Þjóðviljinn - 02.09.1953, Side 6
g) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 2. september 1953
þlÓOVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
B’réttastjóri: Jón Bjarnason.
Bláðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
V.____________________—--------------------------------
Afleiðingar íhaldsstefnannar
Fyrir tæpum hálfum öðrum áratug lýsti helzti þáverandi for-
ustumaður Ihaldsins í bæjarmálum Reykjavíkur því yfir, að
það væri bæjarfélaginu með öllu óviðkomandi hvorf almenn-
ingur í bænum ætti þess kost að búa í mannsæmandi húsnæði
eða ekki. Lausn húsnæðisvandamálsins væri sérmál hvers ein-
staklings, þar yrði einkaframtakið eitt og óstutt að finna
lausnina hverju sinni án afskipta eða nokkurrar umtalsvei’ðrar
forustu af hálfu bæjarins.
Þetta var ógrímuklædd stefna íhaldsins í húsnæðismálun-
um, Og þessari stefnu reyndi það að fylgja svo íengi sem það
treysti sér til. Það var einungis fyrir sköpun öflugs almennings-
álits og ötula baráttu sósíalista í bæjarstjórn Reykjavíkur sem
íhaldið var knúið til þess undanhalds sem birtist í byggingu
bæjarhúsanna við Hringbraut, Skúlagötu, Lönguhlíð og Bú-
staðaveg. Framkvæmdir bæjarins í þessu efni voru brot á yfir-
iýstri stefnu íhaldsins, sem Bjarni Benediktsson markaði svo
skýrt á sínum tíma. — — —
Ihaldið hefur jafnan gætt þess gáumgæfilega að þær athafnir
*em það hefur verið neytt til í húsnæðismálum Reykjavíkur,
kæmu ekki þeim að gagni sem fátækastir eru og erfiðastar hafa
ástæður. Eru Skúlagötuhúsin ein undantekning hvað þetta
snertir. Þannig hefur Ihaldið reynt til hins ýtrasta að koma í
veg fyrir að þátttaka bæjarins í byggingamálum leysti vanda
þeirra sem ekki eru iþess megnugir að eignast íbúðarhúsnæði
af eigin rammleik, en það eru í flestum tilfellum barnflestu fjöl-
skyldurnar.
Þótt iþessi stefna Ihaldsins sé hvorttveggja í senn, röng og
skaðleg, er hitt þó enn háskalegra, hve allar framkvæmdir af
ibæjarins hálfu í byggingamálum hafa verið í smáum stíl og
fjarri því að fullnægja þeirri miklu þörf fyrir aukið íbúðarhús-
næði sem eðlileg mannfjölgun í bænum og hinn öri vöxtur hans
á síðari árum hefur krafizt. Þarna hefur íhaldið staðið á verði
um þrengstu einkahagsmuni húsabraskaranna og með þver-
girðiegslegri afstöðu sinni ýtt stórlega undir það húsaleiguokur
sem nú liggur eins og mara á vaxandi fjölda Reykvíkinga og
þá fyrst og fremst á verkalýðnum og öðru alþýðufólki.
Allt kjörtímabilið sem nú er að líða hafa sósíalistar lagt
ríka áherzlu á nauðsyn þess að bærinn tæki rösklega og myndar-
lega forustu í byggingamálunum og flutt fjölda tillagna um
byggingar íbúða sem fyrst og fremst væru við það miðaðar að
bæta úr vandræðum þeirra, sem-eru húsnæðislausir eða búa í
heilsuspillandi íbúðum. Þessar kröfur hefur Ihaldið hunzað,
haldið að sér höndum og talið fátæku alþýðufólki fullgott að
hýrast í gömlum hermannaskálum, saggakjöllurum og skúrum,
sem dreift er víðsvegar um bæjarlandið, reynist það ekki þess
umkomið að greiða þá okurleigu sem athafnaleysi Ihaldsins í
fcyggingamálum hefur átt megin þáttinn í að skapa.
Afleiðingin af íhaldsstefnunni í húsnæðismálum Reykjavíkur
blasir nú við hverjum mamii í nekt sinni og ömurleika. Fólk er
ýmist neytt til að búa í gjörsamlega ófullnægjandi húsakynn-
um eins og bröggum, heilsuspillandi kjallaraíbúðum eða þæg-
indalausum skúrum og kofum, eða þá að sætta sig við að
greiða þriðjung og allt upp í helming tekna sitina í hít húsa-
leiguokursins. Og þegar allt er að komast í fullkomið öng-
þveiti vegna sinnuleysis kyrrstöðuaflanna sem ráða bænum, er
gripið til þess óyndisúrræðis að skipuleggja sérstök hverfi fyrir
fátækasta fólkið og láta ráðast, án tillits til gildandi samþykkta
um lágmarkskröfur til íbúðahúsabygginga, hvernig byggt er.
