Þjóðviljinn - 22.07.1953, Síða 11

Þjóðviljinn - 22.07.1953, Síða 11
Miðvikudagur 22. júlí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Stephan G. Stephansson Framhald. af 4. síðu. að þessu flofi, piltar, um Op- inberunaTbókina, hún er enginn helgur spádómur, en aðeins eins 'konar „Gandreið“ eða „Heljar- slóðarorusta" eftir einhvern Gröndal þeirra tima og um hans samtíð." Svarinu „rigndi ofan í mig“ óhugsuðu áðúr, en hafði þann áran.gur, sem ég ætlaði: Þeim ofbauð og hættu við umræður. Næst er ég kom til messu hjá séra Páli, lagöi hann mjög út af óskeikun biblíunnar og hættunni, sem þeir stæðu í, 'sem efuðu hapa, svo sem þeir, sem líktu Opin- berunarbókinni við „Gandreið ‘ Gröndals. iMér lá við að hlæja. En jafngóður var Páll mér eftir sem áður, og aldrei minntumst við á þetta. Nú er ímyndun rr.ín sú, að Opinberunarbókin snúist um tímana, sem höfundur henn- ar var uppi á. Litlu eftir að ég kom til Al- berta, var ég nefndur til að taka áratuga-manntalið hér, á litlu svæði. Eyðublöðin voru lögð tii en flókin voru þau fyr- ir óvana og ýmsar skýrslur að auki. Manntalsstjóri hér í fylki boðaði öllum lægri liðum tilsagn arfund. Ég komst ekki á hann sökum illviðris og lang’eiðis, varð að sætta mi.g við það, sem mér. sjálfum skildist. Skila varð ég skýrslu minni í hendur höið- ingjans sjálfs í Calgary og mæta .þar augliti til auglitis. Hann tók mér vel,‘ en fyrirbávð méi’ heimferð, fýirr ’ en hanri hefði ranns'akáð, að rétt ’ væri að' farið. Flestrá skýrslur vae'ru meira og minna rangar, jainvel hjá þeim, sem annars væri aí að vænta, til dæmis væri hann búinn að sitja við í viku með einn, og yrði þó aldrei eins og vera ætti. En koma mætti ég til sín daginn eftir, hann skyldi þá -vita, hver forlög mín yrðu. Mér leizt illa á blikuna. Þeg- ar ég kom til hans næsta dag, sagði hann, ,að ég mætti fara heim, skýrslur mínar virtust að vera gildar o.g góðar. Ég varð feginn. Tók far heim samdægurs. Þegar ég var setztur niður, kemur karl í vagninn, sem ég var í, og sezt hjá mér. Var á ferð í sömu átt og ég. Hann tók að spyrja mig um, hvaðan ég væri runn- inn, menntun mína og íl., svo um kyn, stjórn, sögu og trú islendinga. Ég sv.araði því eins og ég vissi. Eoks segir hann: „Nú skal ég segja þér eins og var. Af milli 70 til 80 skýrsl- um, sem mér hafa enn borizt, var þín þriðja bezta. En hvemig stendur á þessu, að þú óskólagenginn útlending- ur, getur gert það, sem inn- léndir og skólagengnir menn flaska á?“ Ég afsakaði mig að avara því. — Þegar ég vann við landmæling hér í Alberta, hvarf sá skyhdilega frá, sem dagbókina („field notes“) hélt. Samverkamaður minn laumaði því að mér, iað húsbóndinn hefði ráðið að láta mig taka við. Ég brostl að því og efaði. „Það er áreiðanlegt, og af því gert; að engínn í hópnum er fær um þettai nema þú.