Þjóðviljinn - 28.08.1953, Blaðsíða 11
Föstudagar 28. ágúst 1953 — ÞJÖÐVILJINN — (1£
I
í,
\l
í
I
' /}//
t
P
Mál Husebvs
Framhald af 8. síðu.
lesendur um það að álykta hvor
skýringin sé réttari á þeim á-
huga, skýring Friðriks Guð-
mundssonar eða skýring Frí-
manns Heigasonar.
Annars leyfi ég mér að ef-
ast um að það sé rétt hjá Frí-
manni, þegar hann vill draga
formann FRÍ ion í þetta mál
°» gera hann að einum vand-
látaranna, en sleppa alveg að
minnast á íþróttafulltrúann og
þjálfara Armanns, því mér er
lrunnugt um, auk þess sem Frí-
mann viðurkennir það i grein
sinni, að bæði formaður og
stjórn FRÍ voru hálfneydd til
þess að taka leyfið af Huseby.
Vissulega voru það mikil mis
tök lijá stjórn FRÍ, æðsta aðila
frjálsra íþrótta í landinu, að
láta hafa s g i slíict, en eicis og
Frímann segir, þá var stjórn-
inni víst hóað saman í skyndi
sama dag og mótið hófst og
,.látin“ gera þessa samþykkt.
Heemi hefur því sennilega ekki
gefizt tóm til að átta sig á þvi
að skilyrð sambandsráðs áttu
alls ekki við nein lög að styðj-
ast.
Af þessu má sjá að allar á-
sakanir Frímanns á hendur KR
um að félagið hafi eiginlega
átt að taka sér hlutverk yfir-
boðara sinna og taka það upp
'hjá sjálfu sér að útiloka G. H.
frá þátttöku, eru alveg út í
loftið og barnalegri en það að
taki því að svara þeim sérstak-
lega.
í'mislegt fleira mætti tína
til úr þessdfi furðulegu grem
Frímanns, sem sýnir hversu ó-
formlegum tökum íþróttafor-
ustumeeinirnir liafa t ekið á
þessu mál yfirleitt — og sem
nægja myndi til að ógilda mál-
ið,' en til þess er ekki rúm að
sinni. Þó skal bent á það á-
kvæði í dóms- og refsiákvæðum
ÍSI sem kveða svo á, að kæru
um brot samkv. 2. gr. 4 b.
(brot gegn hegningalögum, er
hefur í för með sér sviptingu
borgaralegra réttinda) skuli
bera upp fyrir dómstóli hlut-
aðeigandi sérsambands eða í-
þróttadómstóls — svo og það á-
kvæði að skýrt skuþ frá úr-
skurði um óhlutgengi i mál-
gagni íþróttahreyfingarinnar.
En hvorugu 'þessara ákvæða
hefur verið fullnægt í sambandi
við þetta einstæða mál G.
Huseby.
Væri sannarlega ekki vanþörf
á því að þeir heilögu vandlátar-
ar, sem nú lengi hafa stjórnað
íþróttahreyfingunni, reyadu
fyrst sjálfir að kynna sér og
fara eftir sinum eigin reglum
og gerðu síðan sömu kröfu til
annara en ekki öfugt.
Eg v:l svo að lokum nota hér
þau orð Frímanns ,,að það sé
illa farið að þessi leiða saga
skuli hafa verið svo ranglega
túlkuð“ —- um leið og ég vænti
þess að KR láti nú ekiskis ó-
freistað til þess að G. Huseb.v
nái rétti sinum og stjórnir FRÍ
og ÍSÍ megi bera gæfu til að
leiðrétta mistök sín og hafa
heldur það er sannara revnist.
Gamall Vestmbæ'.ngur
tJthre&ðið
Þjéðv!!|a]tn
Atkvæéagreiésla uiti Indland
Framhald af 1. síðu.
málum, en það mun þá sennilega
nægja til að tillagan um þátttöku
Indlands verði ekki staðfest af
ailsherjarþinginu í dag, en þar
þarf % atkvæða til að tillaga fái
gilda afgreiðslu.
Tiliaga Sovétríkjanna um 15
ríki feild.
Fyrst kom til atkvæða í stjóm-
málanefndinni tillaga Sovétríkj-
anna, að 15 ríki (Bandaríkin,
Bretland, Frakkland, Kína, Sov-
étríkin, Indland, Pólland, Burma,
Tékkóslóvakía, Norður-Kórea,
Suður-Kórea, Indónesía, Sýrland,
Egyptaland og Mexíkó) skyldu
taka þátt í ráðstefnunni. Hún var
felld með 41 atkv. gegn 5, 12
ríki, Araba- og Asíuríkin, sátu
öll hjá. Síðan var samþykkt til-
laga frá 15 SÞ-ríkjum, sem sendu
herlið til Suður-Kóreu, um, að
Eugene Debs
Framhald af 4. síðu.
gullinfjölluðu svo allt á gatna
mótum. En nú ríður á að
duga fósturlandi sínu, eins og
hver er djengur til og bylta
henni úr martröð hræsninnar,
eins mjúklega og verður.
Sjálfur ex- ég allt illt: United
Farmers of Alberta félagi,
Non-Partizan, Socialisti,
Bolsheviki og ,,óheiðarlegur““
Kvæði Stephans G. um
Eugene Debs er um leið og
það er mótmæli gegn ofsókn
auðvaldsins, hið fegursta fyr-
irheit urn sigur alþýðúnhár yf
ir auðvaldúiu, sigur amerísku
aíþýðuanar, sem á Eugcne
Debs, sigur íslenzku alþýðunn-
ar, sem á Stephan G. Step-
liansson.
