Þjóðviljinn - 24.11.1953, Blaðsíða 1
Sjémannaráðsfefnan krefst 1,30 kr. fiskverðs
itátasjómeun taha samningana um fishverðið í eigin
hendur. Kjósa S manna nefnd'9 shipaða fulltrúum úr
ollum landsfjórðungum* til að stjórna baráttunni fgrir
fuehhuðu fishverði og fara með samninga.
Ráðstefnan leggur Éil að segja upp slldarsamnlngunum -
KrefsÉ að Alþingi samþykki 13 sÉunda hvild á Éogurun-
um og frumvarp um skaÉÉfrídindi sjómanna
Gerið V.R, að
launþegafélagi
Aðalfundur Verzlunar-
mannafélags Keykjavikur
verður í kvöld kl. 8.30 í ^
Sjálfstæðishúsinu.
Auk venjulegra aðalfund-
arstarfa liggja fyrir fundin-
um lagabreytingar frá stjórn
inni. Baráttan stendur um
hvort hægt verði að breyta
félaginu í raunverulegt laun-
þegafélag, eða livort kaup- _
menn og heildsalar eiga á-
fram að fara með hin raun-
verulegu völd í félaginu.
Það er því áríðandi að allir
launþegar mæti á fundinum.
y______________________✓
Orðsending frá
Kvenfélagi Sósíalista
Félagsfimdur verður haldinn
r. k. finnntudag að Þórsgötu
1. — Nánar tilkynnt síðar.
Sjumannaráðstefnan var lialdin hér í Reykjavik dagana 21. og 22. þ.m. og sátu hana 20'
fulltrúar frá nær 20 sjómannafélögum, ennfrcmur stjórn A.S.Í.
Aðalmál ráðstefnunnar var bátakjarasamningarnir og samþykkti ráðstefnan einróma að kref j-
ast hækkunar fiskverðsins upp í kr. 1,30 kg. Þá krafðist ráðstefnan þess að fulltrúar sjó-
manna fái aðild til samninga með útgerðarmönnum um fiskverðið. Samþykkti ráðstefnan að
öll sjómannafélögin hefðu samstöðu um þessa baráttu og kaus 8 manna nefnd til að stjórna
henni og semja um hækkað fiskverð. Þar með liafa siémennimir tekið þetta mál í eigin hendur
en Alhýðusambandsstjóminni voru faldar framkvæmdir í þessu máli fyrir tveim ámm, en hún
hefur ekkert í því gert.
Samþykkt sjómannaráðstefnunnar um þetta mál ier hér á eftir, en aðrar samþykktir henn-
ar verða birtar síðar.
„Sjómaiunaráðstefna A. S. í„
haldin í Reykjavík dagana 21.
og 22. nóvember 1953, telur mjög
æskilegt að ráðningarkjör báta-
sjómanna yrðu samræmd, eftir
því sem aðstæður á hinum ýmsu
útgerðarstöíum á landinu leyfa,
og þá sérstaklega á þann hátt að
liorfið verði frá því að sjómenn
taki þátt í útgerðarkostnaði
skipa eins og ákvæði eru um
í mörgum gildandi samningnum,
en þar sem búast má við, að e:ns
og sakir standa, náist ekki um
það nauðsynleg samstaða félag-
anna, telur ráðstefnan s’ika sam-
ræmingu ekki framkvæmanlega
nú, þóít sjálfsagt sé a i að því
verði unnið nú og í framtíðinni,
eftir því sem ástæður leyfa.
Hinsvegar telur ráðstefnan
nauðsynlegt, að öll stéttarfélög
bátasjómanna taki höndum sam-
an til baráttu fyrir liækkuðu
'fiskverði.
Um þetta veigamik'a atriði
eiga öll félög að geta staðið sam-
an, hvar sem er á landinu,. enda
er slík órjúfandi samstaða frum-
skilyj-J; þess að bátasjómenn fái
í bessu efni leiðréttingu á þvi
ranglæti, sem þeir hafa verið
beittir, með óhæfilega lágu fisk-
verði á undanförnum árum.
Hin a’menna og eðlilega óá-
nægja hátasjómanna með nú-
gildandi fiskverð er svo mikil,
að óþarft er með öllu að rök-
styðja nánar þetta mikla hags-
munamál, enda vill ráðstefran
treysta því, að félögum bátasjó-
manna hvarvetna á landinu sé
Ijúft að bindast samtökum um
þessi mál.
í framhaldí af þessu telur
ráðstefnan eðlilegt að einnig sé
leitað eftir samstöðu þeirra ann-
arra stéttarfélaga bátasjómanna,
t. d. vélstjóra, skipstjóra og
stýrimanna, sem hér hafa sam-
eiginlegra hagsmuna að gæa.