Með þessum hætti mun rísa á næstunni allmikil byggð í Blesu-
gróf til viðbótar þeirri, sem fyrir var með öllum þeim vand-
kvæðum sem slíku fylgja fyrir einstaklingana og bæjarfélagið.
Húsnæðismálin eru mestu vandamál reykvískrar alþýðu í
dag. Það er fyrir löngu sýnt að þau verða ekki leyst undir for-
ustu afturhaldsaflanna. Meðan þau ráða sígur jafnt og þétt á ó-
gæfuhlið. Til iþess þarf nýja forustu með ötinur og heilbrigðari
sjónarmið en þau sem ráðið hafa afstöðu Ihaldsins og kallað
húsnæðisneyðina yfir þúsundir Reykvikinga.
JÓHANN J. E. KÚLD;
íslensk fiskframleiðsla og rúss-
nesku sölusamniiagoniir
Eg hef áður haldið því fram.
og held því fram enn, að það
sé aðeins ódugnaði okkar að
kenna í utanríkisviðskiptum ef
ekki tekst á hverjum tíma að
afla nægilegra markaða fyrir
fiskframleiðslu landsmanna,
eða þá í öðru lagi að framleiðsl-
an sé of einhæf, að hana skorti
nauðsynlega fjölbreytni fyrir
hina ýmsu markaði. Báðar þess-
ar ástæður held ég að hafi ver-
ið orsök þess að gripið var til
þess ráðs á s. 1. ári að tak-
marka fiskframleiðsluna. Með
rússnesku viðskiptasamningun-
um hefur greiðzt mikið úr þess-
um málum og þeir eru aðeins
sýnishorn af þeim miklu mögu-
leikum sem fyrir hendi eru á
þessu sviði, ef við höfum aðeins
víðsýni og manndóm til að not-
færa okkur þá. Það er þess
vegna bæði vitlaust og skaðlegt
og má ekki þolast að togstreita
um gróða milli togaraútgerðar-
manna og hraðfrystihúseig-
enda spilli karfasölu þessara
viðskiptasamninga. En eins og
stendur þá rekast andstæðir
hagsmunir þessara tveggja að-
ila svo á, að þeir munu valda
þjóðinni allri stórtjóni ef ekki
greiðist úr þessu máli á næst-
unni. Hraðfrystihúsin greiddu
fyrir karfann s. 1. ár 65 aura
pr. kg., en munu nú fáanleg til
að greiða 70 aura pr. kg. Tog-
araútgerðarmenn telja sig hins
vegar þurfa að fá 90 aura pr.
kg. Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar
mun nú nýlega hafa gert samn-
ing til bráðabirgða við tvo
Austfjarðatogara fyrir 85 aura
verð pr. kg. Á sama tíma sem
þessir aðilar deila, þá fer ríkis-
stjórnin með rússneska við-
skiptasamninga eins og manns-
morð, þar er öllu haldið vand-
lega leyndu fyrir almenningi.
Þó hefur það einhvern veginn
kvisazt út, að samningarnir séu
Lheild mjög hagstæðir miðað
við verð á seldri og keyptri
vöru. Og svo mikið er víst að
málg’agn Verzlunarráðs íslands
telur samningana sérstaklega
hagstæða. Ýmsir halda því
fram, að Rússar greiði mikið
hagstæðara verð fyrir karfa-
flökin, heldur en hraðfrysti-
húsaeigendur hafa fengið fyrir
þessa vöru á Ameríkumarkaði.
Karfaflök fyrir Ameríku-
markað munu vera sem næst
23—25% af hráefninu- En á
Rússlands- og annan Evrópu-
markað sem næst 26—30%.
Þetta orsakast af því að Ame-
ríkukarfinn verður að vera
beinlaus, en í flökum hinna
síðartöldu mega efri rifbeinin
fylgja flakinu. Karfasala á Ev-
rópumarkað er af þessum sök-
um talsvert hagstæðari sé mið-
að við sama verð á flökum. Sé
það rétt sem fullyrt er af öll-
um sem um þetta hafa rætt, að
Rússar greiði fullkomlega fram-
leiðsluverð fyrir karfaflökin,
þá getur það varla talizt vanza-
laust fyrir ríkisstjórnina ef
hraðfrystihúsaeigendum og tog-
araútgerðarmönnum verður
látið haldast það uppi að deila
um skiptingu gróðans á meðan
aðal karfavertíðin líður hjá.
Enda ætti lausn í þessu máli að
1
Jóhann Kúld
vera finnanleg sem báðir aðilar
gætu við unað, ef sölusamning-
arnir eru svo hagstæðir sem
fullyrt er.
