Þjóðviljinn - 13.09.1953, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.09.1953, Blaðsíða 11
Sunnudagur 13. september 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (H Það vantar hljómteikaheH Framh. af 6. síðu. En hvers veg.na er deilt um Sinfóníuhl jómsveitina ? Það er vegna þess, að opn- un Þjóðleikhúss'ns hefur flýtt fyrir þróun tónlistarmála. Þjóð- leikhúsi'ð hefur gert meira, það hefur valdið byltingu í menn- ingarmálum á Islandi. Lögmdl h:nnar þjóðfélagslegu þróunar . eru hér að verki. Islenzku tón- listicmi hefur vaxið svo fiskur um hrygg, að hún hefur sprengt utan af sér alla tötra unglingsáranna. Og hana vant- ar hljómleikahöll. Annað er ekki samboð:ð drottn:ngu list- anna: Þjóðleikhúsið getur ekki verið sönghöll, leikhús og hljómleikahöll í senn. Það get- ur aðeins verið le:khús, en það má notast við Þjóðleik- húsið fyrir söngleikahús meðan sjálfstætt söngleikahús er ekki reist. En h!jómle:kahöll verð- ur að reisa undir eins. Leik- hús, hljómleikahöll og söng- leikahús eru í raun og veru óaðskiljanleglr hlutir menning- arþjóffa, sem hafa skapandi og örfandi áhrif hver á aðra. Tónlistarmennirnir eru nú sem stendur leiksoppar þess- arar þróunar, en ekki herrar. Tónlistarmenn fá ekki notið sín í Þjóðleikhúsinu einu saman, tónlistinni er ekki heldur borg- ið. En þróunin mun ekki láta. að sér hæða. Fyrr eða síðar mun krafan um hljómleikahöll verða ný menningarkrafa fjöld- ans, þjóðarinnar. 2. Hégómaskapurinn með þjóð- inni virðist fara vaxandi. Ó- trúlegustu menn eru haldnir þeim ógeðslega lesti. Því til sönnunar ber framkoma okk- ar við suma erlenda tónlistar- menn vitni. I þessu sambandi mætti nefna marga. til dæmis dr. Urbancic. Það hefur jafn- an verið svo þegar nýir er- lendir tó.nlistarmenn hafa sezt hér að, að þe;r hafa verið hafnir upp til skýjanna fyrstu árin, en þegar þessir sömu menn hafa dvalið nokkur ár, á ekki að sjást á þeim hvitur blettur, ekki fremur en á bak- inu á honum krumma. Þaff væri illt og skað^esrt ef þessi sinfóníudeila vrði til þess. að hrekja í burtu jaf.n ágætan og vel menntaðan tónlistar- mann og dr. Urbancic er. ís- lenzkt tónlistarh'f hefur ekki cfn- á því. Það má að vísu ^segja sem svo. að allta.f megi fá nýja erlenda krafta. Og | bað er gprt.. En dr. Urbancic f þekkir bióðina o.CT nllar aðstæð- nr í tónlistarmálum. Márgra (jts ára þékking á tónlistarmálum okkar er ekki síður mikilsvert, en tónlistarmenntun. Auk þess er dr. Urbancic mikill smekk- maður í list sinni, en góður smekkur er eitt af frumskilyrð- um sannrar listar. Okkur vant- ar ekki frumstæðan kraft og kyngi, okkur vantar helst til meiri fágun, meiri vandvirkni, og úthald. V;ð þurfum ein- mitt á manni eins og dr. Ur- bancic að halda. Hins vegar er ég því andvígur, að mikið vald sé fálið einum tónlistar- manný Eg er þess mjög fýsandi, að sta.rfræktar séuj nefndir við leikhús og aðrar hliðstæðar stofnanir. Og svo ættu fleiri að hafa tillögurétt en í nefndun- um eru. Tónlistarfrömuðr góðii-, vissulega lofsama ég áhuga ykkar, en það er ekkert gagn í rifrildi, ef menn vita ekki hvers vegna er verið að rífast. Næsta sporið í tónlistarmál- um er að reisa hljómleikahöll. Einar Kristjánsson. Kongómaður boðar íslendingum trú Framhald af 3. siðu. Ef flugtælin Hekla heldur á- ætlun talar hann á samkomu i Fíladelfíu í kvöld kl. 8,30. Á þriðjudagskvöld talar hann í Fri- kirkjunni og siðan taiar hann þar hvert kvöld til helgar, að minnsta kosti, kl. 8,30 hverju sinni. Tú’.kur hans verður Einar Gíslason frá Vestmannaeyjum. Söngkór Filadelfíusafnaðarihs að- stoðar við samkomur haris. Kona Mínoss, en hann er nýgiftur norskri konu, mun syngja með honum á samkomunum. Samkomumar i Frikirkjunni hefjast stundvíslega kl. 8,30. Öllum er heimilj aðgangur á samkomur þessar.