Þjóðviljinn - 09.09.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.09.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. september 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 VII. I viðtölum sínum við Morg- unblaðið hafa þeir Magnús Valdemarsson og Guðm. H. Einarsson vandlega íþagað yfir öllum jákvæðum upplýsingum um ástand og þróun mála í 'Rúmeníu nema blaðamennirnir hafi stungið þeim undir stól. Engar upplýsingar er að finna í viðtölum þeirra um ástandið i Rúmeníu undir stjórn fasist- ans Antonecus, hvergi greinir þar frá erfiðleikum alþýðu- stjómarinnar vegna ástands- •ins í atvinnu- og menningar- málum landsins þegar hún tók við og gefið er í skyn að fólkið sé svelt og þræikað. Hvergi örlar fyrir skilningi á þróunarsögu landsins en í stað- inn eru gefnar tölur til saman- iburðar enda þótt samanburð- argrundvöllurinn sé rangur eða alls enginn. Fyrir þessar sakir eru viðtölin við þá tvímenn- dngana frábrugðin viðtölum við aðra fBúkarestfara og fyrir þessar sakir 'hafa báðir þessir piiltar valdið vonbrigðum ferða félaga sinna. En Iivað um það. Fyrir klaufaskap blaðamann anna mora viðtölin í mótsögn- tnn, bæði innbyrðis og sin á milli, en sannleiksperlur sk.ína þó þar innan um sorann, eink- um hjá Guðmundi Einarssyni, sem athugull iesandi kemur auga á, og dregur það mjög úr neikvæðum árangri þessara skrifa. I VIII. Við hvaða fólk í Búkarest hafa þeir tvímennin'gamir tal- að? Hvar fær Magnús þær upplýsingar að menn hverfi iðulega sporlaust? Hvar íær Guðmundur þær upplýsingar, að bömum fyrrverandi atvinnu rekenda sé þannað háskóla- nám? Magnús segir: ,,Ég gekk víða um borgina og talaði við menn úr mörgum stéttum og kynnti mér kjör alþýðunnar." Eins og fyrr greinir voru engar hömlur lagðar á ferðafrelsi hans, en þessi setning á að vera inn- sigli sannleikans á þær röngu upplýsingar, sem hann lætur ■blaðamanninum í té. Þetta mál þarf að kryfja til mergjar. « Engum er það Jjósara en sósíalistum að til eru óánægð öfl í alþýðuríkjum Austur- Evrópu, annað væri óeðlilegt. Þessi óánægja er erfðasjúk- dómur frá gamla skipulaginu, sem rénar eftir því sem lengra líður og uppbygging sósialism- ans gengur toetur. Hinir óá- nægðu eru örlítið brot þjóðar- heildanna, sem eru súrir yfir því, að hafa misst aðstöðuna til arðráns. Hina óánægðu má aðallega greina í þrjá flokka: 1. stórburgeisar og skyldulið þeirra, 2. smáborgarar og ýn.s- ir spákaupmenn er áttu ein- hvern hlut að arðráni verka- lýðsstéttarinnar, og 3. starfs- menn erlendra auðfélaga, sem hafa rhisst ,,eigur“ sínar við þjóðnýtinguna: Við þetta óánægða fólk Iiafa tvímenningarnir talað. Það =at um mótsgestina, aðallega í þjórstofum, til að flytja þeim áróður um kjör verkalýðsms og ástandið í landinu og revna að fá þá tiil að sækj.a ekki prógrömm og leiki mótsins. Hið óánægða fólk hefur' auðviiað fullt málfrelsi og þarf engan að óttást, þó það hafi hátt nm skoðanh* sínar. Þetta verður Magnús að-játa í sínu viðtaii: „Það greinh* næsta frjálslega frá andúð sinni á stjórnarfar- inu“ og afhjúpar hann þannig þau klassisku ósannindj Morg- unblaðsins, að þeír menn aust- Fagnafundur heímsmótsgesta og rúincnskrar alþýðu á járnbrautarstöð í Búkarest INGI R. HELGASON: <ri Oánægðu mennimir og gamla konan an tjalds verði höíðinu styttri sem dirfast að láta í ljós óá- nægju með stjómarfar alþýðu- ríkjanna, því að ekki mundu menn greina frjálslega frá andúð sinni og skoðunum, ef