Þjóðviljinn - 08.11.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.11.1953, Blaðsíða 10
10)— ÞJÓÐVILJINN —- Sunnudagur 8. nóvembcr 1953 Frá keisarahöll í Kína í danskt fangels i Plestir vita ac! silki er gömul j kínversk upp-: finning, en j færri vita að Leónóra Krist ín dútlaði við, silkiorma, þeg ar hún sat í fange’sinu í Bláturni. En frá því skýr- ir Ellea Olsen Madsen mag. art. í nýút- ‘komnu riti danskra vef- ara. — Sag- an segir að Si-Ling-Chi sem gift var Hwang-Ti og uppi var á að gizka 2700 ár- um fyrir tímatai okkar, hafi verið hin fyrsta sem lét ala upp silkiorma og vefja þræð- ina utanaf lirfunum. Sagt er að keisarafrúin hafi fengið hugmyndkia af því að horfa á silkiorma í garðinum við keis- arahöllina. Henni datt í hug að ef til vill væri hægt að nota þessa fíngerðu þræði, ef hægt væri að vefja þá utanaf lirf- unum. I margar aldir var silki- rækt og framleiðs'a umvafin helgiljóma í Kína, silkiormsins var vandlega gætt, svo að hann yrði ekki fluttur úr landi. Kína varð þekkt sem silkiland og silkivarningur var fluttur yfir Asíu, gegnum Sýrland og Egyptaland að Miðjarðarhafi; ennfremur var þáð flutt yfir suður-Rússland, yfir Kaspía- haf og til Svartahafs. Þjófgefnir munkar. Japan var fyrsta landið sem rændi Kina leyndardómi silkis-' ins. Á dulárfuhan hátt hrirfu á annarri ö’.d fjórar kinverskar ko^rur, sém höfðu vit ' á silki- rækt, af heimilum sínum, óg þær voru fluttar 5'f’r Kóreu til Japan. en heil öld leið áður en silkirækt var hafin í stórum stíl í Japan. Frá Kína hlýtur silkiræktin að hafa breiízt til Indlands, þar sem Grikkirnir í herferð A’exandsr.b mikla kom- ust í kynni v'ð haaa. Miklu seinna barst silkiræktin til Evrópu. Sagt er, að um árið 500 hafi tveim munkum, sem stundað liöfðu trúbcð í Kína, tek'zt að fela egg silkiormsins í holum bambusstöfum. Við heimkomuna afhentu þeir Just- inían keisara stafina og á þaan liátt gat hann komið á stofn silkirækt í Evrópu. Silkiframleiðendum rænt. Á stuttum tíma tókst Grikkj- um og Sýr’endingum að læra listina af Kínverjum og þeir gátu sinnt hinni miklu eft’r- spurn eftir si'.ki. Arabar fluttu silkimenninguna til Spánar og normannahöfðinginn Hróðgeir II. herjaði strendur Grikklands 1147 og hertók mörg þúsund silkiframleiðendur og vefara og hafði með sér til Palermo; það- an breiddist silkiræktin um Italíu. EUen Olsen Madsen lýsir upp- hafi silkiræktar í mörgum löndum Evrópu, m. a. í Dan- mörk. Fangelsið í Vridslöse sem silkimiðstöð. I Danmörk hefur silkirækt verið stunduð sem tómstunda- vinna frá dögum Kristjáns V. Leónóra Kristín segir frá því í ,,Eymdarminningum“ a'ð drottningin Karlotta Amalía hafi sent henni nokkra silki- orma til dægrastyttingar; Le- óa'óra Kristín lét ormana spinna og sendi drottríihgunni þá síð- an aftur í öskju. Svo heyrist ekkert um silkirækt í Danmörk fyrr en á 18. öld; en árið 1945 sagði fólk í Odense og Freder- icia f-rá silkirækt fprfeðra sinna og gat sýnt silkimuni úr döasku silki frá árimum 1787 og 1795. Árið 1841 var gerð tilraun til að útbrei$a silki- rækt í Danmörk, þegar nokkrir áhugasaihir menn stofnuðu ..Danska silkifélag'ð“ sem hafði þann tilgang að hvetja fólk til að taka upp silkirækt. En á.r- angurinn af starfi þess varð lítill og 10 árum síðar má segja að silkimenningin í Dan- mörk sé liðin undir lok. En um aldamótin var stofnað nýtt siikifélag og í stjóm þess varð síðar Ammitzböl, fangelsisstjóri í Vridslöse. Félagið stofnaði til silkiræktar á landi fangelsis- ins og henni var haldið áfram til ársins 1938, að fangelsis- stjómin gerði tilkall til lóðar- innar, sem silkiverksmiðjan stóð á. Enn er þó .haldið uppi silkirækt í Danmörk, í Gad* strup við Hróarskeldu. 