Þjóðviljinn - 26.09.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.09.1953, Blaðsíða 7
----Laugardagur 26. september 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Uin ISOO stúáeafar írá 99 þjéðlöndum sátu 3. þing JUþjéðcsscm&bcixidls stádenta * Viðtal við Boga Guðmimdsson formann Félags róttækra stúdenta Meðal jMiirra alþjóðasam- taka, sem stofnuð voru upp úr samviimu sameinuðu þjóðanna í heimstyrjöldinni, var Alþjóðasamband stúd- enta. Nær samband þetta nú um lieim allan og- telur á sjöttu milljón stúdenta inn- an vébanda sinna. Á 3- þingi sambandsins, sem háð var í Varsjá nú í ágúst fóru nokkrir íslenzkir stúdentar sem áheyrnarfull- trúar, og fer hér á eftir við- tal við fararstjóra þeirra, Boga Guðmund&son stud. oecon. — Viltu byrja á því að rifja upp feril Alþjóðasam- bands stúdenta. — Alþjóðasamband stúdenta er sprottið upp úr alþjóðlegri samvinnu studenta í Iönduni sameinuðu þjóðanna í styrj- öldinni gegn nazismanum. Höfðu stúdentar margra landa valið sér 17. nóvember sem alþjóðadag stúdenta, en þarm dag 1939 hófust grimmdarof- sóknir þýzkra nazista gegn tékkneskum stúdentum í Praha. Árið 1941 var svo myndað alþjóðaráð stúdenta í London, skipað fulltrúum þeirra þjóða, sem börðust gegn nazistum og í nóvember 1945 kaus það sér undirbúningsnefnd til að koma á alþjóðasamtökum stúdenta, og áttu sæti í henni fulltrúar Bretlands, Sovétríkjanna, Bandaríkjanna, Frakklands, Kína og fleiri landa. Ráðstefna var haldin í Praha á alþjóða- degi stúdenta 1945 og fól hún undirbúningsnefndinni að ganga frá uppkasti laga og starfsreglna alþjóðasambands stúdenta. Að því lokiiu voru send boð til stúdenta.samtaka um heim allan um þátttöku í stofnþingi slíks sambands. Stofnþingið var haldið í Praha í ágúst 1946 og voru þar fulltrúar hálfrar anriarrar milljónar stúdenta frá 38 lönd um. Var stofnskrá sambands- ins samþykkt 27. ág. 1946 og það stofnað á þeim degi. — Vai’ð ekki klofningur í því ? — Jú, Bandaríkjamenn og fylgifiskar þeirra urðu í minni- hluta í sambandkiu og fóru úr því stúdentasamtök noklr- urra landa, undir bandarískrí forystu. En ekki hefur þeini tekizt að koma upp cieinu klofningssambandi, í-amtökin sem kalla sig Leyden-Sekre- tariat hafa lítinn hljómgrunn fengið. Alþjóðasamband stúd- enta hefur haldið áfram að vaxa og eflast og eru nú í því stúdentasamtök frá 72 lönd- um með samtals 5.3 milljónir félagsrnanna. — Hvað er að segja ura þá 11- töku íslendinga í alþjóðasain- tökum stúdenta? -—- íslendingar áttn engsn þátt að stofnun Alþjofiasam- bands stúdenta 1946. En á 2. þingi sambandsins, í Praha 1950, sendi stúdentaráð Há • skóla íslands Inga R. Helga- son sem áheymarfulltrúa. Stúdentaráð hefur líka tví- vegis tekið þátt í alþjóðlegu samhjálparstarfi stúdenta eft- ir stríð, sendi 1947 pólskum stúdentum meðalaiýsi og á þessu ári indverskum stúdent- um sömu vöru. Sveit íslenzkra stúdenta tók þátt í alþjóoa- skákmóti stúdenta í Brussel, öðru skákmótinu sem Alþjóða- samband stúdenta skipulegg- ur, og vakti frammistaða henn ar mikla athygli. •—- Hvað fóru margir Islend- ingar á 3. þingið? — Við vorum fimm að heim- an, og tveir frá Félagi is- lenzkra stúdenta í Kaup- mannahöfn, öll sem áheyrnar- ful'ltrúar. Héfian fóru Guð- mundur Magnússbn, Einar Laxness, Einar Gunnar Ein- arsson, Guðríður Guðmunds- dóttir og ég, en frá Höfn komu Ólafur Halldórsson og Eyjólfur Kolbems. — Var þetta fjölsótt þing? — Á þinginu voru fulltrúar frá 99 