Þjóðviljinn - 16.08.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.08.1953, Blaðsíða 8
g) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 16. ágúst 1953 , JOSEPH STAROEIN: ' iV iet-Nam sækir fram ilS 02 „VERJIÐ TÍMA OG KRÖFTUM RÍTT" Starobin hittir leiðtoga sjálfstæðishreyfingar- innar — Dró rauða fánann að hún í Odessa- höfn !920 berst nú í frumskóginum vébanda hinn framsækna hluta millistéttarinr.ar og þjóðholl öfl yfirstéttarinnar. „Að sjáifsögðu föllumst við ekki á skoðanir marx- :stanna,“ sagði hann. „Við erum rótfastir i hinni borgaralegu þióð- ernisstefnu. Það leið langur tími, áður en okkur skildist, að í al- þýðulýðveldi er einnig svigrúm fyrir þjóðholla borgara, og nú fyrst er okkur ljóst, hvers vegna verkalýðsstéttin og flokkur hennar, Lien Viet, hlýtur að vera í broddi sjálfstæðishreyfingarinnar.“ Phan Tu Nghia, 43 ára gamall aðalritari sósialdemókrataflokks- ins er af annari'i manngerð. Hann er miklu fremur menntamaður- inn, hefur stundað nám í Frakklandi og er einn af fáum vietnömsk- um sósíaldemókrötum, sem hafði samband við. franska skoðana- bræð.ur fyrir stríð. Hann viðurkenndi fúslega, að kommúnistar hefðu aðstoðað hann og félaga hans við stofnun sósíaldemókrata- flokksins 1946- Um þennan flokk hafa margir menntamenn fundið Jeiðina til starfs í sjálfstæðishreyfingunni. Einn af leiðtogum flokks- ins er utanríkisráðherrann, Hoang Minh Giam. Það voru þó fyrst og fremst leiðtogar kvenna, sem vöktu aðdáun mina, af öllum þeim sem ég hitti þarna í skóginum. Fimm þeirra buðu mér til morgunverðar daginn, sem haldin var minningarat- höfn vegna láts Stalíns. Frú Nguyen Thi Thuc var kennslukona og er nú varaforseti kvensambands Viet-Nams; hún talaði ágæta frönsku. Þrjú börn hennar eru í sjálfstæðishernum, sjálf er hún þingfulltrúi. Frú Vo Thi The er aðeins 32 ára. Hún er leiðtogi kvennahreyf- ingarinnar í Hue. Hún skýrði mér frá baráttu vietnamskra mæðra til að koma í veg fyrir að synir þeirra verði teknir í leppherinn. Kún hefur sjálf orðið að fara huldu höfði fyrir Frökkum og það var ekki fyrr en árið 1949 að henni heppnaðist að sleppa frá þeim og komast hingað. Við hlið hennar sat gráhærð, gömul kona, leið- togi bændakvennanna. Við hlið mér sat frú Vo Thi Hang, sem er viðfræg í Viet-Nam. Sjálfstæðishetjan Bui Thi Cuc var dóttir hennar. Hún dó pislarvættisdauða, eins og ég mun síðar skýra frá. Þessum svipmyndum af leiðtogum þeirra ólíku kvenna og manna, sem eru í fylkingarbroddi andspyrnuhreyfingarinnar, ætla ég að Ijúka með því að minnast nokkrum orðum á Pham Khac Hoe, sem áður var einkaritari keisarans Bao Dai. Hann var einn þeirra mörgu sem gekk i lið með byltingarmönnum árið 1945 og hafa haldið írvggð við þá. Hann er upp alinn í kínverskum og frönskum skól- um og var bekkjarbróðir Nguyen Van Tam, sem nú er forsætisráð- herra leppstjórnarinnar. Hann þekkti keisarann vel forðum daga, þegar Bao Dai, þá kornungur, þjónaði tveim herrum, Japönum og Vichystjórninni frönsku- „Starfsmönnum keisarans mátti skipta i tvennt,“ sagði hann, „Annars vegar voru þeir sem fóru með honum á veiðar og hins vegar þeir sem unnu störfin.