Þjóðviljinn - 09.09.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.09.1953, Blaðsíða 4
'4) — ÞJóÐVILJINN — Miðvikudagur 9. september 1953 SVERRIR KRISTJÁNSSON: MTjSTER MÖLLER Fyrir nokkru fór íslenzkt skip með fiskfarm til Leníu- grad. Þetta var fyrsta för ís- lenzkra manna til nýs mark- aðar í austurvegi, eftir að gerður hafði verið við ein- stakt land einn mesti viðskipta samningur, sem um getur ? sögu íslands. Nokkru ef'ur heimkomu skipsins birti Morg unblaðið leiðara um Ráðstjórr. arríkin, margþæft rússaníð. Til þess að langblekktir les- endur blaðsins skyldu þó frek- ar festa trúnað á róginn, var vitnað i íslenzka sjómenn ný- komna frá Leníngrad, og í ræðu Malénkoffs, sem Þjóð- viljinn hafði birt. Var það að heyra á leiðaranum, að Malén- koff forsætisráðherra væri kominn á Morgunblaðslínuna og hefði staðfest það, sem Mor^unblaðið hefði alltaf sagt um hagi rússneskrar alþýðu. Þegar Morgunblaðinu var boð- ið að birta ummæli Malén- koffs í heild, og ólogin, hafn- aði það boðinu skýringalaust. Hin gamla mær brá ekki vana sínum þá frekar en endranær. Nokkru síðar vildi Vísir, ali- kálfur Sjálfstæðisflokksins, ekki verða eftirbátur stóru mömmu, og birti nú sex dálka viðtal við skipstjóra Dranga- jökuls, mr. Ingólf Möller. I sexdálka máli virðist hinn djarfi skipstjóri lítið hafa séð, sem gimilegt er til fróðleiks Islendingum, er heima sitja. Hann sá herskip, að ógleymd- um ,,hraðbátum“ mörgum, sem virðast hafa vakið furðu hans, en raunar er þarna ein stærsta herskipahöfn Rússa. Þá hafði hann á leiðinni um bæicin horft ,,inn áfólk þarsem það sat í kjallaraíbúðum". Skipstjóranum virðist þetta mjög í frásögur færandi, enda ekki nema eðlilegt. Piltur sem fæddur er og uppalinn í Reykjavík hefur auðvitað aldrei séð kjallaraíbúð né bú-' andi fólk i slíkum vistarverum. Mr. Möller hefur sjálfsagt alltaf búið á efrihæðunum, 'Jíkt og unglingurinn við Morg unblaðið, sem spurði Búkarest fara, hvort það væri satt, að konur ynnu verkamannavinnu austan jámtjalds. Maður skyldi halda, að blaðamenn Sjálfstæðisflokksins og heim- ildarmenn þeirra væru af há- aðli, og þekktu ekki vinnandi, fóik nema af afspurn. Mr. Möller er auðvitað einn.- til frásagnar um það sem hann sá, heyrði og sagði í Lenín- grad. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort hann hermir rétt frá því sem hann sá og heyrði, en sé það rétt, sem hann segist hafa sagt í borg Leníns, þá ber það vott um heimskulegan hroka og gikks- hátt, sem fer íslendingum illa erlendis, ekki sízt þegar það er ljóst, að hinn íslenzki skip- stjóri hefur notið algengrar rússneskrar gestrisni og hlýju í viðmóti. Rússneskur maður spyr skipstjóra hins íslenzka skips, hvernig honum lítist á Leníngrad. Mister Ingólfur Möller svarar: „Þessi skyrta, sem ég er í, kostar fjóra doll- ara í Bandaríkjunum." Það er alþjóðlegur og al- mannlegur siður, að heima- menn spyrji gestkomandi, hvernig þeim lítist á bæinn eða héraðið. Venjulega svara menn því til, að þeim lítist vel á sig, staðurinn