Þjóðviljinn - 28.08.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.08.1953, Blaðsíða 4
'A) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 28. ágúst 1C5C Siephan G. Stephánsson: Eugene Debs var einn bezti foringi verkamanna og sósíal- ista í Bandarikjunum. Hann bafði, eins og Stephan G. bar izt gega stríðinu 1914—1918, og áleit, eins og Stef>han, að alþýðan þyrfti að bylta auð- valdinu frá völdum, til þess ■að afmá yfirráð auðvalds og -styrjaldir þess. Eugeme Debs fagnaði eins og Stephan gerði, rússnesku byltingunni. Og það þurfti miklu meiri rót- tækni til þess að standa með rússnesku byltingunni á ár- unum 1917 til 1922, þegar „rauða ógnarstjórnin" var ægi legust, en síðan hefur þurft. Þá var æsingin gegn rúss- hesku bolsjevikkunum meiri en nokkru sinni. Stephan G. lýsti þeirri herferð svo í breíi til Jóns frá Sleðbrjót 2. júní 1920: „Rússastjórn æskir einskis, nema friðah,' til aö fullkomná hjá sér þetta fyr- irkomulag, sem hún trúir á, en fær ékki frið. Öll ,her- völd helvítanna, auður og stjómarvöld allra ríkja, serr. nú éru uppi, siga á hana öll- um hennar nágrönnum, með mútum, undirróðri, liðstyrk, herbúnaði og hótunum". Ofsóknir auðvaldsinS gegn sósíalistum voru 1918 og næstu árin á eftir ægilegar í Bandaríkjunum og Kanada. Mönnum er kunn ofsóknarher- ferðin gegn Stephani G. fýrir Vígslóða, þegar við lá að hann yrði settur í fangelsi fyrir „landráð". Á árihu 1918 var Eugene Debs, sem verið hafði forsetaefni vérkamanna vio margar forsetalcosningar í Bandaríkjunum kærður fyrir baráttuna gégn stríðinu og samúð með rússnesku bylting- unni. „Eg er kærður fyrir að láta í ljós samúð mína með bolsjevikkum Rússlands. Eg játa mig sekan um það,“ — sagði Eugene Debs fyrir rétt- EUGENE DEBS Myndin er tekin af lionum í fangeisinu inum 1918. Og þegar sumir gerðu gys að bolsjevikka- nafninu sagði Debs: „Eg er bolsjevikki frá hvirfli til ilja“. Eugene Debs var þá (1918) 63 ára að aldri dæmdur í 10 ára fangelsi. — Þessi svívirði- lega ofsókn gegn honum varð tilefni kvæðis Stephans G., sem hér birtist. Það er hoílt að minnast þessa kvæðis nú, þegar álíka ofsóknaralda auð- valdsins og þá gengur yfir Ameríku og þau íslenzk blöð, sem komin eru í þjónustu verstu auðhringa Ameríku, reyna að ,,myrkva“ Island og forheimska íslenzku þjóðina með álíka kommúnistaníði og ótta og þá var rekinn af öll- um auðvaldsblöðum. Það þurfti hugrekki þá e>ns og nú til að standast ofsókn- irnar og margir biluðu. Eugene Debs stóðst þær og gekk hugrakkur í Atalauta- fangelsið, sem eyðilagði heilsu hans. Og nú sitja beztu for- ystumenn amerísks verkalýðs í fangelsum þar fyrir barátt- una gegn auðvaldi Ameríku og aðrir forystumenn amerísk verkalýðs eru myrtir af laun- morðingjum auðhringanna. En hér heima rægja blöð eins og t.d. Tímion þessa hug- djörfu baráttumenn alþýð- unnar. Það var ekki af tilefnis- lausu að Stephan G. skrifaði Guttormi J. Guttormssyni 5. apríl 1919 eftirfarandi í bréfi: „Þú segir satt, Guttormur, mikið andskoti er flest mann- kyn afmenskað orðið, ekki ein asta í Canada, heldur i öllum heimsins stórveldum, varla mann að hitta, nema á út- skögum og á eyjum, hólmum og afdölum. Og allir vissu þetta og játuðu í hljóði, en Framhald á 11. síðu. I. Loks gat meinráð megnað því: lengur, en væri lífs að vona, leifum fjörs á aldri svona: dýflissu þær dæmdust í. Þennan vininn veslinganna, vandlætam rangindanna! Lengi hefir lymskan elt hann, loks á þessu bragði fellt hann — honum þó á kné hún kæmi, keypt er það, að skammgóðs dæmi. II. Sjá, þann hetju hjarta yl: hann er brosir vina til, — aumingjanna ,er eftir hýma — sæll að gera — og salinn rýma — sannleikanum síðstu skil: ,,Hér er ei efni í ófögnuð! Réttlætið, inn góði guð, geymir í hönd síns henta tíma.