“ Þegar Bao Dai sagði af sér keisaratigninni í .ágúst 1945 og varð óbreyttur borgari hr. Vinh Thuy og þjóðfulltrúi á þingi lýðveldis- ins, sem Ho Chi Minh var fprseti fyrir, trúði hann ritara sínum íyrir því, að eini metnaður hans væri að kenna bandarískum íerðamönnum reiðmennsku í suðurhéruðum Viet-Nams. Tveim árurn síðar var þessi veikgeðja og skaplausi maður sóttur úr næturklúbbum Hongkong og settur aftur í keisarastól til að vega upp á móti lýðveldinu-. Það vakti viðbjóð alþjóðar í Viet-Nam. — Nú vita allir, að þessi maður sem átti sér þá ósk heitasta að verða kennari bandarískra ferðamanna í reiðmennsku, verður nú sjálfur að taka þá á bak og hina frönsku embættismenn, sem gera nú árangurslausar tilraunir til að vinna Viet-Nam .aftur. 3946 sneri sósíaldemókratinn Marius Moutet, sem var fulltrúi frönsku stjórnarinnar í Indó-Kína, sér til Pham Khac Hoe og reyndi að telja Hann á að vjnna með Frökkum gegn Ho forseta, „Eg vissi ekki hvað marxismi var“, sagði fyrrverandi einkaritari keisarans, ,,en ég vissi, að keisaradæmið átti sér enga lífsvon“. Hann hafði haldið út í þennan skóg, sagði hann, af því að „éinstaklingshyggja og eigingimi var farin að ná, á mér tök- um .... í rauninni kom ég hingað til að leita mér heilsubótar. Eg býst við að ég lifi þann dag þegar fólkið gerir skuldaskil við Bao Dai. Sjálfur hef ég yngzt upp. Nýr sjóndeildarhringur hefur opnazt fyrir mér, síðan ég kom hingað i skóginn. Eg átti kost á að velja miili lífsins og dauðans, framtíðar og fortiðar og 'í% kaus framtíðina.“ Um nokkurt skeið hafa frjál- ar íþróttir varjað ljóma yfir is lenzkar íþróttir. Á þessu herr- ans ári 1953 virðis.t sem þessi ljcmi sé mjög að dofna a.m.k. hér í Reykjavík. Ut um land er víða stöðugt vaxandi áhugi og góður árangur. Til þessa liggja sjálfsagt margar orsak- ir, viðráðanlegar og óviðráðan- legar; hjá forráðamönnum, kennurum, en síðast en ekki sízt liggur orsökin hjá þeim sem æfa,, viðhorfi þeirra til þess sem er að ske, tilgangi þeirra með þátttöku sinni, þeim vilja eða oftar viljaleysi til að ná ákveðnu marki með þrot- lausu starfi. Hvort þú, ungi maður ert latur eða kappsam- ur. Hvort þú ert reiðubúinn að fórna tima og draga aðra með þér til þeirrar skemmtunar sem fólgin er í samveru með jafm- öldrum í leik eða félagslegu starfi. Hvort þú skemmtir þér við æfingar og leik, hlakkar til að taka á í spretti, kúluvarpi eða stökki. Það eru því margir eiginleikar sem þroska verður samtímis, en séu þeir ekki fyrir hendi eða veikir er árangur eft- ir því. Þó þið náiu ckk: þeim árangri sem þið eruð ánægð með hefur samt mikið áunnizf og kannske