Þjóðviljinn - 06.08.1953, Page 6

Þjóðviljinn - 06.08.1953, Page 6
6) — ÞJÖÐVTLJINN — Fimmtudagiir 6. ágúst 1953 þlÓOVIUINN jTtccfandi: Bameiningarflokkur alþýðu — Bósíalistaflokkurinn. RHstJórar: lí&gnúa Kjartanason (áb.). SigurCur Guðmundsaon. ÍTéttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Áuglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgrelðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áakxlftarverð kr. 20 á mánuðl i Reykjavík og nágrennl; kr. 11 mbití staðar á l&ndinu. — Lausasöluverð 1 kr. elntaklð. Prentsmiðja Þjóð\iljans luí. Jafnvægi benjamínskunnar er í hættu Bjöm Ólafsson vjðskiptamálaráðlten*a hefur þungar áhyggj- ur. Hann getur ekkú á sér setið að .tjá þjóðinni af hverju þær gtafi. Haian lýsti orsökunum svo í ræðu á frídegi verzlunar- manna: „Ná lítur út fyrir að árferði verði gott tdl lands og sjávar Heyfergnr er tnikill og góður um Iand allt. Þorskafli hefur verið í betra lagi. Sala afurða hefur gengið vel og- veríið hefur verið hagstætt. i— Allir hafa nóg að starfa og viðskipti fara vaxandi. Við slíkar affstæður gerast menn bjartsýnir og vongóðir um framtíðina. En við snegum ekki ganga þess duldir, að litlu þjoðfélagi, sem okkar, getur veríð hætt, ef einhver truflun kemst á at- vinnu- og efnahagslífið, þótt það hafi á sér svip velmegunar á yfirborðinu. Okkur getur stafað meiri hætta af mikilli yfir- borðsvelmegun en talsverðum mótgar.gi“. Áhyggjur ráðherrans eru miklar og skiljanlegar : Árferðið er gott. Grasið sprettur vel og víðast hvar góður þurrkur. — Þorskurinn aflast vel. Að vísu lét ríkisstjómin banna hraðfrystihúsunum verkun hans um tíma, en nú neydd- ist hún til að gera samning við Sovétrikin um sölu á freð- fiski, svo hægt er að fara að vinna með fullum afköstum. Jafnvel togaramir, sem hún var að láta stöðva, geta farið af stað. — Og það er sjaldan ein báran stök: Jafnvél. síldin, sem látið hefur ríkisstjórnina í friði undanfarin ár og hjálpað þanmg_ tíl að skapa ,,jafnvægið“, er svo ósvífin að koma og láta salta sig. Að visu dregur ríkisstjómin úr útgerðinni eftir mætti með lánsfjárskorti og hernaðarvinnu, — en samt .... Það ægi- legasta af öllu, að áliti ráðherrans, er að ske: ,,Allir hafa nóg að starfa“. Auðmaðurinn, sem féfletti þjóðina með Coca-colabrugginu, er hræddur. Ráðherranm, sem fyrirskipaði bönkunum lánsfjár- tregðuna við alþýðufólkið, sem þrælar við að koma sér upp íbúðahúsum, er óttasleginn. Ameríski erindrekinn, sem leiddi gengislækkunina yfir þjóðna og rændi þriðjungnum af því kaupi, sem verkalýðurinn með harðri baráttu hafði tryggt sér, er skelfingu lostinn: Hanr. s<»r að „,jafnvægið“ er að hverfa. Ríkisstjórnirnar, sem setið hafa að völdum síðan 1947, hafa með miklum erfiðismunum og eftir amerískum ráðleggingum verið að baksa við að koma þessu „jafnvægi“ á: Mátulega miklu atvinnuleysi, mátulega sárri neyð, mátulega þröngu húsnaeði, mátulega minnkaðri kaupgetu, — hjá alþýðu manna. En vaxandi stórgróða hjá einokunarklíkunni, nýjustu lúxus- bílum hjá stórlöxunum, óhóflegri eyðslu hjá ríkisstjórniimi og gæðingum hennar. Hvað þýddi þetta „jafnvægi"? Það þýddi m.a. að meðan unglingar yfirstéttarirjnar. leika sér í nýjnstu lúxusbílum, verða böm fátæklinganna, sem rík- isstjórnin hindrar að byggt sé yfir samkvæmt lögum, að hýrast í bröggum og spyrja leiksystkini sín: Er ekki afskaplega gaman að búa í húsi? Þetta „jafnvægi" þýddi að einokunarklíkan gat, með at- vinnuleysissvipuna um öxl, haldið niðri kaupi verkamannsins og ræn.t sjálf, löglega og ólöglega, tugum og hundruðum millj- óna króna af því verðmæti, sem alþýðan skapaði með vinnu sinni. Og nú er Björn Ólafsson hræddur um að