Þjóðviljinn - 22.07.1953, Page 6

Þjóðviljinn - 22.07.1953, Page 6
£) __ £>JÓI VILJINN — Miðvikudagur 22. júlí 1953 JllÓmiUINN Ötgeíandi: Sameinlngarílokkur alþýöu — SÓBÍallstaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.). Siguröur Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guö- mundur Yigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavöröustíg, £9. — Sími 7500 (3 línur). ÁjskriftarverÖ kr. 20 á mánuöi í Reykjavík og nágrenni; kr. 1T annaro staðar á landinu. — Lausasöluverö 1 kr. eintakið. Prent3miðja ÞjóðviljanB h.f. Búkarestförin Útþrá Islendinga hefur aldrei verið þeim neitt hégómamál, heldur ástríða. Á öllum öldum Islandsbyggðar hafa íslenzk- ir menn lagt í langfarir um heimsbyggðina og komið aftur ríkari að reynslu og þekkingu. Með auknu frjálsræði og sjálfstæði þjóðarinnar færðust utanferðir mjög í vöxt, og voru þá oft herferðir farnar beinlínis til þess að afla þekk- ingar á einu sviði eða öðru, sem verða mátti íslenzkri þjóð til nota, gat eflt atvinnuvegi hennar og menningu. Sá galli hefur verið á með utanlandsferðir, eins og flest það annað sem fjármagns krefst, að þær hafa mátt heita forréttindi fólksins sem setið hefur að óhæfilega miklum hluta þjóðarauðsins, án verðskuldunar og tilverknaðar. Hóflaus bruðlunarsemi á fé almennings til sífelldra utan- ferða nokkurra ,,fínna“ stjórnmálamanna og óhófslífs erlendis hefur vakið réttláta fyrirlitningu almennings. En alþýðufólk á íslandi hefur fæst getað veitt sér þá hressing og skemmtun sem góð utanlandsför getur verið. Allur þorri af verkafólki hefur aldrei komið út fyrir landsteinanna, nema isjómennirnir sem. atvinnu sinnar vegna koma víða um lönd. Því er það mikill viðburður og einstæður, er nokkuð á þriðja hundrað ungmenna úr alþýðu- stétt fer saman í hóp í för yfir þvera álfuna allt suður til Rúmeníu, enda hefur för Islendinganna á heimsmót æsk- unnar í Búkarest vakið athygli um land allt. Því hefur verið lýst hér í blaðinu hve þetta fólk verður flest eða allt að leggja hart að sér til að komast þessa ferð. Sumir leggja saman sumarfrí sín í tvö ár, margir hafa sparað til þessarar ferðar lengi og neitað sér um ýmislegt sem menn telja örðugt að vera án. Og margir, sem töluðu um þessa ferð með bjarta tilhlökkun í svip og rómi, töldu víst að langt yrði þar til þeim byðist slíkt tækifæri aftur, kannski aldrei. Og einmitt vegna þess hugarfars vann þessi stóri hópur íslenzkra æskumanna bug á öllum erfið- leikum til að fara þessa för. Undirbúningur Búkarestfarar- innar hefur kostað geysimikið starf og farizt prýðilega úr hendi, undir stjórri Inga R. Helgasonar, sem er fararstjóri þessa f jölmenna ferðamannahóps. Og nú má telja víst, að næstu daga verði tekið til óspilltra málanna hjá Morgunblaðinu, Vísi, Tímanum og Alþýðublað- inu. Enn eru í fersku minni furðufregnirnar, sem þessi blöð og afturhaldsblöð um allan heim, birtu um heimsmót æsk- unnar í Berlín fyrir tveimur árum. „Upplýsingaþjónusta“ Bandaríkjanna afhendir um slíka heimsviðburði og Búka- restmótið samhljóða ,,fréttir“ dag hvern, og eiga þær að verka eins og móteitur gegn þeim miklu áhrifum, sem slík mót hafa í þá átt að tengja þjóðir vináttuböndum, efla sam- starfsvilja þeirra og friðaivilja. Heimsmót æskulýðs- og kvennasambandanna, sem komizt hafa á fót frá því heims- síyrjöldinni lauk, hafa orðið