það sem mestu máli skiptir Ef rétt er að staðið eigið þið að flytja með ykkur útí starfs- lífið þann kraft, sem þið temj- ið ykkur í leik. Fámenn þjóð þarf að eiga duglegri einstak- linga ea hinar fjölmennari. Það sem mest stendur í vegi fyrir framgangi ykkar flestra er eft- irgjöfin við sjálfa ykkur, vork- unnsemin, og undanlátssemin, og kjarkleysið við erfiðið sem alltaf verður hinn raunhæfi skapandi kraftur. Þið, margir, viljið fá mikið fyrr lítið, þ.e. mikinn árangur fyrir litla æf- ingu. Þetta er á móti lögmálum lífsins, hvort sem það er í íþróttum eða öðrum þáttum mannlífsins. Ef ti) vill trúið þið því að í ykkur búi ekki þeir afreksmenn, sem gerðu garðinn frægan fyrir fáum árum. Sá sem ekki hefur trú á sálfum sér á sór ekki upprci.'n- arvon. Hann verour utanveltu, lítt hæfur til að bjarga sér, jafnt innan vallar sem utan Hví skyldu ekki leynast meðal ykk- ar menn með svipaða möguleika og jafnvel betri, ea til þess að ná því fram. þarf trú á sjálfan sig, vilja og vinnu. Trú á land- ið, trú á fólkiö, trú á þroska einstaklings til fullkomnunar bæði andlega og líkamlega. Þið ungu menn hafið því skyldur við liðna tímann að halda í horfi og gera betur en þeir, sem gengnir eru og frá hafa horfið. — Til eggjunar ykkur, ungu menn og athugunar fer hér á eftir skrá yfir úrslit í meistaramótum fjögurra Norð- urlandanna í ár. Þar hallar víða mjög á ykkur. Þið hafið tímann framundan til að rétta þetta við, þið hafið kraft, at- læti og tiltrú, ef þið „verjið tíma og kröftum rétt.“ ísland Noregur Svíþjóð FinnJand 100 m Þórir Þorst. 11,4 Marstein 10,8 Trollsás 10,8 Ruine 11.4 200 m (Ekki keppt) Marstein 22,7 (Ekki keppt) / Huovila 23,0 400 m Þórir Þorst. 51,9 Kjennsli 51,9 Jónsson 50,4 Haukia 50,9 800 m ■'(Ekki'keppt).. ' Hamarsland 1,55,1 Sjöström 2.00,2 Haukia 1.58,7 1500 m Svavar Mark; 4.13,4 Hamarsland 3,56,8 D. Wærn 3.58,6 P. Mallot 4.07.6 3000 m Svavar Mark. 9.43,8 Tomasen 9,02,2 A Jonsson 8.47,8 V, Liedes 8.52,6 110 m gr. Pétur Rögnv. 16,5 T. Olsen 15,5 L. Karlsson 15,5 Tammenpáá 14,9 Langst. Daníel Halld, 6,32 R. Berthelsen 6,96 A. Petterson 6,95 Rahkamo 6,88 Stangarst. Valbj. Þorlákss. 3,50 F. Lunde 3,40 S. Ström 3,60 A. Perttu 3,75 Sleggjuk. Ól. Þórarins. 37,46 R. Hauge 49,24 Johansson 56,74 Valkonen 50,24 Kúluv. Gunnar Sveinbj 13,40 S. Haugan 13,68 Johansson 13,31 Lammi, dr.k. 17,24 Hástökk Valbj. Þorlákss, 1,60 Fr. Myhre 1,90 Maraveilias ‘ 1,88 Salminen 1,90 Þríst. Helgi Björnss. 13,05 M. Klepp 14,10 A. Erikson 13,83 R. Köhönen 13,85 Krngluk. Ól. Þórðars. 33,58 S. Haugan 43,61 Ö. Edlund 42,17 P. Lammi 43,39 Spjótk. Sverrir Jónsson 47,86 E. Danielsen 65,12 Melroth 64,77 V. Kuisma 69,30 Sonja Henie sýnir listir sínar í Oslo Skautadrottningin Sonja Henie, þrefaldur O.L. meistari og heimsmeistari 10 ár í röð, hefur verið á sýningarferðalagi um Evrópu og nú eftir nokkra daga ætlar hún að heimsækja fæðingarborg sína Osló og vinna hug og hjörtu Oslóbúa nú eins og hún gerði þegar hún var lítil og kom fram einsömul. 