Þjóðviljinn - 22.01.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.01.1954, Blaðsíða 4
*r 3$ — WÓBVILOINN — Föstudagur 22, jaw&ar 1«54 íhaldið hefur líka hannað hönkunum að lána nægilegt £é til hushygginga íhaklið sparar. ekki hræsnina nú fyrir kosningarnar. Svo langt gengur ósvífni þess, að það liælir sér af því að hús skuli hafa verið byggð í Kejkjavik á undanförnum áruni. En einirútt íhaldið ber ábyrgð á því að ekki hefur verið byggt nóg á und- anförnum ánim, til að bæta úr húsnæðisskortinum. Hverjar eru staðreyndirnar í þessuin máhim? 1946 vom byggðar 634 íhúðir í Reykjavík. I>á lar enn frjálst að byggja og þó margt mætti að finna um þær byggingar og nauðsyn væri á skynsamlegri skipulagningu, til þess að meira væri b.vggt einkum \ið alþýðu hæfi, þá voru l>ó byggðar íbúffir, svo um munaði, ' 1947 tóli íhaldið og fylgiflokkar þess upp sína amcrísku haftastefnu, sem það hefur fjlgt: síðan. Lögin um útrýmingu heilsuspillandi íbúða voru eyðilögð og dregið úr húsbyggingum, m. ö. orðum 'tekln upp sú stefna sem bezt hentaði okrurum íhaldsins og var í samræmi við óskir Ameríkana. Afleiðingin var að neyðin óx, húsnæði hækkaði í verði, húsa- leigukjörin afoumin, fólki hent út á götiuia, en íhaldið dró úr húsbyggingum, 1951 komst það svo langt niður að eigi var lok- ið við nema 284 íbúðir í Reykjavik. — Að sama skapi f jöigaði í bröggunum úr 1303 manns 1946 upp í 2210 árið 1950 og mun nú nálgast 3000. Þetta er pólitík íhaldsins í húsnæðismálum Reykvlkinga. Eti 'þetta er þó aðeins önnur hliðin á fantaskap íhaldsins við þær f jölskv'ldur í Reykjavík, sem sárast sverfur að í hús- næðismálum, Ef þessar fjölskyldur, sem kastað er út úr íbúðum með af- námi húsaleigulaganna, rejma að bjarga sér með þvi að reyna að byggja, þá rejmir Íhaldið beinlínis að hindra þær í því að fá lán. I .stað þess að ýta undir það að þeir, sem búa við slæmt húsnæði, fái rífleg lán tíl margra áiatuga við lágum vöxtum, eins og sanngjarnt og sjálfsagt væri, — og gert er erlendis víða, þá skrifar íhaldið beinlínis bönkumun til þess að hindra lána- veitingar til íbúðarhúsabygginga. Björn Ólafsson, þáv. bankamálaráðherra ílialdsins, neyddist til þess að meðganga þessar aðfarir í þágu okraranna. Hann viðuiikenndi 29. okt 1951 á Alþingi að hafa skrifað bönkunum bréf tíl þess að draga úr því að þeir lánuðu til íbúðarliúsa- bygginga. Orðrétt sagði hann þetta: 1 Döríkunum að lána út fé. Sannlgikurinn er sá. : eins og .ég hef sagt hé^áðurIaOg_se2\¥ þeIrr . -tilmæli um að hafa 'i Og hvemig voru útlán bankanna tíl íbúðahúsabygginga á því herrans ári 1951, þegar aðeins voru byggðar 284 íbúðir í Reykjavík? Hvað voru útlánin mikil þegar íhaldið sá ástæðu til að fyrirskipa bönkunum að hafa hemil á þeim? Bjöm rfðurkenndi það með eftirfarandi orðum 19. okt. 1951: ræðu. Hins vegar er vitað. að bankarnir ekki Xánað neitt út Tlmsbyggmgar í' ’mtarg úr, áð öðru leyti en övi. sem veðdeiÍd Lan^bankans héfur jténáð út á hús gegn Svo að hér 'er ekki um neitt l pqssu■■•eíni-:ao . Þetta er ,,hjálp“ íhaldsins við alþýðuna í Reykjavik í húsnæð- ismálum: 1. Eyðileggja lögin um iitrýjn- ingu heilsuspillandi ibúða. 2. Minnka með(höftunum bygg- ingar íbúða úr 634 árið 1946 niður í 284 árið 1951. 3. Afnema húsaleigulögin án þess að sjá því fólki, sem út- hýst er, fyrir húsnæði. 4. Banna bönkunum að auka útlán tíl íbúðahúsabygginga, þótt þeir láni lítið sem ékkert. 