Þjóðviljinn - 16.08.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.08.1953, Blaðsíða 4
&)' — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 16. ágúst 1953 Sköpunarsaga dœgurlagsins Bidstrup teiknaði Ritstj.: Guðmundur Arnlaugsson Norrœnu skákmófin lenzlcir skákmenn standa sig er- lendis, hve sterk ítök þessi hæg lætislegi leikur á í hugum al- mennings. Jafnvel ólíkustu menn eru fullir áhuga á því að Friðrik verði í framtíðinni veitt þau tækifæri, sem hann hefur sýnt að hann á skilið. Þetta er vissulega afar mikils- vert atriði, en þó er annað, er jafnvel meiru máli skiptir. Þeg- ar afreksmenn eru komnir fram á sjónarsviðið er ekki mjög mikil hætta á að þeir gleymist, hitt vill frekar verða útundan, að sjá um að jarðvegurinn sé þannig, að afreksmenn spretti upp úr honum. Hér hafa kom- ið fram margir efnilegir skák- menn á undanförnum árum, en ekki hefur þroski þeirra allra orðið jafnmikilt og búast hefði mátt við. Áhugi á skák er mik- ill og almennur, en þó hefur svo illa verið að henni búið, jafnvel hér í Reykjavík, að varla .er við það hlítandi. Þótt Taflfélag Reykjavikur sé all- fjölmennt, er það að verulegu leyti skipað ungum mönnum og félitlum. Forráðamenn þess hafa eigi treyst sér áð hafa ár- gjöld hærri en svo að félagið berst í bökkum fjárliagslega og hefur á undanförnum árum ekki haft bolmagn til að halda föstu húsnæði. Utan skákmóta hafa fundir legið niðri vegna húsnæðisskorts. Allir ættu að geta gert sér í hugarlund, hví- líkur hnekkir þettá er félags- lífinu og skákíþrótt’nni. Reykjavíkurbær léði Taflfé- Það er ekki ófróðlegt að virða fyrir sér árangur keppenda á þeim norrænu skákþingum, sem haldin hafa verið frá stráðslok- um, til samanburðar við mótið, sem nú var að ljúka í Esbjerg. Friðrik Ólafsson Skráin um efstu menn lítur þannig út: Kaupmannahöfn 1946: 1. Kaila (Finnl) 7,5; 2.-3. Jons- son (Svíþj.) og Baldur Möller Helsinki 1947: 1.—2. Böök (Finnl.) og Stoltz (Svíþj.) 9; 3. Carlsson (Svíþj.) 7,5. Örebro 1948:1. Baldur Möller 8; 2. Karlin (Svíþj.) 7,5; 3.—7. Niemála, Poulsen, Salo, Sköld og Vestöl. Reykjavík 1950: 1. Baldur 7; 2. Gúðjón M. 6,5; 3. Vestöl 5,5; 4. Guðmundur Ág. 4,5. Esbjerg 1953: 1. Friðrik 9; 2 Sköld 7,5; 3.-4. Nielsen og Sterner 7; 5.—6. Larsen og Vestöl 6,5. Þetta yfirlit sýnir gre:nilega, að vél er við hlut íslendinga unandi á þessum þingum, en hinsvegar væri fásinna að ætla sér að nota það til þess að sanna yfirburði okkar yfir frændþjóðirnar í skákíþrótánni. Þótt skáklistin verði seint önnur eins almenningseign eins fótboltinn til dæmis, er þó auð- fundið í hvert skipti sem ís- laginu um langt skeið herbergi í Hótel Heklu. Þótt það væri ekki fullkomið, varð það þó ör- uggur miðdepill félagslífsins. Það var opið tvisvar og þrisvar í viku, þar hittust menn og tefldu. Svo var þetta húsnæði tekið til annarra nota og var þá nokkru síðar útvegað hús- rými í kamp knox en þrátt fyr- ir talsverðan tilkostnað af hálfu skáksamtakanna tókst ekki að gera það nothæft. Síðan hafa þessi samtök verið á sífelldum hrakhólum með starfsemi sína, orðið að leigja dýrt húsnæði fyrir skákmót síns, en ekkert haft þess á milli. Forráðamenn bæjarins hafa haft um þáð góð orð að bæta úr þessum skorti, en ekki hefur orðið af fram- kvæmdum enn. Vonandi verður afrek Friðrik Ólafssonar til að hrinda þessu nauðsynjamáli skáksamtakanna í framkvæmd. Bent Larsen er talinn efni- legástur ungra skákmanna danskra nú og tengja Danir við hann miklar vonir. Hann var fulltrúi þeirra á heimsmeist- aramóti unglinga. Til þess að veita ho.num sem bezta þjálfun undir þá keppni stofnaði Ekstra bladet til einvígis mllli hans og Jens Enevoldsen, scm mun vera kunnasti taflmeistari Dana nú og