Þjóðviljinn - 24.12.1953, Qupperneq 4
I
16) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 24. diesemfeer 1953
* Um BÆKUH og annaB *
^Aragon fordœmir síðustu mynd Fougerons, brautryðjanda
sósíalrealismans í franskri myndlist.
.að eru nú liðnir tœpir tveir
_^áratugir síðan Maxím Gorkí
; flutti ræðu sína um sósíalistískt
; raunsæi í bókmenntum á þingi
sovézkra rithöfunda í Moskvu.
; Hann skilgreindi þetta hugtak í
' i-æðu sinni og niðurstaða þings-
j ins var sú, að þarna væri fund-
in sú meginstcfna, sem sovézk-
; ir rithöfundar skyldu fylgja-
: Hér verður ekki farið lengia
) út í þá sálma, þó þess megi
getá, að á undanförnum árum
! hefur orðið vart við allmikla
’ gagnrýni i Sovétríkjunum á
þessari stefnu og þó einkum
afleiðingum hennar, eins og
; þær hafa birzt í ritum sovézkra
höfunda. Verða þessi mál rædd
á alisherjarþingi sovézkra rit-
höfunda á næsta ári, og er það
í fyrsta sinn sem slíkt þing er
haldið síðan 1934.
Það leið ekki á löngu þar til
áhrifa þessara bókmennta-
stefnu tók að gæta í öðrum
' listgreinum i Sovétrikjunum,
einkum þó í myndlist, og sið-
ustu árin fyrir heimsstyrjöld-
ina var sósíalrealisminn orðinn
i alls ráðandi einnig á því sviði
og hefur verið það síðan. Menn
hafa ekki verið á eitt sáttir um
það, hvað væri sósíalrealismi í
myndlist, en höfuðeinkenni hans,
eins og hann hefui- verið túlk-
! aður í sovézkri myndlist, ér nátt-
úrueftirUking í ætt við ljós-
myndatækni, en efnisvalið hins
vegar mótað af þeim sérstöku
) þjóðfélagsviðhorfum, sem eru
j ráðandi í Sovétríkjunum.
Sósialrealismi var óþeklct fyrir-
bæri i myndlist á Vesturlönd-
j um i mörg ár, eftir að hann
' hafði rutt sér til rúms i Sovét-
rikjunum, enda þótt mikill hluti
beztu myndlistarmanna þar
væru sósialistar eða kommúnist-
; ar að pólitískri sannfæringu og
pólitísk áróðursverk væru snar
þáttur myndlistarinnar (Guern-
ica Picassos, Rivera). En árið
1948 sýndi franski málárinn
André Fougeron nokkrar myndir
á Haustsýningunni i París, sem
sóru sig í ætt við sovézka mynd-
list. Fougeron dró heldur ekki
dulur á það, að hann teldi sig
brautryðjanda nýrrar stefnu i
franskri málarálist, fulltrúa hins
sósialistíska raunsæis. Nokkrir
aðrir málarar fylgdu í fótspor
hans og sósialisminn hafði unnið
fótfestu á Vesturlöndum.
Þessir málarar, og þar bar
hæst þá Fougeron og, Boris
Taslitzky, voru hvattir til að
halda áfram á þessari braut af
málgögnum verkalýðsins og var
ekki farið dult með það álit, að
þeir væru boðberar framtiðarinn-
ar í franskri myndlist. Það varð
þeim einnig til uppörvunar, að
stjórnarvöldin bönnuðu sýningar
á verkum þeirra og var lögregl-
an send til að rífa niður myndir
Fougerons á Haustsýningunni í
París í fyrrá
Það hefur því vakið athygli, að
rithöfundurinn Aragon, sem
er aðalritstjóri Les Lettres
Francaises, vikublaðs um bók-
menntir og listir sem franskir
kommúnistar
standa að, hefj
ur bii’í mjöfj
harðorða gagr |
rýni á Foug
erón í blað.
sinu. Þessi
gagnrýni hef-
ur komið
mönnum þv; I
frcmur á ó- j
vart sem Ara-
gon hefur lýst'j
aðdáun sinni
á sovézkri
myndlist, scm hann mun flestum
Vesturlandabúum kunnugri, í
löngum greinaflokki, sem birtist
i L.L.F. i fyrra. Aragon vitnar
fyrst í ummæli sovézks list-
dómara, V. Prokoéff, i grein,
sem birtist í 48. hefti tíma-
ritsins La NouveUe Critiqúe og
f jallaði um raunsæishefð franskr-
Gleðileg jól!
Verzlanir Axels SigTirgfeirssonar
Barmahlíð 8, Háteigsveg 20
iiSeg jól!
Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar h. f.
Gleðileg jól!
Vöruhappdrætti S. í. B. S.
Gleðileg jól!
Bragi Brynjólfsson, klæðskeii
Laugaveg 46
Gleðiieg jói!
Verzlunin Brynja h. f.
Arsfjoi* SÍ41
ar myndlistar og þau tæknilegu
vandamál, sem franskir máiarar
nútimans glíma við. I greininni
var látin i Ijós nokkúr gagnrýni
á vinnubrögðum Fougerons og
Taslitzky, enda þótt ekki væri
efað, að þeir væru á réttri
braut.
