Þjóðviljinn - 13.09.1953, Blaðsíða 12
I*©s§i kigrisiflsfi vegiir 350-gr
I*að eru til margar frásagnir á íslenzku af sumrum þegar „allt
dó sem dáið gat“ á íslandi. Sumarið sem ná er að ljúka hefur
verið eitt hið bezta í mannaminnum, svo gott að ekki einungis
hefur allt lifnað sem lífi veríur gætt heldur hafa einnig fundizt
itýjar tegundir jarðargróða, sbr. blæösplna á Egilsstöðum sem
sagt er frá á öðrum stað í blaðinu. — Kartöfluuppskera mun
víða um land verða betri en oftast áður, en gullaugáð hérna á
myndinni fyrir ofan er furðu gott dæmi um gróskuna — þótt
stærðin sé raunar einstök. Eggert Hjartarson, bílstjóri, gróf
hana upp úr garði sínum við Kámesbraut í Fossvegi fyrir nokkr-
um dögum og vegur kartaflan 350 grömm. Gullauga er ekki
stórvaxin kartöflutegund. Þegar þess er gætt verður enn minna
úr 250 gramma kartöíiunni sem blöðin voru að flíka í fyrrahaust.
; Oháða fríkirkjti-
| salnaðarins í dag
Kirkjudagur Óháða fríkirkju-
safnaðarins er í dag. Hefst hann
klukkan 14 með útiguðsþjónustu
á kirkjulóð safnaðarins hjá
vatnsgeyminum rétt sunnan við
Sjómannaskólann. Ef veður verð-
ur óhagstætt til útiguðsþjónustu-
halds verður messað í stóru og
rúmgóðu tjaldi á staðnum.
'Klukkian 15 ihefst kaffisala í
Góðtemplarahúsinu og hafa
konur úr kvenfélagi safnaðarins
bakað og smurt allt kaffibrauð-
ið.
Kvöldsamkoma verður í kvik-
myndasal Austurbæjarskólans og
hefst kl. 21. Þar verður flutt
m.a. erindi eftir Halldór Sigurðs-
son um indverska trúarheim-
speki, en Halldór er nýkominn
heim eftir alllanga dvöl í Ind-
Landi. Einnig verður sýnd kvik-
mynd ;af krossfestingunni og ým-
islegt fleira verður á dagskrá.
'Mei'ki dagsins verða seld á
götum bæjarins í dag, en allur
ágóði af merkasölu, kaffisölu og
kvöldsamkomu rennur í safnað-
ar- og kirkjusjóði Óháða frí-
kirkjusafnaðarins.
yiumN
Sunnudagur 13. september 1953 — 18. árgangur — 205. tbl.
Togararnir eru nú íleiri og fleiri að hefja ísfiskveiðar, en
fyrstu ísfiskisöiurnar í Þýzkalandi eiga að vera á mánu-
daginn.
Alls eru nú 8 togarar komn-| verið að veiðum á Grænlands-
ir á ísfiskveiðar fyrir Þýzka-j miðum og fiskað í salt. Þá er
landsmarkað og líklegt er að
þegar togararnir koma af salt-
fiskveiðunum muni nokkrir
þeirra befja ísfiskveðar.
10 togarar veiða karfa fyrir
Rússlandsmarkað, en óvíst er
nema einn þeirra hverfi að öðr-
um veiðum.
Undanfarið hafa 12 togarar
nokkuð af .afla togaranna hert
— á Akureyri og Neskaupstað —
eins og frá hefur verið skýrt
áður.
Dawson býr sig nú undir það
að taka á omóti fefiski í Bret-
landi og hefur keypt fiskhús og
ísvélar, en hvenær hann verð-
ur tiibúinn að taka á móti ís-
lenzkum fiski er ekki víst enn.
Bílslys hjá Hvítárvöllum:
Bílstiórinn rifbrotnaði
Ibaldið, þjóivaraarflokkurin og Þorsteinn Þ. Víg-
Hsson lynda meiríiiluta í kjarstj. Vestmannaeyja
Stefnushrá þeirra er a& sel$a ttteinnu-
tœhin hurt úr bmnum
Vestmannaeyjum. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Ihaldið, Þjóðvarnarflokkurinn og Þorsteinn Þ. Víglundsson
hafa myndað nýjan meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja
og er stefnumál hins nýja meirihluta að seija atvinnutækin
liurt úr bænum.
