Þjóðviljinn - 09.12.1953, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 9. desember 1953
ingi. Svipmyndir hans af fólki og landi eru sem leiftur, sem bregða
birtu yfir nútíð og fortíð.
Þetta er jólabók þeirra, sem hafa yndi af ferðum og frjálsu lífi.
Sognagestun
upphaf að nýju þjóðsagnasafni, sem
Þórður Tómasson frá Vallnatúni safn-
ir og í'ierði í letur. Þórður hefur áður
gefið út Eyfellskar sagnir I—IIL
I þessu hefti eru nokkrar afburða
vel skráðar frásagnir, og má þar tijj
ilsemis nefna-
Nokkur undanfarin ár hefur komið ný bók eftir Jón Sveinsson fyrir
hver jól. Allir vita og viðurkenna, að ekld verður á betri bók kosið
handa börnum og unglingum og vex hylli Nonnabókanna með hverju
ári sem líður. I dag kemur Nonnabók ársins. Hún heitir ÆVINTVRI
tJR EYJIJM og er beint framhald af sögunni Borgin við Sundið. Eins
og í fyrri bókum eru í henni fjöldi mynda, sem skreyta og skýra
söguna.
,,Tvenna man ég tíma“,
nokkra þætti úr ævisögu gamallar
konu, Jóhönnu Magnúsdóttur, sem nú
er búsett í Vestmannaeyjum, en ólst
upp í Fljótshlíðinni og undir Eyja-
fjöllum. í heftinu eru alls 20 sagnir,
og þættir.
Islenzk fyndni
150 skopsagnir með myndum. Mörgum þættu jólin daufleg, ef íslenzka
fyndni vantaði. Hún bregzt ekki að þessu sinni, frekar en vant er.
Úr vesturvegi
eftir Eggert Stefánsson. Þetta er þriðja heftið og hið síðasta,
sem ísafoldarprentsmiðja gefur út.
eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Ferðasaga frá Englandi, Skot-
landi og Irlandi. — Þóroddur fékk ársleyfi frá störfum, til þess
ao kyuna sér skóla- og menningarmál erlendis. Var til þess ætlazt, að
hann dveldist í Englandi og á Norðurlöndum. En \ið nánari íhugun
fýsti h?.nn s:; s- aklega að koma til írlands og kynnast þjóðlífinu þar.
Varð þvi úr, :;ð hann skipti dvölinni milli hinna þriggja landa: Eng-
lands, Skotlands og Iiiands. Segir Þóroddur í formálsorðum um end-
urminningar sínar; ,,Mér fannst ég vera kominn í meiri skuld við föð-
urlandið en ég gæti goldið hana — nema þá helzt með því að segja
opinberlega frá ÖLLU hinu markverðasta, sem fyrir augu og eyru bar
— og binda mig ekki aðeins við fræðslumálin. Tók ég því það ráð, að
láta móðan mása um allt milli himins og jarðar, í von um að fleiri
en kennarar og aðrir uppalendur fyndu eitthvað við sitt hsefi í frá-
sögn minni til fróðleiks og skenuntunar“. — Þeir sem þekkja frá-
sagnarlist Þórodds munu ekki efast um að hónum hafi tekizt það.
Grískir reisudagar
ferðánúnningar frá Grikklandi, eftir Sigurð A. Magnússon. — Sig-
urður er orðinn kunnur rithöfundur, þótt haim sé ungur. Hann hefur
lesið í úvarp nokkra kafla úr ferðaminningum sínum, sem vöktu
mikla athygli og hann hefur ritað allmargar greinar í Morgunblaðið
og Lesbókina um dvöl sína í Grikklandi og nú síðast frá Banda-
ríkjunum, en þar dvelur hann í þjónustu Sameinuðu þjóðanna.
GRlSKIR REISUDAGAR er skemmtiieg bók. Hann lýsir með lífi
og litum því sem fyrir augun ber. Hann hefur dvalizt meðal al-
þýðu manna og lýsir högum hennar og háttum af samúð og skiln-
BOKAVERZLUN ISAVOLÐKAU
Kynlegar verðbreytingar — Tillaga írá húsmóður
um verðlækkun og sparnað íyrir ríkið — Höfundur
2. síðunnar svarar fyriusig
■' * * • -■•»' T .. •
„SÁ SEM SÉR um 2. síðuna'
„Þar - og hvergi nema þar -
viljum við lifa og starfa"
HÚSMCÐIR hefur beðið Bæjar-
póstinn fyrir eftirfarandi: —
,‘,Nýlega hafa orðið verðbreyt-
ingar í brauðbúðum. Verð á
ýúgbrauðum hefur iækkað,
ýeró á hveitibrauðum hækkað.
Verð á vínarbrauðum stendur
í 's'tað en aðrar kökur hafa
hækkað í verði, sumar allmik-
ið, t. d. kosta tertustykki sem
áður kostuðu eina krónu nú
krónu tuttugu og fimm, en slík-
ar kökur munu óháðar hinu
svokallaða verðlagseftirliti. En
nú langar mig til að spyrja:
Hvers vegna hækkar hveitið í
hveitibrauðin en ekki í vínar-
brauðin? Og hvert er eiginlega
hlutverk verðlagseftirlitsins?