En þessi deila sem ég hef hér
minnzt á gefur skýra bendingu
um hvað framleiðsluskipulag
okkar er meingallað. Náttúr-
lega er það eðlilegast, að sá
háttur væri hafður á þessum
málum að útgerðin sjálf ræki
framleiðslustöðvarnar sem
vinna úr sjávarafla og þá ekki
hvað sízt hraðfrystihúsin. Þessi
deila um karfaverðið á því upp-
tök sín í heimskulegu skipulagi
þessara mála, og getur endur-
tekið sig æ ofan í æ svo lengi
sem ekki verður bætt úr þess-
um skipulagsgalla. En það er
von alls vinnandi fólks, að
þessi deila um karfaverðið verði
leyst strax, svo að hún valdi
ekki meira tjóni en orðið er
fyrir þjóðina. Við höfum ekki
ráð á því sem þjóð, að nú loks-
ins þegar valdhafarnir hafa
fengizt til að leita í alvöru í
Sovétlýðveldunum eftir mörk-
uðum og fengið þá eftir margra
ára sölutregðu til þessara landa,
að þá verði máski þeir inögu-
leikar, sem þarna hafa opnazt,
eyðilagðir og íslenzkri fisk-
framleiðslu bakað óbætanlegt
tjón fyrir heimsku eina og ó-
stjórn þessara mála.
Eg hef áður bent á það að
banna ætti með lögum karfa-
veiði til bræðslu og einungis
veiða hann til neyzlu.
Íslendingar hafa ennþá ekki
áttað sig á því, að karfinn er
einn allra dýrmætasti fiskur
sem hér veiðist á okkar miðum.
Það má því kallast furðulegt,
að karfaflökum skuli hafa ver-
ið hrúgað inn á Bandaríkja-
markað úr hófi fram í svo stór-
um stíl að valdið hefur þar
sölutregðu og of lágu markaðs-
verði, en þetta er staðreynd að
dómi margra sem þekkingu
bera á þessi mál. Á sama tíma
bólar ekki á hinni minnstu við-
leitni til þess að framleiða
reyktan karfa fyrir Evrópu-
markað og hefur þó þessi fisk-
framleiðsla langa reynslu að
baki meðal ýmsra þjóða. Enda
er karfi í reyktu framleiðslu-
ástandi, sé rétt með hann farið,
talinn til dýrmætustu fiskfram-
leiðslu í Suður-, Mið- og Aust-
ur-EvrópuIöndum ýmsum og
víðar. En hér er sama sagan að
endurtaka sig og þegar enginn
íslendingur fékkst til að verka
upsa í slcreið, á sama tíma og
þúsundir tonna lágu óseljan-
leg af söltuðum upsa hér í fisk-
húsum fyrir 25—26 árum. En
Norðmenn verkuðu meginið af
sinni miklu upsaframleiðslu þá
sem skreið og seldu á toppverði.
Þeim sem vildu fræðast um
þessi mál get ég sagt, að hægt
er að selja ekki aðeins frosin
karfaflök á Austur-Evrópu-
markað heldur einnig reykta
karfaframleiðslu og pækilsalt-
aðan karfa í tunnum.
Okkur skortir fjölbreytni í
okkar fiskframleiðslu, og að
aflanum sem veiðist sé deilt
hæfilega niður á hinar ýmsu
verkunaraðferðir sem til eru og
gerðar tilraunir með fleiri, því
að við íslendingar getum aldrei
aflað svo mikils fisks að ekki
séu nægilegir markaðir fyrir
hann, ef þeirra er leitað af al-
úð og dugnaði og tillit tekið
til mismunandi smekks og óska
neytenda hinna ýmsu landa.
Eg gleðst yfir því að mark-
aðir skuli nú á ný hafa opnazt
fyrir frystar fiskafurðir og salt-
síld til Rússlands, einmitt þeg-
ar farið var að þrengja að með
sölu á afurðum frystihúsanna.
En þetta sýnir aðeins hvað hægt
er að gera sé vilji fyrir hendi.
Og það er hægt að gera meira
en þetta. Við getum opnað
fleiri og fjölbreyttari markaði
fyrir okkar sjávarafla, bara ef
haldið verður áfram á þessari
braut, sem nú hefur verið far-
ið inn á, að selja þeim sem
vilja verzla við okkur fyrir
framleiðsluverð. Hvort okkur
tekst að halda þessum viðskipt-
um áfram er mest undir sjálf-
um okkur komið. Ef við vönd-
um framleiðsluna eins og hægt
er, og leggjum okkur fram með
að uppfylla gerða samninga, þá
eigum við að geta haldið hverj-
um þeim markaði sem við höf-
um einu sinni komizt inn á. En
gerum við þetta ekki þá verð-
ur sala okkar sjávarafurða óár-
viss og hending ein ræður
hvort hægt er að lifa menning-
arlífi af framleiðslu sjávaraf-
urða á íslandi.