4. er SAKAMÁLASAGA eftir HORACE MCCOY 1 vit ætli hann hafi á þvT“. „Ég get ekki sltilið, hvers vegna þau mega ekki e'gnast bam, ef þau langar til“, sagði ég. „Ég vil ekki særa James. Hann hefur tekið þátt í mörgum svona dönsum og hefur gefið okkur mörg góð ráð. Hvar værum við stödd, ef hann yrði reiður út í okkur?“ „Það er sorglegt til þess að vita, að hún ætlar að fará að e'gnast bam“, sagði Gloría. „Hvaða vit er í þvi að eignast bam nema maður eigi pen'nga til að sjá fyrir því?“ „Veiztu nema þau eigi þá?“ spurði ég. „Hvað væru þau að vilja hér, ef þau ættu peninga? .... Það eru ein vandræðin“, sagði hún. „Áílir eru að eignast börn —“ „Ekki allir“, sagði ég. „Hvem fjandann ætli þú vitir um það. Þú værir betur settur ef þú hefðir aldrei fæðzt —“ „Það má vel vera“, sagði ég. „Hvernig líður þér annars?“ spurð' ég til að beina huga henn- ar ..tð öðru. „Mér líður alltaf bölvanlega", sagði hún. „Hamingjan góða, hvað klukkan mjakast seint áfram“. Það var stórt strigatjald uppi á pall- inum hjá- sioameistaranum, I laginu eins og klukka, sem sýndi 2500 klukkustundir. Vísir- inn benti nú á 216. Fyrir ofan var spjald: LIÐNAR STUNDIR — 216. Pör — 83. „Hvemig ertu í fótunum?" „Ég er ennþá - dálítið máttlaus", sagði ég. „Þetta iðraavef er andstyggilegur sjúkdóm- ur . . . “ „Sumar stelpurnar halda, að það taki 2000 klukkustund'r að vinna“, sagði Gloría. „Ég vona ekki“, sagði ég. „Ég býst ekki við ég endist svo lengi“. „Skómir mínir eru farnir að slitna“, sagði Gloría. ,,Ef við fáum ekki bráðlega bjargvætt, verð ég berfætt". Bjargvættur var fyrirtæki sem gaf manni peysur og auglýsti nafn sitt og framíeiðslu á bakinu. Svo sá það um aðrar nauðsynjar manns. James og Ruby dönsuðu til okkar. „Sagðirðu henni það?“ spurði hann og leit á mig. Ég kinkaði kolli. „Bíðið þið hæg“, sagði Gloría um leið og þau ætluðu að fara að dansa burt. „Hvað á þetta baktal að þýða?“ „Segðu kvenmannimim að láta mig í friði", sagði James og horfði enn á m;g. Gloría var í þann veginn að svara einhverju, en áður en hún var búin að koma upp orði, dans- aði ég burt með hana. Ég kærði mig ekki um r'frildi „Tikarsonurinn", sagði hún. „Hann er reiður", sagði ég. „Hvernig fer nú fyrir okkur?“ ,,Komdu“, sagði hún. „Ég skal segja honum til sjmdanna------“ „Gloría“, sagði ég. „Vertu ekki að sk'pta þér af því sem þér kemur ekki við“. „Hættið þessum hávaða“, sagði rödd. Ég leit við. Það var Rollo Peters, dómarinn. „Farðu til fjandans", sagði Gloría. Ég fann hvemig vöðvamir hnykluðust í bakinu á henni, alveg elns og ég fann úthafið niða gegnum ijjarnar á mér. „Lækkið þ'ð rómimi", sagði Rollo. „Fólkið í stúkunni getur heyrt til ykkar. Haldið þið að þetta sé einiiver búla?“ „Hvort við höldum!