Þjóðviljinn - 05.12.1953, Qupperneq 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. desemeber 1953
'4LFUB UTANGAKÐS
56. DAGUR
Bóndinn í Bráðagerði
Mánaðardag! hváði Jón. Ég var að segja, að ég væri fæddur
á uppstigníeigardag.
Spyrjandinn bað hann ívið þurrlegri, að halda sig við efnið
og svara undanbragðalaust þeim spurníngum, sem fyrir hann
væru lagðar.
Ég get ekki sannara sagt, ítrekaði Jón. A uppstigníngardag
er ég fæddur, um það ber öllum saman, sem þar áttu hlut að
máli. Einsog það sé ekki jafngott að vera fæddur á uppstign-
íngardag einsog livern annan blessaðan drottins dag?
Spyrjandinn sagði, að sakboraíngur ætti að vita á því skil,
að téðan dag bæri ekki ævinlega uppá einn og sama mánaðar-
dag.
Það munar eingu, sagði Jón. Ég hefi aldrei talið ástæðu til
þess að gera veður útaf svo litlu. Uppstigníngardagur er þó aldrei
nema einu sinni á ári, og ævinlega hefi ég haldið uppá afmælið
rnitt á þeim degi.
Eftir litla umhugsun sætti spyrjandinn sig við það, að upp-
stigníngardagur væri ekki nema einu sinni á ári. Spurði síðan
hvaða ár sakborníngur væri fæddur.
Látum okkur sjá, sagði Jón. Það bar einmitt uppá sama ár-
ið og kóngsbænadagsbylinn fræga þegar féð fennti og lamba-
dauðinn var svo mikill, að margir bændur í Vegleysusveit og
■ víðar urðu næstumþví lanmblausir.
Spyrjandinn greip framí og mæltist til þess að sakborníngur
sváraði vífileingjuiaust hvaða herrans ár hann væri í heim-
inh borinn.
Mér er eiður sær, að ég get ekki sannara sagt, ansaði Jón.
Pápi sálugi sagði mér oft frá þeim byl. Hann var eimitt að
stríða við að bjarga lambfénu þegar mamma tók léttasóttina.
Þótt mikið væri í húfi ætlaði hann að sækja Ijósuna, en þá sagði
mamma: Bjarga þú lömbunum Jón. Með guðs hjálp og Bínu
gqmlu spjara ég mig. Bína gamla vár kellíng, sem var leingi
hjá foreldrum mínum og blessuð sé minníng hennar, þótt hún
væri hálfgerður aumíngi til vitsins. Og einsog þú sérð, kunníngi,
stóð mamma sáluga við orð sín, en pápa tókst að bjarga lömb-
unum betur en mörgum öðrum.
Spyrjandinn innti sakbomíng eftir því, livort hann ætlaðist
til þess, að framburður hans væri skilinn á þann veg, að hann
viSsi ekki hvaða ár hann væri fæddur.
Öðru nær, ansaði Jón. Annars skiptir aldurinn eingu máli, því
á meðan maðurinn er úngur í anda verður hann aldrei gamall.
En fyrir hálfu öðru ári varð ég hálfsextugur, svo mér er ekki
aldurinn að meini.
Spyrjandinn lét téðar upplýsíngar nægja um tilkomu Jóns í
heiminn, og lét skrifarablók það eftir að reikna nánar út mánað-
ardag og ártal. Venti sínu kvæði í kross og vildi fá að vita,
hverra erinda sakbomingur væri staddur í höfuðstaðnum.
Ég kom til þess að tala við það opinbera, segði Jón. Það er
svo komið, að við erum alveg. L merinni með að bjargast af, og ég
var sendur til jx'ss að bera víurnar í eitthvað af styrkjum og
uppbótum og uinfram allt vinnukrafti. Það er efeki tekið út
með sitjandi sældinni að stunda búskapinn, lagsmaður, einsog
árferðið er til lands og sjávar. En það er ljóta uppfinníngin
þetta opinbera. Það er sama hvemig maður fer að því, alltaf
smýgur það úr greipum manns einsog glerháll sjódraugur.
Spyrjandinn hafði eingan áhuga á árferði og'afkomu bænda
í Vegleysusveit,. en spurði afturámóti hvar sakborníngur væri
í pólitík.
I pólitík, ha! Hvað áttu við með því hvar ég sé í pólitík?
spurði Jón hissa og skildi ekki þetta víxlspor útfrá því sem á
undan var geingið.
