Þjóðviljinn - 09.12.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.12.1953, Blaðsíða 6
fe) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 9. desember 1953 (móoviuinn Útgefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Gutt- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. ▲uglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áakriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavik og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. cintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Fordæmi Dana Hér hefur verið rætt og ritað mikið um hernámið síð- ustu mánuði og þær umræður hafa leitt í ljós að her- námsmenn eru á miklu undanhaldi. Þeir hopa frá einum varnarstöðvunum til annarra og játa nú ýmsar staðreynd- ir er þeir þverneituðu fyrir skemmstu. Og nú berast ný og athyglisverð tíðindi frá Danmörku sem enn munu ýta undir þá þróun sem hér er að gerast. Þegar yfirgangur Bandaríkjamanna var hvaö mestur og tök þeirra sterkust á þjóðum Vesturevrópu, var einnig gengið frá því að hernámslið settist að í Danmörku. Var þetta hernám undirbúið með miklum framkvæmdum, flugvellir þeir sem nazistar komu upp voru stækkaðir og hafin bygging annarra og síðan áttu bandarískar sveitir að setjast þar að. Andstaöa almennings var hins vegar rik gegn þessum ráðagerðum og fór sívaxandi. Og svo kom á síðasta ári aö stærsti flokkur landsins, Sósíaldemó- kratar, lýsti yfir andstöðu viö bandarískt hernám og vann verulega kosningasigra á þeim fyrirheitum. Og nú hafa verið dregnar ályktanir af því að kröfum Bandaríkjanna hefur verið hafnað. Hætt hefur verið her- stöðvaframkvæmdum þeim sem ákveðnar höfðu veriö. Er þetta mjög athyglisvert út frá þeim herfræðilegu „rök- um“' sem reynt hefur verið að hampa hér undanfariö. Sé um ,',árásarhættu“ að ræða er húh margfalt meiri í Dan- mörku en íslandi. Danir hafa Sovéthersveitir á næstu grösum, og öllum herfræöingum ber saman um aö hafi Sovétríkin árás í huga yrði þeim það létt verk og lööur- mannlegt að leggja undir sig Danmörku á örstuttum tíma. En stjórnmálamenn þar í landi telja það fráleita firru að slík árás komi til mála og hegða sér samkvæmt því. En hversu lengi eiga íslendingar að heyra þessa sömu firru sem röksemd fyrir hernámi landsins? Það er einnig athyglisvert fyrir íslendinga að danskir stjórnmálamenn hafa talið reynsluna héöan sanna hversu hættulegt það væri að heimila bandaríska hersetu í Dan- mörku. Hafa bæöi forustumenn sósíaldemókrata og bændaflokksins lagt áherzlu á þá röksemd. Og er það þá aö vísu eina ljósa hliðin á hernámi íslands aö það hefur orðið frændþjóöum okkar mikið víti til varnaðar. En væri ekki ástæða til að einnig íslendingar sjálfir drægju í verki sömu ályktanir af staðreyndum þeim sem daglega blasa við okkur? Enn eitt atriði frá umræðunum í Danmörku er minnis- stætt. Galluþstofnunin þar í landi hefur framkvæmt skoðanakönnun um afstöðu almennings í þessum málum. Af þeirri rannsókn kom í ljós aö einungis 20% hinna aö- spuröu voru fylgjandi bandarískum herstöðvum ílandinu. Og einnig birtist sú lærdómsríka staðreynd aö meirihluti aímennings var andvígur þátttöku Dana í Atlanzhafs- bandalaginu. Þaö er þessi andstaða almennings sem veld- ur hinni breyttu stefnu þeirra sömu stjórnmálamanna sem undirbjuggu hernámiö fyrir nokkrum árum. Hér á íslandi hefur almenningur aldrei "veriö spurður um skoðanir sínar á samningum þeim sem gerðir hafa verið viö Bandaríkin. Á hverju stigi sjálfstæöisbarátt- unnar hafa sósíalistar lagt til að þjóðin fengi að dæma með allsherjaratkvæöagreiöslu, en hernámsflokkarnir hafa jafnharðan fellt allar slíkar tillögur af ótta viö dóm almennings. Einnig hér væri