sami maður á öðrum landa
líkt, sendi honum tóninn úr
fjarlægð, Ég .gall á móti. „Hver
svarar mér nú?“ kallar hann.
„Ert það þú, Stefán?“ Ég sagði
svo vera. „Já, þá þagna ég! Þú
spillist verr með hverjum deg-
inum.“ Þar með lauk, og batn-
aði nokkuð um málfærið eftir
það. En eitt er víst: Reynist það
rétt, að einhvern tíma í fram-
tíð verði maður að „standa
reikningsskap af hverju ónytju-
orði, sem maður hefir talað“,
veit ég, hvar ég lendi: í vistar-
veru hjá Jack Castelo, svo hét
hann, en kvíði því ekki, því
eftir þessa hrinu vildi hann aUt
fyrir mig gera.
Þegar ég var í söfnuði séra
Páls í Shawano Country, vann
ég um tíma í skógi með tveim-
ur löndum mínum, á líku rekl
og ég og lærðari miklu og til-
vonand; prestum þá. Oft deild-
um við, þeir saman, ég einn,
ætíð um annað en trúarbrögð.
Ég byriaði sialdnar, sögum liðs-
munar! Eitt sinn tóku þeir til
að hrósa Opinberunarbókinni.
Ég lagði ekki til. Loks sneru
þeir máli sínu beint að, hvert
mitt álit væri. „Æi,“ svaraði
ég í glettni, „verið þið nú ekki
Framh. á 11. síðu.
STEPHAN G. STEPHANSSON:
ævisogu
, HUMORISTI" skrifar: „Þess-
um línum er einkum beint til
þeirra, sem gæddir eru kímni-
gáfu og væru til með að
skemmta samborgurunum. —
Eins og allir vita, sem eitt-
hvað fylgjast með skemmt-
analífi hér í bænum, þá er nú
langt ttm liðið, síðan skemmti-
legar revíur hafa verið á. boð-
stólum hér. Undanfarin ár
befur „Bláa stjaman“ ha'dið
skemmtanir í Sjálfstæðishús-
inu en langflest af því sem
þar hefur farið fram er slík-
ur bláþráðasamsetningur, að
engu tali tekur. Og mér er
nær að halda, að áhorfendum
hefði margt kvöldið ekki
stokkið bros, hvað þá meira,
ef ekki hefðd verið vínveitinga
íeyfi. Nú hefur „Bláa stjarn-
an“ haft mörgum ágætum
Okkur vantar revíur —
skemmtikröftum á að skipa,
m. a. einum ágætasta og ást-
sælasta leikara okkar, Alfreð
Andréssyni, omfl. En það
hrekkur ekki til. Um það
gegnir sama máli og um leik-
rit alvarlegs eðlis, ef efni
þeirra er e!nskis virði, þá
megna beztu leikarar ekki að
halda þeim uppi, hversu á-
gætlega sem þeir fara meö
hlutverk sín. — Það er regin-
mispkiljningur, að. gamanleik-
ir eða revíur eigi að vera inni-
Hvar eru kímniskáldin?
haldslaus kjánalæti eða sam-
safn af fimmaurabröndurum,
sitt úr hverri áttinni, eins og
nú tíðkast. Revíur verða ekki
til úr engu, frekar en annað;
þáð þarf að viða að efni i
þær og vinna úr því, og til
þess þarf mikla hugkvæmni.
ósvikna kímnigáfu og smekk-
vísi. Og ef söngvar eru í
revíunni, þá þurfa þeir að
vera markvissir, en ekki bull
út • í bláinn. Vitleysisbull eitt
út af fyrir sig getur aldrei
orðið verulega sksmmti'egt.
auk þess sem klúðurslegir
textar, sem samdir eru við
vinsæl dægurlög geta haft
slæm áhrif á nrJílkennd fó'.ks-
i.ns. — Nú numu kannski ein-
hverjir segja, að íslendingar
séu svo humor’ausir og durts-
legir, að þe’r geti ekki sam-
ið sæmilegar revíur. Þetta er
vitleysa. Það er áreiðau'ega
fjöldinn allur af ágætum hum-
oristum hér, sem gætu samið
góðar revíur, ef þeir tækju
sig til. En kímniskáldiíi og
humoristarn'r mega ómögu-
lega fela sig cg liggja á liði
siiiu. Þau verða að skiija, að
])að væri þarft verk að, hressa
upp á skemmtanalífið hár með
góðum revium. Haldið þið
kannski, að þeir gætu ekki
samið góðar reviur, ef þe!r
legðu saman, Tómas, Loftur
og Bjarni Guðmundsson svo
ein'hverjir séu nefadir? Og
nóga leikara ergum við. seni
áreiðanlega mundi ekki láta
sitt eftir l'ggja. Þá virðast
viðfangsefnin vera nógu mörg,
t.d. skrifstofufarganið dægur-
pólitíkin, brennivírsmálin,
dansbindindi útvarps’ns, í-
þróttamálrn (þar er allt á
heimsmæUkvarða, miðað við
fó'kstölu), söngmálin (öllu
heldur tónlistarmálin) ofl. ofl.
Já, humoristar góðir. Þ'ð ætt-
uð nú að hefjast haada og
koma með eina ofsa’ega góða
revíu í haust. Samborgurum
ykkar mundi áreiðanlega
þykja það góð Gkemmtun,
jafnvel þptt hún yæri að
miklu íeyti á kostnað þeirra
sjálfra. — Humoristi“.