sé snotur, o. s.frv. til þess að særa ekki staðbúndna ættjarðarást þess, sem spyr. Menn spyrja og svara sem sagt með kurteisi, án þess að legga meira upp úr því en títt er um alþjóðlegar umgengnisvenjur. En eftir að ummæli mr. Ingólfs Möllers eru kunn orðin, þá væri kannski ástæða til að spyrja, hvort yfirmönnum íslenzkra hafskipaflotans hafi verið inn- rættar nýjar reglur um það, hvernig þeir skuli svara inn- fæddum þegar skip þeirra eru í erlendri höfn. Og er yöru- verðlag í Bandaríkjunum orð- in skyldunámsgrein íslenzkra skipstjóraefna ? Þótt mr. Ingólfur Möller finni sjálfsagt mikið til sín þegar hann stendur í lyftingu Drangajökuls í Leníngrad- höfn, klæddur bandarískrí skýrtu, og lítur sínum ís- lenzku víkingsaugiun á inn- fæddan iýðinn, þá gegnir hann þó ekki öðru hlutverki en þvi, að flytja vörur á milli landa. Hann er í rauninni bara sendi- sveinn. En þess er ekki vænzt, að sendisveinar séu hortugir við viðskiptavinina. Ef til vili verður að virða mr. Ingólfi Möller það til vorkunnar, þótt hann svari vingjarnlegri forvitnisspum- ingu Rússans nokkuð út í hött — svo ekki sé meira sagt. Hann trúir nefniiega lesendum Vísis fyrir því, að hann hafi miklar mætur á bók Kravchenkós: Ég kaus frelsið. Þeim er til margs trúandi, sem hafa látið æra sig af þeim bandaríska hrossabresti. En þótt ummæli mr. Ingólfs Möllers um Leníngradförina séu öll svo ómerkileg, að ó- þarfi sé að elta ólar við hann, þá gefa þau samt tilefni til nokkurra hugleiðinga um framkomu þeirra blaða, er standa að Sjálfstæðisflokkn- og utanrikisráðherra hans. Það er ekki úr vegi að forvitn- ast um háttsemi þessara ,,á- byrgu“ blaða gagnvart nýjum viðskiptavinum íslands. í frægri íslenzkri skáldsögu, sem út kom 1927 standa þessi orð: „Hlutafélaginu Ylfingi stendur nokkurn veginnásama hvað varið er í ítalíu, Diljá min, sagði fóstran. Ylfingur spyr ekki um annað en mark- aði.“ Þessi orð, sem er að finna í Vefaranum mikla frá Kasmír, túlka vel afstöðu ís- lenzku auðborgarastéttarinnar til erlendra ríkja, svo sem hún var fyrir einum aldarfjórðungi. íslenzkt útgerðarauðvald og ís lenzkir útflytjendur hafa til þessa ekki fúlsað við mörkuð- um fyrir islenzkar fiskafurð- ir. Það hefur ekki veríð hneykslazt á því, þótt stjóm- arfar ríkjanna á mörkuðnmi þessum hafi verið blóðug ógn- arstjórn fasista og nazista — öðru nær. Blöð islenzku auð- borgarastéttarinpar hafa sleikt út um í hvert skipti sem nýr markaður eða aukinn markaður hefur myndazt í Icudum þessum — og skipti þá engu máli, nema síður sé, hvort stjórnarherrann hét Hitler, Mússolini eða Francó. Árum saman froðufelldi Morg unblaðið af heift yfir „land- ráðastarfsemi kommúnista“, 'þegar verkalýðsblöðin sögðu sannleikann um þýzka nazism- ann. Þá mátti ekki eyðileggja ísfiskmarkaðinn. Þegar verzl- unarviðskipti tókust eftír stríð milli íslands og Spánar lýsti Morgunblaðið því með miklum fjálgleik, hve stjóm- arvöld Francós hefði mikinn hlýhug til Islands, hve annt þeim væri um aukinn útflutn- ing milli landanna