Þjóðviljinn - 28.08.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.08.1953, Blaðsíða 6
10) _ ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 28. águst 1953 —- þlÖSVHJINN 1 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundssan. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustxg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskríftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ! Upplausn Franséknar Þessa dagana standa yfir þingmannafundir stjórnar- flokkanna og eru gerðar úrslitatilraunir til þess aö koma saman nýrri íhaldsstjórn í staö stjórnar Steingríms Stein- þórssonar, sem situr þó enn sem fastast þrátt fyrir sam- þykkt flokksþirigs Framsóknar um aö stjórnin skyldi biðjast lausnar þegar aö kosningum- loknum. Hafa ráða- menn Framsóknar ekki tekið þá samþykkt flokksmanna sinna neitt sérstaklega hátíðlega eftir framkvæmdinni aö dæma. Það mun mála sannast, að enginn málefnalegur ágrein- mgur stendur í vegi fyrir myndun nýrrar stjórnar Sjálf- stæðisílokksins og Framsóknar. Um öll höfuöatriði þjóö- málanna eru þessir afturhaldsflokkar sammála. Og um utanrikisstefnuna standa þeir saman sem einn flokkur væri, enda samábyrgir fyrir þeim óheillaskrefum sem stig- in hafa verið í utanríkispólitík íslands, allt frá dögum Keflavíkúrsamningsins og þar til landiö var formlega hernumið af Bandaríkjamönnum 5. maí 1951. Og þrátt fyrir nöldur Tímans eftir kosningaósigur Framsóknar í sumar getur hann ekki skafið samábyrgðina af flokki sín- um á framkvæmd hernámsins og afleiöingum þess. En þótt enginn ágreiningur sé milli flokksbrodda Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar, og Framsókn gæti þess vegna tekiö höndum saman við Sjálfstæðisflokkinn í nýrri: ríkisstjórn eins og ekkert hefði ískorizt, kemur fleira til greina. Úrslit kosninganna voru mikið hættumerki fyrir Framsókn: flokkurinn tapaði tveimur þingsætum og verulegu atkvæöamagni. Rótgróin kjördæmi flokksins eru að falli komin og greinilegur flótti brostinn í þaö lið sem veitt hefur flokknum brautargengi til þessa. Á þessa staðreynd benda þau öfl í flokknum, sem óá- nægö eru með stjórnarstefnuna og vita aö henni verður haldið óbreyttri í öllum atriðum sem máli skipta taki stjórnarfJokkarniv höndum saman að nýju um myndun ríkisstjórnar. Og sumir þessara manna gera meira en-; vara við afleiðingum áframhaldandi íhaldssamvinnu. Þeir hafa í hótunum um aö yfirgefa flokkinn meö öllu, verði mynduö ný stjórn meö Sjálfstæðisflokknum. Það eru þessar hótanir sem setja forráðamenn Fi'amsóknar i nokkurn vanda. Vegna óánægju og hótana þessara xrianna, sem eru. aöallega í hópií yngri Framsóknarmanna, hafa oröiö óvæntar tafir á því að sambúö stjórnarflokk- anna yrði treyst til nokkurrar frambúöar með nýrri stj ór nar myndun. Þau öfl sem raunverulega ráða Framsóknarflokknum, en þaö er klíka Vilhjálms Þór, eru þó ráðin í aö láta þetta nöldur ungra Framsóknarmanna ekki hrekja sig af „réttri leiö“. Vilhjálmur og félagar hans þurfa aö tiyggja íjárhagslega aðstööu og gróða fyrirtækja sinna og halda öllum samböndum við gróðaklíkur Sjálfstæö- isflokksins órofnum. Þessi öfl í Framsókn reka nú á eftir því að nöldur hinna óánægöu sé afgreitt með því aö hraða formlegri myndun nýrrar íhaldsstjórnar, svo aö engin snurða hlaupi á innilegt samstarf þeirra við ein- okunarklíku Sj álfstæðisflokksins. Þegar Hermann og Eysteinn hafa þæft stjórnarsamn- ingana það lengi aö Framsókn þarf ekki aö óttast kosning r.r í haust eru allar horfur á að krafa Vilhjálms Þór og klíkubræðra þans veröi uppfyllt. Foringjar Framsóknar skilja vel að flokkur þeirra á fárra góðra kosta völ. Þeir eru orðnir samgrónir auðstéttaröflum Sjálfstæðisflokks- ins. En fylgið er að gefast upp á afturhaldsstefnunni og fvrirlítur 1 vaxandi mæli skriödýrsháttinn gagnvart Bandaríkjunum og hernámsliöi þeirra. Engar líkur benda til að forkólfar Fraimsóknar eigi til þann manndóm sem þarf til að viðurkenna að rangri stefnu hafi veriö fylgt og að þeir snúi vlð inn á nýjar og farsælli brautir varðandi sjálfstæöismál þjóðarinnar. Þvert á móti bendir p.llt til þess aö Framsóknarforingjarnir beygi sig fyrir kröfum Vilhjálms Þór um myndun nýrrar afturhalds- stjómar meö Sjálfstæðisflokknum og skeyti engu þótt af- leiöingar þess verði áframhald þeirrar upplausnar sem kosningarnar í sumar sýndu á svo greinilegan hátt aö er aö grípa um sig í röðum hans. Æ fleiri hallast nú að því að tóbaks- reykingar orsaki limgnakrabba Nú um allangt