5. Nota það eitt, sem ríkis- stjórnin er knúin til að gera í húsnæðismáliím sem kosninga- mútur, eins og þegar formötm- um íhalds- og Framsóknarfé- laganna í Reykjavík er falið að útdeila lánum tíl smáíbúða fyr- ir kosningar. 6. Drepa hverja einustu tiliögu Sósíalistaflokksins í bæjarstjórn og á Alþingi um úrbót á hús- næðisvandræðunum. Og afleiðingamar af þessari pólitík Íh'aldsins eru að eyði- leggja lífshamlngju þúsunda, valda börnum og fullorðnum sjúkdómum og dauoa. Það er tími til kominn að R^ykvíkingar rísi upp gegn þessari skaðsemdarstefnu. Það -verður afeins gert með því að verkaiýður og millistéttir Reykja-víkur fylki sér um Sós- íalistaflokkinn, geri liaim nógu sterkan tíl þess að fella íhald- ið úr meirihluta. Þá mun Sós- ialistaflokkurinn knýja fram stórfelldar aðgerðir í brýnustu ha gsmunamálum Reykvíkinga, eins og haam gerði fyrir þjóðina í heild 1944, eftir að þjóðin hafði veitt honum kosningasig- urinn mikla. NœsJu hafnarframkvœmdir Höfnin okkar er eitt af ei- lífðármálunum eins og 'brim- brjóturinn i Bolungavik. Það er ialltaf verjð að byggja garða og stvrkja. Sumir eru hsekk- aðir með því að byggja á þeim ■ verbúðir, eí verbúðir skyldi ■fealla, sem koma Þá í stað brimbrjóts. Til þass að verja * | Sigfús Sigurhjartarson ' Minningarkortín eru til sðlu i í skrifstofu Sósíalistaflokks- ' ^ins, Þórsgötu 1; afgrelðslu ýÞjóðviljans; Bókabúð Kron í Bókabúð Mál3 og menningar, ’ ; .Skólavörðustíg 21; og í ; .Bókaverzlun Þorvaldar , .Bjamasonar í HafnarfirðL » ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ■ ♦............«■ Örfirisey sjógangi. og tortím- ingu verður að verja milljón- um. Þrátt fyrir allt erfiðið er höfnin slæm, og mikið irni sjó- tjón innan hennar. Vátrygg- ingafélögin hafa orðið fyrir miklum útgjöldum vegna þeirra. Höfnirt þrengist stöð- ugt og innan lítils tima verður að byggja nýja höfn, Sjó- mannadagsráð gat ekki fengið Laugamesið vegna þess áð hafnarstjóri segir að byggja eigi höfn íyrir' Kirkjusandi: íhaldsmeirihlutinn í bæjar- stjóm með Gurmar' í farar- broddi, heíur lagt blessun sína yfir þetta áform Reynslan ætti að hafa opnað augu þessara aðila fyrir þeirri staðreynd, að kostnaðarins vegna er lítt gjör- legt að byggja hafnir til hafs- ins. Úthafsaldan er kröftug og iðin við eyðiieggtngarstarfið. Það eru ekki nema 250 ár síð- an verzlunin í Reykjavík var flutt úr Hólminum sem nú cr eyðisker vestur af Gr.anda- garði, Miklu hefur ógangur sjávar umtumað síðan þá. Við eigum nægilegt af kyrrlátum vogum þar sem skilyrði eru ágæt til þess að byggja örugg: hafnarmannvirki með upp- grefti til landsins. Þannig á að fyrirbyggja skemmdir af völdum ágengni sjávar. Við verðum að koma í veg fyrir þann óvitaskap að æila næstu hafnargerð stað út af Kirkju- sandi. Ekkert er jafn sjálfsagt oé viturlegt sem það að hnekkja eihræðisvaldi þess bæjarstjórnarmeirihluta sem ætlar að byggia tugmilljóna króna hafnarmannvirki til hafs, fyrir opnu hafi. Kári. Hugleiðingar um laun skalda og listamanna — Út- hlutunin kemur hverjum skattþegni við — Er nefndin verkinu vaxin? með verið álitið að við þeim vrði ekki haggað, en viti mcnn, á næsta ári kunna þeir að vera færðir niður án þess að nokkrum — út í frá — sé ástæðan Ijós. Ennfremur virð- ist það alltaf á reiki hvaða listamenn beri að styrkja að staðaldri vegna þess að þeir hafa sýnt það með Verkum sínum að þeir eru efiiilegir og þroskavænlegir, ef kröpp kjör og lamandi brauðstrit harnla ekki þroska