Spyrjandinn skilgreindi spurnínguna nánar. Vildi fá við því
ótvíræð svör, hvort sakborníngur tilheyrði ekki einhverjum til-
gréindum pólitískum flokki.
Biddu fvrir þér, maður! ansaði Jón. Auðvitað er ég í flokki,
og meira að segja ekki nema í eininn flokki. Það er allt í stak-
asta lagi með pólitíkina hjá okkur í Vegleysusveit. Ég hefi það
eftir ekki ómerkari manni en sjálfum þíngmaxmi Fjarðasýslu, að
það mættu margir taka okkur til fyrirmyndar í þeim efnum.
Ber að skilja þetta svo, að sakbomíngur sé flokksbróðir og
kjósandi nefnds þíngmanns? spurði staðgeingill réttvísinnar.
Ætli ekki, sagði Jón. Hann væri varla þíngmaður núna, ef
hann ætti okkur ekki að 'í Vegleysusveit. Þaraðauki er þíng-
maðurinn vinur minn, og það fyrsta, sem ég gerði þegar ég
kom suður var að heimsækja hann, og það vom eingar sóða-
viðtökur, sem ég fékk hjá þeim öðlíngsmanni.
Spyrjandanum vafðist nokkuð túnga um tönn við þessa yit-
neskju. Sagði þó að á þessu stigi málsins, ætlaði han«. ekki að
Dynamo svipað og érisk
I. deildarlið
Allt síðan rússneska knatt-
spyrauliðið Dynamo keppti í
Englandi eftir síðasta stríð, og
vann heimaliðin þar, hefur
alltaf hvílt viss aðdáun á liði
þessu- Það var því ekki áð
undra, að Danir væru fullir
eftirvæntingar er það fréttist
að félagið kæmi til Danmerkur
og þar með yrði. fyrsta heim-
sókn sovétliðs að veruleika.
Liðið hefur nú leikið alla leiki
sína í Danmösku fyrir nokkru
og er gaman að heyra hvað
danskur íþróttafréttaritari seg-
ir um leik þeirra: Dj-namo lék
vel, með ágætum stuttum sam-
leik úti á vellinum. Nákvæmni
þeirra var til fyrirmyndar-
Hraði þeirra og úthald var frá-
bært, en þó hrifu þeir mann
ekki. Þeir leika eins og vél sé
í gangi og maður saknar meiri
tilbrigða. Þeir eiga því erfitt
með að breyta til um .,taktik“.
Þó er það svo að þeir eru eins
góðir og beztu atvinnulið ensk
sem hingað hafa komið. Þeim
má líka jafna við beztu austur-
rísk, frönsk og\ ítölsk lið. í
Kaupmannahöfn léku þeir móti
liði sem lék betur en nokkur
þorði að vona, ea úthald leik-
manna Dvnamo færði þeim sig-
ur, 2:1- -—
Skólanemendur mega æfa
með sundfélöguuum
Ágætur sundmaður og sund-
frömuður las grein er kom á
Iþróttasíðunni s.l- fimmtudag
og bar titilinn „Keppnisréttur
og keppniskvöð.“ Taldi sund-
maðurinn að ekki væri rétt
túlkuð samþykkt Sundráðs R-
víkur að því er snerti skóla-
fólk. Það má æfa með félög-
unum, sagði hann, án þess áð
því fylgi keppniskvöð, og skal
það að sjálfsögðu haft sem
réttára reynist. Hins vegar
staðfesti hann að mönnum sem
svipað stendur á fyrir og Sig-
urði Þingeyingi og Kristjáni
Þórissyni er fyrirmunaður all-
ur aðgángur að æfingum nema
þeir lofi að keppa.
Lágmarks-
afrek á EM
ákveðin
Um 30 þjóðir hafa nú til-
kynnt þátttöku sína í Evrópu-
meistaramótinu í frjálsum í-
þróttum, sem fram fer í Bern
1 ágústmánuði næsta sumar.
•Evrópuráð IAAF hefur á-
kveðið . að eftirfarandi lág-
marksafrek skuli gilda á mót-
inu:
Karlar: Hástökk 1.90 m-,
stangarstökk 4.05, langstökk
7.10, þrístökk 14.50, kúluvarp
14.50, kringlukast 45.00, spjót-
kast 63, sleggjukast 51.
Konur: Hástökk 1.50, lang-
stökk 5-30. kúluvarp 12.30,
kringlukast og spjótkast 40 m.
