Þjóðviljinn - 22.07.1953, Síða 7
'Nú hefur síldin brugðizt í
mörg ár og var sumarið í
fyrra þó versí. Enn á ný bíða
menn milli vonar og ótta eftir
þvi að síldin komi, því það
er fljóttekinn afli í góðu síld-
arári og getur vegið upp mörg
slæmu árin.
Ekki hafa sildarfræðing-
arnir ennþá leyst aliar gátu.r
í sambandi við síldina svo að
hægt sé að segja fyrir um
göngurnar og fylgja þeim eftir.
Ennþá hefur ekki tekizt að spá
með neinni vissu um síldveiði
við Norðurland fyrirfram. Sú
var tíðin að menn hugsuðu
ekki til síldveiða við ísland og
ekki hægt að tala um að sildin
brygðist neinna vonum. Það er
ekki nema góður mannsaldur
siíðan síldveiðar byrjuðu hér
við land og það voru ekki íslend
ingar sjálfir sem hófu veiðarn-
ar, heldur Norðmenn. Og af
þeim hafa Islendingar lært
bæði að veiða síld og verka
hana.
Ef til vill þykir einhverjum
gaman ,að sjá hvað Jón Sig-
urðsson ritaði um möguleika
íslendinga til síldveiða, fáein-
am árum áður en Norðmenn
hófu útgerð sína frá íslandi.
Hér kemur dálítill kafli sem
birtist í „Lítilli varningsbók“,
árið 1861:
„Síldin hefir nldrei orðið oss
að ábataeyri til þessa dags, en
aðrar þjóðir hafa grætt miklu
meira á henni en á þorskinum,
og haft aðalfiskvarning sinn af
henni.
Á miðöldum hafði Danmörk
eina hina mestu sildarveiði í
Evrarsundi. Hollendingar og
Flæmingjar höfðu um langan
aldur og hafa jafnvel enn, mik-
inn auð .af síldarverzlun sinni,
en þeir veiða síldina í Eng-
-landshafi, og kringum strendur
Englands, Skotlands og Hjalt-
'lands, og hafa hinir auðugu
Englendingar horft á þetta um
langan aldur, og jafnvel keýpt
aflann .af hinum frá sinum
eigin ströndum, þar til þeir
fóru að fiska sjálfir ásamt hin-
um. Norðmenn hafa á seinni
Öskar B. Bjarnason:
Hafsíldin er sú hinn ypp-
arsta síldartegundin, og er sú
sem mest gengur að kaupum
og sölum; hún kemur og einnig
til íslands, en svo lítill gaumur
er henni gefinn, ,að mönnum eru
engan veginn kunnar gaungur
hennar.
Náttúrufræðingar hafa sagt,
að hún komi ekki til íslands
nema stundum, og þó ekki mik-
ið af henni; en þó höldum vér,
að þessu sé varla svo varið,
heldur muni hún koma þar
oftast nær, djúpt eða grunnt,
ef menn þareftir gaumgæfa
gaungur hennar.
Kópsíldin. gengur viða inn á
firði, og hleypur rétt á land. Á
Abureyri hefur hún oft verið
svo að segja ausin upp, en af
þvi enginn ráð hafa verið til að
hirða neitt töluvert af henni,
þá hefur lítill fengur orðið í
aflanum. Eigi .að síður hafa
menn sannfærzt um, að kóp-
síldin verður bezta verziunar-
vara, ef hún er söltuð n.ður
með kryddi í smákúta, eins og
tíðkast í Noregi og þar era
kallaðar anchiouis (angsjósur);
hefir það oft verið reynt á
Akureyri, og tekizt ágætlega
eins og vænta mátti, en þetta
hefur aldrei orðið að neinti
ráði, og ekki nema sem sýn-
ishorn eitt, eða svosem t>l sæl-
gætis .......
Þó ekki sé mikið um síldar-
afla á íslandi, þá finnum vér
samt nokkrum sinnum síld
flutta þaðan, en samt ekki fyr
en á seinni árum. Árið 1349
Frá síklarsöltun á Þórshöfn.
tímum aðalmegin fiskverzlunar
sinnar af síldinni.
Á íslandi getum vér ekki sagt
enn, hversu mikinn sildarafla
vér gætum haft, en eftír því
sem vér gelum næst komizt,
mætti hann í sumum árum
vera yfirgnæfandi.
En til þess þarf fyrst og
fremst, að vér fáum oss veið-
arfæri, ílát og allan nauðsyn-
legan viðurbúning þar sem
síldin er vön að sækja að, og
þarnæst er nauðsynlegt að
kunna til meðferðar á aflanum,
svo hann veúðji manni út-
gengilegur .......
voru fliuttar 23 tunnur af salt-
aðri síld frá Gullbringusýsl j,
og 1855 úr Eyjafirði 5 taimur.