“ III. Sonur Mannsins, sjáðu manninn! Sjálfur varstu leikinn þannin. Hann hefir friðlaus, fyrr og nú, aumkvað tárum sömu sorgar, sinnar þjóðar höfuðborgar afhöfðanir, eins og þú! Setinn um og svefns einmani, sveitzt með þér í Getsemane, fyrir sigri, í sömu trú — þinna vegna, þungir draumar þjáðu konu Pílatusar, kvíði um mál þitt, Mannsinsson — samvizkan í þámi þusar, þessara háu í Washington: fyrir — hefnda hugboðs — straumar. IV. Ef að virðist tvísýnt tíða tafl: hvort lömbin sigri refinn, öll er myrkvast efa og kvíða Ameríka — Debs skal kveða inn í tímann vilja og ,von — enn er sú ei yfirgefin, er á skálmöld hróka og peða, á svo hugum-háan son. 1918. REYKVÍKINGUR skrifar: „Eg hef verið að bíða eftir því í allt sumar að sjá í aðalfyrir- sögnurn blaðanna ráðizt á það hneyksli, sem fisksalan er hér í Reykjavík, eða réttara sagt það hneyksli, að í einu mesta fiskveiðalandi heimsins sé nær ógerningur að afla sér fisks til matar, sem talizt get- ur ætur. EG HYGG að ástandið sé sv:p- að um allan bæ, en ég dæmi þetta fyrst og fremst eftir þieirri útsölu FiskhallariQnar, sem næst mér er. Það er und- antekning nú um lengri tíma að þar sé hægt að fá fisk sem mönnum er bjóðandi. Ný- meti er eins og bannvara, því ekki er hægt að kalla gömul ' flök því nafni. Það er ekki heldur hægt að fá almenni- iegan saltfisk. Það sem á boð- . stólum er dag eftir dag er svo ólystugt fiskrusl, að aldrei kærni neinum Islendingi til hugar að bjóða það nokkrum útlendingum. En þetta er ætl- azt til að íbúar Reykjavikur , láti sér lynda. Þeim-miá bjóða Fiskrusl í Reykvíkinga svo lélega og skemmda vöru að hún er ekki til neins nema til þess að kaupmennirnir græði á henni og setja fátæk- asta fólkið í bænum og raun- ar miklu fleiri í standandi vandræði með það að fá í matinn einmitt þá fæðutegund sem ætti að vera sjálfsagðasta fæðutegund Islendinga, einmitt þann mat, sem ætti að geta verið hér ódýr, fjölbreyttur og vandaður. ÞAÐ ER RAUNAR óskiljan- legt áð íslendingar skuli una því að leggja sér til munns fiskrusl það og úrgangsfisk, sem fisksölur í Reykjavik láta sér sæma að hafa að staðaldri á boðstólum. Fiskverkun er kom;n á hátt stig hér á landi, Islendingar kunna að verka fisk við smekk og hæfi hinna fjarlægustu þjóða. Sérfróðir menn hafa strangt eftirlit með því að fyllstu kröfum erlendra neytenda sé fullnægt eins og sjálfsagt er. EN HVER METUR hvað Reyk- víkingum er boðið af fisk- meti, til dæmis nú í sumar? Það væri gaman að sjá fram- an í þann matsmann og fá rök fyrir því að það sem boðið er fullnægi ströngum kröfum fisk veið’þjóðarinnar íslenzku. — Enda mun það svo' að eina matið á því hvað boðlegt sé þeim stóra fiskmarkaði sem er hér í Reykjavík er það hvað fiskkaupmennirnir telja að þeir geti svælt út í fólk í vandræðum þesö. Og Islending ar ættu fyrir löngu að vera vaxnir upp úr því mati. Mér finnst það ekkert efamál að með núverandi ástandi fisksöl- unnar í bænum sé það sýnt að það verður ekki v:ð slíkt unað lengur. Fiskkaupmenn bæjar- ins virðast ekki færir um að gegna þessari vcrzlun, þeir sýna kaupendum ósvífni og fyririitningu með verzlunar- háttum sínum og þieirri vöru sem þeir hafa á boðst.ólum. Hér verða opinberir aðilar að taka í taumana. og skipuleggja þessa þjónustu við borgar- búa fyrst einstakí'ngsframtak- ið sæla bregzt jafn herfilega og raun er á. LANGT ER SÍÐAN sósíalistar fluttu kröfuna um fullkomna fisksölumiðstöð bæjarins og ég man ekki betur en þáð séu að minnsta kosti bú’ð að lofa henni við tvennar bæjarstjórn- arkosningar, bara ef fólkið vildi gera svo vel a.ð kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Og í síð- ustu hriðinni fyrir bæjar- stjórnarkosningar gerði Mogg inn sig áð viðundri ef ég man rétt með því að lýsa yfir að þessa fullkomna fisksölumið- stöð sem lofað var í bæjar- s'tjórnarslagnum þar áður væri tek:n til starfa bæjarbúum til blessunar og þæginda og ætti heima í Fiskiðjuveri ríkisins. Það reyndist þó hafa gleymzt þegar til kom að efna kosn- ingaloforðið enda varla von að bæjarstjórnarmeiri'hlutinn geti lagt öll þau ósköp á minnið sem lofað er fyrir hverjar kosningar. LlKA ER ÞAÐ í miklu betra samræmi v:ð stefnu Sjálfstæð- isflokksins að nokkrir menn geti byggt sér nokkrar hallir fyrir gróðann af því að selja bæjarbúum argasta ruslfisk ár’ð um kr:ng, en að fisksölu- mál bæjarins séu skipulö^ð þannig að íbúar Reykjavikur eigi kost á góðri vel verkaðri vöru. Hitt er ekki vansalaust ef bæjarbúar ætla að láta öllu lengur bjóða sér þær trakter- ingar sem fiskkaupmennirnir hafa haft á borðum sínum, bílpöllum og gólfum nú í sum- ar að viðbættum innantómum kosningaloforðum Sjál'fstæðis- flokksins.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.