Þjóðviljinn - 05.08.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.08.1953, Blaðsíða 4
4) •— ÞJÓÐVILjINN — Miðvikudagur 5. ágúst 1953 /■ \ l ★ BÚKARESTÞ Æ T T I R ★ y refintýrsins f áml Staddur í Bad Schandau 27. júlí. ' Við lásum forðum daga í bók- um um suðræna sóldali, þar sem bláar elfur liðu fram lygn- um straumi milli gróinna bakka, og sléttar grundir fyrir ofan. Síðan tóku við brattar hlíðar vaxnar skógi, en falleg hús með ævintýraljóma stóðu við hlíð- arrætur eða gægðust út úr þykkninu uppi í hlíðunum. Of- an við skóginn tóku við þver- hníptir klettar, og þar stóð höll á einni gnýpunnj, en yfir djúpa gjá nokkru sunnar lá dálítil brú sem fullhugar einir þorðu að ganga. Fyrir enda dalsins reis nakinn klettur við himin, yfir skóg og hlíð, og var nefndur Litlisteinn fyrir lítiilætis sakir. Á ánni sigldu hvít hjólaskip með huldufagrar meyjar sem við unnum allir, og allur dalurinn stóð í grænni dýrð, vafinn sól- skini og angan og hlýjum vind- um. Þetta lásum við í bókum forð- um. Seinna komust við á þá skoðun að þessar lýsingar væru lygisögur einar og skrök. En sá sem þetta ritar er í dag einmitt staddur í einum þessum dal þjóð sögu og ævintýris- Og Bad Schandau er bær og járnbraut- arstöð í þessum dal. Allt sem við lásum ung kemur nákvæm- lega heim við þennan dal — nema bókin sagði ekki alveg ailt: Æska þessa dals er frjáls- legasta fólk sem ég hef séð. Er ég sit hér í 29 stiga hiía á ber- svæði í tjaldbúðunum okkar á bakka Saxelfar, heyri jmasið í börnunum er bíða eftir hjóla- skipinu á bryggjunni, sé landa mína reika brosandi um flötina, veit glaða önn fólksins allt um kring — þá finnst rnér að ég hafi vart séð lífið né náttúruna í fegurri mynd. Bad Schandau liggur á landa- mærum Þýzkalands og Tékkó- slóvakíu á að gizka 50 kílómetra suðaustur af Dresden. Land- svæði þetta heitir í daglegu tali hér Saxneski Sviss, en þessi dal- ur nefnist Elfardalur eftir Sax- elfi sjálfri. Það er járnbrautar- stöð hér uppi á brekkunni, en á flötinni niðri við ána hefur aust- urþýzka æskulýðssambandið reist okkur tjaldbúðir miklar þar sem við búum. En nú ér að segja frá dvöl okkar hér. Um ferjubæinn Warnemiinde fara tugir þúsunda æskumanna og annarra á Búkarestmótið. Til dæmis verða Frakkar að fara þar um, vegna þess að leiðin um Vesturþýzkaland var þeim lok- uð. Sama gera Hollendingar og miklu fleiri þjóðir. Það er mikið verkefni að flytja allan þennan hóp þvert yfir landið, og hefur því það ráð verið tekið að flytja hvern flokk um sig til suður- landamáeranna jafnskjótt og hann er kominn inn í landið. Við landarnir urðum fyrstir til Warnemúnde, héldum þaðan strax, og bíðum nú hér eftir fleiri Búkarestförum frá öðrum þjóðum, til að fylla lestina sem flytur okkur áfram til Búka- rest. Eins og gefur að skilja er ekki hægt að senda okkur svona fá með sérstakri lest. Það verð- ur að nýta lestarrúmið til hins ýtrasta, en jafnskjótt og hingað er kominn nægur mannfjöldi til að fylla lest munum við halda áfram. Verður það að öllum lík- um á morgun- Þegar hér er komið skrifinu eru búðirnar að tæmast í svip- inn. Meirihluta okkar hefur ver- ið boðið að sigia með hjólaskipi upp Saxelfi; þaðan verður tek- in járnbraut upp í fjöllin. Hinir eru að fara í gönguferðir um nágrennið, en munu fá skips- ferðina og járnbrautina í fyrra- málið. Hér skammt