Að loknum þessum tilvitnun-
um ræðir Aragon um mynd
Fougerons á Haustsýningunni,
„Vestræn mennlng" og segir m.
a.: !Ég ætlá mér ekki að lýsa
þessu málverki hér; lýsing þess
í orðum mundi gera það enn
hryliilegra en það er i rauninni.
Málurum okkar er heiður að
því að glíma _við þau vanda-
mál, sem hið bandariska her-
nám lands okkar og stríðið í
Xndó ICina hafa í för með sér.
En þessi vandamál snerta náið
tilfinningar fólksins; það -nægir
að minna á þá hroUvek'jandi at-
höfn, sem á sér stað í hvert
sinn sem likkistum er landað úr
skipum frá Indó Kína. Engufti
má haldast uppi að gera sér
leik að þessu, heldur ekki óvit-
andi. Það er ekki hægt að
notast við allt, þegar túlka á
það, sem er heiður Frakklands.
Það eykur ekki skilning þjóð-
arheildarinnar á hættunni að
tákna pólitískan hrottaskap
Bandaríkjamanna með fótum
upp á borði og lestri klámrits.
Það auðveldar heldur engum
réttan skilning á eðli kynþátta-
kúgunarinnar að koma fyrir
mannveru með apasmet.ti, sem á
að tákni skóburstandi svertingja-
dreng, í forgrunni myndarinnar
— maður þarf ekki sjálfíir að
vera hörundsdökkur til að taka
slíkt óstinnt upp.
Síðan lýsir Aragon vinnubrögð-
um Fougerons: En sjálf
vinnubrögð málarans eru þó ó-
trúlegust, fljótfærnisleg, klunna-
leg, hæðnisleg; vinnubrögð lista-
manns sem he’dur sig hafa náð
efsta tindi snilldarinnar og
sitji þar óhagganlcgur, hin ó-
raunsæja uppbygging myndar-
innar, fjarvíddarlaus, gerð með
einfaldri upptalningu tákna án
alls innra samhengis, sneydd allri
virðingu fyrir sennileikanum
(hvað á þessi skínandi, gljá-
fægða bifreið að þýða, sem ó-
þarflega ygldur stormsveitar-
maður skýtur á okkur úr, en
enginn situr við stýrið á? Hvað
merkja þessar samsetningar und-
ir hjólunum, einhvers konar
moldarkofi með börnum úti í
glugga og Norður-Afríkumenn,
valtaðir í bárujárn?)
Og Aragon spyr: Fyrir hvern
er þetta málað? Fyrir þá,
sem þega.r gera sér ljóst, að
Frakkland er hernumið land og
berjast gegn hernáminu? Þeim
eru orðin „Go Home", páruð á
múrvegg, mikilvægari en þessi
skrípamynd, þar sem vinnubrögð
teiknaranna við gamla þýzka
skopblaðið Simplicissimus ; eru
sameinuð; öllu þvi steinrunnasta
í mexíkönsku málverki, hinni úr-
eltu súrrealistísku samröðunar-
tækni, sem notuð var bæði í
málverkum og fotomontage.
Þær hugmyndir sem liggja til
grundvallar þessu málverki
eru einnig mínar hugmyndir,
oklcar hugmyndir. Það má ekki
koma óorði á þær. Þær eru
þjóðinni svo mikils virði og hana
verður að vinna til fylgis við1
þær. Mynd eins og þessi getur
aðeins stuggað burt þeim sem
eru hikandi ...... aðeins styrkt
þá hugmynd, sem fjendur okkar
breiða út, að hugsanir og tilfinn-
ingar kommúnista séu grófgerð-
ar og einstrengingslegar. —
Aragon lýkur grein sinni með
þvi að láta í Ijós von um, að
Fougeron snúi af þeirri óheilla-
braut, sem hann gengur nú og
sanni, að hann hefur ekki glat-
að sínum miklu hæfileikum.
ás.
G/eð//eg }ól!
S í S Afurðasalaií
Gleðflegra fóla
óskum við öllum nær *t' f jær.
Akurevrar:
OSTUR — SMJÖR — MYSINGUR
GleSil$g jól!
Bygfgingarfélagið Brú h.f.
G/eð//eg )ÓU
Vélsmiðja Sigurðar Einarssonar
Mjölnisholti 14
GleBileg }6I!
Kr. Kristjánsson h.f.
Laugaveg 168—170
GleÓileg jól!
Ásgeir Gunnlaugsson & Co.
GleBileg }6I!
Yerzlunin Pfaff
Skólavörðustig 1
GleSileg J6I!
Kjötbúðin Langholtsveg 19
Gleðileg Jól!
L. H. Miiller, verzlun,
Austurstræti 17
G/eð//eg Jóií
Mummabúð, Njálsgötu 14
Gleðileg Jól!
Kjöt & Ávextir, Kaplaskjóli 5
G/eð//eg Jól!
Gleðilegt nýtt ár! Þökkum fyrir viðskiptin
Hilmarsbúð, Njálsgötu 2Q