þeirra og list- sköpun. Er verjandi að láta það fara eftir pólitískri skoð- un listamannsins (t.d. því hvort hann er róttækur og vill bæta þjóðfélagshætti) hvort listhæfileikar hans eni glædd- ir og hagnýttir eða svæfðir og traðkaðir með því að skera honum of þröngan stakk til að hann megi njóta sín. Gerir nefnd þessi sér yfirleitt nokk- ' urt far um áð kynna sér hagi Iiatamannanna og hafa hlið- sjón af þeim við úthlutun? Leitast hún við að kynna sér verk þeirra af nákvæmni og samvizkusemi ? Veit hún nokkuð áður en hún gengur að hinu mikilvæga úthlutunar- starfi sinu, hvort listamaður, sem lítið hefur borið á árið á undan kunni ekki að vinna að mikilsháttar og seinunnu verki, væri þá rétt að ráð- ast á lifskjör hans á meðan, sripta hann þeirri opinberu ÁHUGASAMUR listunnandi hefur sent Bæjarpóstimun eft- irfarandi bréf: „Kæri Bæjarpóstur. Gaman þætti mér að vita, hvort ein- hver hæfa er í því, að út- hlutun tíl listamanna sé dreg- inj fram yfir tkosningar í þeirri von að það kunni að vera pólitískur ábati fyrir þá flokka sem ráöa launum til listamanna. Eru það ekki allt- af sömu metmirnir ár eftir ár sem fara með umboð flokka sinna í þessum efnumpGamall gýslumaður fyrir vestan, sann- ur ihaldsmaður, blaðamaður í Reykjavák, krati, og prófes- sor í sögu eða bókmenntum, framsóknarmaður? Mig minn- ir það. fig lít alltaf yfir út- hlutunarskrána hverju sinni, þykir vænt um marga af lista- mönnunum og langar þvi til að vita, hvernig þeim er umb- unað fyrir erfiði þeirra, and- lega fóm enda skilst mér að um sé að ræða almannafé og því hverjum skattþega víð- komandl hvemig með það er farið. En þótt ég reyni að fylgjast með þessum málum og heyri marga ræða þau, þá verður mér aldrei ljóst eftir hvaða reglum nefndarmenn starfa, eða hvort þeir eru að einhverju leyti í skjóli flokka sinna. Nokkrir listamenn hafa orðið þess heiðurs að- njótandi að komast í hæstu launaflokkana og hefur þar ctotn V, nn rt á fvllsta rétt til og hefur brýna þörf fyrir ? Þótt fágurt sé og rétt- mætt a'ð listamenn njóti \ið- urkemúngar og einskonar Hstamannaellilauna, þegar þeir eru orðnir gamlir og eiga að baki sér baráttu og störf, þá getur það þó aldrei friðþægt fyrir þá synd, sem framin er með þvi að svipta þá starfsmöguleikum meðan heitasta sköpunarþráin brenn- ur þeim í blóði, meðan þeir kenna sárast tíl í stormum sinnar tíðar og máttur þeirra er mestur til að breyta kvöl sinni í persónuleg verk, ef þeir eru.ekki beinlínis sveltir til að afla ,sér og sinum fljót- teknari lífsbjargar. — Svo margt mætti um . þessi mál seg'ja og, vænti ég þess, að þeir sem mér eru fróðari menn, veiti mér viðunandi svör við spurningum mínum. — Að iokum þetta: hvernig er hægt að búast við því af fyrrgreindum nefndannönn- imi að þeir bori alhliða skjm á listir. Prófessorinn er ef tíl vill óákeikull í mati sínu á bókmenntum, ef hann á ann- að borð fylgist með því sem samtíð hans hefur fram að færa. en hvað þá um tónlist, myndlist og leiklist? Koma þessir menn í heimsóknir í vinnustofur myndlistarmanna., hlýða þeir á nýja tónlist? Hafa þeir svo mikið sem spurnir af bókmenntum sem eru í deiglunni? Hvarflar aldrei að þessum mönnum, að með rangskiptingu lista- mannalauna fái þeir á sig orð pólitískmr hlutdrægni ? Er úthlutunin svo vél borguð, beint og óbeint — áð þessara manna sé freistað um skör fram? — Áhugasamur list- unnandi“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.