Þjóðviljinn - 26.07.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.07.1953, Blaðsíða 8
£)' — ÞJÓÐnULJINN — Sunnudagur 26. júlí 1953 til setur sig í hermannastellingar, er við göngum fram hjá. Aðrir liggja í kofunum og hvíla sig — flugnanetin eru dregin upp- Á veggtöflunni eru landabréf af. Kóreu og 'ljósmyndir af Henry Martin, liðsforingjanum franska, sem afplánar nú 5 ára fangelsis- dóm í Melun af því að hann dirfðist að rísa upp gegn stríðinu .... Þarna eru iíka ljósmyndir af Ho Chu Tieh (Íío forseta) og myndir .af Stalín, faldaðar svörtu. Rifflarnir standa í röðum framan við kofana. Það eru mestmegn- ís bandarískar riddarabyssur. En þa,rna eru lika sprengjuvörpur, 30 og 50 mm, franskar og margar höggfríar „basúkur“, sumar smíðaðar í Viet-Nam. Það var þetta herfylki, sem tók svo mikið heprfang síðastliðið haust, að hver hermaður gat fengið nýjan riffil. Auk þess náði það á sitt vald heilmörgum vélbyssum. Það er skotið á fundi í einu rjóðrinu. Hermennirnir sitja með krosslagða fætur á rauðgulri jörðinni. Og svo syngja þeir. Það er söngur, sem ekki gleymist. Skógurinn endurvarpar röddum þeirra líkt og bergmál. Skyndilega rís einn þeirra upp til að flytja kvæði, sem hann hefur ort, á stundinni í tilefni þessa atburðar. Hann er forsöngvari, hinir taka allir undir viðlagið. Herdeildar- fulltrúinn heldur stutta ræðu, og áheyrendurnir gera svo góðan róm að tölunni, að hann verður að gera hlé á hvað eftir annað. Eg er spurður, hvort ég vilji segja nokkuð- „Bandaríska þjóðin á ekki í stríði við Viet-Nambúa,“ sagði ég. Það var þessi óbrotna setning, sem kom þeim öllum til að rísa upp í hrifningu og er hún kannski ekki sönn. Við settumst þayna hjá sjö hermönnum, völdum af handahófi og nú liófst einskonar skoðanakönnun í Gallups-stíl. Fimm þeirra voru frá Óshólmunum og tveir frá þeim svæðum, sem þjóðarher- inn hafði leyst undan okinu. Allir voru þeir af bændum Jtomnir. Fjölskylda eins hafði fengið jarðnæði hjá lýðveldisstjórninni. Fimm voru i Lao-Dongflokknum, flokki hinna vinnandi stétta. Þrir voru kvæntir. Nýlenduherinn hafði myrt konu eins þeirra fvrir tveim árum, og honum varð tregt um mál, er hann sagði frá því .... Meðalaldur þeirra var 22 ár, og þeir höfðu gengið í þjóðarherinn é mismunandi tíma, frá 1948—’50. Allir höfðu þeir tekið þátt í síðustu þremur herferðunum — og enginn þeirra séð Bandaríkja- :rnann fyrr .... ,,Og hvers vegna genguð þið í herinn?“ spurði ég. Ungur maður hankaði með hendinni. Hann ætlar að hafa orð fyrir þeim. „Eg var ungur,“ sagði han’n, „og ég gekk í herinn til að gera skyldu :mína viö frelsi lands míns . .“ - Síðar, að loknum hádegisverði, sátum við yfir nokkrum bjór- kollum. Það var Quinquanna-öl, sem er þruggað í Viet-Nam og mjög ramt. Vu herforingi sagði, okkur frá hermönnum sínum. Hann var sjálfur járnbrautarverkamaður áður fyrr, og það var hann, sem var oddviti Tu-Ve-liðsins fræga, sjálfsvarnarsveitanna, sem héldu Hanoi á valdi sínu frá desemberlokum 1946 þangað til i byrjun febrúar 1947 — og vöfðu svo undanhald lýðveldishersins. Fiestir af þessum hermönnum eru úr þeirri herdeild — en sumir úr skæruliðasveitum í óshólmunum. Og skýringin á hernaðará- röngrum þeirra er stjórnmálaleg þjálfun þeirra og uppeldi — og svo það, að þjóðarherinn ver miklum tíma í að iðka hernaðarlist, beráttuhögun, herbrögð og vopnameðferð. .,Við hvetjum hermenn okkar til að leysa frá skjóðunni, segja ævisögu sína — og svara því, hverjir séu vinir þeirra og hverjir íjendur. Þegar þeir skýra frá reynslu sinni, fyllast raenn okkar hátri á nýlendukúgurunum. Þeir e.ru mjög vingjarnlegir ásýndum, eins og þér sjáið, en í orustum eru þeir grimmir. En við höfum innrætt þeim að auðsýna fjandmönnunum alúð, jafnskjótt og þieir hafa gefizt upp.