“ Ég gat tæplega trúað iþví, að kring- um 10 manns, allir innfæddir, hér . og eitthvað skólasmognir (jafnvel þó franskir væru að ætt, sumir, og fáfróðir allir, að mér fannst) væru í þessu miður færir mér. Þetta varð samt úr. Hefði ég neitað, hefði ég verið rekinn. Húsbóndinn var gæða- maður, en þoldi illa .anmarra ráð en sín. Aldrei hafði sá, sem á undan mér var, getað gert bókina honum til geðs. Var þó, meðal annars, útskrif- aður af verzlunarskóla. Aldrei fann húsbóndi að við mig, svo ég slapp vel. Að ég slampaðist svona í bæði skipti og oftar, er ekki mínum yfirburðum að þakka, heldur skólunum að kenna. Fyrirkomulag þeirra er þannig, að það igerir of mörg barnshöfuð að eintrjáningum. Þegar ég kom fyrst á „mæl- inguna", tók ég við af manni, sem yfirgaf; var mér fenginn hestur hans og kenra til miili- flutninga. Samverkamenn mí.nir voru margir Kanada-Frakkar, og svo var húsbóndinn. Fyirsta daginn, sem flytja sig átti og ég fór að leggja á og spennti jarpa hryssu . fyrir, tóku Frakkarnir að tala og hlæja, eins og (Frakkair geta bezt. Ég vissi, að það átti við mig, en skildi ekki, hvað að var, né lét sem ég tæki eftir þeim. Þegar sprett var af um miðdegi og aftur lagt upp, tóku þeir en.n til, en nokkru hægara, og í hvoirt tveggj.a skipti þögnuðu þeir ; álveg,' 'þégár uþp var lagt. Mér v.ar skipað rúm' fremst í lest. Næsta morgun biryddu þeir enn á sama, þegar ferðbúið var, en miklu minnst. Ég’ skeytti því engu og minntist. aldrei á. Þeg- ar úti var um" haustið og við kumpánar skildum, spurði einn Frakkinn mig í heyiranda hljóði, hvort mér lékj ekki for- vitni á að vita, hvað til hefði komið, .að þeir létu svo, því var hefði ég orðið að verða. við það. Ég sagði, að mér hefði staðið á sama þá og eins væri nú. Hann sagðist samt vea’ða að segja mér það. Hryssan, sem ég keyrði, hefði verið ramm- stöð hjá Oaron, sem keyrði han,a á undan mér, svo að aldref hefði hún ekizt úr spor- unum fyrst í stað, á annan hátt en að leysa hana frá kerrunni aftur og þeyta henni ríðandi góðan sprett, en oft orðið tafir að. Nú hefðu þeir ibúizt við, að hún gerðj mér sömu skil, en orðið vonsviknir o-g þá hætt. Þetta var og satt, ég ,rak mig á það árið á eftir. Hún var fengin í hendur öðrum en mér og tók upp aftur sínar kenjair, og [var] fargað litlu síðar. Gaman væri að vita, hvað það var í skap- igerð hryssunnar, sem breytti henni svona, en það get ég ekki, og hvorki ©r ég hestamaður né keyrslugarpur, svo ekki var því til að geta. En bitt er víst, meðan ég kann að muna, verð- ur mér hlýtt til igömlu, jörpu „Nellie“ (svo hét hiryssan) fyrir að hlífia sér við að láta mig verða að athlægi. Of fáorður. 'Hefi rekið þao af. mér yfir á hinn öfgann. Afsaka mig á sama hátt og sagt er af Walter Scott. Hann ritaði bók, sem þótti lopakennd o.g leiðinleg. Af honum vair ætlazt til betra. Hann var spurður að, hví h.ann hefði haft bókina svona langa. „Af því ég hafði erigan tíma til að haf.a hana &tyttri',“ á hann að haf,a svarað. Myndir frá | Sovéf” l * ríkjunum• Efsta myndin er frá STAEÍNA- BAD, höfuðborg TAÐSÍKIST- ANS. Þar fyrir neðan (til vinstri) er mynd f rá Leníntorgi í EBEVAN, höíuðborg ABM- ENlU. Þá er mynd frá dráttar- v’élaverkstniðjunum í SJELJA- BINSK. Litla myndin er frá RITSA-VATNI, í Abitasíu, Kák- asus.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.