þetta „jafnvægi" milli auðvalds og alþýðu sé úr sögunni, hræddur um að „bjart- sýni“ fari að grípa um sig, -— hræddur um að alþýðan heimti sinn liluta af velmeguniiani. Hann var hræddur um það sama 1942-’44. Og hann hefur ástæðu til að vera hræddur nú. Úr aðeins helmingnum af því sementi, sem nú er keypt frá Sovétríkjunum fyrir fisk, sem ríkisstjórnin ætlaði að hindra að yrði veiddur, er hægt að byggja á einu ári '1200 íbúðir, fjögra herbergja, og útrýma sárasta húsnæðisskortinum i Reykjavík. — Og þannig er hægt að auka velferð alþýðunnar á öllum sviðum. Umboðsmenn ameríska auðvaldsins, sMpuíeggjendur fátæktar og atvinnuleysis hafa ástæðu til að óttast: Alþýða Islands sér að hún getur tryggt sér og börnum sínum velmegun, ef hún stendur sameinuð og stjórnar sjálf. Og hún mun vfkja úr vegi öllum þeim, sem standa gegn því, að hún geri það. B U K A R E S T Þ Æ T T I R i HvíldarKeimili verkamanna í Þýzka alþýðulýðveldinu Bad Schandau, 29. júlí. Eg sit hér enn á grænni flöt í tjaldbúðunum okkar, í skógi- vöxnum dal, imdir heiðum himni, við bláan straum. En nú er hér meiri giauri'iur eri um daginn, því félágar úr .-Freie Deutsche . Jugend standa fyrir léikjum 4 ■ þéssari sömu flöt, og hvetja íslendinga og Svía ört til þátttöku. Hefur sjaldan sézt frjálsai-a fólk og glaðara en þessir félagar, jafnkátir í leik, jafnajvörufullir í starfi. Þetta fólk ber framtíðina í skauti sér, er lífvörður sósíal- isma og menningar, skapað til að þoka heiminum fram i átt til friðar og hamingju og bróð- ernis. — Okkur var í gaer boðið í merkilega för. Það var ekki langt ferðalag, aðeins hérna yf- um þæíti þessa verks: hvildar- heimilum verkamanna. Lág- markssumarleyfi verkamanna hér er 14 dagar, margir hafa þriggja vikna leyfi og þaðan <af lengra. Og það hefur verið séð fyrir því að þeir gætu notið þessarar hvíldar á sem fullkomnastan og ódýrastan hátt. Um gjöi'vallt Þýzka al- þýðulýðveldið hefur verið kom- ið upp hvíldarheimilum verka- manna, þannig iað nú rúma þau samtals nær 700 þús. manna samtímis. Og það er stórt at- riði í þessu sambandi að ekki dvelja verkamenn einir á þess- um hvíldarheimilum, héldur geta þeir einnig haft fjölskyld- ur sinar með sér. Hjón með 8 börn geta t. d. dvalizt þar eins og ekkert sé, í sinni eigin íbúð, og haft alla sína hentisemi. ÚR DAGSTOFU HVÍLDARHEIMILISINS I ir ána og stuttan spöl til aðal- byggðarinnar í Bad Schandau. Okkur var sýnt þar eitt hvíld- arheimili verkamanna, en þau eru nær 20 hér í grenndinni. Þetta heimili reyndist eilt æv- intýrið í för okkar. Síðan Þýzka alþýðulýðveldið var stofnað hefur hvert átakið af öðru verið gert til að bæta hag og lífskjör verkamanna og allrar ialþýðu. Þess ber að minn asl að það Þýzkaland, er út úr stríðinu kom, var land í rúst- um. Um margra ára skeið hafði framleiðsluge.tu landsins verið einbeitt að hergagnasmíði, en aðrar atvinnugreinar látnar grotna niður í vanhirðu. Her- numdu löndin voru rænd og rupiuð skefjalaust til að fram- fleyta heimaþjóðinni er smið- aði drápstækin og blæddj á vígvöllunum — á svipaðan hátt og nú er verið að eyðileggja íslenzka atvinnuvegi, svo Kan- inn fái sín stórhýsi, sína flug- velli, okkar lgnd og þjóð, sinn vilja. Örlög Vesturþýzlcalands skulu ekki rædd hér, en það má segja að Austurþjóðverjar hafi staðið uppi með tvær hend ur tómar í stríðslok, á rústum húsa sinna, á gröfum vina sinna og vandamanna. Það var ekki um það að ræða að halda áfram þar sem fyrr var frá horfið, heldur varð að byrja allt að nýju, gem aðra atrennu í lífinu. Hér skal aðeins vikið að ein- Hálfsmánaðarvist á hvíldar- heimilí kostar í beinum útgjöld um 50—60 mörk, hvort sem um einstaklinga