erfiður ásteitingarsteinn aftur- haldsöflum og stríðsæsingamönnum heimsins. Þess vegna er settur í gang látlaus lygaáróður og níð um mótin sjálf, samtökin sem að þeim standa og landið, þar sem mótin eru háð. Þetta er þegar byrjað með Búkarestmótið, eins og blaðalesendum er kunnugt. Það er líka snar þáttur af öfund í hatursáróðri afturhaldsins gegn heimsmótum þessum. Engin samtök önnur hafa megnað að tendra slíkan eldmóð í æsku allra landa heims, tilraunir afturhaldsmanna og sósíaldemókrata með alþjóðamót æskumanna hafa orðið þeim til lítillar gleði, vægast sagt, og fáir um þau vitað. En einftritt samböndin miklu, Alþjóðasamband verkalýðsfélag- anna, Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna, Alþjóða- samband lýðræðissinnaðrar æsku og Alþjóðasamband stúd- enta hafa tendrað eldmóð bræðralags og friðarvilja með þjóðum „austurs" og „vesturs“, jafnt með hvítum mönn- um og gulum, svörtum mönnum og brúnum. Á heimsmót- um þeirra finna menn nýlenduþjóðanna að þeir eiga hvar- vetna bræðrum og systrum að mæta, að þar þekkist eng- inn greinarmunur vegna litarhátts, kynstofns, trúarbragða eða annars þess, sem lengst hefur aðgreint menn og hindr- að eðlilegt samlíf þeirra og bræðralag. Ekki sízt þess vegna verða alþjóðamót æskunnar að heimsviðburði. Þjóðviljinn óskar Búkarestförunum góðrar ferðar og allra heilla. Synir Rosenberghjónanna með verjanda feirra. Kaupmannahöfn, 17. júní. 1 gær gekk einn rabbíni og tveir prelátar, kristnir, á fund Járnhöggs til að biðja Ros- enberghjótium griða en dólgurinn sat gneipur og mælti ekki utan heyrðist umla, og ekki var nema antignan og nudd að heyra í umli því. Öll veröldin stendur nú á öndinni út af þessum tveimur manns- lífum, biðja þau sér sjálf griða og- synir þeirra og amm- an, einnig Harold Urey, og vegur hans nafn þungt, því hann fann hið þunga vatn. Ennfremur kalla verði danskr- ar réttvísi á réttvísi, eru þau nöfn fín og verða ekki dreg- in í efa. Kommúnistar um allan heim segja hjónin saklaus og hrópa hátt á náðun, en Berl- ingurinn segir að þeir spilli fyrir hjónunum með þessari af- skiptasemi, fyrir hverjum ætli Berlingurinn spilli ? Meðan ég skrifa þetta eru bréf og sím- skeyti að berast í Hvítahús svo karlinn ætlar vitlaus að verða, bréf á bréf ofan, sím- skeyti hvert af öðru, aldrei hlé á línunni. Og er nú að dimma hér af þeirri nótt sem raunar kemur ekki, hinn síð- ustu nótt. 1 Hvítahúsi situr Dwight Eisenhower búinn stað- festu í svipnum álíka sem grjót hefur eða járn, og tautar ljótt í hljóði — en böðullinn er til taks og stóllinn til taks, og húmar nú einnig þar vestra, ín Gods own land. I Noregi er gosið upp að nýju þetta rifrildi um Helvíti, sem okkur finnst skringilegra en jafnvel Helvíti sjálft, og gengur. fram ein mikil Krists- kempa, biskup að vígslu og skorar hann á prestastéttina og biskupana að sanna það, að kenningin um eilífar píslir í Helvíti fari í bága við höfuð- lærdóma lúterskrar kirkju, og megi reka sig úr embætti ef það sannist. Þetta gerist jafn- framt því sem verið er að gera uppdrætti að alheiminum og reikna byggingu hans, og hversu djúpt sem rótað er í jörðu, finnst hvergi þetta h:ð ágæta pyndingarpláss, sem Dante segir að varanlegra sé öllu öðru sem skaparinn hafi gert, giustozia mosse il me alto fattore segir hann, réttlátsemi míns háa skapara kom honum til að