“ Það er deild úr Lao-Dong-flokknum í hverju herfylki og hveiyi hereiningu, og þessar flokksdeildir eru máttarviðir hersins. Þar er rætt um hvern áfanga í þeim orustum, sem fram undan eru. Og þarna hefur pólitíski fulltrúinn alla þræði í sinni hendi; og staða hans í hernum er reyndar eins mikilvæg og herforingjans, ef frá eru skilin sjálf hernaðarátökin. Fordæmum af hetjum þeim, sem Vie-Nambúar hafa eignazt, er sífellt brugðið upp fyrir hermönn- unum. Það er t- d. sagan um hinn fræga da Van Cau. í herferðinni 1950 var skotinn í sundur á honum framhandleggurinn. Hann lét taka hann af og notaði sundurskotna skyrtuna i sárabindi — og svo hélt hann áfram að sundra bjálkahúsi fjandmannanna — •festi dynamitsprengjuna á milli fóta sér og togaði í kveikiþráðinn með vinstri hendinni. Eg bar nú fram þá spurningu, sem ýmsum lesendum mínum kann að þykja séirstaklega bandarísk: Áttu þeir ekki við sálfræði- leg vankvæði að stríða í hernum? Það vottaði fyrir brosi á andliti JOSEPH STAROBIN: Islenzkes kiseslfspfmuine^si vantcir undSrslöðu Hér ætla ég sérstaklega að ræða um varnarleikinn, því þar eru miklir gallar. Að leika í vöi’n er ekki það að hopa að eigin víta- teig og sparka knettinum til allra hliða til þess að fá hann sem lengst burt og hægt er. Slíkur leikur er venjulega byrjun að stórfelldu tapi. Nei, varnarleikur er sérstak- lega fólginn í þeirri list framherj- anna að létta stöðuga sókn mót- herja með því að ná valdi yfir miðvellinum án þess að hefja stöðuga sókn sjálfir. Með öðrum orðum: þeir reyna stöðugt að hindra móthqrjana í að undir- búa sókn með því að gæta mið- vallarins, reyna að ná knettin- um og ef til vill byggja up"þ á- hlaup sjálfir án þess þó að hætta sér of langt fram. Varnarleikur er hættulegur því það getur far- ið illa, en leikur sem hér er nefndur er þó ekki eins hættu- legur eins og að verjast allir í eigin vítateig án nokkurs skipu- lags. Skiptingar eru þáttur í skipu- legri kunnáttu. Það verður líka að þjálfa í smáatriðum. Hér er um mjög þýðingarmikið atriði að ræða, sem sé stöðu leikmanns á vellinum. Því miður er það al- gengur og mikill misskilningur að álíta að leikmaður megi ekki af og til skipta um stöðu og leika alveg á nýjum stað. T. d. að framvörður leiki sem framherji eða sem bakvörður. Leikmaður getur ekki aðeins skipt um stöðu, hann getur gert það þegar leikurinn gefur tilefni til- Hann verður því alltaf að vera undir það búinn að taka aðra stöðu sem er auð, hafi ann- ar leikmaður skipt og farið á nýj- an stað. Engin staða má vera yfirgefin og auð. Fari t. d. fram- vörður með knöttinn í línu fram- herjanna, sem oft getur komið fyrir, hafi hann betra tækifæri til þess en senda hann frá sér, þá, á hinn stöðulausi framherji að koma aftur sem framvcrður. Fari útherjinn inn á völlinn skal inn- herjinn fara út. Skjótist miðherj- inn út til hliða^- verður annar að koma í staðinn. Með öðrum orð- um: Það skal vera maður í hverri stöðu. Sérstaklega er þetta nauð- synlegt í vörninni, þar sem sam- starfið milli bakvarða og, fram- varða hefur úrslitaþýðingu. Hindri bakvörður útherjann verður framvörðurinn að vera reiðubúinn að hlaupa aftur til að hindra, mistakist bakverð- inum sín tilraun. Bakvörðurinn skal yfirleitt ekki elta leikmann sem hefur leikið á hann. Það er glatað strit. Hann skal aftur á móti koma inn sem framvörður og láta framvörðinn taka stöðu bakvarðar. Með því losna menn við að hlaupa saman í hópa og með þvi skilja eftir auðar stöður. Oll slík atriði verða að lærast á æfingum. Aðalatriðið