Þjóðviljinn - 26.07.1953, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 26.07.1953, Qupperneq 7
- Suiuiudagur 26. júlí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 SVEINN FRÁ SKÓGDAL sendir Þjóðvitjanum skemmti- lega grein úr lífi alþýðunnar, og er auifundið að hann er vanur að halda á penna. — Fróðiegt er, að fá slíkar lýs- ingar á alþýðulífi, og ættu sem flestir að láta Þjóðvilj- ann og þann fjölda manna, sem blað'ð Qes, njóta af reynslu sinni. Sendið greinar úr lífi alþýðunnar til rit- stjórnar Þjóðviljans, Skóla- vörðustíg 19. >að eru 54 ár síðan ég var 18 ára. Þá var ég á góðu sveita heimili, eftir 'því sem þá gerð- ist, langt inn til dala og sá ekki sjó. Og kannski stafar það af því að mér er alltaf illa við sjóinn. Þar líður mér aldrei vel. Inn til dalanna var að mörgu leyti gott að vera, þó gat lífsbaráttan þar verið býsna hörð á stundum, því verkin ráku oft fast á eftir, hvor-t heldur var sumar, vetur, vor eða haust. Vinnutíminn var þá mun lengri en nú er orðið. Þá fór heldur enginn tími í dag- tolaðalestur, ekki heldur til að hlusta á útvarp eða bregða sér á bíó, sem' nú telst sjálfsagt. Sveitafólkið varð að strita og bjástra og baða út öllum öng- tum til að halda í horfinu, vera árrisult og sókndjarft. Þannig var barizt í bökkum, eins og það var kallað ár eftir ár. En þegar maður lítur nú yfir far- inn veg finnst manni merkilegt — aA- þrátt fyrir sæmilegt ár- ferði, mikinn vinnutíma, sparn- að í öllu og ýtrustu nýtni á öllum sviðum, þá virtist fjár- hagsleg afkoma bændanna yfir- leitt sýna lítinn gróða. Eg held nú samt að fólk hafi þá að mörgu leyti verið ánægt með sitt hlutskipti: sem nú. Það þekkti ekki aðra lífsafkomu. Og hvemig sem timarnir breyt- ast verður alltaf eitthvað að, þó það sé sitt upp á hvern máta. Á þessu aldursskeiði langaði mig 'í skóla. Um marga skóla var þá ekki að ræða, helzt var það Möðruvalláskólinn. En þá fékk ég að vita að bókvitið yrði ekki látið í askana. Búnaðar- skóla? Þá var hlegið hrossa- ilega og því bætt aftan í að búfræðingar væru fádæma bú- skussar! Þetta voru undirtekt- ir gamla fólksins þegar ung- lingana fýsti til uppfræðslu. — Þeir unglingar, sem á þessum tíma nenna ekki að lesa Iðn- skólann til að öðlast þar til sett réttindj að vera löggengir til smiða o. fi. hefðu þurft að vera uppi fyrir 50—60 árum. Mér dettur i hug að segjia ihér lauslega frá vorverkum heimilisins, sem ég dvaldi á fyrir 54 árum. Það er aðeins lítið sýnishorn af þvi hvernig störfin reka á eftir, ekki frem- ur á vorin en allan ársins hring ef vel á að fara. Mér er þetta vor sérstakleaa minnisstætt vegna þess að þegar vorverkin voru langt komin fór ég með húsbónda mínum í vegavinnu vikutíma áður en sláttur og heyannir hófust. Eg var þá tæp- lega 18 ára sveitadrengur og hafði aldrei fyrr unnið utan heimilis. Hafði ekki gert Sjálf- um mér grein fyrir því áður fyrr en í þessari vegavinnu hvað það eiginlega var að vinna fyrir ákveðna peninga- upphæð fyrir hverja klukku- stund sem liði. Að gefnu til- efni vaknaði ég þá fyrst til meðvitundar um hve réttlátt og sjálfsagt það er að borga hverjum, og einum fyrir sömu afköst, hvað sem liði aldri eða kyni. Það voraði seint, en hagstæð tíð eftir iað batinn kom og leyst ist hinn mikli snjór ótrúlega fljótt. Sauðburður og túná- vinnsla fór nú saman og fleiri verk kölluðu að í sama mund. Og þar sem fáliðað var þurftu hendurnar að standá fram úr ermum. Óbornar ærnar hýst- ar á nóttum og vaktaðar eða undir eftirliti á daginn. Þegar lömbin voru þriggja nátta og móðirin í góðum færum var þeim sleppt, en tvílembdum ám ekki fyrr en lömbin voru vikugömul og þá komnar gróðurnálar. Þó ó- bornu ærnar væru hýstar þurf-ti út til þeirra í eftirlits- ferð á nóttinni. Það