o.s.frv. Ekki hefur orðið vart við það, að Morgunblaðið hafi notað tækifærið þegar nýir markaðir hafa opnazt til að forvitnast um kjör alþýðu þar. Þetta s*- vakandi málgagn ,,mannhelgi“ „frelsis“ og „lýðræðis" spurði ekki um þessi mannréttindi í Þýzkalandi Hitlers, á Spáni Franeós eða á ítalíu Mússó- línis, það virtist ekki annað en kjör alþýðunnar væru þar hin prýðilegustu, að ekki amaði þar að lýðræðinu og frelsinu. Nei, það fór ekki á milli mála: Ylfingur spurði ekki um ann- að en markaði! En tíminn leið. ísland varð fullvalda ríki og Sjálfstæðis- flokkurinn fór oftast með ut- anríkismál landsins og utan- ríkisviðskipti, svo að við ligg- ur, að hvorttveggja sé nú orð- ið fjölskyldufyrirtæki flokks- ins. Þá kom í Ijós, að hin gullna gamla regla Sjálfstæðis flokksins og málgagna hans — að styggja ekki erlend ríki, sem væm eða gætu orðið við skiptavinir íslands — þótti nú að engu hafandi. Þegar eftir stríðið gerðu Ráðstjórnarríkin: svo stóran viðskiptasamning við ísland, að einsdæmi var í verzlunarsögu lands vors. En. það var ekki verið að hlífa. hinum nýja viðskiptavini við gagnrýni Morgunblaðsins, og hafði það þó ekki sér til af- sökunar að vera í stjórnarand- stöðu. Það gjammaði með sama ofsanum og það hafði alltaf gert síðan verkalýður- inn tók völd í Rússlandi 1917. Raunar má virða það blaðinu til nokkurrar vorkunnar, að herra Bjami Benediktsson ut- anríkisráðherra hafði fremur litla stjórn á skapsmunum sín- um þegar honum gafst tæki- færi til að minnast á Ráð- stjórnarríkin i opinberum ræð- um á alþingi. Utanríkisráð- herra gaf tóninn. Hann virt- ist ekki vita það, að utanríkis- ráherra talar ekki um vinveitt erlent ríki í sama tón og þeg- ar hann ræðir við stjórnar- andstöðuna í eldhúsdagsum- ræðum. í millirikjasamskipt- um er ekki heppilegt að nota munnsöfnuð, sem tíðkaður er á Heimdallarfundum. Utanrík- isráðherra Islands má ekki tala eins og leiðbeinandi á stjómmálanámskeiði ungra Sjálfstæðismanna. Utanríkis- ráðherra lslands verður að kunna diplómatíska borðsiði. Þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti þjóðinni hinn mikia viðskiptasamnjng, sem gerður var í sumar milli íslands og Ráðstjómarríkjanna, þá kom það í ljós, að hann kann þessa borðsiði bara ef hann vill. Hann talaði eins og kurteis og ábyrgur ráðherra, og var það vel farið. En hann hefði um leið í kyrrþey átt að hasta á heimamenn sína við Morgun- blaðið og kenna þeim siðlát- ari hegðun. Það væri ekki til of mikils mælzt, þótt málgög i Sjálfstæðisflokksins hættu að Ijúga um Ráðstjórnarríkin rétt á meðan verið er að veiða karfa og síld upp í við- skiptasamninginn. Að öðrum kosti mundi sá réttmæti grun- ur fara vaxandi meðal ís- lenzks almennings, að „Ylf- ingi“ standi á sama um mark- aði. Það virðist ekki einleikið Framh. á 11. siðu. KAUPAKONUBALL um næstu helgi! Alltaf fáum við gömlu kaupakonurnar sting í hjartað þegar við heyrum kaupakonu- böllin nefnd og það er e'ns með okkur og Gissur Gullrass að ósjálfrátt förum við að rifja upp það