Þjóðviljinn - 30.10.1953, Side 8

Þjóðviljinn - 30.10.1953, Side 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 30. október 1953 4LFUR UTANOARÐS 25. DAGUR BóníUnn í Bráðagerði y Kenndi hann minna t'l eftir -þessa hugsvölun, en kvörnin hélt áfram að mala og spýtti honum inní forsj.1 einn mikinn. Varð honum það fyrst fyrir að svipast um eftir hatti sínum, sem hann vildi fyrir eingan mun missa. Hafði hann brugðið sér á leik um gólfið og varð einhver velviljaður til þess að taka hann upp og rétta bóndanum, en liann blés af honum mesta ryk- ið og lét hann aftur á höfuð sitt. Litaðist um og sá þá inni sal viðan hvar setið var að snæðíngi við borð mörg, fagnaði bónd- irn þeirri sjón, því matarþörf hans var slík sem hann hefði staðið í votabandi daglángt án þess að bragða vott eða þurrt. Innarlega á gólfi var borð eitt ósetið, svo hann lagði leið sína þángað, fekk sér sæti, lagði pokann við fætur sér, tók ofan hattilin' og. tók að vlrða fyrir sér salarkynni þau, sem hann var kominn kiní. Varð hann í fyrstu dolfallinn yfir dýrð þeirri og skrauti, sem þar gaf á að líta um loft og veggi og bar lángt af álfahöllkmi er hann hafði he’msótt kvöldið áður. Allt til þessa, hafði hann álitið Vegleysusveitarkirkju íburðarmesta og veglegasta hús í þessu landi, því auk gyltra pílára um altari og kór, hafði hún gullnar stjöi’nur í kórlofti og myndir allra postulanna útskornar á prédikunarstól, enda reist guði til dýrð- ar en ekki mönnum, en dýrð hennar bliknaði fyrir skrauti því sem þarna var alltum kríng. Þjónustulið fjölmennt gekk um beina og bar gestum marga rétti matar, var af þeim góður þefur, svo sultur Jóns æstist um ailan helmíng við reykinn af réttunum. Leið svo nokkur stund, að einginn gerði s'g líklegan til þess að sinna þörfum hans, svo honum tók að leiðast biðin. Sætti hann lagi, er einn þjónninn átti leið framhjá borði hans, greip í jakkalaf hans, svo hann hlaut að stansa. Heyrðu góði! sagði bóndinn. Mig lángar til þess að fá eitt- hvað að éta. Ég hefi ekki bragðað mat frá í gær og er orðinn ban- húngraður. Þjónninn snerist við bóndanum og leit á hann rannsóknaraug- um, viðhafði þó eingin orð að sinni, en rétti Jóni blað eitt prent- að skrautstöfum og hélt svo le'ðar sinnar. Jóni þótti fram- koma mannsins stuttaraleg og skildi ekki hvað plagg þetta kæmi erindi hans við, og enn síður eftirað hann komst að raun um, að hann skildi ekki orð af útlensku þeirri, sem á því stóð. Fór honum að þykkna í skapi, og er hann komst aftur í kallfæri við þjóninn, talaði hann til hans fullum hálsi og kvaðst vilja fá við því ótvíræð svör, hvort hann ætti hér mat að fá eður ei. Þjónninn ansaði honum með drýldni, og kvað hann hafa fcingið í hendur plagg hvar skráðir væru réttir þeir, sem á boð- stólum væru, og gæti hann kos'ð þá, sem honum þætti girnileg- astir. Ekki skil ég útlensku þá, sem stendur á blaðsnepli þessum, ságði bóndinn. En mat vil ég fá og það fljótt. Láttu mig fá rauðseyddan grjónagraut með smjörflís útí til að byrja með. Svo v'ldi ég gjarna fá hánginn bríngukoll og magálsflís ásamt glóð- arbökuðu flatbrauði og súru sméri. Og gleymdu ekki góði, að ikoma með mysu í könnu til þess að skola þurrmetinu niður. Þjónninn kvað þessa rétti ekki vera t:l þar í búri, og þótt bónd- anum það ílla búið, sem vonlegt var. Kvaðst þó mundi gera sig *ánægðan með síginn fisk með kartöflum og bræðíngi útá. En þjónustumaður kvað slíka rétti þar aldrei á borð borna, og yrði hann að leita fyrir sér annarstaðar, ef hann gæti ekki gert sér að góðu það sem hótelið hefði uppá að bjóða. Þótti Jóni heldur svrta í