hægt aö framkvæma skoö- anakönnun, og væri raunar mjög nauðsynlegt aö ein- hverjir aðilar framkvæmdu hana á öruggan hátt. Dönsk alþýða hefur með andstööu sinni komið í veg fyrir bandarískt hernám. íslenzkrar alþýðu bíður nú það stóra verkefni að aflétta bandarísku hernámi. Sú sókn er í örum vexti og fordæmi Dana er öflugur stuðningur í baráttunni framvegis. TALAÐ VIÐ DYRIN Konrad Z. Lorenz: Talað við dýrin. Símon Jóh. Ágústsson þýddi. — 9. bók annars bóka- flokks Máls og menningar. Alltof lítið er gefið út á ís- lenzku af góðum bókum um náttúrufræði. Varla er það vegna Þess að íslendingar hafi ekki áhuga á þeim fræðum. Þó gæti virzt svo, að útgef- endur teldu sér varla gróða- von í öðru en æviminningum, samtínmgsmolum úr blöðum og handritadyngjum, slysafrá- sögnum í mörgum bindum, haugum af þjóðfræðaefni, ó- unnu eða illa unnu, að ó- gleymdu skáldsagnarubbi, sem hvergi feng'st útgefið nema á íslandi, og erlendu reyfara- rusli. Mál og menning hefur gefið út nokkrar alþýðlegar bækur um náttúrufræði. Strax fyrsta árið kom Vatnajökuil Níelsar Níelsen.svo Efnisheimur Bjöms Franzsonar, Islenzkar jurtir Áskels Löve, Kjarnorka á kom- antlj tímum, safnritið Undur veraldar, Ilafið og huldar lend- ur og nú í nýja bókaflokknum Talai við dýrin eftir austur- ríska dýrafræðiprófessorin Konrad Z. Lorenz. Nokkrar þessara bóka eru dýrmæt eign á hverju heimili, það er lengi hægt að gripa niðúr í bók eins og Undur vera'.dar og komast í snertingu við nýja heima, góð- an fróðleik. Það er varla hægt að gefa gáfuðum unglingi betri bók, en Þar er líka lesefni handa fólki á hvaða aldri sem er. Sama má segja um nýju bókina, Talað við dýrin. Það er ein þeirra fáu bóka, sem líklegt er að allir á heimilinu hefðu gaman af, jafnt fullorðn- ir, unglingar og böm. Svo bráðskemmtileg er hún og hef- ur auk bess þann mikla kost að vera sönn, og er Það ekki sízt mikils v'rði hér á landi, þar sem börn hafa í þrjá áratugi orðið að læra slúðursögur um dýr í stað dýrafræði. Austuríski Visindamaðurinn Konrad Z. Lorenz hefúr varið ævi sinni til rannsókna á hátt- ern; dýra, og iýst niðurstöðum þeirra rannsókna í fræðilegum ritgerðum eins og venja er til. En í rannsóknarstarfinu, er krefst stöðugs, náins samlífs við fjölda dýra, gerist margt sem ef til vi:l á ekki beint erindi í fræðiritgerð, en er þó svo markvert og fróð’egt að leitt er að geta ekki lát:ð aðra njóta þess. Til þess að koma sliku efni á framfæri ritar prófessor Lorenz þessa bók, um félaga sina í líki fiska, fugla, hunda, apa og annarra dýra. Fyrir- sagn’r kaflanna gefa hugmynd um efnið: ,.Dýr til ama“, ,,dýr sem aðhlátursefni“, „kaupið ekki köttinn í sekknum“, „fiska- kerið“, „tvö rándýr í fiskakeri“, ,,kalt blóð“, „eilífir förunautar“, „meðaumkun með dýrum“, „mál dýranna“, „Martina gæsarungi“, „trúr og tryggur", ,,vopn og siðgæði". Hver Þessara kafla flytur heillandf lýsingar á dýrum og atferli þeirra. Frá blautu barns- beini hefur prófessor Lorenz lifað öðrum þræði í heimi dýr- anna, og faðir hans á undan honum. Einn kaflinn byrjar á þessa leið: „Fiskakerið. — Það kostar næstum því ekk- ert og er regtulega dásamlegt: F>g þek botn glerkers með hrein- um sandi og sting í hann nokkrum stönglum af venjuleg- um vatnsjurtum. S'ðan helli ég gætilega í kerið nokkrum lítr- um af drykkjarvatni og set það svo á sólríkan stað. Þegar vatn- ið hefur setzt og jurtirnar eru farnar að vaxa, læt ég nokkra smáfiska í kerið, eða það sem er enn betra: ég fer með tóma sultukrukku og smáriðinn háf •til næstu tjarnar, dreg á nokkrum sinnum og fæ með því móti aragrúa smádýra. Margar unaðslegustu bernsku- minn.'ngar mínar eru tengdar við slík veiðibrögð, Háfurinn þarf