Ef maður ber fram kvartanir
á verðlagsskrifstofunni þykist
hún engu geta ráðið um verð-
lag, og ef svo er fæ ég ekki
•betur séð en tími sé kominn
til að leggja þá stofnun niður.
Mér er ekki full kunnugt um
hve mikið sú stofnun kostar í
rekstri, það mun þó vera tals-
vert í launagreiðslum og skrif-
stofuhaldi. Væri því ekki heilla-
ráð að hætta að starfrækja
verðlagseftirlitið, sem viður-
kennir siálft að það fái engu
ráðið um verðiag, en nota það
fé sem sparast við það til þess
f. d. að lækka verðið á brauð-
nnum. — Húsmóðir“.
sendir svar við ádrepu Ját-
varðs á Akureyri í gær: —
„Bæjarpóstur minn. Játvarður
á Akureyri ritar allborgin-
mannlega grein í þig í gær og
gerir einkum að umtalsefni
vísu eina eftir Steingrím Thor-
steinsson er birtist hjá mér 28.
fyrra mánaðar. Segir hann að
þar séu aðeins þrjár Ijóðlinur
réttar af samtals átta, og getur
þess til að hér hafi máski verið
slegið heimsmet í ónákvæmni.
Bregður síðan þeim er sér um
2. síðuna um það að hann fletti
ekki upp í sínum ljóðabókum
er hann velur vísur, og kunni
þær heldur ekki betur en þetta.
Hér skýzt Játvarði mínum á
Akureyri, og hefur það oft hent
skýra menn. Eins og vísan
birtist á 2. síðunni er hún ekki
aðeins arétt imeðfarin upp á
línu, heldur einíiig og eigi sið-
ur upp á staf og kommu.. / ,Sá
sem sér um 2. síðuna“, hann
flettir sem sé ævinlega upp
þeim vísum er hann velur til
getraunar, og prentvillupúkan-
um hafði ekki tekizt að abbast'
upp á vísuna. — Eg á ekki
ljóðasafn Steingríms Thor-
steinssonar; en vísan er tekin
upp úr endurprentun gamallar
Ijóðabókar er Svava hét og
kom út 1860, en endurprent-'
unin 1946. Eg vona að Játvarði
sé ljóst að 2. síðan er ekki vett-
vangur vísindalegrar ljóðaút-
gáfu, og textarannsóknir koma
þar að ■ sjálfsögðu ekki til
greina. Hinsvegar er Svava
ljóðabók á borð við hverja
•aðra -íslenzka ljóðabók sem ég
héf valið úr vísur til birting-
ar á síðuna hjá mér. Sömu
Framhald á 11. síðu.
Einn af bæjarfulltrúum
Ihaldsins í Reykjavík, Guð-
mundur H. Guðmundsson,
reyndi á síðasta bæja.rstjórn-
arfundi að verja aumingjaskap
flokks síns í húsnæðismálum
Reykjavikur með þeirri full-
yrðingu að fólk flyttist svo
ótt til bæjarins utan af landi,
sérstaklega þaðan sem sosíal-
istar hefðu áhrif á stjóm bæj-
armálefna, áð éngin von væri
til þess að unnt reyndist að
sjá öllum fyrir húsnæði. Tók
Gu'ðmundur Vestmannaeyjar
sérstaklega sem dæmi og taldi
þar með öllu ólifandi undir
stjórn núverandi bæjarstjórnar-
meirihluta. Staðhæfði þessi
íhaldsfulltrúi að fólk flýði Eyj-
amar í stórum stíl og hélt fast
við þá fullyrðingu sína þótt
honum væri bent á að hann
færi með fleipur eitt.
Nú hefur vitni úr hópi I-
haldsins sjálfs gefið sig fram
í þessu máli. Kveður þar nokk-
uð við annan tón en hjá Guð-
mundi H. og flokksbræðrum
hans í bæjarstjórn Reykjavík-
ur. Þetta vitni er Jóhann Frið-
i finnsson, formaður Félags
ungra sjálfstæðismanna í Vest-
mannaeyjum. Vitnisburður Jó-
hanns er birtur í viðtali vi'ð
mann í Morgunblaðinu s. 1.
sunnudag, en blaðamaður spyr
Jóhann m.a.:
,,Er annars ekki allt gott að
frétta úr Eyjum?
— Jú, afkoma fólksins er
yfirleitt jjóð, og aukning vél-
bátaflotans lofar góðu um að
'hún fari enn batnandi. Lífs-
afkoma Eyjamanna hefur jafn-
an byggst á sjósókn og út-
gerð og við verðum að treysta
því, að björgin bregðist ekki.
I Vestmannaeyjum er gott að
vera, og við sem eigum þar
heima viljum lielga okkur alla
framgangi þeirra og velferð.
Þar — og hvergi nema þar —
viljum við lifa og starfa“. (Lbr.
Þjóðviljans).
Það er þannig ekki á Jó-
hanni að heyra að Eyjamenn
hafi verið eða séu í þeim hug-
leiðingum að flytja frá „örfok-
inu“ til sælunnar í Reykjavík.
Enda ber þessu saman við þá
staðreynd að fólki hefur fjölg-
að í Eyjum síðan hinni dauðu
hönd íhaldsins var létt af at-
hafnalífi bæjarins.