álinn, kvaðst þó ekki afþakka skyrhræríng með undar- rennu útá ásamt súrum blóðmör, en allt bar að einum brunni. Var Jóni tekið að hitna í hamsi, kvað hann vertshús þetta hið aum- asta, er hann hefði ennþá he’msótt á ævi sinni. Gerðist hann all hávær, en ræða hans fékk skjótan enda, þvi hópur þjónustumanna gerði aðför að honum, og lögðu á hann hendur margir í senm. Varð bóndinn skjótt ofurliði borinn, og honum skondrað ómjúk- lega útá götu og hótað pólitíi, ef hann hcldi sig ekki í hæfi- legri fjarlægð frá þessu húsi. Hattur hans og poki komu fljúg- andi á eftir homum og varð tafsamt að hafa hendur á hinum fyrrnefnda, því ökutæki mörg óku yfir hann áðuren Jón fengi aðgert. Lagði hann þó líf sitt í bráða hættu við að bjarga höfuð- gagni sínu. Sannaðist þar á Jóni máltækið, að ekki verður ófe:g- um í hel komið. X. Kafli. Hér segir frá því, hvernig Jóni í Bráðagerði tókst að forðast þann aldurtila, sem lionuni virli'st búinn af fæðuskorti. Þegar Jóni tókst loksins að hafa hendur á hatti sínum, hafði hann, hatturinn en ekki bóndinn, gjörsamlega glatað þeirri lögum, Greiða JrótfaféL 2-300 kr.ineð hverjum einstaklmgi sem æfir inni, og eru $róttahúsin aðeins hálfnotuð? Fyrir nokkru gaf for- maður ÍBR Gísli Halldórsson blöðum bæjarins ýmsar upplýs- ingar um vetrarstarfsemi í- þróttafé’.aganna í Reykjavík. Þessar upplýsingar gefa nokkra hugmynd um þær miklu fjáraflanir sem félögin verða að hafa til að standast útgjöld við daglegan rekstur og fram- kvæmdir. Sumt er þar, sem gef- ur tilefni til nánari athugana, og niðurstaða þeirra gæti bent til að ekki væri allt eins og það ætti að vera og þyrfti að vera.' Frá því segir, að 12 þátttakend- ur í æfingum komi jafnaðarlega á hverjum klukkutíma í þá 10 íþróttasali, sem félögin hafa til umráða. Vafalaust er hér of hátt reiknað, en látum svo vera. Þar segir líka að hver tími með kennari kosti 75 kr. (70— 80 kr.), og kostar Því kennslu- stundin um 6,25 kr. fyrir hvern einstakiing. Við skulum nú gera ráð fvrir að helmingur tima sé með áhugakennurum, sem lítið eða ekkert taka fyrir kennslu sína. ÍMun það varla strp.ngt í farið að. reikna hvern tíma til jafnaðar ár 60. ki'. en húsið kostar 45 kr. um tímann. Þó að formaður ÍBR segi að algengast sé að hver einfetakur greið 100 kr. í árgjald þá er hæpið að treysta á þá tölu sem örugga fyrir alla flokka. Mun sanni nær að þá upphæð greið: aðeins þeir sem æfa og eru í elzta aldursflokki en aðrir ald- ursflokkar munu vera með miklu lægra ársgjald, .og sumir með lítið eða sama og ekkert félagsgjald. Ðugar ársgjald'2 fyrir mánaðarkennslu? Ef við reiknum með því að hver tími kosti 60 kr. verður 'kostnaður við hvern einstakan, miðað við 12 þátttakendur i tíma, 5 'krónur. Ef við gerum ráð fyrir að hver einstaklingur komi á 2—3 æfingar í viku eða um 10 á mánuði, þá hefur hann etið upp tillag sitt til félags.ns — ársgjaldið. Efti.r eru þó 6 mán. sem venja er að æfa inni, og verður fé- lagið iað afla fjár til að halda þessu gangandi. Hér er ekkj reiknað með kostnaði við áhöld, auglýsingar o. fl. sem er nokkur upphæð. Af inniíþróttamótum eru yfir- leitt um litlar tekjur að ræða, svo ekk; er hægt að segja að einstaklingarnir afli mikið upp í þann kostnað sem af þeim leið- ir, á þann hátt. Ef þessar tölur fá staðizt, sem erfitt mun að hrekja, er ekki að undra þótt íþróttafélögin séu í fjárhagsörðugleikum. Það er í dag fer fram í Frankfurt am Main landskeppni í hnefaleik milli Þýzkalands og Svíþjóðar. Eru tíu keppendur frá hvoru landi. því ærið verkefnj fyrir íþrótta- hreyfinguna að velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt að ein- staklingur sem æfir sér til hressingar og skemmtunar hafi að .fullu greitt til fél. alla þá þjónustu sem það veitir með því að greiða um 1/7 hluta af þeim kostnaði sem félagið hefur af honum. Það væri heldur ekki úr vegi að sömu menn veltu því fyrir sér af hverju þetta er svona og hvort ekki sc tíma- efni og ekki siður nauðsyn að svara Því af hverju þetta staf- ar og hvað sé hægt að gera'til að nota það húsrými sem til er og ná í þá leikfúsu æsku sem alls staðar . raunverulega biður eftir því að fá að vera með. Félögin kvarta alltaf um að þau vanti fleiri menn til'æfinga. Það vanti breidd. Þarna er þó rúm í sölunum fyrir um helmingi fleiri þátttak- endur. Af hverju er þetta ekki íþróttaskáli KR við Kaplaslíjólsveg. bært að gera tilraun til að breyta viðhorfi leiðandi manna til þessara mála og viðhorfi keppandans til félagsins. Eru sa irnir hálf'r? I skýrslunni er því haldið fram að um 12 séu jafnaðariega í hverjum æfingatíma. Gera má r'áð fyrir að salirnir geti tekið 20—40 einstaklinga eftir þvi hve stórir þeir eru. Þó skulum víð ekki fara hærra en að' 24 einstaklingar get; mætt í tima í hverjum sal að jafnaði og í flestum greinum mundi það mögulegt. Það mundi .aftur á móti benda til þess að íþró-tta- salirnir væru ckki nema hálf- notaðir. Helmingi færri koma til með að bera kostnaðinn. Helmingi færri eru með en húsrúm leyfir. Þetta er ekki siður íhugunar- Allt tim íþróttir sept-©M. feeftið sr nýkemið út Allt um íþróttir, sept.-okt. hefti þ.á. er nýkomið út. Af efni þess má nefna: Lýsingar á landsleikjum við Noreg og Dan- mörk í sumar. Grein um starfs- íþróttamótið í Hveragerði. Skák meistaramót Sovétríkjanna 1944. Heimsmeistarakeppdi Marciano og LaStarza í hnefa- leik. Handknattleiksmót ís- 'lands; Róðraríþróttin síðast- liðin þrjú ár. Ársþing ÍSÍ á Akranesi. Knattspyrnudómara- félag Reykjavíkur. Sigurkastið 5 Ólymp'uleikjunum 1896. — Meistaramót Islands í frjálsum íþróttum. Islandsmótið 1953. Heimsóknir erlendra knatt- spyrnumanna. Utan úr heimi. Á forsíðu er mynd af Helga Daníelssyni, markverði iVals, og grein um hann á 29. síðu. Sitthvað fleira er í heftinu. notað? Félögin og íþróttahreyf- ingin öll stynur undan.. fjárhags-, örðugleikum. Hvernig geta þau þá -athugasemdalaust grei-tt svo með hverjum einstakling sem að framan getur og hvernig hafa þau efni á að hálfnota aðeins þá iþróttasali sem þau greiða að fullu? Beztu afrek Svisslendinga í frjálsum íþróttum á árinu Beztu afrek Svisslendin-ga í frjáisum íþróttum á þessu sumri eru -sem hér segir: 100 m Wehrli 10.6 sek., 200 m Wehr’i 21.7. 400 m Steger 48.7, 800 m Wali- kam 1.53.7, 1500 m Sutter 3.55.6, 3000 m Sutter 8.30.1, 5000 m Pase 14,57.4, 10000 m Morgent- haler 31.12.9 (sv. met), 110 m grind Bernard 14.7, 400 m grind Fichenber-ger 53.8, hástökk Wahii 1.94 m, langstökk Schneider 7.06, þrístökk Portmann 14.34, stang- ,arst. Palsi-ger 4.05, -kúluvarþ Senn 14.45, kringlukast Hafling- er 48.02 (met), spjótkast Miiller 60.83, s’.e-ggiukast Veeser 50.96 (met). HvaS tex knöftur lasi?ra ieið í leik og hve off er komið víð hann? Frá því segir í danska í- þróttablaðinu fyrir nokkru að fróðleiksfús náungi hafi tekið sér fyrir hendur að telja hve oft leikmennirnir í leiknum Köge — B93 komu við knött- inn. Ennfremur áætlaði hann, auðvitað eftir beztu sannfær- ingu, hve langa leið knöttur- inn hefði farið í umræddum leik. Látið’ ykkur - detta ein- hverjar tölur í hug, eti á morg- un skal ég segja ykkur, að hvaða niðurstöðu hinn fróð- leiksfúsi Darni komst.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.