gera stað þennan. Og er annaðhvort til, að Helvíti hefur verið ver smíðað en Dante áleit eða að það hefur aldrei til verið nema í trúarlær dómum kirkjudeildanna, höld- um vér það fyrir sattr og er- um vér reiðubúnir að taka af- leiðingunum, eilífri vist í pynd- ingaplássinu, sem búin er hverjum þeim sem ekki trúir á það. Það er trúað á Helvíti og Fjandann hér í landi, en ekki hef ég þorað að rekja úr fólk- inu gamirnar um það, hvernig það haldi að Helvíti sé hátt- að, hvort heldur gryfja í jörðu og eldur í gryfjunnni en vel tyrft yfir, ellegar einhverskon- ar „andlegt“ ástand, ,,hið illa“ eða eitthvert þruglið annað. Prestar hafa logið þessari vit- leysu í aumingja manneskjurn- ar en þær ekki haft foein í hrygg til að standa á móti. Það var líka verið að jagast og þrugla hérna í Danmörku í vetur um annað lif og stóð Dagblaðið Vísir skýrir frá því í gær undir fyrirsögninni Margt er skrýtíð að „rauðliðar breyti barnaævintýrum í áróð- ursrit", og á þetta ao hafa gerzt í Austur-Þýzkalandi. Heimild blaðsins fyrir þessari sögu segir það málgagn Sam- einingarfiokks sósíaíista í A- Þýzkalandi Neues Deuíschland og kemst þannig að orði:: „Ný lega var því slegið föstu í „Neues Deutschland11 .... að Öskubuska hefði verið endur- samij.i til að losna við álfakon- una góðu, sem á engan rétt á sér í marxistísku ævintýri." Þar sem undirritaður minnist ekki að hafa séð þessu „slegið föstu“ í Neues Deutschland, en hefur samt lesið það blað, vildi hann fara þess á leit við þann blaðamann Vís's, sém hefur verið honimi fundvísari, að hanu upplýsi, í hvaða tölu- blaði N.D. þessu var „slegið föstu“. Hann getur þá um leið upp- lýst blaðamann Vís's, að ná- kvæmlega sömu sögu gat að lesa i dönskum útkjálkablöðum fyrir um tveim mánuðum. Höf uðmálgögn danskra borgara birtu þó ekki þessa fregn, enda er hún næsta ótrúleg, svo að ekki sé meira sagt. Því óhætt mun að fullyrða, að verk H. til að reka prest úr embætti, heyrði ég minnst af þessu en stóð uppi gáttuð gegn því sem ég heyrði. Sinn cr siður í landi hverju og ekki sjást svona und- arlegir tilburðir á Islandi, tilsvarandi. Islendingar rugla um annað, nóg rugla þeir samt. Málfríður Einarsdóttir C. Andersens njóti óvíoa jafa- mikillar vinsældar og í þeim löndum, þar sem alþýðan hef- ur tekið ráðin. I Sovétríkjun- unum hefur hver útgáfa ævin- týranna rekið aora, allt frá því á fyrstu árum eftir bylting- una, og þar hefur auðvitað aldrei verið breytt orði í þeim. I fyrsta lagi er engin þörf á því, gildi þeirra eins og ann- arra góðra bókmennta er ekki staðbundið og í öðru lagi bera menn í menningarþjóðfélögum eins og Sovétríkjunum og öðr- um alþýðuríkjum virðingu fyr- ir klassískum bókmenntum. Því miður eru menn ekki alls staðar svo vandir að virðingu sinni og er þess skemmst að minnast ao Hollywood gerði kvikmynd um H.C. Andersen — mynd sem m.a.s. bar hans nafn —, þar sem minning hins ástsæla skálds var svívirt, svo að dönskum blöðum ofbauð undantekningarlaust og lá við, að danska stjómin léti sendi- herra sinn í Washington bera fram opinber mótmæli , við bandarLska utanríkisráðuneyt- ið. Af þessu stafa tilmælin um að fá gefið upp það -,,nýlega“ tölublað áf Neues DeUtschland, sem Vísir ségir heimild sína. 22.7.-’53 — ás. Vísir, Neues Deutschiand ©g H. C. Andersen

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.