er sem sagt að leikmenn hafi lært að þekkja hvern annan og losna við allan misskilning. Gæzla mótherjans er skipulag. Maður gætir hans með því að taka sér stöðu alveg hjá honum og með því takmarka at- hafnasvæði hans. Því minna svæði og tíma sem leikmaður hef- ur til umráða, því erfiðara er fyrir hann að leika. Það er rangt að standa marga metra frá mót- herja í von um að það muni samt takast að stöðva hann. Það sama gildir þegar taka skal á móti knetti sem kemur úr hæð. Maður slcal þá alltaf reyna að ná valdi yfir svæðúm þar sem knötturinn lcemur niður, með því hindrar maður að mótherjinn nái þeim stað. Þeim sem tekst það, nær knettinum. Þá komum við að aukaspyrnum og innvarpi. Hvorttveggja verður að noífæra sér skipulega. Inn- kast skal framkvæmast strax og þá til samherja. Það er rangt að bíða, því það eru mótherjarnir sem þegar cru á verði. Auka- spyrna er minniháttar dómur fyr- ir brot. Sá sem spyrnir skal nota tímann, spyrna fljótt, strax og blístra dómarans heyrist skal hann spyrna. Það er betra að gera það áður en mótherjinn hefur fengið tíma til að koma sér í varnarstöðu. Gegn þessari reglu er mikið syndgað í íslenzkum liðum. Htn skipulagslega hlið leiksins vqrður líka að vera liður í þjálf- uninhi, og ég vil hálda frám, að ménn verði að æfa þetta rrieira en leiknina. Eða réttara sagt, hvorttveggja verður að æfast full komlega. Það er rangt að álíta að skipulág lærist í leik. Nei, maður veit aldrei hvað getur komið fy-rir í leik og -veru- lega góður leikmaður á aldrei að vera í vandræðum unr hvað hann á að gera. Ekkert á að vera hon- um ókunnugt, og þá sízt í leik. Það geta komið fyrir slík atvik þar sem maður verður að ákveða og framkvæma fljótt. Þá er það undirbúningurinn sem maður get ur gripið til. Þess vegna verður að æfa og læra skipulagið mjög vandlega. Þá verða menn að skilja þá staðreynd að' það er mikill munur á æfingum í skipu- lagi og leikni. Við æfingár leikn- innar geta menn vel verið einir, en við skipulagsæfingar er nauð- synlegt að allt liðið sé saman. Sá sem skilur þetta mun þá líka skilja að það kemur ekki liði að notum í leik ef aðeins tveir eða þrír koma til æfinga. Þessi at- hugasemd á vonandi rétt á sér og til nánajri athugunar fýrir alla þá leikmenn sem álíta að „ég er svo góður að ég þarf ekki að æfa“. Skipulagið er ne.fnilega ekkert annað en sambland af leikni hvers einstaks í samstarfi við hina í liðinu um fræðilega uppbyggingu leiksins og því ná- kvæmara sem þetta samstarf er, því betri leikur. Bregðist eitthvað af þessum at- riðum kemqr það strax fram í lélegri leik. Verkamanna- flokkurinn Framh. af 5. síðu unum væri látin í Ijós andstaða við endurhervæðingu Þýzka- lands. Hver flokksdeild hefur heim- ild til að senda eina ályktuii til flokksstjórnarinnar, sem síð- an á að viana úr þeim og sam- eina þær, sem að efni til eru nær eins. Fyrirlesarinn sagði, að allar þær álýktanir, einnig þær séni fjölluðu um innan- landsmál, sýndu, að stefna flokksstjórnarkmar hsfði beðið skipbrot, en vegur vinstriarms- ins vaxið, enda þótt reynt hefði verið að múlbinda forvígismenn hans. Það væri greinilegt að skoðun vinstrimarinanna ætti mikinn hljómgruan meðal ó- breyttra flokksmanná, og miklu meiri en liægrimennirnir í flokksstjórninni hefðu talið. Sófasett | og einstakir stólar, margar gj gerðir. Húsgagnabélstnm ,1 Ezlliigs lóríssðnaí I Sölubúð Baldursg. 30, opin 1 kl. 2—G. Vinnustofa Hofteig 1 30, sími 4166. g Bólsfroð hósgögn Armstólar Svefnsófar Viðgerffir Húsgagnabólstiun Þoikels Þoileifssonai, Laufásveg 19. —* Sími 6770 ----------------------—^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.