sú væri raunin. Nú er það út af fyrir sig á- gætt að tala við óánægt fólk i Austur-Evrópurikjunum en er það heiðariegt að leggja frásagnir þess einar til grund- vallar þegar heim er komið, en hafna með öllu öðrum upp- lýsingum frá hinum raunveru- lega fjölda um iífskjör hans og lífsviðhorf? Menn skulu ekki halda, að Magnús hafi einvörðungu talað við óánajgt fólk í Rúmeniu. Hann heim- sótti vinnustaði með stórn.n hluta sendinefndarinnar og þar var hann túlkur að beiðni fararstjómarinnar. Þar féklc hann upplýsingar frá fyrstu hendi hius vinnandi fólks um kjör þess, samantourð á kjörurn þess áður og nú og viðliorf þess til þróunarinnar í land- inu. Á tú'kunina hlustuðu og skrifuðu niður hjá sér tugir manna úr sendinefndinni. 5. Og mér er spurn Magnús minn: af hverju. skýr;r þú rkki beiðaxlega frá þessum upplýs- IX. Það var síundum gaman að fyilgjast með Magnúsi, þegar hann var að leita að óánægðu fólki. Við stoppuðum smástund i Búdapest. Með þeim fyrstu út úr lestinni er Magnús. Nokkuð er af fólki á stöðvar- pallinum til að fagna okkur. Allt lí einu kemur Magnús auga á fjörgamla konu, ekki rík- mannlega klædda. — Sprechen Sie Deutsch? Já, aideilis, gamla konan talaði þýzku reiprennandj og þau tóku tal saman. Landamir hópuðust í kring. Spumingar og svör. Er ég ánægð með Ufið? Hvernig spyrðu maðar! Ég er að vísu ekki auðug að fjánnun- um en ég á þá hamingju að sjá landið mitt og fólkið. m'tt á þvoskabraut til betri lífskjara og velmegunar. 1 sósialismaiv- um öfundar enginn annan. Þó get ég ekki var'zt því að öfunda æsku Ungverjalands, að e'ga állt lífið franumdan í hinu rétt láta og frjáisa skipulagi sósíaý- ismans. HvíUk hamingja! Ef ég væri ung, Þá . . . . — og hverri spumingu var svarað með ræðu. Spumingum 'Magnúsar fælclc- aði en aðrir komu Þá til að spyrja og að lokum gekk hann niðurlútur tourtu frá gömlu konunnj Búdai>est. X. Enda þótt viðtalið hans Magnúsar sé slœmt er fyrir- sögnin á því enn verri. Hún er svohljóðandi og tekur yfir 5 dálka: „Búkarestmótið var glæsileg hátíð, sem átti að dylja bág kjör óhamingjusamrar þjóð- ar“. Ég hef aldrei lesið annan eins þvætting eins og stendur ![ tilvisunaraukasetningu þess- arar fyrirsagnar. Búkareslmót- ið var g’œsileg hátíð; um það erum við sammála Magnús minn, en að Búkarestmó'tið ætti að dylja eitt eða neitt er hreinasta fjarstæða. Það þarf lieimslcu til að bera svona full- yrð'ngu á borð fyrir heilbrigt fólk. Það er rétt að taka það f ram. að rúmenska þjóðin eftdi eklci til og stóð eklci fyrir Búkarest- mótinu. Mótið var haldið á veg- um Alþjóðasambands lýðræðis- sinnaðrar æsku og Alþjóða- -sam'bands stúdenta, og er þetta mót hið 4. í röðinni. Mót- in hafa verið haldin í ýmsum höfuðborgum aliþýðuríkjanna að boði viðkomandi ríkis- stjórna: 1947 í Prag, 1949 I Búdapest, 1951 í Berlín oa 1953 ,í Búkarest. 'Ekki er enn vitað hvar næsta mót verður haldið 1955. Hvgrnig getur mönnum dottið í hug, að mót þessi séu lialdin til að leyna einliverju? 