fyrir utan er geysivoldug brú yfir fljótið, og hótel á fjallsbrúninni fyrir ofan, og ætla einhverjir þangað. Allir eru kátir og ánægðir, eins og þeir hafi sjaldan lifað sælli dag. — Hér er sú mesta umferð sem ég hef sáð. Fljótabátarnir eru hér á sífelldum þönum aftur og fram Um ána, og sýnast flestir fullsetnir — og eru þó mikil skip sumir. Eg hef spurt hverju allur þessi mannfjöldi sæti, ög fékk það svar að hér í grennd- inni væru 20 sumarhótel er „or- lofssamband verkamanna“ hefði umráð yfir. Væru þessir farþeg- ar skipanna verkamenn í sum- arleyfi með fjölskyldum sínum; sumir að fara í leyfi, aðrir að koma úr því, en flestir á skemmtisiglingu í leyfinu sjálfu. Þau veifa til okkar utan af ánni, Framhald á 11. síðu. FRÁ BAD SCHANDAU Einar FríSriksson | frá Hafranesi ln memoriam Ég ætla ekki að lýsa tilfinning' þeirri, er greip mig, þegar mér var sagt, nú fyrir nokkrum dög- um, að hann Einar Friðriksson væri dáinn. Ég vissi að vísu, að hann bjó við mein — hjartasjúk- dóm — sem ekki verður sigrazt á, þótt enginn merkti það við daglega umgengni. En samt fannst mér ekkert fjarstæðara en dauð- inn, þegar mér varð hugsað tii hans. Það getur ekki verið satt, sagði ég við sjálfan mig. Þó vissi ég, að það var satt. Það voru aðeins nokkrir dagar síðan ég sá hann síðast, og röbbuðum við þá sam- an lengi kvölds. Var hann þá jafn fjörugur, jafnungur í anda og orði sem alla tíð endranær. Ekk- ert hefði verið fjær sanni en kalla hann gamlan, enda þótt hann teldi að árum hálfan þriðja manns aldur. Þegar ég kvaddi hann, var mér efst í huga tilhlökkunin að sjá hann aftur. Mér fannst ég allcaf eiga svo mikið vantalað við hann. Það var svo ótalmargt, sem ég þurfti að spyrja hann um. Kynni okkar voru ekki löng. Og þegár þar við bættist aldurs- munur fimm tuga, þá mundi kannski einhver ætla, að þau hafi verið nokkuð yfirborðskennd- Svo var þó ekki. Enginn kunni betur en Einar að brúa það djúp, sem skilur á milli tveggja manna. Hann átti til að bera frásagnar- gáfu, sem er löngu rótgróin með íslenzkri þjóð, þá sömu gáfu, sem færði okkur fornsögur og þjóð- sögur. Naut hún sín svo vel í lát- leysi sínu, að hann þurfti aldrei að grípa til þess ráðs að mála með sterkum litum eða beita brögðum, til þess að halda athygli hlustand- ans. ÖU orð hans og gerðir féllu svo að manninum, að þar gætti einskis misræmis. Hann kunni þá list að vekja til lífsins liðna atburði, svo manni fannst maður sjálfur vera áhorf- andi eða þátttakandi. Þannig gaf hann mér hlutdeild í fortíð sinni og brúaði hálfrar aldar bil á milli okkar, svo að mér finnst ég hafa þekkt hann miklu lengur [ en árafjöldi vísar til. Ég leit þó aldrei á hann sem gamlan þul;- hann var alJtaf jafnungur, hvort sem horft var yfir sjónarsvið nú- tíðar eða fortíðar. Ég hef þekkt menn, sem h'aía sagt vel frá löngu liðinni tíð, en ég hef ekki þekkt j Einar Friðrlksson neinn nema Einar, sem gat gert hana unga að nýju. Þótt ég minnist kannski lengst þessara eiginleika Einars, þá var þó annað í fari hans, sem ég undr- aðist enn meir: það var hin ytri fágun og snyrtimennska hans. Hef ég ekki í annan tíma komið auga á hollara fordæmi fyrir^unga sem gamla i þeim efnum. Veit ég, að slíkt var honum að öllu eðlislægt, þar sem hann ólst upp á hinu mesta harðæri undangenginnar aldar, en stundaði síðan erfiða stritvinnu sem