Þjóðviljinn - 24.12.1953, Blaðsíða 15
Jólin 1953
ÞJÓÐVILJINN
15
ÆvinfýriS um
Bdbúsku
Gömul rtíssnesk jolasaga
ÞULUR: Við erum stödd í litlu húsi í Rússlandi, fyrir langa
löngu. Börnin rísla í leikföngum sínum, en mamma
þeirra situr að saumum.
Við arininn situr mjög gömul kona, og hefur brugðið
skýlu yfir' höfuð sér. Hvorki börnin né mamma þeirra
veita henni athygli. Þau vita ekki einusinni að hún
er þarna. En hlustið nú. Þið skuluð fá að heyra hvernig
þessu er farið.
MAMMA: Jæja börnin mín, þið ættuð nú að fara að taka
saman dótið ykkar. Það er kominn háttatími.
BÖRNIN: Þurfum við alveg strax, mamma? Það er svo
gaman.
MAMMA: Alltaf fórum við systkinin snemma að hátta á
aðíangadagskvöld, svo jóladagurinn kæmi því fyrr.
Við héldum líka að Babúska heimsækti okkur fyrst af
öllum i Rússlandi, og ef hún kæmi að bólunum okkar
auðum mundi hún kannski halda að hér væru engin
börn eftir allt saman; og hvernig haldið þið að okkur
hefði liðið ef engar gjafir hefðu verið á svæflunum
okkar er við vöknuðum á jólamorgun?
IVAN: Það hefði verið slæmt að fá ekki neina nýja hluli
í staðinn fyrir þá gömlu. SjáSu þennan bolta — það
er nærri öll málningin farin af honum.
OLGA: Og líttu á brúðuna mína. Það á að vera álfabrúða,
en hún lítur út eins og þvottakona — þó mér þyki auð-
vitað jafnvænt urn hana eftir sem áður.
í aðra og loks lendir köggull í hnakkanum á konu sem
sendir þeim nokkur vel valin orð í staðinn.
Þá birtast þeir minnstu. Þeir eru tveir saman og
syngja „stóð ég út í tunglsljósi" hástöfum, frá byrjun
til enda í fúlustu alvöru og í trássi við alla tízku, allt
skibbí og haddirían, auðsjáanlega þeir sem koma
skulu, hinir nýju Fjölnismenn götunnar. Þeir syngja
og syngja og syngja.
VERA: Þú ættir að sjá mína — þín hefur þó báifSa fæturna
og annan handlegginn eítir.
BORIS: Það er meira en hægt er að segja um flesta tindát
ana mína.
MAMMA: Jæja, ykkur langar öll til að Babúska komi til
ykkar í nótt með gjafirnar sínar — er það ekki?
OLGA; Er Babúska raunverulega til?
MAMMA: Svona, farið þið nú að hátta! Þið kunnið söguna
eins vel og ég. Þið eruð bara að leika ykkur að tefja
tírnann.
OLGA: Ekki ég. Mamma, mig langar að heyra söguna
einu sinni ennþá.
ÍVAN: Já, mamma. Segðu okkur söguna.
MAMMA: Þið verðið þá að vera stillt og prúð-
BORIS: Tilbúin, mamma.
MAMMA: Jæja — einusinni, fyrir mörgum piörgum öldum,
var gömul kona sem hét Babúska. Þegar veturinn kom
og snjórinn lagðist yfir skóginn og sléttuna, gerði hún
eld af furukubbum í kofánum sinum; og þegar eldurinn
brann svo að gnast í viðnum og logarnir teygðu sig upp,
þá sat hún við eldinn og vermdi sig og horfði á rauða
bláa og gula logana, og hugsaði um gamla daga og
þeirra líf .— og um æsku sína. Stundum talaði hún
við sjálfa sig.
BORlS: Hafði hún engan annan að tala við?
MAMMA: Nei, engan annan, Boris.
OLGA: Enga krakka?
MAMMA: Þeir voru fullorðnir fyrir löngu og farnir burt.
ÍVAN; Veslings gajnla konan.
VERA: Hvað skyldi hún hafa verið að tala við sjálfa sig?
MAMMA: Nóttina sem sagan byrjaði sagði hún þetta:
BABÚSKA: Úff, hvað það er kalt í nótt! Hvað það getur
verið kalt! Mikið er snjórinn djúpur og frostið hart.
Það er golt að hnfa eld að verma sig við. — Hvað er
þetta? Hver er nú á ferð, í ófærðinni og kuldanum?
VITRINGAR: Megum við lcoma inn fyrir, Babúska?
BABÚSKA: Komið inn ef y<kkur langar til. En þetta er
ekkert hús fyrir höfðingja eins og ykkur. Þið hljótið
að vera konungar — er það ekki?
VITRINGAR: Nei, Babúska, við erum ekki konungar.
BABÚSKA: Þið eruð að minnsta kosti miklir menn, og
lítið út fyrir að vera vitrir að sama skapi. En þið'eruð
ekki innlendir menn. Enginn maður hér í landi klæðist
svona síðri skikkju. — Hvaðan kornið þið, góðu menn,
og hvað er ykkur á höndum?
VITRINGAR: Við erum vitringarnir þrír, Babúska, og kom-
um frá fjarlægu landi. Við erum á leið til friðarkonungs-
ins sem er að fæðast í Betlehem í nótt. Við ætlum
að færa honum gjafir, Babúska. Líttu á ....
BABÚSKA: Gull! .