sá eini sem hlotið hefur tit- ilinn alþjóðlegur skákmeistari. Þessu einvígi lauk í jafntefli 3:3 og má það teljast ágætur árangur hjá hinum unga manni. Bent Larsen komst í úrslit í heimsmeistarakeppninni eins og Friðrik og var fyrir ofan hann framan af, en Friðrik fór fram úr honum á lokasprettinum. Hér kemur skák þe:rra úr úr- slitunum, Bent Larsen mis- stígur sig í 11. Ieik og eftir það eru engin grið gefin. Kóngsindversk vörn. Larsen Friðrik 1 Rgl—f3 Rg8—f6 2 c2—c4 g7—g6 3 Rbl—c3 Bf8—g7 4 e2—e4 0—0 5 d2—d4 d7—d6 6 Bfl—e2 e7—e5 7 0—0 Rb8—d7 8 b2—b3 Hf8—e8 9 d4—d5 Rd7—c5 10 Ddl—c2 a7—a5 11 Hal—bl ? Rf6xe4! Drepi hvítur tvisvar á e4 tapar liann hróknum á bl. 12 Rc3xe4 Rc5xe4 13 Bcl—e3 Re4—c5 Hótar aftur Bf5. 14 Dc2—d2 H—f5 Friðrik hefur ekki einungis Framhald á 11. sí5u. '‘■"W.’ÆSi Borgin mín — Borgin þín iREÝKJAVÍK. Hún er Ijót, ég veit það! Tjörnín forarpollur, húsin nöturleg, götur þröngar, ryk og skítur, ryk og skítur; en hún er heillandi. Þið skiljið 1 mig sjálfsagt ekki vitað ekki hvert ég er að fara, haidið að ég brosi í laumi. En ég er ekki að gera að gamni mínu; ég er alvarlegur á svip- inn; mjög alvarlegur. Eg hef tekið eftir því, þegar ég kem til hennar (ég á við borgina) þegar ég kcm til hennar og hef verið i burtu um tíma einhversstaðar fyrir norðan, vestan, austan eða sunnan, kem af sjó og geng eftir Austurstræti, þar sem verzlanir eru á báðar hendur og ungt fólk gengur hlæjandi á móti lífinu eins og (það gé ekkert auðveldara en að lifa, þá verð ég heillaður ef borginni minni litlu, þó að tjörnin sé drullupollur, hús- in nöturleg, götur þröngar, og hvað gerir það tii þó að tjömin sé drullupollur úr því að krían verpir þar í hólman- um og endumar synda fram og aftur. cg óðinshanarnir, hafiði séð þá, þegar þeir eru að gleypa flugur, alltaf að éta og aldrei saddir og aldrei kyrrir, snarir í snúningum, smáir vexti og fallégir álitum, undurspakir, en engin ró í þeirra beinum, óg þ'eir synda á tjöminni, og húsin eru ekki öll nöt- urleg, ekki öll. Sum eru eins og brosandi börn sem sofa í brosi sínu, heillandi, þegar Ijósin skína á þau, og göturnar: Lækjargatan breið og falleg. EN ÞAÐ er einkum á kvöldin, sem borgin' heillar mig, þegar Ijósin hafa kviknað á háu staurunum við Lækjargötu og grillir í himininn að baki þeim í logni og kyrrð, ungt fólk á gangi um strætin, sælubros á vör, ást í liverju spori, ham- ingja á einu kvöldi, Ijómi yfir nýjum heimi, þegar hún sér hann og hann sér hacia á strætunum undir ljósunum í Reykjavík, meðan borg u tínir af sér spjarirnar og bað- ar sig í ljósadýrðinni, lokar augum hægt, hægt, cn börnin? Eg sé þau kc.ma út úr hrörlegum bröggum á Skólavörðúholtinu, galsafeng- in og létt á sér eins og þau ætli að hefja sig til flugs upp úr foraðinu og fátæktmni. Okk ur tekst ekki að drepa þau. Þau munu rísa upp úr oymd- inni og leggja grundvöll að fegurra mannlífi. Eg trúi á þau, og ég held, að það sé þessvegna sem ég er heillaður af borginni, að ég trúi á börn hennar og veit að þau eiga eftir að gera hana að þeirri borg sem mig dreym- ir að hún sé þegar hún töfrar mig með ljósum siaum, borg, þar sem engin börn verða látin horfa á amerískar skammbyssuskota- og rjóma tertukvikmyndir, borg, þar sem börn fá að nota orku sína í þágu lífsins, því að hvers virði er sú borg scm úthýsir börnum sínum ? sú borg, sem tilreiðir börnum sínum eitur ? ★ SÚ BORG getur ekki heillað til lengdar, fremur en skækjan, sem er heillandi í fyrstu, en við nánari kynni sést að hún er farin að láta á sjá og töfrabrosið var ekki annað en tilgert glott ólánsamrar konu, sem hcfur glatað æsku sinni og er ekki annað en skuggi þess, sem var.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.