En það er líklegt, iað menn gefi
þessum afla smám saman mein
og meiri gaum, og læri að færa
sér hann í nyt, því hann getur
eigi aðeins verið til búbælis
á heimilum og það margsinnis
oft þegar annar afli bregzt,
heldui- og einnig mjög ábata-
söm verzlunarvara.11
Svo segir. í 'bók Árna Frið-
rikssonar Norðurlandssíldin
(Sglf. 1944) og er haft eft.ir
Árna Pálssyni prófessor að.
ekki sé svo mikið sem minnst
á síld í íslenzkum fornbók-
menntum og bendir það ekk; til
að síldveiði hafi verið stunduð
hér í fornöld endaþótt land-
námsmenn þekktu síldveiði frá
Noregi.
Síld mun þó hafa gengið hér
upp að landinu, líklega frá ó-
munatíð og stundum í stórum
göngum.
Maður að nafni Jóhann And-
erson var borgarstjóri í Ham-
borg á fyrrihluta 18. aldar.
Hann skrifaði bók sem nefnist
„Nachrichten von Island, Grön-
land und der Strasse Davis“ þ.
e. Fregnir frá íslandi, Græn-
landi og Davis sundi. Þessi bók
kom út 1746, iþrem árum eftir
að höfun.úúr dó.
í bók þessari segir margt af
ísland; og ekki allt sem réttast
eða hagstæðast fyrir íslendinga.
Höfundurinn hafði reyndar
aldrei sjálfur komið til íslands
en hafði fregnir sinar eftir
kaupmönnum og skippurum,
sem að vísu höfðu kunnugleika
af Islandi og Islendingum, en
voru miður góðviljaðir. Annars
er víst margt fiær sanni i þeirri
bók en það sem sagt er um síld-
in.a og getuleysi Islendinga að
hagnýta sér hana.
Anderson segir að heimkynni
síldarinnar séu í Norðurhöf-
um allt að Norðurpól og gangi
hún í stórum torfum suður til
Evrópulanda og þaðan norður
aftur.
Anderson álítur að þar sem
fsland liggi í leið fyrir göng-
um sildarinnar suður og norð-
ur séu þar allir firðir stqðugt
. fullir af síld. Henni sé blátt á-
fram blásið inn I firðina af
öllum vindum. En sökum mann-
fæðar og fátæktar Islendinga
verði þessi sildarmergð þeim
ekk; að neinu gagni. Þeir hafi
sem sé ekki tök á að nota sér.
björgina Þótt hún sé rétt þeim
í hendur.
Niels Harrebow dvaldi hér á
íslandi 2 ár um miðja 18. öld
■að athuga um hag landsmanna.
fyrir komunginn.
Hann skrifaði bók um ísland
sem hann nefndi „Tilforladelige
Efterretninger om Island“
(Kbhn 1752). Hann ver miklu
rúmi til að leiðrétta það sem
rangt er hjá Anderso.n og virð-
ist bók hans rituð beinlínis til
að afsanna frásagnir Anderson
af . fslandi.
Harrebow vill ekki viður-
kenna að íslendingar séu svo
aumir að þeir geti ekki veitt
sild og telur að mjög sé ýk.t um
síldargöngur til íslands. Mikið
magn .af síld komi að visu
stundum inn á vikur og firði
en það sé sjaldgæft.
Harrebow segir að síldar-
torfurnar leití inn á firði und-.
an hval eða fiski og stundum
séu torfumar þá svo þéttar að
ekki sé háegt að róa bát í gégn-
Miðvikudagur 22. júlí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Jörundur landar síld í Krossanesverksmiðjuna 1951.
um þær og megi ausa síldinni
upp með hverju því íláti, sem
tiltækt sé. En þar sem þetta
gerist aðeins mjög sjaldan þá
séu íslendingar óviðbúnir að
nota sér veiðina.
Hann segir: ,,Því eru íslend-
ingar ekki vanir þessum veið-
um og hafa ekki til þeirra hæfi-
leg tæki eður visindi til að
veiða síld. Þeir hafa heldur
ekkert salt til að salta síld með
þar sem kaupmannaskipin eru
ekki komin til landsins á þeim
tíma sem veiðarnar helzt eru.
Gg þó íslendingar söltuðu síld
og vildu gera sér hana að verzl-
unarvöru þá væri það heldur
ekki hægt þar sem kaupmenn
myndú ekki taka við henni þar
sem hún sé ekki innfærð á
„landstaxtann“ þ. e. lista yfir
vörur sem kaupmenn keyptu af
íslendingum".