gat margt óvænt komið fyrir, enda þótt ærin kæmist frá lambinu. — Stundum fékk móðirin ekki að kara afkvæmi sitt eða sýna því móðurlega umönnun vegna þess að þá vildu aðrar gerast mæðuj^ og ráku hina réttu móð- ur frá. Ef ærin var tvílembd sinnti hún kannske aðeins seinna lambinu, því hið fyrra fór á kreik að leita að móð- urinni og lenti þá eitthvað í ógöngum innan um hinar ó- bomu, sumar urðu snakillar og ráku hornin í þennan skjögr- andi og dettandi umrenning — hvað hann væri að flækjast — svo voru stundum aðrar blíð- ari og vildu gerast fóstrur. Þess utan gat burður borið að hjá nokkrum samtímis og kom sér aldrei vel að fjármaðurinn svæfi á sín bæði eyru inni í rúmi. Þær ær, sem báru á nóttunni innan um aðrar í húsi varð að flytja i annað hús, ef til var, eða gefa þeim töðu sunnan undir húsveggnum, þeg- ar gott var veður. Gömlu meun- irnir höfðu trú á því að ef ærin fékk ekki strax fylli sína í lambssvanginn, eins og það var orðað, þá yrði nyt þeirra rýrari. Ef ærin bar úti i haga og lítið var um gróður, þó iörð væri auð, var sjálfsagt að hlaup.a með töðutuggu í poka og færa henni. Oft voru hætt- ur i giijum og lækjum á vorin, meðan snióinn var að ley.sa, og varð að hafa vakandi auga fyrir því að brjóta niður snjó- inn; annars gat þeirri skennu verið bani búinn, sem ætlaði yfir gilið yfir á næsta rinda. Líka voru krapablár oft hættu- spil á vorin. Eg heyrði gamla fólkið oít tala á þann veg. að jörðin gerði mikið að reðan, þegar þessi tími árs var kom- inn. Enda sást það bezt, þegar maður braut niður snjóinn, þá hafði húsa.ð svo mikið frá sjálf- um lækninci, og oft sem bakk- arnir m fðft am lækjunum voru SVEINN frá Skógdal: klakalausir og grænir. — Þó ærnar væru höfuðsetnar um burðinn kom það oft fyrir að ein og ein læddist burt til burð- ar. Gerðist það stundum með ■undraverðri fyrirhyggju og snarræði, að þaulæfður vörzlu- maður sá ekki við hinni skyn- lausu sauðkind, þó hann sé æðsta skepna jarðamnar. En sjálfsagt var að safna liði og leita hins týnda sauðs eða sauða, því hér gat verið um líf og dauða að tefla. Þá var oft komin kyrrlát nótt eftir ys og þys hins langa vinnudags. Já, svo var þá, iað oft var hvíld og svefn’ af skornum ■skammti um sauðburðinn. Slik störf heimta sérstaka árvekni og umhyggju, ef öllu á vel að líða, og að maður geti hvergi sjálfum sér um kennt yfirs.ión- ir eða trassaskap. Öllum jeim handtökum, smáum sem stór- um, er hér að lúta, er ekki hægt að lýsa í stuttu máli, en sá veit bezt um það sem reynt hefur. Þó oft verði miklir örð- ugleikar og lítil hvíld um sauð- burðinn, skilur sú starfsgrein, ef ve.l er stunduð, eitthvað það eftir'hjá manni, sem ég tel bæði þroskandi og heilbrigt. — Þegar sauðburður var langt kominn var laðið stungið út úr fjárhúsunum svo fljótt sem því varð við komið og flutt út á túnið í námunda við húsin og þurrkað þar til eldiviðar. Fór •sú vinna þannig fram, að veniu lega stakk húsbóndinn, en krakkar notaðir til að bera hnausana til dyra. Úti fyrir dyr um var fullorðinn maður mcð hjólbörur, sem ók svo hnaus- unum á þurrkvöllinn. Komu þá konur til sögunnar með stóra hnífa og klufu hnausana í þunn ar flögur og breiddu þær til þurrks. Þegar -flögumar höfðu svo þornað, það er upp sneri, voru þær reistar upp á rönd tvær og tvær saman og studdu þannig hvor aðra. Þegur svo flögurnar virtust að mestu gegri þurrar, voru þær bornar sam- an í stóra hlaða, sem stóðu utí yfir isumarið. Á haustin var svo eldiviður þessi flutur mn undir þak eða torfþakinn þar úti, sem hlaðar þessir stóðu. Þar sem taðið var þurrkað þurfti ekki að bera á. Virtist grasið vaxa vel undan þessari taðþurrkun. Túnávinnslan var í því fólgin að mylja skítinn og koma honum yfir túnið svo fljótt á vorin sem