Þjóðviljinn - 16.08.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.08.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 16. ágúst 1953 þlÓOVIUINN 1 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. ■Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigui'ður Guðmundssen. I'réttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. \......................................................y Siðierðilegur mælikvarði Morgunblaðsins: Aá drepa alla ísiendinga ér „aSeins lítil tilraun" — ef Bandaríkjamenn geraþað Það ætti að vera orðið flestum ljóst, sem nokkuð fást til þess nö hugsa um heimsmál og tjlveru þjóðar vorrar, hvaðan sú hætta stafar að nýrri heimsstyrjöld sé hleypt af stokkunum. Öll Vest- ur-Evrópa sér það 1 dag, að í Bandaríkjunum ráða nú ofstækis- menn sem búa sig undir það í samræmi við hagsmuni vopna- hringanna að reyna að hleypa af stað nýju stríði svo þeir geti haldið áfram að græða. .Tafnt íhaldsmenn sem Verkamanna- flokksmenn i Bretlandi eru áhyggjufullir og reiðir Bandarikja- stjórn í dag. En það fer ekki mikið fyrir áhyggjunum út af þessu hættuá- standi hjá ríkisstjórn íslands og höfuðmálgagni hennar í utan- ríksmálum, Morgunblaðinu. Þetta þrautseiga málgagn þýzka fasismans heldur áfram að stinga höfðinu í sandinn að hætti strútsins og þykjast ekki sjá hvaðan stríðsógnin stafar. Þótt svo til öll Evrópa sé í uppnámi út af því að glæpamaðurinn Syngman Rhee eigi nú að ráða því, hvort hafið sé stríð að nýju, er máske breiðist þá út um all- an hnöttinn, — þá varast málgagn utanríkisráðherrans að birta eitt orð, sem sýni hvernig menn nú hugsa í Evrópu. Hinsvegar blandast engum, sem þorir að horfast í augu við staðreyndir lengur hugur um það nú, hvernig Kóreu-stríðið byrjaði, þegar staðrejmdirnar blasa við um, hver vill hleypa því af stað aftur. Og.í því felst líka leyndarmálið um ,,vald“ Syng- man Rhees, þessa lepps Bandaríkjanna. Af því Dulles, nú utanríkisráðherra Bandarikjanna, samdi við Rhee úm að hefja ístríðið í júní 1950, þá hefur Rhee nú Didles og Bandaríkjastjórn í hendi sér. Rhee þarf ekki nema lað segja sjálfur eitt orð við umheiminn: sannlcikann um hvernig Banda- i íkin sögðu honum að hef ja stríðið, til þess að gereyðileggja álit Bandaríkjanna í heiminum og gera Sameinuðu þjóðirnar opinber- lega að þeim ginningafíflum í Kóreustríðsmáiinu, sem þær alian tímann hafa verið. Þegar „fínn maður“ leigir sér launmorðingja, til að myrða fyrir sig mann, þá er hinn „fíni maður“ háður morðingjanum eftir það. Það er sú afstaða, sem Bandaríkjastjórn er í við Syngman Rhee. Og það er þessi afstaða, sem auðvald Bandarikj- anna vill að Syngman Rhee hafi gagnvart Bandaríkjastjóm, svo hennj sé engrar undankomii lauðcð, ef einhverjir menn væru þar með viti og ábyrgðartilfinningu. Það er þessi staðreynd, sem allar þjóðir þurfa að sjá — og skilja — og síðan að breyta lienni, til jtess að f jarlægja þessa ógn. Það er liægt að breyta þessari staðreynd með því að láta stjórn Bandaríkjanna finna það, að hún stendur einangru® í stríðs- brjálæði sínu. Hún þarf að fá lað vita það að hún getur fengið að sigla sinn sjó, — með iSyngman Rree og Sjang-Kaí-Shek, fyrirlitin af öllu mannkyni. I 1 En hvað líður því að ríkisstjóm Islands láti glæpamannastjórn- ina í Bandaríkjunum vita slíkt? Ríkisstjórn Islatids og utanríkismálgagn hennar, Morgunblað- ið, stendur í sömu afstöðu til hinnar striðsbrjáluðu auðmanna- klíku