Þetta telur hann sönnun þess
að ekki sé grundvöllur fyrir
mikilli og stöðugri síldveiði við
ísland, en hvorki sé um að
kenna fámenni ná fátækt ís-
lendinga. Svo bætir hann við
Um allan heim verður verka-
týðnum það æ ljósara að ein-
ing hans er undirstaðan og
skilyrði fyrir árangursríkri
hagsmunabaráttu. Nýjasta
dæmið um þetta er sú alda
einingar og samstarfsvilja er
nú er risxi meðal verklýðs-
ins í Japan. Námumannasam-
böndin 3 á Kyushueyju hafa
nú sameinazt í eitt. Sambaud
lækna og skrifstofufólks á
rikisspítölum hafa sameinazt,
landssamband ver.kalýðsfélag-
anna og flest félög járn-
brautastarfsmanna á járn-
brautum i emkaeign og félög
strætisvagha hafa sameinazt
í eitt samband. Og í undir-
búningi er stofnun sameigia-
legs landssambands allra
flytningaverkamanna.
Samband starfsmanna á
ríkisjárnbrautunum sem teiur
yfir 400 þús. meðlimi, hefur
sagt sig úr Alþjóðasambandi
frjálsra verkalýðsfélaga,
vegna þess að sambandlð
styður hervæðingarstefnuna
og stríðið í Kórcu, en þá
stefnu telja járnbrautarverka
mennirnir fjat.idsamlega hags-
munum alls verkalýðs.
Innan kennarasambandsins,
er telur 500 þús. meðlimi er
mjög vaxandi áhugi fyrir al-
þjóðlegri einingu, og er lík-
að allranáðugasti herra kóng-
u.rinn hafi nú gefið íslending-
um fiskikúttera svo þeir geti
veitt síld og ann'an fisk.
En, eins og áður var sagt:
það féll í hlut Norðmanna að
byrja síldveiðar í fjörðum og
víkum íslands.
■ Norðmenn hófu veiðar frá
Akureyri 1868 o.g um Iíkt leyti
einnig frá Seyðisfirði. Þeir
veicldu fyrst með landnót og
rétt fyrir aldamót byrjuðu þeir
með reknetaveiðar og árið 1904
með herpinót.
Síldarbræðsla hófst hér á landi
árið 1911. Það voru líka Norðm.
sem þar áttu frumkvæðið, síðar
komu einnig Danir og Þjóð-
verjar að bræða hér síld.
Fyrstu sídarverksmiðjurnar
sem íslendingar eignuðust voru
verksmiðjurnar á Sólbakka og
á Hesteyri o.g voru þær keypt-
ar í lok fyrri heimsstríðsins af
Þjóðverjum og Norðmönnum,
sem höfðu reist þær. Fyrsta
síldarverksmiðja íslenzka ríkis-
ins var reist á Siglufirði árið
1930.
legt að það gangi í Alþjóða-
samband verkalýðsfél. fyrir
3. þmg þess nú í haust.
Um þessar muadír fer fram
atkvæðagreiðsla í öllum
verkalýðsfélögum í Guate-
raala um það hvort landssam-
band þeirra, C.G.P.G. eigi að
ganga inní Alþjóðasambandið.
í þeim félöguni er þegar hafa
afgreitt málið, hefur það ver-
ið samþykkt, með miklum yf-
irburðum.
16. júní hófu sjómenn á
kaupskipaflota Brasiiíu verk-
íall. í því tóku þátt allir er
á skipunum vinna yf'rmenn
sem aorir skipverjajj, auk
þess starfsfólk slcipafélag-
anna í landi, skipasmið r og
hafnsögumc: m.
í verkfallsstjórninni áttu
sæti fulltrúar allra starfs-
greina er þátt toku í verk-
fallinu. Hafnarverkamenn
gerðu samúðarverkfall auk
þess sem verkfall'ð naut
stuðnings all.s annars verka-
lýðs í landinu.
Sjómenniruir unnu glæsi-
legan sigur eftir 10 daga
verkfall, vegna hinnar fuil-
komnu e'ningar er ríkti með-
al þeirra, þrátt fyrir fjand-
samleg afskipti rikisvaldsins
og sundrungartilraunir nokk-
urrá hægr'sinnaðra brocido.
Sjóner-airnir nutu og að-
stoöar Alþjóðasambands flutn
ingaverl.amanna og fiski-
msnna, . sem er deild í Al-
þjóðasambandi verkalýðefé-
laganna.