sem gerðist í gamla daga þegar allt var 'betra og fullkomnara, ekki sízt við sjálfar. Og við sjáum okkur í anda á kaupakonu- balli, þegar kvöldin voru að byrja að verða dimm og róm- antísk og mátulega svöl til þess að það var réttlætanlegt að skjálfa dálítið ef herrann var nógu álitlegur. Æjá, það var „í dentíð“ þegar maður dansaði betur í kargaþýfi en maður gerir í dag á flughálu parketgólfi. Og þá þurfti enga „hljómsveit úr Rvík“ með sex eða átta söngvurum til að koma okkur af stað í dansinn, nei einn Dalselsbróðir var næg trygging fyrir því að dansinn Kaupakonuböll — Kýr og silkisokkar — Leiðinleg- ir, sjálíhælnir þingmenn —Alfreð skemmiilegur karl — Um eilífðarmálin var stiginn eins og þetta væri síðasta tækifærið til að hreyfa fæturna eftir hljóðfalli. Þá var það einmitt sem ég æt’aði að skarta í silkisokkum á kaupakonuballi til að sýna það greinilega að ég væri kaupstaðastúlka og gerði þá hroðalegu uppgötvun rétt áð- ur en ég lagði af stað og ætlaði að sækja dýrgripina, silkisokkana, út á snúru, að kýrnar á bænum voru búnar héngu ekki annað en trefjar sem ekki dugðu einu sinni i gólfmottu. Þá byrjuðu böll- in stundum með tombólu og einu sinni dró ég forláta rottu gildru, sem ég séldi húsbónd- anum mínum fyrir tvaír og fimmtíu og dró sex núll fyrir. Nú gæti ég sennilega selt svo- leiðis rottugildru á tuttugu og fimm krónur og dregið tutt- ugu og fimm núll fyrir. — — BÆJARPÓSTINUM hefur bor-Á gömlum Reykvíkingi, sem lýs- ir skemmtun að Hellu á Rang- árvöllum 24. júlí síðast hðinn. Hér kemur kafli úr bréfinu: — „... . Klukkan 5 fórum við niður að Hellubiói en þar átti skemmtuciin að vera. Við keyptum okkur inn fyrir 25 krónur og settumst í sætin. — Fyrst á dagskránni var maður sem setti skemmtunina. Hann var hundleiðinlegur, en var til allrar hammgju ekki lengi. Þá kom Guðmundur Jónsson og söng nokkur lög. Hann var ólíkt betri en kall- inn, enda var hann margklapp aður upp. Síðan komu tveir alþingismenn hvor á eftir öðr um og héldu ræður. Þeir voru hvor öðrum leiðinlegri og gerðu þeir ekki annað en lirósa sjálfum sér. Mér dauð- leiddist á meðan og var ég víst ekki ein um það. EFTIR þessum tveim kom' éta þá til hálfs og þar izt í hendur bréf frá tólf ára reyndar skemmtilegur ræðu- maður. Það var hann Alfreð Andrésson. Aumingja karlinn, hann virtist ekki vita að al- þingiskosningar væru búnar og byrjaði á því, að halda skörulega kosningaræðu, svo' fór hann að ta’.a svona í og með um endur, um sinfóníu- hljómsveitina og um Teresíu veðurfræðing. Þetta þvældist svo bjánalega. fyrir hcnum og var svo skringilegt allt saman að maður var farinn að gráta af hlátri. Á eftir honum kom Guðmundur aftur og söng. Sið an kom ballið og blástakkar spiluðu upp á kraft . .. .“ „SKYLDU engiarnir vera í hvítum kjólum ti) þess að eng- inn sjái að þeir eru beina- grindur?“ ?????? „JO, dautt fólk verður beina- grindur og englar cru dautt fólk og þess vegna hljóta þeir að vera beinagrindur."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.