eða stórar fjöl- skyldur er .að ræða. Verklýðs- félögin, sem ýmist eiga húsin sjálf eða leigja þau af ríkinu, borga ánnan kostnað úr sjóð- um sínum, en í slíka orlofs- og. tryggingasjóð; renna 5 prósent af launum verkamanna að jafn- aði; en þó er sú hundraðstala lægri á þeim er lægst laun hafa. Lægstu mánaðarlaun ó- faglærðra verkamanna leika •milli 350 og 500 marka, og eru það vissulega ekki há laun. Faglærðir verkamenn hafa mun hærri laun, og enn ber þess að gæta að skortur er á vinnuafli, þannig að mikið er um eftir- vinnu, en fyrrgreind launaupp- hæð var að sjálfsögðu miðuð við veniulegan 8 stunda vinnu- dag. Enn er það ótalið, sem niiklu máli skiptir, að húsa- leigá er afarlág, 15—25 mörk á mánuði fyrir sæmilega íbúð meðalfjölskyldu - að ógleymdri alli'i tryggingastarfsemi, hins opinbera sem er orðin mjög víðtæk og heldur áfram að efl- ast. Þv.í miður get ég ekki, að svo stöddu, frætt lesendur Þjóð viljans «m verðlag hér í landi; en landar sem verið bafa að verzla handian við ána í Bad Schandau kveða sumar vörur dýrar, aðrar ódýrar. Sæmilegir vinnuslwr verkamanna, fást hér á 9 mörk. Annars er tvennskon ar verðlag á ýmsum vörum, þar eð skömmtunarvörur eru seldar á miklu lægra verði gegn skömmtunarmiðum, en fást auk þess á hærra verði óskammt- aðar. Matvæli eru hér ríkuleg, og þykjumst við landar flestir sjaldan hafa átt kost á slíkum gnægðum matvæla og á þess- um stað. Fyrsta kvöldið hér í Bad Schandaú var okkur skammtað á diskana, og nfjá ég segja að hver einasti maður hafi leift meii'a og minna. V.ar þá skömmUm niðurfelld, óg þannig minna farið til spillis síðan. .Munum við er heim kemur freista Þess að innleiða hinn ágæta tedrykk í Elfardal, en einmitt þvílíkan kostadrykk vantar okkur heima, ekki sízt ef við fyrir hollustu sakir drægjum heldur við okkur rót- arkaffið. En sleppum því. — Við erum sem sagt stödd í Bad Schandau, og göngum að dyrum (hvíld.arheimilisins ,,Þjóðavinátta“. Fyrir dyrum úti stendur forstöðumaður heimilisins og býður þessa fjar- komnu gesti velkomna. Tvær Vúlkur, er tekið hafa túlkpróf ensku, þýða fyrir okkur, en »inn úr okkar hópi þýðir síðan á íslenzku. Eftir það göngum við inn. Þetta er þriggja hæða stórhýsi i þremur megmálmum. Er ein þeirra reist fyrir stríð, éh hinar tvær eru nýjar og al- veg nýlokið smíðinni. Kostuðu nýbyggingar, endurbætur, Jiús- gögn og annað er tilheyrir yfii' 2 milljónir marka, en húsið er eign verklýðssambandsins. Geta dvalizt í því samtímis 300 manns, það er verkamenn með fjölskyldum sinum. Komum við fyrst inn í borðsíofuna, afar- mikinn geim og bjartan. Var einmitt verið að legeja á borð, en hinsvegar var fátt af íbúum heima er við komum. Þeir voru sem sé úti í garði í skóginum að hlusta á hljómsveit er verk- lýðssambandið hafði sent þeim að leika fyrir þá. Hvenæi' verð ur íslenzkur verkalýður svo rétthár í þjóðféiagi sínu? Við komum næst við í eld- húsinu, er virtist allt hið ný- tízkulesasta. Til dæmis voru búsáhaldaskáparnir upphitaðir, svo ekk; félli móða né gufa á leirinn. Síðan gengum við á næstu hæð, en Þar sáum við fyrst setustofu verkamanna, með borðum og hægindastólum. Var allt nýmálað og mjög hrein lega umgengið, enda rúmgott og bjart. Þarnæst komum við í söngstofuna, er túlkarnir nefndu svo. Þar var geysistór flygill ,í einu hominu; og kom nú heldur en ekki órói í fingur Jóns míns Ásgeirssonar, enda hljómaði Öxar við ána von bráðar út yfir salinn. Þar inn- ar af var skákherbergið og tennisleikstofan við hliðina, en innar við ganginn bókasafnið, eitt af allmörgum í húsinu — og eru I þeim nokkur þúsund Framhald á 9. síðu.’

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.