skeið hafa verið uppi deilur um það hvort tóbaksreykingar or- sökuðu lungnakrabba, og vii-ðist þeim vísindamönnum fara fjölgandi sem telja að svo sé. Þegar 1912 taldi Adler að tóba.ksreykingar leiddu til lungnakrabba, þaanig að langt er síðan 'þessi kenning kom fyrst fram, en víðtækari kannanir hafa auðvitað farið fram síðar, eftir að meiri efnivið- ur var tiltækur og nægilega margir sjúklingar höfðu fengizt til rannsóknar. En hversu marglr skyldu hafa látizt úr sjúkdóminum, með- an beðið var eftir söanun- um? Einn af helztu krabba- meinssérfræðingum Dana, dr. Johannes Clemmesen, varpaði fram þessari spurn- ingu fyrir nokkru í ritgerð sem hann birti í danska tímaritinu Ugeskrift for Læger. Þar skýrir hann svo frá að það hafi t.d. lengi verið kunnugt að sjómenn, sem reyktu krítarpípu, fengu varakrabba af því 'og eru um það ýnr's dæmi. Aðrir sjómenn fengu einnig varakrabba af því að bæta tjoruborin net og liafa neta- nálina í munninum. Ahlbom komst að þeirri niðurstöðu í Svíþjóð að 50% þeirra kvenna sem fengið hefðu varakrabba hefðu reykt pípu. I Indlandi eru til ættflokkar sem reykja Óþétta vindla þannig að glóðin kemst inn í munninn, og þeir fá oft krabbamein. Það eru tjörutegundir sem valda ýmsum tegundum krabba- meins, en að sjálfsögðu er ekki allt krabbamein þannig til komið. Guli liturinn sem kemur fram þegar sígarettu- reyk er blásið gegnum vasa- klút er einoig tjara. Og nýj- ar rannsóknir hafa verið gei-ð- ar sem sýna að hægt var að auka lungnakrabba hjá mús- um með því að láta þær anda að sér tóbaksreyk. Dr. Clemmesen gerir einnig Eftir að reykingar hafa farið m.iö^ í vöxt meðal kvenna óttast lækn- ar að lungnakrabbi ásæki þær ekki síður en lcarla á næstu árum. grein fyrir umfangsmikilli rannsókn sem Bretarnir Dodd og Hill framkvæmdu. Þeir spurðu 1465 sjúldinga með lungnakrabba um reykinga- venjur þeirra i síðustu 10 ár og komust að niðurstöðu sem þeir töldu sýna áhrif tóbaks- ins ótvírætt. Þeir vantrúuðu spyrja venjulega: Hvers vegna fá þá ekki langtum fleiri lungna- krabba, þegar svona margir reykja. Svarið við því er, að því miður muni sjúkdómurinn vaxa stórum að útbreiðslu, þegar Iiðin eru um það bil 20 ár síðan tóbaksneyzlan fór að örvast svona. En að sjálfsögðu hafa svo ókunnar aðstæður sín stóru álirif. Læknirinn áætlar að um 1990 muni 1000 karlmcnn fá lungnakrabba á ári í Kaup- mannahöfn. Hins vegar er enginn efi á því að lungmakrabbi stafar einnig af öðrum ástæðum. En í Danrnörku virðist þó allt benda á af raxinsóknum þeim sem framkvæmdar hafa ver- ið, að tóbaksreykingar séu aðalorsökin. Læknirinn lýkur grein sinni með því að það sé eins með tóbaksreykingar og canur nautnalyf, að ekki megi fara yfir ákveðin takmörk ef ekki á að hljótast af lífshætta. MorgunblaSið jsorir ekki Morgunblaðið hefur haldið því fram undanfarna daga að í ræðu sinni á fundi Æðsta ráðsins hafi Malénkoff lýst yfir því að í Sovétríkjunum væri hungur, klæðleysi, efna- hagsöngþveiti og þar fram eftir götunum. Af ^þessu til- efni hefur Þióðviljinn skorað á Morgunblaðið að sanna les- endum sínum þessar staðhæf- ingar á einfaldasta hátt, með því að birta þann kaflann úr ræðu Malénkoffs sem fjallaði um efnahagsmál Sovétrikj- anina. Til hægðarauka hefur Þjóðviljinn boðið Morgunbigð- inu að nota þýðingu sína án endurgjalds. Og til uppörfun- ar var Morgunblaðinu skýrt svo frá að kunnasta blað Bandaríkjanna, New York Times, hefði birt ræðuna í heild, þaunig að erfitt væri fyrir ritskoðunina á banda- ríska ser.diráðinu að telja slíka birtingu óamerískt at- hæfi. Morgunblaðið svarar áskor- un Þjóóviljans stutt og lag- gott í gær: „Við þeirri ósk verður ekki orðið“. Með þessu móti játar Morg- unblaðið ofur einfaldlega að hafa. Icgið til um ræðu Mai- énkoffs; það þorir ekki að leggja heimildirnar á borðið fyrir lesendur sínar. Og það lýsir þessu yfir kinnroðalaust: Við munum halda áfram að búa til einhverja ræðu og eigna hana forsætisráðherra Sovét.ríkjanna, svo sem eins og til að leggja áherzlu á háttvísi og mannasiði utan- ríkisráðherra Islands við eina helztu viðskiptaþjóð okkar, en hitt kemiu- ekki til mála að birta þao sem hann sagði raunverulega. Þetta er skiln- ingur Morgunblaðsins á prentírelsi; frelsi til að Ijúga, frelsi til að kasta staðreyndunum í bréfakörfuna. Þetta hefur raunar alltaf verið háttur Morgunblaðsins og er engin nýluuda. En það er ágætt að fá það staðfest einu sinn enn á augljósasta hátt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.