ekki að vera vandað- ur, hvorki með látúnsgjörð né gagnsæjum poka. í Altenberg ríkti sá góði slður að búa þessi veiðarfæri til heima. Tók það ekki meira en tíu mínútur. Gjörð.'n var úr venjulegum vír; pokinn, sem festur var á hana, var gamall sokkur, slitur af ónýtu gluggatjaldi, h’æjurifrildi eða eitthvað þess háttar,-sem til féll. Ég var níu ára gamall, þegar ég veiddi með slikum tækjum fyrstu vatnsflærnar handa fiskunum minum og upp- götvaði með því undraheim tjarnanna, sem heillaði hug minn undir eins. Eftir fiskanet- ið kom stækkunargler og eftir stækkunarglerið kom einföld smásjá — og örlög min voru þegar ráð'n. Hver sá, sem hef-- ur einu sinni komið auga á hina dásamlegu fegurð náttúr- unnar, getur ekki slitið s.'g frá henni- aftur. Hann verður ann- að hvort að verða skáld eða náttúrufræðingur, og ef hann hefur góða sjón og nógu skarpa athugunargáfu, getur hann orð- ið hvort tveggja". íslendingur hugsar: Jónas Hallgrímsson. Ég get ekk: áj,illt mig um að birta smákafla sem sýnishorn. í kaflanum „Ka't blóð“ er t. d. þessi eítirminnilega lýsing á ástalífi vígfiska, frænda horn- sílanna: „Homsili og vígfiskar eru jafnólík í ást og Þau eru í reiði og bardaga, en þó er þessum skapmiklu frændum margt sameiginlegt. Með báðutn teg- undunum er það hængurinn en ekki hrygnan, sem annast hreiðurgerðina og sér' um ung- viðið, og hinn tilvonandi faðir fer fyrst að hugsa um ást, þegar vaggan fyrir afkvæmin er tilbúin. En hér skilur leiðir. Vagga hornsilisins er undir gólflnu, ef svo má seg.ia, niðri í kjallara, cn vagga vígfisksins er uppi á lofti. Annar grefur lireiðrið í bolninn, en hinn reis- ir það á vatnsborðinu. Annar notar til hreiðursgerðarinnar jurtatægjur og nýmavökva, en. hinn loft og munnslím. Loft- kastalar vigfisksins og nánustu frænda hans eru myndaðir af þyrpingu af loftbólum, sem festar eru fast. 1 saman með munnslími og standa dálít;ð upp úr vatninu. Meðan hæng- urinn er að þessu staríi, Ijóm- ar hann í fögru litskrauti, sem verður Þó ennþá skærara, ef hrygna nálgast. Ef hrvgnan 'er fús til að hlýða kaifi náttúr- unnar, gefur hún það tll kynna með því að taka á sig ákveðinn. lit, með óreglulegum, Ijósum þverrákum. Hún leggur uggana þétt saman og synd'r þannig til hængsins, en hann breiðir titr— andi út alla.ugga, eins og hann framast má, og gætir þess vel ,að snúa ávallt hliðinni að ást- mey sinni, svo að hún fái sem bezt notið litaskrautsins. Þvi næst syndir hann í áttina til hreiðursins með hægum og ó- venjulega glæsilegum sveiflum. Merking þessara hreyfinga er augljós, jafnvel be:m manni,. sem sér hana í fyrsta sinn. Kjarninn í þessum formbundnu sundhreyfingum er auðskifnn: Iiængurinn ýkir með tilburðum sínum allt það, svo sem sporð- köst og líkamsbeyg’ngar, sem stuðlað getur að því, að lit- skraut hans njóti sín betur, en dregur úr öllu hinu, sem orkar vélrænt á áhorfandann. Þvi aff hreyfingarnar merkja: „Ég syndi frá þér, flýttu þér ,aff tylgja mér eftir“. Þó syndir hængurinn hvorki langt né hart* hann snýr undir efns aftur til hrygnunnar, sem fylgir honum hikandi og íeimn!slega. Þannig lokkar hann hrygn- una að síðustu undlr froðu- hreiðrið eða loftkastalann sinn. Og nú hefst h'nn dásamlegasti ástardans, sem fiskakeraeig- endur í Ölpunum kalla „Schuh- plattler“, sem er án efa mjög ósmekklegt heiti, því að dans- inn líkist menúetti, að yndis- þokka, en að gerð og stíl leiðsludansi balískrar hofmeyj- ar. Samkvæmt ævafomri venju verður hængurinn ávallt aff snúa hliðinni að hrygnunni, en hún að vita þannig við honum,. að hún myndi v'ð hlið hans rétt horn. Hængurinn má ekki sjá hlið hennar eitt augnablik, Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.