1 dag er hún ekki alveg ein. á ferð. Fréttir herma að hvorki meira né minna en S flugvélar iéigi að fiytja útbúnað, ísdans- fara, verkfræðinga og aðstoðar- fólk frá Þýzkaiandi til Noregs, en í Þýzkaiandi var hún síðast með isleiksýniagu sína. Þessar sýningar Sonju hafa, vakið á- kafa hrifningu og er talið að þær séu það bezta sem hefur sézt af þessu tagi. Westfalen- skautahöllin í Þýzkalandi, sem er sú stærsta í Evrópu, var fullskipuð af heiilúðum áhorf- endum. Sýningar Sooju í Osió fara fram í Jordal Amfi leikvangin- um sem byggður var fyrir sið- ustu vetrarolympíuleiki. — Er búizt við mikillj aðsókn að sýn- ingum Sonju í Osló. V iðskiptaskráin 1953 Viðskiptaskráin 1953 er fyrir nokkru komin út og er með líku sniði og áður. í skránni er margvíslegur fróð- leikur, bæði fyrir innlenda aðila og erlenda. Bókin má heita ómissandi i skrifstofum og opinberum stofnunum. Innihald hennar skiptist að meginefni í sex flokka: í I. flokki er uppdráttur af Islandi tvö kort af Reykjavík, innan Hringbrautar og utan Hringbrautar, nýtt vitakort á- samt uppdrætti af fiskimiðum við strenur landsins og upp- dráttur af kaupstöðunum Akur- eyri og Hafnarfirði. f II. flokki er skrá yfir öll hús í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði, og tiltekin lóða- stærð, lóða- og húsamat og nafn eiganda. t III. ílokki er forseti íslands og ríkisráð, dómarar hæstarétt- ar, skrá yfir alla alþingismenn, með tilgreiningu flokks, ríkis- stjórnin, fulltrúar erlendra ríkja, fulltrúar íslands erlendis, stjórn Reykjavíkur og bæjar- fulltrúar. Þá er félagsmálaskrá og nafnaskrá Reykjavíkur. IIV. flokki eru kaupstaðir og kauptún utan Rvíkur, og eru í þeim flokki, að þessu sinni, eftir taldinn 41 bær: Aicranes, Ak- ureyri, Bíldudalur, Biönduós, Bolungarvík, Borgarnes, Dalvík, Eskifjörður, Eyrarbakki, Fá- skrúðsfjörður, Flateyri (Önund arfjörður), Hafnarfjörður, Hnífsdalur, Hofsós, Hólmavík, Húsavík, Hvammstangi, Hvera- gerði, Isafjörður, Keflavík, Mjóifjörður, Neskaupstaður (Norðfjörður), Njarðvíkur, Ól- afsfjörður, Ólafsvik, Patreks- fjörður (Vatneyri — Geirs- eyri), Raufarhöfn, Reyðarfjörð- ur, Sandgerði, Sauðárkrókur, Selfoss, Seyðisfjörður, Siglu- fjörður, Skagaströnd, Stokks- eyri, Stykkishólmur, Súganda- fjörður (Suðureyrij, Vest- mannaeyjar, Vík í Mýrdal, Vopnafjörður, Þingeyri (Dýra- fjörður). I V. flokld er Varnings- og starfsskrá. Hún skiptist í undir- liði og ber hver liður nafn. varnings, starfs eða atvinnu, og þar undir koma svo nöfn við- eigandi fyrirtækja eða manna, talin í stafrófsröð, fyrst fyrir Reykjavík og síðan bæja utan Reykjavíkur. Undir þessum fyr irsögnum eru nöfn og heimilis- föng, með tilgreindum símanúm Framh. á 11.* síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.