Það sem maður e.t.v. man
lengst frá leikjum Dynamo var
liin óvenjulega geðþekka fram-
koma liðsins- Við höfum ekki
séð hér heima erlent lið sem
hefur sýnt svo drengilegan
leik sem Djmamo. Það voru
íþróttamenn fram í fingurgóma
bæði' á velli og utan, og hvar
sem þeir komu fram var fram-
koma þeirra öll á einn veg. Og
hinir dönsku leikmenn hrósuðu
þeim mjög sem mótherjum i
leik. Þetta er ekki það þýðing-
arminnsta í íþróttastarfinu.
Mihalic frá
Júgóslavíu sigraði
Júgóslavinn Franjo Mihalic
vann alþjóðlega víðavangs-
hlaupið sem nýlega fór fram í
Briissel, en hlaupið cr 8200 m.
Mihalic sigraði á tímanum
27 min. 36 sek. Aimár varð
Belgíumaðurinn Frans Her-
mann á 28.01 mín., þriðji Fkin-
inn Julin á 28.21 min. Af öðr-
um Finnum, sem þátt tóku í
hlaupinu kom Rintenpáá átt-
vmdi að marki á 28.55,2 mín.
Pylvainen tíundi á 29.05 mín.
og Karvonen þrettándi á 29.16
mínútum-
Júgóslavar unnu sveitakeppn-
ina með 14 stigum en Finnar
urðu næstir með 21 stig.
Aðalfundi KRR lokið
Á fimmtudagskvöld var síð-
ari fundur KRR haldinn í fé-
Iagsheimili KR. Fyrir fundin-
um lá fyrst og fremst að taka
afstöðu til tillagna um breytt
mótafyrirkomulag sem vísað
hafði verið til nefndar milli
funda- Þar sem KSÍ-þingið
hafði i millitiðinni samþykkt
ýmsar tillögur um þetta efni
og kosið nefnd í sama mál,
var samþykkt að láta nefndina
starfa áfram í samvinnu við
npfnd KSl, ef hægt væri að
finna sameiginlega lausn á
þessu máli. Verður síðan kall-
að saman aukaþing KRR, þegar
tími þykir til kominn. Sam-
þykkt var að vísa til stjómar
KRR tillögu vun að athuga
hvort ekki væri rétt að brejda
um form á lei-kskýrslum. —
Samþykkt var að leyfa
Þrótti að keppa í meistarafl.
Reykjavikurmótanna. Rætt var
nokkuð vim erlendar heimsóknir,
en engin ályktun gerð í því
efni.
Vísað var til stjórnar KiRR
tillögu sem miðar að því að
bað félög, sem fær jafnbezta
útkomu úr öllum mótum ár-
lega, hljóti sæmdaxheitið ,Bezta
knattspyrnufélag Reykjavíkur.1
Kemur geta allra flokka þar til
reiknings.
Rætt var töluvert um dóm-
aramál- —.1 lok fundarins stóð
fulltrúi KR, Haraldur Guð-
mundsson, upp og rangfærði
frétt af fyrra fundi KRR um
stjórnarkjör í allverulegum að-
finnslutón. Sennilega hefur Har
aldi þótt fara vel á því að
taka upp svona tón og mál-
flutning á fyrsta fundi, knatt-
spymumanna í Reykjavík eftir
að Iþróttasíðan átti 15 ára af-
mæli! Hins vegar var erfitt að
átta sig á hvaða málstað ræða
fulltrúans átti að þjóna.
Á þinginu kom fram mikill
og almennur áhugi á því að
skipuleggja knattspyrnumálin
betur í framtíðinni en verið
hefur undanfarið. Ætti fundur
þessi að því leyti að boða nýj-
an tíma fyrir knattspyrnulífið
í bænum-
Keppt um heimsmeistara-
titil í bantamvigt
Heimsmeistarinn í bantamvigt
hnefaleika, Jimmy Carruthers
frá Ástralíu, mun að öllum lík-
indum verja meistaratitil sinn*
í Bangkok í lok a;pi-ílmán.
næsta ár. Andstæðingur hans
verður Songkitrat frá Indlandi-
T I L
LXGGUR LEIÐIN
iW
m
»UAK Q(»0i*
avmm:
m
inmncjarSpi
ö(J
SKÓLASTJÓRASTAÐA
c
Skólastjórastaöan viö' Hjúkrunarkvennaskóla ís-
lands er laus til umsóknar írá næstkomandi ára-
mótum.
Árslaun kr. 28.980, — auk verölagsuppbótar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf sendist til Stjórnarnefndar ríkisspítalanna,
Ingólfsstræti 12, fyrir 15. jan. 1954.
Stjómarnefnd ríkisspítalanna.