þeim yrði öllum heimilt að taka
þátt í ráðstefnunni, ef þau æsktu
þess. Þar féllu atkvæði svipað,
42 gegn 5, 12 sátu hjá.
/
Þátttaka Sovétríkjanna sam-
þ.vkkt nær einróma-
Þá kom til atkvæða tillaga,
sem fyrst var borin fram af Ástr-
a!íu og Nýja-Sjálandi, en Dan-
rnörk gerðist meðflytjandi að, —
um að Sovétríkjunum væri heim-
il þátttaka í ráðstefnunni. Var
sú tillaga samþykkt með 55 atkv.
gegn 2 (Uraguay og Formósa),,
en tvö ríki sátu hjá. Þá ,var að
lokum samþykkt tillaga frá Ind-
landi og þrem öðrum um að að-
alritara SÞ skyldi falið að senda
stjórnum Kína og Norður-Kóreu
upplýsingar um allar samþykktir
og umi-æður á þessu þingi. Kom
til nokkurra orðaskipta milli
fuiltrúa Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna vegna þessarar tillögu,
en báðir greiddu henni atkvæði,
eftir að orðalagi hennar hafði
verið bveytt.
Heimilisþátturimi
Framhald af 10. síðu.
stúlkan á myndinni notar við
strandfötin, má eins liafa við
kvöldkjólinn eða sumarkjólinn.
Golftreyjusniðið er að verða al-
mennt á nátttreyjum og er það
gott, því þær hafa verið æði
skrítnar í sniðinu undanfarin
ár og varla er hægt að fá hent-
ugra lag á þær en peysusniðið.
Til daglegrar notkunar er golf-
treyjan auðvitað mjög vinsæl
og peysusettin sérstaklega.
Nýlendurikln
sfanda saman
Öryggisráðið kom saman á
fund í gær til að ræða tillögu
Araba- og Asíurikjanna um að
ráðið taki til meðferðar ástand-
ið í Marokkó og aðfarir Frakka
þar. Fulltrúar Breta og Banda^
ríkjamanna lýstu því vfir þeg-
ar í gær, að þeir mundu greiða
atkvæði gegn því, að málið yrði
tekið á dagskrá ráðskis og er
þá fyrirsjáanlegt, að svo verð-
ur ekki.
Úr lífi alþýðimnar
Framh. af 7. síðu.
og skánaði þá líðanin. í Njarð-’
víkum hútu þeir mann, er sagði
þeim að á einum' bænum væri
mönnum seldur greiði. Þangflð
fóru þeir heim og beiddu um
kaffi eða mat, en þeim var
sagt, að það væri ekki selt, því
nú væri messutími, enda var nú
sunnudagur. Leituðu beir nú.
ekki að gestrisni viíðar, en
;hé!du áfram út í Garð og var
iþá komið kvöld. Voru þeir nú
komnir á leiðarenda og var
þeim þar vel tekið, og varð
þeim ekki meint við ferðalagið
eða vosibúðina. Mátti það heita
ágætt hjá 16—17 ára ungUng-
um.eftir 7 daga fferð uiri há-
vetur. Einhverjum finnst máske
þeir hafi verið leng'i, en hver
vill ganga leiðina þeirra, en
sleppa farartækjum og vegum
nútírnans?
Friðrik Ólafsson
Framhald af 12. síðu
son er mikill éhugamaður um
skák. Hann tók fyrst þátt í
mótum 11—12 ára, og í landsr
lið var hann kominn 15 ára.
íslandsmeistari hefur hann ver-
ið tvisvar, 1952 og í ár, og nú
er hann Norðurlandameistari,
18 ára. Þetta er glæsilegur
skákferill, og tíl Friðriks verða
gerðar miklar kröfur framveg-
is. I vetur verður hann í 5.
bekk menntaskólans, og hann
segir, að það sé dálítið erfitt
að stunda nám og sinna skák
samtímis. Það hefur þó tekizt
með prýði hingað til, og munu
landar hans sameinast að óska
þess, að hann lialdi esm áfram
að þroska íþrótt sína, séi- og
þjóð s'nni til sóma.
Fimm fearðlr
Framhald af 3. síðu.
Þórsmörk. Lagt af stað kl.
13,30 á laugardag. Fólki s'kal
/ ,
'bent á að hafa með sér aUan
viðleguúttoúnað.
Surtshellir. kl. 14.00 á laug-
ardag leggur Páll Arason upp í
ferð að Surtshelli. Gist vérður í
tjöldum á Kalmannstungu. Kom-
ið heim á sunnudagskvöld.
Beiiiié
vlSskiptum ykkar tll þelrra
wuu auglýsa í Þjóð-
viBanuwn
Blikkkassar
til sölu ódýrt
Koniektgerðin
Fjóla
Vesturgötu 29
iBm
Bóistnið
húsgögn
Sófaseit
og stólar fyrirliggjandi
Húsgagaabólstnm
f»orkels Þorieifsscnaz,
Laufásveg 19. -— Sími 6770
liggur leiðín
MARKABUHINN
Laugaveg 100.
Innflytjendur
Við viljum hér með vekja
athygli á að við getum nú
aftur tekið við vörum til
flutnings frá New York til
Keflavíkur.
1 New York skal afhenda
vörurnar til:
L0FTLEIÐIR h f.
■
Icelandic Airlines
152-21 Rockaway Boulevard
Jamaica, New York.
Lág flutningsgjöld, tímasparnaður og ódýrar umbúðir
stuðla að auknum flutningum
Loftleiðis
L0FTLEIDIE h.f. Lækjargötu 2. — Sími 81440
Unglingsstúlka
óskast til símaafgreiöslu frá kl. 1—6 e.h.
Tiibóð sendist afgreið’slu Þjóðviljans fyrir
n.k. sunnudag, merkt „Sími — 111“. ..