löndum, um 1500 alJs. Voru það bæði fulltrúar stúd- entasamtaka sem ern fullgildir meðlimir í alþjóðasambandinu og á hey i'na rf ul! tr úa r. Þarna voru til dæmis fulltrúar frá stúdentasamböndum Kanada, Noregs, Dacimerkur og Chile, enda þótt þau sa.mbönd séu ekki tiú í Alþjóðasambandinu. Stúdentasamtök allra alþýðu- ríkjanna áttu þarna fulltrúa, og nærri hvert land í Asíu og Afríku. Þarna komu í fvrsti sinn á þing sambandsins full- trúar frá stúdentasamtökum Nepals, Laos, Kambódsíu, Honduras, Panama og fleiri ríkja. Þessi viðbót og öll störf þingsins báru vitni sívaxandi áhrifa Alþjóðasambands stúd- enta. — Hver voru aðalyerkefnin ? — Eitt aðalverkefni þings- ins var sú vi&leitni að skapa einingu stúdentasamtaka allra landa til baráttu um hags- munamá) stúdenta. Kom fram áberandi vilji til að láta fyrri deilur í röðum sambandsins niður falla, og var t.d. sam- bandi júgóslavneskra studenta og bandarískra boðin inn- ganga i sambandið á ný, en því var hafnað að þessu sinni. Brezka sambandið hefur að vísu sagt sig úr sambanditau á árinu, en tók þátt í þessu þingi með fullum réttindum, sam- kvæmt lögum þess. Fulltrúarn- ir frá Bretlandi, Kanada, Nor- egi og Danmörku létu í Ijós eindregna von um að tækist á ný samstarf við Alþjóðasam. band stúdenta í eiuhverri mynd og var gerð á þinginu lausleg áætlun um fyrirkomu- lag slíks samstarfs. — Teknar voru ákvarðanir um aukið starf á öllum þeim starfssviðum, sem sambandið hefur beitt sér á, en þar er hagsmimabarátta stúclenta og réttindabarátta aðalatriðið. Unnið er að alþjóðasamhjálp stúdenta, stúdentaskiptum, í- þróttamótum, skákmótum og mörgu öðru. Alþjóðasamband- ið hefur nána samvinnu við Alþjóðahjálparstofaun stiid- enta (I.S.R.), og hefur í sam- vinnu við þá stofnun komið stúdenta í Trebotov, Tékkó- slóyakíu, en þaðan bafa ut- skrifazt. á’bata 118 stúáerttar frá raörgum löndum, m.a. frá Bretland’, Noregi, íran. A þessu ári verður komið upp á vegum þcssara sömu al- þjóðasamtaka rnjög vönduðu berklahæli í Peking fyrir stúd- enta Asíuþjóðanaa. Amiars munum við skýra nónar frá samþykktum þingsins innan skamms. — Þið hafið kymizt margs kotiar fólki! — Já, við kynntumst st.úd- entum frá mörgum þjóðum, þarna var ekki alveg eins erf- itt að gera sig skiljanlegan og á öðrum alþjóðamótum, því stúdentar læra alstaðar mikið í málum. Af þeim kyanum verða mér einkum minnisstæð kynni af indverskum stúdent- um. Höfðu þeir hörmulega. sögu að segja um kjör fátækra stúdenta í Indlandi, þar virðist líf betlistúdentsins vera al- gengt, fátækir stúdentar verði að betla sig gegnum ná.m sitt, í þess orðs fyllstu merkingu. Kennslubækur þeirra og öll kennslutæki eru mjög af skorn um skammti. Fjöldi stúdent- anna lifir lífi sem ekki verður nefiat annað en sultarlíf. Stúd- eatar nýlendna og hálfný- lendna búa. jTirleitt við mjög bág kjör og réttindaleysi og leggur Alþjóðasamband stúd- enta mikið kapp á baráttu fyr- ir bættum kjörum þeirra. — Kynntuð þið ykkur kjör stúdenta í alþýðuríkjunum ? — Aiger andstaða við hin bágu kjör indverslcra stúd- enta eru svo t.d. kjör pólsku stúdentanna, sem ég kymti mér eftir föngum. Þetta er þeim mun athvglisverðara sem orðið hefur að reisa flest úr rústum þar’í landi á fáum ár- ran. Eyðilegging þýzkra naz- ista á menningarstofnunum PrUands var gífurleg, nærri þrið.ia hvern prófessor við pólska háskóla myrtu þeir, meir en helmingur bókasafna rannsóknarstofnana i land- i'rti var gereyðilagður. Aðstað- n