bóndi og útvegs- maður öll sín beztu ár. Á seinni árum, þegar Einari hafði gefizt tími og næði hér í Reykjavik, birtust öðru hverju eftir hann ljóð og ritgerðir í blöð- um og tímaritum. Var það að mestu helgað átthögum hans og uppvexti. Ef ég hefði átt von á Framh. á 11. síðu. Siysaiaus umíeið um helgina Rannsóknarlögreglunni var ekki kunnugt um nein umferða- slys um verzlunarmannahelgina og sömu sögu hafði Slysavarna- félagið að segja. Helgin var því í þeim efnum rólegri en í fyrra. SVEINN frá Skógdal sendir Bæjarpóstinum þessar línur: Þegar forsetahjónin brugðu sér til Vestfjarða í sumar var útvarpið einstaklega hugs unarsamt að lofa okkur hiust- cndum að fylgjast vel með því hvað þau voru stödd á hverjum tíma og hverjir voru svo hugulsamir að veita þeim móttöku þegar þau komu þar í sveit. Allt þáð fréttavafst- ur fór útvarpinu vel úr hendi og minnti það nokkuð á fréttafrásagnir um Elísabetu Englandsdrottningu þegar henni verður á að setja á sig slegið sjal og bregða sér að heiman. Og þá er mikið sagt í samjöfnuði. Ó, jæja. Vel má vera að svona fréttaburð- tu* sé bæð fróðlegur og nauð- synlegur fyrir þjóðina. Það er ekkert að marka — því Fréttir af ferðalögum ég er orðinn gamall — þó mér þyki skemmtilegra að hlusta á veðurútlitið og hvernig síldveiðin gengur fyr- ir norðan. Á VEGUM Ferðafélags ts- lands er nú á ferð um Vest- firði allstór hópur manna héðan úr Reykjavík, sem ferðast eftir fastri áætlun og er að kynna sér lifandi landa- fræði og merka sögustaði, sem nóg er af þar vestra. Nú — Farið til Spánar steinþegir útvarpið um ferða- lag þessa fólks um Vestfirði og varð ég fyrir sárum von- brigðum vegna þess sem á undan var gengið. Óefað get- ur ferðafólk þetta greint frá mörgu sem hlustandi væri á, til dæmis hvað liði samgöng- um milli héraða þar vestra, hvað af leiðinni væri farið á sjó, hvað á hestum og hvar væru komnir bílvegir yfir há- iendið, — og hvernig nú væri umhorfs á hinum fomu stöð- um sögunnar. Mér dettur í hug að fréttavinir útvarpsins þar vestra hafi oftekið sig á forsetafréttunum og því þegi útvarpið nú um ferðir þessa fólks, sem nú gistir Vestfirð- ina. Eg er samþykkur því að betra sp minna og jafnara. SAMI MAÐUR skrifar um Raunir Hermanns. Á framboðsfundi í kjördæmi Hermanns Jónassonar var rætt um hið dæmalausa verð- lag á öllum hlutum, sem stjórnin hafði lagt á þjóðina með hinni illræmdu gengis- lækkun. Vitaskuld vildi Her- mann reyna að verja gerðir sinar og hinnar óvinsælu rík- isstjómar og gerði það með þeirri gáfulegu röksemd að benda kjósendum á að fara til Spánar — Fárið til Spán- ar, farið til Spánar, stagað- ist Hermann á, og kynnið ykkur verðlagið þar. Var honurn bent á að Stranda. menn hefðu ekki ráð á slíku ferðalagi, þeir væru yfirleitt fátækir og gætu ekki veitt sér slíkan „lúxus“ — Annað’ mál væri með ráðherrana okkar, sem létu þjóðina kosta flugferðir sínar suður i ]önd á algerlega óþörf kjaftaþing! VEGNA ÞESS sem bréfritari segir um fréttir útvarpsins af ferðalögum kemur mér í hug, að nú er 200 manna liópur á ferðalagi „fyrír austan tjald“, 200 manna hópur af íslandi á stórkostlegu æskulýðsmóti í Búkarest í Rúmeníu. Ein- hverntíma hefði það þótt fréttnæmt. Og ég held að það verði tæplega eins auðvelt fyrir útvarpið að þegja þessa. Framhalö á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.