Þjóðviljinn - 26.09.1953, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.09.1953, Blaðsíða 11
-—- Laugardagur 26. september 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (lí Framleiðsluráðinu finnst eðiilegt Fi-amhald af 8. síðu. ,af kjötinu sem talið er minna virði“, eins og framkvsemda- stjórinn orðar það svo skemmti- lega? Þessir útreikningar, sem fram- kvæmdastjórinn birtir í svari sinu, standast ekki. Hann reikn- ar til dæmis með því að atlt „súpukjöt“ sé selt á 19 kr. kíló- ið. En hann reiknar ekki með því að sumt af „súpukjötinu“ er selt sem rifjasteik, með 50% álagningu. Hér er því um fölsun að ræða. Raunar gefur fr.am- kvæmdastjórinn í skyn að það sé óhaldkvæmara fyrir kjötsala að selja rifjasteik á 24,15 kr. kilóið en súpukjöt á 19 krónur, en auðvitað anzar enginn mað- ur slikum þvættingi. Er sýnilegt . að framkvæmdastjórinn telur sig standa eitthvað höllum fæti, er hann grípur til þvílikra rök- semda. Enda getur hann þess að „vitanlega er þetta misjafnt í framkvæmdinni". Og væri fróð- legt að vita hvað fyrir honum vakir er hann fer að ræða um „samvizkusemi afgreiðslufólks- ins“. Að lokum viðurkennir fram- kvæmdastjórinn að það „komi fyrir" að kj.öt í iægri gæðaflokk- unum sé selt óunnið. Kemur þá. enn að því, sem ýmsum leikur 'grunur á, ,að þetta kjöt sé ekki ævinlega’ selt í þeim verðflokki sem það er skráð. Annars væri fróðlegt að fá upplýsingar um það hvert samræmi sé milli þess verðs sem bændur fá til dsémis fyrir 4.' flokks kjöt og þess verðs sém.n.eytendur verða að horga . : f.vrii*. „;y,innsluvörur“ framkvæmdastjái'ans, úr þessu sama kjöti. Hér fer á eftir „svar“ Sveíns Tryggvasonar. ★ Herra ritstjóri! í blaði yðar í dag skorið þér á Framleiðsluráð landbúnaðarins að svar.a því undanbragðalaust hvers vegna Framleiðsluráð skrá- ir ekki verð á lærum og rifja- steik. Nú veit ég ekki hvað þér telj- ið undanbragðalaust í þessum efnum, á því sviði eruð þér „eðli- iega“ sjálfkjörinn dómari. Hins vegar skal ég reyna að svara þessu á þann veg að það verði „undanbragðalaust1' ,að mínum dómi. Síðan verðskráning á kjöti hófst hér á landi eða í ea. 20 ár hefur aldrei verið skráð ann- að en súpukjötsverð. Framleiðslu- ráð, sem ákveðið hefur verðið síðan 1947, ihefur ekki, tekið upp ný vinnubrögð í þessum efnum. Með því að ákveða verð á súpu- ? kjöti e'r gefinn leiðárvísir til þess að f.ara éft'ir, einnig þegar um verð á öðrurn kjöttegundum ér að Vá'ða. eridá er það svö1 ef verðið ej- of hátt á rifjasteík og iærum, seiiast þessar kjötteg- i undir eldq heldur safnast upp og verður að lokum að selja með súpukjötsverði. Sé verðið hins- vegar hið sama á lærum og hryggstykkjum og á súpukjöti mætir hið síðarnefnda afgangn- um og þeir sem síðast kaupa kjöt, fá því eingöngu það af kjötinu, sem talið er minna virði. Þarna verður því að vera visst samræmi á milli, sem þeir eiga hægast með að finna er sjá um kjötsöluna. Þá vaknar sú spurning' hvort þarna sé oflangt bil á milli? Um það get ég upplýst eftirfar- andi. 1. Framieiðsluráð hefur á liðnum árum látið fyigjast nokkuð með niðurbrytjun kjöts í 'búðunum. Meðaltal af þeim athugunum er þetta: 29,72% ,af kjötinu er lærí 13,68% '—■ — — hryggir 47,21% — —- — súpukjöt 5,96% *—■ — — huppur 3,43% —• — — er rýrnun og úrgangur við brytjingu. Ef við hugsum okkur nú að búð fái 100 kg. af kjöti, sem þannig brytjast niður, og selur það á „okurverðinu“, sem þið kallið, verður útkoman þessi: 100 kg. kjöts á 16,11 kr. 1611,00 Selst bannig: 29,72 kg. læri á 22,05 kr. 655,33 13,68 „ hryggur á 23,05 - - 315,32 47,21 „ súpukj. á 19,00 - - 896,99 5,96 ,, huppur á 13,00 - - 77,48 3,43 „ úrg. og rýrnun , - Alls kr. 1.945,12 -r- Misrpunhr (sölu.l) — 344,12 ICr. 1.611,00 Sölulaunin samsvara því 21,36 %, en frá því dregst svo rýrnun við útvigtun sem ex um 2%, svo endanleg sölulaun eru því 19,36. Bf hryggir og læri eru brytjuð niður og selt sem rifja- steik eða sneiðar, verður út- koman lakari, enda þótt kjötið sé þá selt hærra verði, vegna þeirrar aukarýrnunar er þá verður á kjötinu. Smásöluál. á súpukjöti er 18%.. Þetta er, eins og áður segir, meðaltal margra athugana en vitanlega er þetta misjafnt í framkvæmdinni. Fer það ef-tir kjötlaginu og samvizkusemi og nákvæmni afgreiðslufólksins. Ef þér