til s'kólahalda fyrstu árin rpir stríð var því nyjög slæm. F'i framfarirnar hafa orðið mi'rlar. Árið sem striðið hófst voru 56 þúsundir stúdentar að rAmi við pclska háskóla en nú eru þeir 129 þúsund. — Og kjör'ti sjálfsagt ólík ? — Fyrir stríð taldist það r.lger imdantekning að stúd- entar væru úr verkalýðsstétt eða af bændafólki komnir. Nú þarf enginn að óttast að æðri menatun sé honum lokuð af efnahagsástæðum. Flestir stúd entanaa fá rfflega styrki, um 60% þeirra styrki sem vel nægja einir sér tí'l uppihalds og námsbókakostnaðar. Um 40% pólskra stúdenta búa á stúdentagörðum. -— Er deildaskipting háskól- anna, svipuð og i Vestur-Ev- rópu? — Það virtist mér í aðal- dráttum. Pólverjar leggja mikla áherzlu á æðri mecmtun, og hafa óþrjótaodi þörf fyrir tæknimenntaða sérfræðinga, vegna iðnvæðingar landsins, og hlúa því mjög að allri tæknimenntun, jafnt í æðri skólum og lægri. —- Og svo vantar líklega. ekki atvinmi afi lokn.u námi? — Hver stúdent sem út- skrifast getur tekið sér eins mánaðar frí, en valið svo úr störfum í sérgrein sinni. Stúd- entar sem skara fram úr í námi geta. stundað að loknu embættisprófi framhaldsnám og sjálfstæðar rannsóknii á kostuað ríkisins við hin beztu skilyrði, og svarar það Xrain- hald til undirbúnings að dokt- orsgráðu. — Voruð þið mikið sam- vistum við pólska stúdenta ? —• Já talsvert. Við íslend- ingarnir sex (einn kom beint frá Khöfn) komum 23. ág. til Varsjár frá Búkarest, og dvöld um þrjá daga á hressingar- heimilí verkamaana rétt utan við Varsjá. Þar hittum við aðstoða rmenntamálaráðherra Póllands og skýrði hann okk- ur frá mörgu varðandi kjör pólskra námsmanna og mennt- unarskilyrði. Námsstyrkiaa, sem ég mkintist á, fá stúdent- arnir árið um kring, en þeir hafa að minnsta kosti sex vikna sumarfrí og nota það fleatir einvörðungu sér til livildar og hressingar. Nú eru 23% stúdentanna úr verka- mannastétt og 19% af bænda- fólki komnir, en það er ekki nema rúmur áratugur siðan það var nær einsdæmi að ungt fólk úr þeim þjóðfélagsstétt- um kæmust í háskóla. Stúlkur eru fjölmennar í stúdenta- hópnum. í húmanistískum fræðum eru 63% stúdentanna stúlkur, i liagfræði 40%, en við tæknilegt háskólanám 17%. —• Er skólakerfið áþekkt og hjá okkur ? — Pólverjar hafa barna- skóla til 14 ára aldurs, þá taka við fjögur ár í mennta- skóla, cg síðan oftast 4-5 ár i háskó’la, en. háskóla.námið te’.mr þó mislangan tíma eftir fögum. — Svo vikið sé aftur að þhig'nu —- komuð þið fram þar, Islendingarnir? - - Ég flutti þar ræðu um • kjör islenzkra stúdenta og meaningarskilyrði. Fyrir hönd ísl. þátttakendanna flutti ég ósk ura að lögð yrði áherzla á alþjóðlega kynningu stúdenta með stúdentaskiptum, og þátt- töku íslertzkra stúdenta í þeira. Ég tel íslenzka stúdenta hér lieima hafa verið allt of ein- angraða undrrifarin ár, en vona að, nokkuð geti úr því riTit?*-. á ^ PrirTn. Að lokum vi’di ég leggja áherzlu á, að sú stefna sém 1 'ng'ð markaði miðar að því a'ð ryðja úr vegi hvers konar hinðrunum á ss.mstarfi stúdenta. Innan vébanda A.l- þlóSasamba.nds stúdenta er rúm fyrir st.údentasamtök alNa landa og þa.r er grund- völlur fyrir samvinnu þeirra og einingu- S. G. Frá 3. þingi Alþjóðasambands sfúdenta í Varsjá. upp alþjóðlegu berklaliæli lslendingar á þinginu. Frá vinstri: Eyjólfur Koi- beins, Guðinundur Magnússon, Einar Faxness og Bogi Guðmundsson — Hvað va.r svo samþykkt ?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.