Þjóðviljinn - 24.12.1953, Blaðsíða 3
rólin 1953
Þ J Ó Ð V I L JI N N
3
Sólsbrí
KÍNVERSK ÁSTARSAGA
írá 9. öld
Alltaf þegar Júan S]en gisti Pútseng á embættisferðum
í umdæmi sínu og heyrði hljóminn frá klausturbjöllunum
í grenndinni, þá snart það hann sárt, cinkum ef haxm lá þá
í hvílu sinni íyrir dag. Honum þótti sem hann yi'ði ungur
og ástíanginn öðru sinni. Hann var á fimmtugs aldri, í háu
embætti og farsælu hjónabandi, frægt skáld, vanur sigrum
og vonbrigðum. Hann hefði átt að geta hrunöið úr hug sér
svo löngu liðnu ástarævintýri, hugleitt það rólega að minnsta
lcosti. En reyndin varð önnur. Ttuttugu ár voru að baki —
og þegar hljóm klausturklukknanna bar að eyrum hans í
morgunsárið, þyrmdi gamalkunnugt hreimfallið yfir hann:
ómælanleg angurtilfinning, leynd, djúp og kvikurunnin
eins og sjálft lífið, kynleg samkennd við kvöl þess og fegurð,
sem ekki verður orðum lýst, jafnvel af frægu skáldi. Hann
sá að nýju fyrir sér fölvan óttuhimin og dvínandi blik
stjarnanna, og tók andköf af geðshræringu; sterka angan aír
ilmvatni lagði að vitum hans, og hann sá brosið, sem aðeinsB
var bros til hálfs, á andliti stúlkunnar, sem hann unni
fyrstri. I
Þá var Júan tuttugu og tveggja ára og á leið til að afla
sér lærdómsframa í höfuðborginni- Hann hafði aldrei orðið
ástfanginn fyrr, að því er hann segir sjálfur, og ekki verið
við konu kenndur, því hann hafði sett sér hátt takmark
oins og hver annar tilfinninganæmur og gáfaður unglingur.
Hann var ekki sérlega félagslyndur né frjálslegur í viðmóti,
og venjulegar fríðleiksdrósir, sem vinir hans eltu á röndum,
létu hann ósnortinn, enda þótt hann hlyti að játa hrifningu
sína andspænis afburða fegurð eða gáfum einstöku ungrar
stúlku.
Á stjórnarárum Tang-ættarinnar voru iærdómsmenn van-
ir að flykkjast til höfúðborgarinnar allt að hálfu ári fyrir
landsprófin og neyttu þá færis til að ferðast um landið. Júan
réð því sjálfur, hvernig hann eyddi tímanum. Og þegar
hann fór fram hjá Pútseng við bugðuna á Gula fljótinu,
þá stanzaði hann þar til að hitta Jang námsfélaga sinn.
Jang lagði að honum að dvelja þar um tímá, og hann lét
Sagan cr þýdd úr safninu Frægar
kmvcrskar smásögur i endursögn IJin
Jútangs.
Höfundurinn, Júan Sjen, a.nnað
frcmsta skáld öndverðrar 9. aldar, er
sjáifur söguhetjan. TJpphafleg frásögn,
sem birtir t. d. bréfið og ljóðið frá
Inging, en sleppir samsvarandi frum-
kvæði höfundar, er aukin heimildum
úr Ijóðum hans, og uiðurlag hemiar,
sjálfum honum til afsökunar, er fellt
burt.
Lin Jútang velur endursöguinni heit-
ið „Astríða“ og í svigum „Vcstursalur-
inn“, en það er nafn liins frægasta mcð-
al átta sjónlcikja aí cfni söguimar.
V-
svo vera. Þeir gengu oft til Pútsjú-musterisins þremur
mílum austan við borgina, þar sem hlíðarnar voru þaktar
plómublómum á vetrin. Veður var kalt, en sólríkt, þurrt
og hressandi. Af hæðunum sá vítt yfir fljótið til Taipó-
fjallanna lengst í suðri, sem gnæfðu þar handan árinnar.
Júan var svo hrifinn af þessum stað, að hann kom því í
kring við klausturbúana, að hann mætti dveljast í einu af
gestaherbergjunum, sem ætluð voru pílagrímum. Mustex-ið
hafði verið reist nær fimmtíu árum fyrir stjórnartíð Vú
jkeisaradrottningar, ekki neitt smásmíði, prýtt gylltu skrauti,
fog glerbrennd tígulþökin gul á lit. Þegar gestkvæmast var
að vorinu, var þar rúm fyrir meira en hundrað pílagríma.
Sum herbergin voru ódýr og ætluð bændum og fjölskyldum.
þeirra, en önnur glæsilegri, sem tignari gestum ivoru búin,
lágu út að sérstökum forgörðum. Júan valdi sér herbergi
í norðvesturhorninu, afskekkt og rólegt. Há tré köstuðu svöl-
um, grænleitum skugga yfir garðinn að baki, en framan að
lágu hvolfgöng' með mörgum sexhyrndum gluggum, og sá
þaðan yfir til fljótsins og fjallanna handan við. Herbergið
og húsgögnin voru íburðarlaus og þægileg. Júan kunni um-
liverfinu vel, og að viðbættum fáeinum ljóðabókum, sem
aldrei vantaði í léttar fög'gur hans, þá þóttist hann hafa
komið sér vel fyrir til að eyða nokkrum stuttum leyfisdögum.
„Þig munár í ævintýri, fyrst þú velur þér stað eins og
þennan,“ sagði Jang.
„Og hvað ætti að vera svo ævintýralegt hérna?“.
„Tunglið, blómin og snjórinn og hréggblásnar hæðimar.
Ákjósanlegur staður fyrir ástfanginn mann.“
„En sú fjarstæða! Ætli ég héldi mig ekki í höfuðborginni,
ef ég væri í leit að lystisemdum. Nei, ég ætla að gerast