Bandaríkjanna og Morgueiblaðið til Hitlersstjórnarinnar fyrrum. Morgunblaðið var aðdáandi og málsvari þess glæpalýðs, sem fékk sín maklegu málagjöld í stríðslokin. Morgunblaðið er málgagn arftaka þeirra, hálffasistískrar auðmannaklíku og al- íasistískra leppa hennar, eins og Syngman Rhees. í gær segir Morgunblaðið að atommorðin í Híroshima og Nagasaki, múgmorð yfir 300.000 manna, séu aðeins „lítil til- raun“. Það virðist sem blað þetta, sem hlakkaði yfir múgmorð- unum í fangabúðum Hitlers, telji það bara „litla tilraun“, þó all- ir Islendingar séu drepnir, ef bara Bandaríkin gera það. — Og Morgunblaðið er að vinna að því að fóma tilveru þjóðar vorrar fyrir Bandaríkin og auðvald þeirra. Á þessari hættustund er svo utanríkisráherra Islands einn cfstækisfyllsti, fáfióðasti og fruntalegásti Bandaríkjaþjónn, sem til er. Og með mál Islands hjá Sameinuðu þjóðunum fer mað- ur, sem aldrei stendur þjóðinni reikningsskap á gerðum sínum, og þvaðrar eins og hann væri blaðamaður við Morgunblaðið við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Er ekki tími til komiiki að þjóðin fari að átta sig hvar hún stendur? BASIL ZAHAR0FF FÁít al hinum undraverðn lyrirhærum alþjóða tortryggni og þjóóahaturs Basil Zaharoff var fæddur í gluggalausum moldarkofa á Tyrklandi, en átti eftir að búa í skrautlegum köstulum, byggðum fyrir blóð milljóna manna. Hann rakaði saman einhverjum h'num mestu auð- æfum, sem einn maður hefur komizt yfir. En það gerði hann með því að selja alls- konar vopn og sprengiefni. Fjöldamargar bækur hafa ver- ið ritaðar um Zaharoffð og ein af þeim hefst á þessum orð- um: „Legsteinar milljóna manna verður minnismerki hans, — dauðaóp þeirra verð- ur grafletrið". Þegar Zaharoff var 28 ára fékk hann atvinnu við að selja skotfæri. Launin voru um 400 krónur á viku, auk þóknun- ar. Hann átti þá heima á Grikklandi, og hann vissi, að e'na leiðin til þess að selja skotvopn, var að skapa eftir- spurn eftir þeim. Svo liann greip til þess ráðs að ala á ótta meðal Grikkja, með því að telja þeim trú um, að þeir væru umkringdir af blóðþyrst- um fjandmönnum, eg að þeir yrðu að kaupa byssur, til þess að verja föðurland sitt. Þetta var fyrir rúmum 70 ár- um. Alda óróa og geðshrær- ingar re:ð yfir landið. Lúðrar voru þeyttir, fánar blöktu, mælskumenn fluttu ræður yfir mannfjöldanum. — Og Grikk- land jók her sinn og keypti bvssur af Zaharoff og einnig kafbát, — einhvern hinn fyrsta stríðskafbát, sem byggður hefur verið. Eftir að Zaharoff hafði þannig hagnazt um nokkra tugi mMljóna, fór hann yfir til Tyrkja og sagði við þá: „Sjáið hvað Grikkir eru að aðhafast. Þeir eru að búa sig undir að afmá ykkur af yfir- borði jarðar“. Og Tyrkir keyptu tvo kafbáta. Hervæð- ingarkapphlaupið var hafið, en af því leiddi blóðugan hild- arleik, sem gaf Zaharoff 5 miiljarða króna (300 milljón dollara) í aðra hönd. I meira en hálfa öld auðg- aðist Zaharoff á því að a’a á ótta þjóða í milli, hervæða garnla erfðafjendur og ýta undir ófrið, hvar, sem því varð við kom:5. Meðan á ófriðnum stóð milli Rússa og Japana, seidi hann báðum aðilum vopn. 1 stríðinu milli Spánverja og Bandaríkja- manna (1898), seldi hann vopnin, sem Spánverjar not- uðu gegn Bandaríkjamönnum, núverandi methöfum í vopna- sölu og stríðsæsingum. 