Ráðstefnan telur, að fé’ög báta-
sjómanna eigi nú að krefjast þess
í sambandi við nýja samninga,
að þorskverð til sjómanna verði
kr. 1,30 pr. kg. miðað við slægð-
Framh. á 6. síðu
Mð í vonlausum minnihluta
Á fundi háskólastúdenta, sevi haldinn var í gær
kvöld eftir kröfu Vöku, félags íhaldsstúdenta, var
samþ. með 253 atkv. gegn 175 að vísa frá till. Vöku-
manna um vantraust á ritstjórn Stúdentablaðsins
og stúdentaráð. Er petta glöggur vottur um að liá-
skólastúdentar fylkja sér fast um þá samvinnu sem
tekizt hefur í skólanum milli hernámsandstœðinga.
Þorvaldur Þórarinsson kjörinn for-
maður Sósíalistafélags Reykjavíkur
Gftó, Carolína og Rósinkranz kjörin
heiðurslélagar
Á vel sóttum aðalfundi Sósíalistafélags Reykjavíkur í
gærkvöldi var Þorvaldur Þórarinsson kjörinn formaður
félagsins og .Jón Rafnsson varaförmaður, báðir í einu
hljóði.
Fráfarandi formaður, Jón
Rafnsson, flutti skýrslu stjórnar-
innar og bar hún vott um að fé-
lagslífið hefur verið mjög fjöl-
Þorvaldur Þórarinsson
breytt og gott á síðastliðnu ári
og verkefnin stór.
Kjartan Helgason flutti reikn-
inga félagsins o.g síðan urðu um-
ræður um félagsStarfið.
Auk formanns og varafor-
manns voru kjörnir meðstjórn-
endur: Petrína Jakobsson, Guð-
mundur Hjartarson, Jón Þor-
varðsson, Guðmundur Jónsson og
Björn Guðmundsson. Varastjórn:
Sigurvin Össurarson, ICristján
Jóhannsson og Sigurður Gutt-
ormsson, Endurskoðendur voru
kjörnir Jón Grímsson og Björn
Bjarnason.
A fundinum voru Caroline
Siemsen, Ottó N, Þorláksson og
Rósinkranz ívarsson kjörnir
heiðursféiagar Sósíalistafélags
Reykjavíkur og þeim þakkað
hið mikilvægasta starf í þágu
Framhald á 12. siðu
Haftastefnan og einokun ílialds og Framsóknar alger
andstæða nýsköpunarstefnu sósíalista
Ökfer Thors gerir sig að viðundri með misheppnaðri notkun á
leyniskjali“ — sem raunar var birt orðrétt árið 1947!
n
Frumvarp um nafnaskipti á fjárhagsráði, frumvarp um
beint einræðisvald ríkisstjórnar í innflutningsmálum,
gjaldeyrismálum og fjárfestingarmálum — þannig skil-
greindu ræðumenn Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokks-
ins i gær frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem í oröi kveð'nu
á að efna það lofurð stjórnarflokkanna aö leggja fjár-
N Ú E K U
II
D A G A K
ÞAR TII, DREGIfi VERfiUR
I HAITDRÆTTI
ÞJÓBVIUJANS
hagsi’áö niður
í framhaldi ræðu sinnar frá
því á föstudag lagði Einar Ol-
geirsson áherzlu á hveniig
stjórnarflokkarnir með frum-
varpi þessu undirb-yggju grímu-
laust að skipta með sér vald-
inu í innflutnings- og gjaldeyr-
ismálum þjóðarinnar. Áður
hefði þótt nauðsyn að reyna að
íirra stjómarvöldin grun um
að þau vildu misbeita þvi
mikla valdi sem fælist í því að
stjóma framkvæmd þeirra. mála
með þvi að hafa fulltrúa stórra
samtaka með þjóðinni í æðstu
nefndunum. Það hefði mcira að
segja verið tilætlunin 1947 að
stjórnarandstæðingar ættu sæti
í fjárhagsráði, en ríkisstjórnin
hefði hætt við það vegna er-
lendra fyrirmæla.
Nú væri hins vegar, með á-
kvörðuuinni um að láta tvo
menn skipa hið nýja fjárhags-
ráð sýnilegt að stjórnarflo’.ik-
arnir ætluðu að skipta með sér
valdi þess, og opinber dæmi um
slíka tvískiptingu gæfi fyllstu
ástæðu til að gruna, að ætlun-
in væri að tvískiptin yrðu gerð
með tilliti til hagsmuna fé-
sýsluklíkna íhalds og Fram-
sóknar, hvað .sem liði þjóðar-
hag.
Anaað megin atriðið sem
Einar tók til meðferðar, var á-
kvæði frumvarpsins um eftirftt
Framkvæmdabankans með
fjárfestingunni í landinu.
Minnti hann á, hvernig „ráð“
Benjamíns Eiríkssoaar, eftir-
litsmanns Bandaríkjaauðvalds-
ins á íslandi, hefði reynzt. Ef
slíkum ,ráðum‘ hefði vérið fylgt
hefðu hinar glæsilegu stór-
framkvæmdir nýsköpunarár-
anna aldrei orðið að veruleika,
þá hefði hins mikla flota ný-
sköpunartogara og báta aldrei
verið aflað, en á þeim gruani
og öðrum nýsköpunarfyrirtækj
Framhald á 3. síðu