“ sagði Gioría. „Svona, svona“, sagði ég. „Ég er einu sinni búin að þagga niður í ykkur“, sagði Rollo. „Ég voua áð ég þurfi ekki að gera það aftur. Það lætur illa í eyrum við- skiptavinanna“. „Viðskiptarínanna ? Hvar em þeir?“ sagði Gloría. „Láttu okkur um það“, sagði Rollo og horfði illskulega á mig. hrossum ehki lógað? „Allt í lagi“, sagði ég. „Hann flai.taði og allir námu staðar. Sumir þokuðust varla úr stað, en þó nóg til þess að vera ekki dæmdir úr leik. „Jæja krakkar“, sagði hann. „Dálítinn fjörkipp". „Dálítinn fjörkipp, krakkar", sagði siðameist- arinn, Rocky Gravo í hljóðnemann. Rödd hans bergmálaði iir hátölurunum, fyllti salinn, yfir- gnæfði sjávarniðinn, „Dálítinn fjörkipp — kringum gólfið •— nú“, sagði hann við hljóm- sveitarstjórann og hljómsveitin fór að leika. Keppendur fóru að dansa dálitlu fjörlegar. Fjörkippurinn stóð í tvær mínútur og þegar hocuun var lok'ð stóð Rocky fyrir klappi og sagði í hljóðnemann: „Herrar mínir og frúr, horfið á þetta fólk — eftir 216 klukkustuadir sjást ekki á því þreytu- mörk í heimcmeistarakeppninni í maraþondansi — keppni i boli og leikni. Þessir krakkar fá að borða fjö sinnum á dag — þrjár stórar mál- tíðir og fjórar léttar. Sum þeirra hafa jafnvel þyngst síðan keppnin hófst — og hér eru lækn- ar og hjúkrimarkonur sem sjá um likamlega velferð þeirra. Nú ætla ég að kalla á par nr. 4 — Maríó Petrone og Jackie Miller. Komið hingað númer 4 — hér koma þau, herrar mínir og frúr. Er þetta ekki laglegt par? .... Maríó Petrone, dökkbrýndur Itali, og Jackie Miller, lítil Ijóshærð hnáta, fóru upp á pall- inn til að láta kappa fyrir sér. Þau töluðu dálítið við Rocky og fóru svo að dasna og dönsuðu mjög illa. Hvorki Maríó né Jacie virt- ust fkma að þau dönsuðu illa. Þegar þau hættu, fleygðu nokkrir peningum á gólfið. „Ágætt“, sagði Rocky. „Sendið þe'm silfur- skúr“. Nokkrir í viðl>ót fleygðu peningum á gólfið. Maríó og Jackie tíndu þá upp og færðu s'g yfir til okkar. „Hvað var það mikið?“ spurði Gloría. „Eitthvað um sex dalir“, sagði Jackie. „Hváðan ertu?“ spurði Gloría. „Frá Alabama“. „Mér datt það í hug“, sagðl Gloría. „Við ættum að reyna a!ð læra eitthvert af- brigði“ sagði ég við Gloríu. „Við gætum liaft aukalega upp úr því“. „Þið eruð betur stödd ef þið kunnio ekkert", sagði Maríó. „Það liefur aukavinnu í för með sér og fer auk þess illa með lappimar á ykkur". „Hevrðuð þið um derby-hlaupin ?“ spurði Jackie. „Hvað er það?“ spurði ég. „Einhvers konar veðhlaup", •sagði hún. „Þeir ætla víst að skýra þau út í næsta hléi“. „Osturinn fer að verða ólystugur", sagðl. Gloría. UUV OC CAMMI Konan: Kai'i er undarlegt að hún frú Jónína skuli aldrei géta viðurlcennt galla barnanna, sinna. Maðiu-inn: Svona eru allar mæður. Konan. Hvaða vitleysa. Það er ég viss uni að ég mundi strax koma auga á galla barnanna minna ef þeir 'væru elnhverjir. Móðirin: TDóttir mín er gagnmenntuð stúlka. Hún spilar á pianó, málar, kann grasafræði. dýrafræði, frönsku og ítölsku. Hvað getið þér* herra minn? Biðillinn: Ef í hart fer get ég búið til matimi' og stoppað í sokka. I Þér er bannað að elska konu vinar þins, en hvernig ætlarðu þá að elska konu óvinar þins!.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.