'Hið gagnstæða liggur 'í augum uppi. Að þessi mót ei*u haldin i hverju alþýðuríkinu eftir ar.n- að er bezta sönnun þess, að þessi ungu ríki hafa engu að leyna. Þau bióða velkomna inn fyrir sín landamæri menn eins og Magnús Valdemarsson, lofa þeim að skoða ofan í hvem kopp og kirnu, en svo er bara undir toælinn lagt hvað menn .segja, þegar þeir koma he:m. Nei, þessi ríki vilja sýna þjóð- Hf sitt og þeim er ekkert kær- ara en að Vestur Evrópubúar kynnist sem flestir þeim þjóð- félagstilraunum, sem þau eru að gera, — og þess vegna kepp- ast þau um, að 'hafa mótið í sínum löndum. í fyrirsögninni segir, að Búkarestmótið hafi átt að dylja toág kjör óhamingjusamr- ar þjóðar'. * 6'. En þá er mér spum Magnús minn: Ef einliverju var að leyna heíði þá ekki ver- ið bezt að halda mótið anliars- staðar? XI. Þá er toezt að snúa 'sér að ýmsum atriðum v.iðtalsins. Á einum stað segir svo: „Þannig fór kommúnista- stjórnin að því að öðlast ö!l greidd atkvæði við síðustu kosningar, 100%, eða 10.574 þúsund atkvæði nákvæmlega talið! — Hitler sálugi gerði aldrei betur.“ Þessar tölur hefur Magnús fengið hjá einhverjum mjög ó- ánægðum og þær er nauðsyn- legt að leiðrétta og benda á einhverjar samanburðartölur til fróðleiks. Síðustu kosningar, sem fram fóru i landinu, voru 30. nóv- emtoer 1952. Á manntali voru þá um 17 milljónir manna í Rúmeníu en á kjörskrá voru 10.574.475 kjósendur (Magnús er því með kjörskrártöluna) 10.044.750 neyttu atkvæðisrétt- ar síns, eða um 95% og er það mesta þátttaka í kosning- um sem fram hafa farið í Rú- meniu. Hinsvegar fékk Rú- menski verkamannaflokkurinn 9.843.860 atkvæði eða um 97% greiddra atkvæða. Tökum svo aðrar tölur til samanburðar, sem eru næsta fróðlegar. Kosniingar fóru einnig l'ram í landinu 1928. Þá voru við völd kapitalistar að skapj Magnús- ar Valdemarssonar. Á manntali voru þá um 18 milljónir, en á kjörskrá aðeins 3 mil 1 jónír 660 þúsund og af þeini kusu aðeins 2 inl ljónir og 800 þúsund eða um 77%. Þesaar tölur í heild eru at- hyglisverðar vegna þess að þær sýna svo vel aukna þátt- töku fjöldans í lýðræðinu. Bæði Magnús og Guðmund- ur toýsnast yfir Þvt að fyrr- verandi stórkapitalistar skuli sviiptir kosningarétti og kjör- gengi. Hins vegar hefir þetta reynzt nauðsynlegt og af svip- 'uðum ástæðum og flokks'bundn- ir nasistar í Þýzkalandi (aust- ur og vestur) hafa fyrst um sinn verið sviptir þessum rétt- indum. Smám saman kemur þetta fólk inn á kjörskrána og i Rúmeníu fjölgar stöðugt á kjörskránni. y Kosningarétturinn er tound- inn við 18 ár en kjörgengið við 23 ár. Ma-gnús segir á einumi stað: „Engir stjómmálaflokk- ar Ieyfðir í landinu“. Ekki einu sinni einn?! Hinsvegar veit ég ekki annað en að 3 flokkar standi að núverandi ríkisstjóm og núverandi stjómarstefnu óg 'hafi 'haft samflot i síðustu kosningum. Þessir flokkar em 1. Rúmenski verkamannaflokk- nrinn, (kommúnistar og sósíal- demókratar) 2. Bændaflokkur- inn (Ploughmen’s Fronti) 3. Ungverski flokkurinn (Magyar Popular Front). 'Hins vegar er öllum menn- ingarfélögum, æskulýðsfélög- nm, kvenfélögum og verlcalýðs- félögum heimilt að bjóða fram til þings. Einu má maður ekki gleyma í samtoandi við kosningar í Rú- men'íu og það er, að aukakosn- ingar eru leyfðar í hverju kjör- dæmi út af sérstökum málum, sem á döfinnii eru í þinginu á hverjum tíma. Komist því þing- maður í andstöðu við umbjóð- endur sina eða hafi hann svilc- ið gefin kosningaloforð, þá verður hann að sæta því að nýr maður komj í hans stað, ef meirihiluti kiósenda hans krefst þess, enda þótt á miðju kjör- tímatoilli sé. 7. Mætti maður spyrja, Magnús minn: hvernig væri að taka upp d íkt fyrirkomulag hér? 11 bín s ungra sós' verður sett í Reykjavík laugardaginn 24. október næstkomandi. Nánar auglýst síðar. F.h. sambandsstjórnar, GITÐMUNDUR J. GUDMUNDSS0N, íorseti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.