Svo sem alkunnugt er hefur
orðið nokkur taprekstur á út-
gerð bæjartogaranna hér í Eyj-
um eins og fleiri annarra tog-
ara í land;nu á undanförnum
árum. Þetta leiddi til þess að
fyrir hálfu öðru ári gugnaði
annar bæjarfulltrúi Framsókn-
ar, Þorsteinn Þ. Víg’undsson
og Hrólfur Ingólfsson, sem nú
telur sig fulltrúa Þjóðvarnar-
flokksins, fyrir áróðri Ihalds-
ins gegn bæjarútgerðinni, og
samþykktu með því að auglýsa
skipin til sölu. Síðan hefur
skipunum verið haldið á út-
boði af fullkomnu alvöru- og
ábyrgðarleysi. Öðru hvoru
hafa þessir sölubraskarar, svo
og féiagar þeirra, íhaldsfull-
trúarnir, boðið skipin föl í
blaðagreinum, þar sem sú
gre’nargerð hefur jafnan fylgt
að engin leið væri að gera skip-
in út nema með stórfelldu tapi.
Brölt þetta hefur skapað
útgerðinni margvíslega örð-
ugleika og spillt stórlega
fyrir henni hjá lánastofnun-
Tregur afli á
IMsavík
Húsavik.
Frá fréttaritara Þjóviljans.
I allt sumar hafa fiskibátarnir
hér aflað óvenju illa og svo er
enn. Reknetabátamir hafa hins-
vegar afiað sæmilega og eru þeir
nú vestur á Húnaflóa. Heyskap-
ur hefur aftur á móti gengið
mjög vel í sumar og heyfengur
með mesta móti. — í gær var
sólskin og hið bezta veður á
Húsavík.
um, enda hafa þeir sölu-
menn náð þeim árangri að
skipin liafa. legið sumarlangt
og fæst enn ekki lán til út-
gerðarinnar.
Meðan Marsjallsamningur'nn
var enn í gildi og sala sjávar-
afurða af þeim sökum með mik-
illi tregðu og óhagstæSu verði
fékkst heldur enginn kaupandi
að sk'punum. Þetta hefur nú
gerbreytzt og eru nú tilboo
tekin að berast.
Sósíalistaflokkurinn hefur
ævinlega barizt gegn sölu
skipanna og alveg sérstaklega
nú þegar rekstrarhorfur hafa
stórlega batnað. Sósíalistar
hafa sýnt samstarfsmönnum/
sínum fram á, að kaupendur
muni ekki fást að taprekstrin-
um, en þeir Þorsteinn Víg-
lundsson og Hrólfur virðast
ekki hæfir til að skilja það
heldur ruglast í því a'ð skip
og taprekstur undanfarinna
ára er sitthvað.
Á útgerðarstjórnarfundi er
haldinn var 9. þm. voru tekin
fyrir kauptilboð, sem fyrir
lágu. Samþykkti útgerðarstjórn
að hafna þeim og felldi til-
lögu Ihaldsins um gagntilboð.
Ennfremur ályktaði útgerð-
arstjórnin að sölubrölt'ð stæði
í vegi fyrir eðl'legum rekstri
útgerðarinnar, enda staðfesti
framkvæmdastjórinn að svo
væri. Samþykkt var, gegn at-
kvæðum íhaldsins, að vinna
að því að koma skipuniun á
vei'ðar.
Við þetta virðist Þ. Þ. Víg-
lundssyni hafa verið öllum lok-
ið. Safnaði hann nú um sig
Ihaldsfulltrúunum og myndaði
með þeim nýjan meirihluta í
bæjarstjórninni, sem hóf Störf
sín á aukafundi bæjarstjórnar
11. þm., með því að fela Birni
Guðmundssyni kaupmanni og
Þ. Þ. Víglundssyni a'ð selja
skip bæjarútgerðarinnar.
Sósíalistar reyndu til þraut-
ar að afstýra þessari ráðstöf-
im og báru fram tillögu um að
bæjarstjórn lýsti yfir að skip-
in væru ekki til sölu og í öðru
lagi yrðu ekki seld nema að
undangenginni almennri at-
kvæðagreiðslu í bænum, og
loks a'ð skipin yrðu eklji seld
undir fullvirði, en hinn nýi
meirihluti felldi þessa tillögu
Framhald á 3. síðu.
einn farþeginn fótbrotnaði
Um miðnættið í fyrrinótt fór bíll út af veginum hjá Hvítár-
völium og bílstjórinn og einn farþegi slasaðist töluvert og annar
farþegi meiddist lítilsháttar.
Bíllinn var á leið vestur hjá
Hvítárvöllum þegar hann fór
út af veginum og valt margar
veltur. Auk bílstjórans voru 2
stúlkur og 2 piltar í bílinum.