“ T0 l'IÍH'eiðii Hafnf irðingar Útsölumaður Þjóðviljans í Hafnarfirði er nú Kristján Eyfjörð, Merkurgötu 13, síroi 9615. Kaupenaur blaðsins eru vinsamlega beðnir að snúa sér til I:ans varðandi afgreiðsiu blaðsiní í Hafnarfirði. plÓÐiniflMli PorsteÍBi Viðtalfð við Framhald af 7 síðu. 25. júlí. Þar voru teknar á- kvarðanir um framtíðarstarf sambandsins og rekið smiðs- högg á undirbúning heimsmóts- ins. Hinir fulltrúarnir voru Guðmundur Magnússon verk- fræðingur, Jón Zóphóníasson skrifstofumaður og Jóhannes Jóhannesson listmálari, en hann setti upp myndasýningu íslend- inganna á mótinu. Alþjóðasam- bandið og eins Alþjóðasamband stúdenta, séih nú er að halda þing í Varsjá, eru í örum vexti og ná áhrif þeirra um allan heim. — Hvernjg l.eizt þér á. Búka- . rest? .. ; — Borgin er einkennilegt sam bland af evrópsku og austur- lenzku. Þar, eru ýrpsar frapiúr- skarandi fallegar .byggjngar, en borgin er annar.s Æþki, sérstak- lega markverð, fremur ung borg — um 400 ára — og minnir fremur á Osló en Kapmanna- höfn ef taka ætti samlíkingu sem margir kannast við. Hún er t. d. ólíkt fátæklegri borg að sögulegum minjum en t. d. Praha eða Vín. — Hvað varð þér minnistæð- ast úr Búkarestförinni? — Setningarhátíð mótsins. Það var ógleymanleg sjón er fulltrúar á annað hundruð þjóða gengu þarna fram. Lit- skrúðinu í búningi þeirra' og breytileika, þrótti og fögnuði æskufólksins, sem þarna kom saman verður ekki lýst með orðum, ég vona að kvikmynd- iríni takist að gefa nokkra hug- mynd um þennan atburð. Á ’annan klukkutíma var fólkið að streyma inn og hófst þá sýn- ing íþróttafélaga og æskulýðs- samtaka Rúmeníu, sérkennileg- ar og táknrænar hópsýningar íþróttamanna, t. d. sýning er tákna skyldi stríð og aðrar er táknuðu friðinn og nýsköpun at- vinnulýfsins. Reyndar sáum við á -hverjum degi í Búkarest sýningar, sem ekki væri hægt að lýsa nema í heilli blaðagrein. Hver þjóð kom þarna með söngva sína, dansa, fjölleikasýningar, og komst maður yfir minnst af öllu því sem á boðstólum var, hvern dag vafð máður að velja og hafna. Var margt af því sem flutt var hin merkasta list. — Kynntustu rúmenskum rit- hÖfundum? —- Allt of lítið. Við vorum á tveim fundum með rúmenskum rithöfundum og ræddum við þá kjör þeirra og sameiginlcg hugðarefni. Hafa rithöfundar í Rúmeníu eins og ; í öðrum al- þýðuríkjum mjög góð kjör og starfsskilyrði, eftir frásögn þeirra að dæma. — Varstu var við áhuga á ís- lenzkum bókmenntum austur þar? — í Rúmeníu vissu menn lítiS um íslenzkar bókmenntir, þekktu helzt þær bækur Hall- dórs Kiljans sem komið hafa á þýzku. Hins vegar var það á- berandi í Tékkóslóvakíu hvé mikið menn vissu um íslenzkar bókmenntir að fornu og nýju. Væfi mikil þörf á einhvers kon- ar samvinnu háskóla okkar og Prahaháskólans,skiptum á sendi kennurum til dæmis- Þar er deild fyrir nærræn mál og er leiðinlegt til þess að hugsa að þár skuli vanta íslending tiLað kynna tungu okkar og bók- : menntir, mig grunar að þeir lesi 'íslenzkar fornb.ókmenntir méð einhvers- konar dönskum framburði. Við hefðum líka ef- laust mjög gott af nánari kynn- um við slafnesku málin og bók- menntirnar, háskólinn okkar getur tæpast gengið framhjá þeim öllu lengur. S. G. Frá Pralia, Tékkóslóvakíu. Allrahanda Engifer Karry Kardememmur Kanell Múskat Neguil Pipar Kumen Lárviðarlauf Fæst í næstu búð EFNAGERfilN R Brautarholti 28.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.