við varð kom ið. Og áður en grasið óx mikið varð svo að hreinsa með hríf- um það sem ekki vildi niður í rótina ganga. Þá var því rak- að saman í /smáhrúgur, og krakkar og liðléttingar voru látnir ,,bera af“, eins og það var kallað. Ef komið var m'k- ið gr.as og blautt var á þó+ti þetta fremur leiðinlegt verk — að draga pokann milli hrúg- lanna og sópa þeim með berum höndunum upp í pokann. Næð- ist áfrakið þurrt var það bo'rið undir þak og notað til eldivið- ar á sumrin eða borið í flórinn til að þerra upp þvagið. Eftir að skítkvarnirnar komu í notkun þótti það bæði flýtis- auki og erfiðisminna að mala skítinn heldur en berja hann sundur með klárum eða öðrum bareflum. Á haustin eða vetr- um var skíturinn fluttur á túnið og beið þar til vorsins i hlössum eða reinum. Ef skít- urinn, einkum kúamykja, hafði ekki frosið og rignt var hann óvinnandi — muldist illa. Ekki mát.ti gleyma í vorönn- unum að þrífa til í heystæð- unum. Eftir veturinn var heyja- torfið komið í tætlur. og lá sumt af því niður í tóftinni og kringum hana, en á veggjunum var torfrusl, sem gert var upp að heyinu að haustinu. Allt þetta torfdót varð nú að breiða til þurrks, og þegar það var orðið þurrt varð iað hlaða því saman og geyma í búnka til haustsins og hlaða því á ný upp iað væntánlegu heyi. Víða var lítið um heyhlöður og þurfti því að rista heyja- torf á vorin, þurrka það (svo meðfærilegra væri það í ailri meðferð) og eiga það þurrt í búnka þegar á þurfti að halda. — Svo var það mótaka á vor- in, sem tók sinn tima. Geldfé, gemlingar og sauðir var rekið til afréttar á vorin 'svo snemma sem hægt var fyrir tíðarfari og öðrum ástæð- um. Svo rak áð því að það varð að gera út menn með nesti og nýja skó til að smala .afréttinn og ná ullinni af þessu fé. Einnig að fara með nokkra hesta undir klyfberare'ðfæri til að koma heim ullinni. Slíkar vörgöngur tóku nokkra daga fyrir þá sem lengst þurftu að sækja. Svo varð að smaiaheima landið til að marka lömbin og taka ull af hálsi og kvið ánna eftir því sem tromað var á þeim. En ær voru ekki rúnar fyrr en eftir fráfærur. Hér að framan hef ég bent á helztu vorverkin, sem misk- unnarlaust ráku hvert annað og ekki varð undan komizt fyr- ir hvert heimili, sem halda vildi heiðri sínum og verða ekki undir í lífsbaráttunni. Nú var aðeins vika til siáttar og frá- færna, sem oft bar að um líkt leyti. Vitanlega voru nóg vrrkefni heima fyrir, svo sem að gilda upp gamla húsveggi sern hlaup var í .og komnir að hruni o. fl. o. fl. I þetta sinn dettiir hús- bóndanum það í hug að fara í vegavinnu, og að ég fari með Framhald at 11. síðu. ’Þær Lárviður sorganna, laufkvak i grœmtm skógi, lífsms rómnr í dumbri örtefaftögn, sálnarma harmur 1 sœlum unaðarhlátri, sáitmáli hjartans við ttmans dulrœðu mögn. Reikandi sólir á hjartans glótuðu himnuni, beimar af bvitu Ijósi í myrkranna f>röng, úthaf í tári, uppgjöf sem fagnar sigri, ástleitin þögn sem fyllir beiminn af söng. Rauð' og bvit spratt rósin úr bliknandi jörðn, risu hríslandi skógar úr sofandi mel, brámánar heitir og bjartir á vonirnar skinu, breyttust i sóldaga vetrarins grimrnu él. Neiyrði dimmt eins og nótt sem gleymir að líða, nafnlausra viti i ókunnra hafa röst. Bálfcr kœrleikans, blóm i tröðkuðum lundi, bíenir sem skapa úr gráti söngvanna þröst. Hljómlist guðanna helgiið af móðurbrosi buggun kúgaðra þfíða: Það birtir nú senn. llmróddin skœr úr andans frostunum kyssir eilíft lif fyrir týnda og bugaða menn. Uno oq saklaus með œskubrosið á hvarmi, o o eins og blómin sem gróandans fegurð tjá. Rdeykyngi frjó eins og moldir risandi sumra, málstaðitr barnsins i drottinkynjaðri þrá. Gísli H. Erlendsson. Ur lífi ttlþýðu fyrir 54 árum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.