Bílstjórinn rifbrotnaði og
blæddi inn á lungun. Annar
pilturinn fótbrotnaði, en hinn
slapp með glóðarauga. Stúlk-
urnar, sem sátu í aftursætinu
sluppu ómeiddar.
Læktiirinn á Kleppjárns-
Chile þokast í lýð-
ræðisátt
Þjóðþing Chile hefur sam-
þykkt lagafrumvarp, sem miðar
að .að því að afnema hin ill-
ræmdu „iöig til verndar lýðræð-
inu,“ sem í reynd var stefnt
gegn kommúnistaflokknum og
gerði honum nær ógerlegt að
starfa öðruvísi en leyniiega.
DÖMNEFND
til að dæmaiím beztu
Ijósmyndir Súkarestfaranna
Htnn fjölmenni hópur Búkarestfara tók að sjálfsögðu ógrynni
Ijósmynda í ferðaiaginu. Á Búkarestsýningunni, sem að öilum
líkindum verður opnuð á miðvikudaginn, verða þessar myndir
til sýnis. Skipuð hefur verið dómnefnd til að velja þær beztu
úr og í hcnni eiga sæti þessir menu: Ásgeir Hjartarson bóka-
vörður, Kjartan Guðjónsson listmálari og Guðmundur Hannes-
son Jjósmyndari.
Tveir flokkar.
Fararstjórnin hefur skipað
þessa dómnefnd og munu
myndirnar dæmdar frá tveimur
sjónarmiðum:
1. myndir, sem sýna eðli og
tilgang Búkarestmótsins,
sem haidið var undir ltjör-
orðinu: friður og vinátta.
2. Myndir, sem sýna fslendlng-
ana á ferðalaginu eða taka
þátt í mótinu.
Dómnefndin mun velja 5
heztu myndirnar í hverjum
floklii og munu þær hljóta
mjög góð verðlaun. Mynd-
unum þarf að sltila til far-
arstjórnarinnar fyrlr mið-
vikudagskvöld.
Myndakvöld.
Fararstjórnin
hvetur alla
Búkarestfara til að skila einni
kopíu af hverri mynd, sem þeir
hafa tekið. Myndir þær verða
á sýmngunni, ea síðar verður
halaið sérstakt myndakvöld,
þar sem menn geta pantað þær
myndir, sem þeir helzt vilja
eiga úr ferðalaginu. Kopían,
sem fararstjórnin fær, verður
greidd.
Reykjum kom á slysstaðinn og
veitti bráðabirgðaumbúnað en
síðan voru hinir slösuðu fluttir
í sjúlirahús til Akraness og
leið þeim vel eftir atvikum þeg-
ar Þjóðviljinn talaði við Akra-
nes í gær. Bílstjórinn var ung-
ur maður, Ævar Sveinsson.
Bretarmótmælaí
Brezki sendifulltrúinn í Pe-
king afhenti í gær utanrÍKis-
ráðherra Kína mótmælaorð-
sendingu vegna þess að lítið
brezkt herskip hefðj orðið fyrir
árás í nánd við Hongkong, sjö
af áhöfninni farizt en fimm
særzt.
Brezk blöð ræða þennan at-
burð og segja m.a. að svo virð-
ist sem Kína telji sig eiga rétt
á 12 mílna landhelgi eins og
Sovétríkin hafa tekið sér; en
engir samningar hafa farið
fram um slíkt.
Kim Ir Sen og aðrir fulltrúar
kóresku sendinefndarinnar í
Moskvu liafa nú hafið við-
ræður við Malénkoff, forsætis-
ráðherra Sové.tríkjanna og
fleiri sovézka ráðamenn.
Er talið að rætt verði öll
helztu mál er verða sambúð
Sovétríkjanna og Norðurkóreu,
einkum þó efnahagsaðstoð til
endurreisnar eftir tortímingu
styrjaldarinnar.
Griliklandsstjórn hefur nú
birt skýrslu um manntjónið í
jarðskjálftunum á Jónísku eyj-
unum.
Fórust 455 menn, um 1000
eru enn í sjúkrahúsum vegna
meiðsla. Um 25 þúsund hús
eyðilögðust.
Ísíesidingur slasast í Aðalvík
í fyrradag vildi þaS til aö Mogiiús Einarsson frá Nesi
í Grunnavík fótbrotnaði mjög illa þegar veriö var að
sprengja í hemámsveginum frá Aðalvík til Straumnes-
fjalls.
Magnús varð fyrir steini og
mölbrotnaði hægri fótur hans.
Ilafði hann skýlt sér undir
palli vörubifreiðar, en viimufé-
lagar hans voru inni í bifreið-
inni, og sakaði þá ekki.
Magnús var fluttur í sjúkra-
hús á Isafirði.