efist um sannleiksgildi þessa útreiknings skal ég benda yður á góðan stað sem þér getið fengið upplýsingar er þér hljótið að trúá, en það er hjá KRON hér í Reykjavík, sem seiur kjötið á saraa verði og aðrar kjötbúðir í bænum. Þá er það „allt“ kjötið, sem er í hinum lægri fiokkum. í fyrsta verðflokki ef T. og 2. gæðaflokkur dilka- og geldfjár- kjöts, en i 2. verðlagsflokki er 3. gæðaflokkur diikakjötsins og' í з. og 4. verðílokki er ærkjötið. Um 96% dilkakjötsins cr j 1. verðflokki en aðeins 4% í 2. verðfiokki. Ærkjötið hinsvegar fer mest al'.t í vinnslu sem hakk- að kjöt, fars, pylsur o. fl. og er verðskráð þannig i vinnsluvörun- и. m. Þó kemur það fyrir, sár- staklega í þorpum úti á landi að það er -selt óunnið og -af þeim söknm . hefpr frámleiðsluráð'ð skráð verðið á því í smásölu. Með þökk fyrir birt-inguna. Reykjavík 24, séþt. T953 Sveian Tryagvuson Segir Bandaríkjasíjóni til syndanna Framh. aí 6. síðu. inu urðu Bandaríkjamenn, fyrst Frank Graham háskóla- kennari og öldungadeildar- maður og síðan Chestcr Ni- mitz aðmíráll, sem frægur varð fyrir flotastjórn sína í stríðinu við Japani. Menn þessir liafa dvalið langtímum gaman í Kashmír en ætíð setið í sama farinu með lausn deil- unnar. g sumar bar það til tíðinda í Kashmír að stjórn Sheik Abdullah í fylkinu var steypt af stóli og gerði það Gliulam Múhameð, sem verið hafði varaforsætisráðherra en tók nú við stjórnartaumunum, - Sheik Abdullah og. .nánustu samstarfsmenn hans voru haaidteknir. Ekki heftír véri'ð skýrt frá því opinberlega livaða sakir eru á þá bornar en indversk blöð hafa þirt ýtarlegar frásagnir af því að Nimitz og aðrir Bandarikja menn hafi verið búnir að telja Sheik Abdullah á það að gera Kashmír að sjálfstæðu ríki undir bandarískri vernd. I staðinn vildu þeir fá leyfi til að koma sér upp flug- stöðvum í landinu. Kashmír er éinhver þýðingarmesti blettur Asíu frá hernaðar- sjó.narmiði. Um það liggja leiðir milli Indlands og sovét- lýðveldanna í Mið-Asíu. Stöðv ar þar myndu lolca stærsta gatinu sem er á flugstöðva- liring Bandaríkjamanna um- hverfis Sovétríkin. Tækist Bandarikjamönnum að koma sér fyrir í Kashmír myndu Indland og Pakistan óhjá- lcvæmilega dragast inn í 'lie'msátökin- , Slkömmu eftir stjórnarskipt- in í Kashmír urðu stjórn- ir Pakistan og Indiands loks sam-mála um að þjóðarat kvæðagreiðsla skyldi skera úr um framtið fylkis:.ns, hvort þvi skyldi skipt milli ríkj anna eða allt verða hluti af Indlandi. Síðan hefur það verið grunntónn í öllum stjórnmálaumræðum í Kash- mír að koma verði í veg fyrir að fjarlæg ríki seilist þar til áhrifa. Ghulam Múhameð Chester Nimitz. sagði í setningarræðu á. þingi stjórnarflokks Kashmír í höf- uðborgi.nni Srinagar 13. sept. að „engu erlendu ríki verður leyft að stíga fæti á land Kashmír t:l að gera ríkið að miðstöð vélræða í alþjóða- málum“. Hann sagði að ekki kæmi til mála að Nimitz að- miráll yrði látinn stjórna þjóðaratkvæðagreiðslu í Kash- mír. Hann myndi koma hing- að til að ota sínum eigin tota“. Á sama flokksþingi sagði G- M. Sadiq, forseti stjórnlagaþings Kashmír, að landsbúar yrðu að leggja sig fram í baráttunni gegn vél- ræðum heimsvaldasinna, seru hann kvað vera að reyna „að gera Kashmir að stöð til stríðsundirbúnings“. — Menn þessir eru báðir nánir sam- starfsmenn Nehrus forsætis- ráðherra., sem sjáifur er ætt- aður frá Kashmir. Indlands- stjórn Hefur ekki hátt um þnð •sem hún' héfur orð'ö vísari um tilraunir Baridaríkjamanna til að koma ár, sinni fyrir borð,,i Kashmir, en áhrif þeirr- . ar reynslu á afstöðu hennar í alþjóðamál.um' eru jafn greinileg fyrir því. — M.T.Ó. Vt jörðin BRÚ í Stokkseyrarhreppi til söiu. Leiguafnot af hinum helmingnum fylgja. Upplýsingar gefur Sigucður Baldursson hdL, Vonarstræti 12, símar 5999 og 80065 UndhTit. .. óskar að gerast áskrifand/ aö Þjóðviljanum Nafn Heimili ........................... — Skólavöröuslíg 19 — Sírm 7500 Félagar afhygið: Allur ágóði aí bókabúð íélagsins íer til útgáfustarfsemi þess. i Verzliá því í Béhabúð Máls og menmngar og styrkið þannig ykkur * a'3 kostaaðurlausu bákaútgáfu lélapÍRS. ♦ ♦ Auk allra fáanlegra íslenzkra bóka höfum við mikið af erlendum bókum og biöðum. r f r Laugaveg 19 — Sími 5055. "•t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.