1 heimsstyrjöldinni fyrri átti hann birgðir í hergagnaverk- smiðjum í Þýzkalandi, Eng- landi, Frakk’andi og á. ítalíu. Og auðæfi hans urðu svo mikil, að í tölum reiknað, yrði ímyndunarafli sérhvers manns gjörsamlega ofboðið. Um hálfr ar aldar skeið Iaumaðist hann milli herráð Evrópulandanna, hljóðlega eins og köttur, og gætti þess vandlega að algjör- leynd hvildi yfir öllum hans ferðxnn. Hann var sagður hafa haft tvo menn í þjónustu sinni, sem voru nákvæmlega eins í útliti og hann sjálfur. Höfuðhlutverk þeirra var að villa fyrir almenningi, svo að dagblöðin skýrðú ef til vill frá þvi að hann væri staddur í Berlin eða Monte Carlo, þeg- ar hann raunverulega hafði brugðið sér í leynilegum er- indagjörðum til einhverrar annarrar borgar. Ótilneyddur gaf hann ljósmyndurum aldrei færi á sér, né heldur kærði hann sig um fréttaviðtöl. Hann hirti aldrei um að standa fyrir máli sínu, gaf aldrei neinar útskýringar og hann isvaraði þldrei öllum þeim mörgu ákærum, sem hann varð fyrir. Zaharoff hafði gengið í skóla í aðeins 5 ár, en sagt var, að hann hefði getað talað 14 tungumál, og Oxfordliáskóli heiðraði hann með titl’num „Doctor of Civil Law“. I fyrsta skipti, sem hann kom til London, var honum varp- að í faagelsi fyrir þjófnað, 30 árum síðar var hann sleg- inn til riddara af sjálfum Englandskonungi. Zaharoff var barn hins ríkj- and:. þjóðskipuíágs, kapítal- ismans. Hann var fæddur í hinni mestu eyrnd og kynntist snemma. hinni miskunharlausu „frjáls-u samkepþni" um gæði lífsins, þar sem smælingjarn- ir eru fótum troðnir, en höfð- ingjarnir velta sér í allsaægt- um. Þegar hann sér, hve vel honum gengur að auðgast með því að ala á stríðsótta þjóð- anna, ger'st harui stöðugt á- kafari. Hjá honum rætist draumur auðhyggjumannsins, að hefja sig upp úr sárri fá- tækt til mestu auðæfa og líta niður á hina, sem eftir sitja í eymdinni. Það virðist ekki skipta hann nokkru máli, þótt mannslífum sé fórnað, verð- mæti eýðilögð og þeir fátæku verði fátækari. En dag nokk- urn, þegar þessi maður var á gangi í hinum fræga dýra- garði Parísar, vakti það með- aumkun hans að sjá, hvað apamir voru lúsugir og svang- ir og að frægasta ljónið í garðinum þjáð:st af liða.gikt, og allt virtist vera í niður- niðslu. Hann sendi eftir for- stjóranum og ávítaði hann harðlega. En forstjórinn svar- aði ólundarlega, að hann hefði ekki þá hálfu milljón franka, sem þyrfti til að veita dýrun- um nauðsynlega umhirðu. ,,Ef það er allt, sem þér þarfnizt, þá hafið þér það héma“, sagði Zaharoff. Og maðurinn, sem valdur hafði verið að dauðæ milljóna manna, skrifaði upp á ávísun að upphæð, er nam um 100 þúsundum dollara, til þess að veita nokkrum dýr- um umönnun. En forstjórlnn gat ekki ráðið frsm úr und- irskr'ftinni og taldi víst, að þessi maður væri að gabba sig. Hann f’eygði ávisuninni samao við hrúgu af öðrum bréfum og liugsaði ekki frek- ar um málið að sinni. Nokkr- um mánuðum síðar sýndi hann kunningja sínum ávísun'na og komst þá að raun um, að hún væri undirrituð a.f einum auð- ugasta manni veraldarinnar. Sölumaöurinn Zaharoff átti sér sina sérstæðu ástarscgu. Þegar hann var 26 ára, varð hann mjög ástfanginn af 17 ára stúlku, sem hann hitti í Framh. á 11. siðu. Hatur og tortryggni milli þjóða eru enn aðferðir x opnaframlcið- enda og vopnasala, en tæknin er komin á hærra stig en á dögum Zaharoffs. Hér er mynd sem bamlaríska tímaritið Colliers birti fyrir nokkrum árum jmeð þeirri hlakkandi skýringu að þarna væri að springa kjarnorkusprengja yfir Moskiu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.